Morgunblaðið - 31.03.1993, Side 17
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 31. MARZ 1993
17
ur Þórðar, fyrir þeim eru þessi orð
upprifjun. Erfiðara er um skýringar
fyrir hina, sem ekki fengu að njóta
hans. Eitt var það um kennslu hans,
að menn skyldu setja sig í stelling-
ar. Stellingarnar voru þær, að sitja
beinn í baki með augu á kennaran-
um allan tímann, ekki aðeins í 44
mínútur heldur í 45 mínútur. Þórð-
ur nefnilega nýtti tímann, hann var
í þeim flokki kennara sem losna
ekki við tíma, þegar frí dynja yfir,
heldur missti hann þá, og það var
sár missir. Allra augu skyldu koma
á einn stað, allra hugir skyldu vera
samstiga. Hér er augljóst samheng-
ið við kórstjórnarþjálfun kennarans.
Hann lét okkur iðulega lesa eða
þylja í kór. Þá þýddi ekkert að
hreyfa bara varirnar og vera að
hugsa um annað. Hann tók eftir
því þegar í stað, þótt um 29 manna
hóp væri að ræða, eins og ég man
til á fyrsta árinu, og það þýddi að
maður var kjöldreginn. Auðvitað
var kjöldrátturinn af hárri gráðu
siðfágunar, eins og allt hjá Þórði,
hann fólst ekki í öðru en nokkrum
vel völdum orðum, en maður kaus
að draga þau ekki að sér aftur. „Ég
skal láta þig vita það, ungi maður,
að hafir þú hugsað þér að vaða hér
á skítugum skónum inn í heilög vé,
þá má ætla að þú þurfir ekki að
hafa af því áhyggjur að kemba
hærurnar á þessum stað.“ Svona
yfirlýsing var nægielg í eitt skipti.
Að þessari samstillingu gefinni
fékk kraftur Þórðar að njóta sín,
en það er annað orð sem ég vil
nota um kennslu hans. Nú var ekki
um annað að ræða en keyra á full-
um hraða allan tímann, enda hrundi
samstillingin ef hægt var á. Kraftur
er rétt orð, en þó ekki nægilegt um
þennan þátt, fítonsandi var það
einnig, intensitet, sem ekki er öllum
gefið; eldur er einnig orð við hæfi.
Að dotta í tíma hjá Þórði var svo
gjörsamlega fráleitt, að nemandi
hans, sem þessi möguleiki er orðað-
ur við, brestur í skellihlátur, og
óhugsandi er að þessi tilhugsun
komi nemanda Þórðar ótilkvödd.
Þórður er hár maður vexti, herði-
breiður, hnarreistur og glæsilegur
á velli. Tröll er hann að burðum,
enda alinn upp við líkamleg átök.
Andlitið er breitt og bjart, augun
snör, svipurinn allur mikilúðlegur.
Ég hef séð mynd af Þórði um tví-
tugt, þar sem hann er að vinna að
plægingum, um það bil á miðri leið
plógfarsins. Tveir hestar voru
spenntir fyrir plóginn, en það sem
vakti athygli mína var, að taumarn-
iar voru slakir. Sannleikurinn er sá,
að engu var líkara en Þórður ýtti
plógnum á undan sér gegnum mold-
ina. Þar sem hann ýtir, þarf engan
til að toga. Það sýnir sig enn, að
sá sem hvergi sparar sig, endist
best. Ending Þórðar er með fádæm-
um: Þegar hann var nær hálfátt-
ræður var bifreið ekið á hann á
fullum borgarhraða. Úr þessu varð
nánast gamansaga, sem sjaldgæft
er af slíku tilefni, en sannast mála
er, að Þórður stóð upp nánast
ómeiddur en bíllinn eyðilagður. Var
þó um að ræða þýska gæðavinnu
og þýskt gæðastál frá Wolfsburg.
Margur er kennarinn sterkur,
margur hefur hátt og beitir hörku,
jafnvel sanngjarnri, og nær þó ekki
hug og hjarta sinna ungu skjólstæð-
inga. En það gerði Þórður svo sann-
arlega. Er nokkur dýpri skýring til
á ógleymanleik Þórðar, á óafmáan-
leik hans? Fyrir tveim árum hitti
ég hann ásamt fleiri þýskukennur-
um og talið barst að nemendum,
sem komu í þýskunám til hans á
síðari stigum og höfðu misst af
hreinsunareldi fyrsta ársins. Um
þá sagði Þórður: „Það reyndist
studnum þungt fyrir að fá þá til
að taka flugið.“
Það var nefnilega flugið. Þórður
var og er haldinn þeirri logandi
ástríðu listamannsins að duftið skuli
fljúga til hæða og geti það, ef skap-
gerð er nægilega sterk til þess að
æfa þrotlaust og gefast ekki upp.
Honum dugði ekkert minna, fyrir
hönd okkar nemenda. Þetta skynj-
uðum við, óvitarnir, og vildum, eft-
ir hinum óljósa og hvikandi hættti
æskunnar, auðvitað, samsamast
þessari kröfu. En ekkert er eins
upphefjandi eins og að gefa sig list-
inni á vald. Þess vegna elskuðum
Fræðslufundir Gigtarfélagsins
við Þórð. Mér finnst að kennslu-
fræðingar nútímans ættu að draga
ályktanir af þessu.
Nátengt þessu er eitt orð enn,
sem ég vil nota til að reyna að lýsa
Þórði Kristleifssyni. Það er orðið
auðmýkt, það er hin algjöra lotning
hans fyrir viðfangsefninu, fyrir
þýskri tungu og menningu, fyrir
íslenskri tungú og menningu, fyrir
allri hnitmiðaðri tungu, allri göfg-
andi menningu. Viðfangsefnið var
heilagleikinn sjálfur, það eina sem
heilagleikanum er bjóðandi er hinn
fullkomna lausn. Þar kom engin
málamiðlun til geina, þar var ekk-
ert hér um bil. í þessu ljósi sé ég
skýringuna á því að sólarupprásin
í L’Arrabiata varð að helgistund í
meðförum Þórðar. Það er einmitt
það sem sólarupprásin er í eðli sínu.
Þór Vigfússon.
GIGTARFÉLAG íslands hefur
skipulagt nokkra fræðslufundi á
vormisserinu fyrir fólk með
ákveðna gigtsjúkdóma. Fundirnir
verða haldnir á fimmtudagskvöld-
um kl. 20.30 á Hótel Sögu. Geng-
ið er inn að norðanverðu og farið
upp á aðra hæð. Mögulegt verður
að kaupa heita drykki. Fyrsti
fundurinn verður fimmtudaginn
1. apríl í B-sal Hótels Sögu og
verður þá fjallað um rauða úlfa.
Markmið fundarins er að veita
almenna fræðslu og gefa fólki með
hliðstæð vandamál, aðstandendum
þeirra og öðru áhugafólki á að hitt-
ast og kynnast og stofna til frekari
kynna ef áhugi er fyrir því, m.a.
með því að koma upp tengiliðum.
A hveijum fundi verður í stuttu
máli sagt frá starfsemi Gigtarfélags-
ins og einstaklingur með reynslu af
viðkomandi sjúkdómi fenginn til að
segja frá reynslu sinni af honum og
áhrifum á líf sitt.
A.m.k. einn læknir verður fenginn
til að segja frá einkennum sjúkdóms-
ins og meðferð og fulltrúi eins eftir-
talinna fagaðila, eftir því sem við
á, verður til staðar til að fjalla um
og/eða svara fyrirspurnum um frek-
ari meðferð viðkomandi sjúkdóms,
þ.e. sjúkraþjálfari, iðjuþjálfari og
hjúkrunarfræðingur. Fyrirspurnir og
umræður verða leyfðar á eftir hveiju
erindi.
Efni og tímasetning einstakra
fræðslufunda og frummælenda
verða sem hér segir: Rauðir úlfar
1. apríl, B-sal Hótel Sögu. Læknir
Kristján Steinsson. Hjúkrunarfræð-
ingur: Þóra Arnadóttir. Veijagigt
15. apríl í A-sal Hótel Sögu. Læknir
Árni Geirsson. Sjúkraþjálfari: Sig-
rún Baldursdóttir. Barnaliðagigt: 29.
apríl B-sal Hótel Sögu. Læknar
Helgi Jónsson og Jón Kristinsson.
Beinþynning: 6. maí A-sal Hótel
Sögu. Læknar: Gunnar Sigurðsson
og Kári Sigurbergsson. Psoriasis-
liðagigt: 13. maí A-sal Hótel Sögu.
Læknar: Helgi Valdimarsson og
Kristján Steinsson.
(Fréttatilkynning)
„AUirmeðí
kLfjögur
ídagr
„Röðin kostar ekki nema 20 krónur.
í fyrsta vinning gætu orðið fleiri milljónir en
þú hefur nokkurn tímann látið þig
dreyma um að hafa á milli handanna.
Og svo er bónusvinningurinn hérna heima,
sem verður dreginn út i dag, þrefaldur.
ímyndið ykkur: ÞREFALDUR!"
Náðu þér í Víkingalottóseðil og framvisaðu honum
á næsta sölustað íslenskrar getspár
fyrir kl. 16 í dag. Röðin kostar aðeins 20 krónur.
Dregið verður I þriðja sinn I Vikingalottói,
stærsta lottópotti á Norðurlöndum,
I sameiginlegri útsendingu á báðum
sjónvarpsstöðvunum kl. 19.501 kvöld.