Morgunblaðið - 31.03.1993, Page 18
18
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 31. MARZ 1993
Framtíðargötumynd
SJÁVARSÍÐAN eins og hún kemur til með að líta út þegar nýja húsið hefur verið reist samkvæmt þeim breytingum sem kynntar voru í gær.
Reynt að ná málamiðlun í deilu um stórhýsið í miðbæ Hafnarfjarðar
Fyrirhugnð þjónustubygg-
ing lækkuð um eina hæð
Félagið Byggðarvernd segir ekki komið tilmóts við óskir bæjarbúa
GUÐMUNDUR Árni Stefánsson bæjarstjóri í Hafnarfirði
og forsvarsmenn Miðbæjar Hafnarfjarðar hf. hafa kom-
ist að samkomulagi um að fyrirhuguð verslunar/þjón-
ustu- og hótelbygging í miðbæ Hafnarfjarðar verði einni
hæð lægri en upphaflega var áformað. Þorgils Óttar
Mathiesen bæjarfulltrúi segir að þessi breyting sé langt
í frá nægileg til að koma til móts við óskir bæjarbúa
eins og þær voru settar fram í undirskriftasöfnuninni
gegn byggingu hússins á sínum tíma.
Að sætta ólík sjónarmið
Alþýðubandalagið
Drög að
frumvarpi
um sókn-
armark
ALÞÝÐUBANDALAGSMENN
hafa lagt fram þingsályktun-
artillögu um stjórn fiskveiða.
Einnig hafa þeir kynnt drög
að lagafrumvarpi um sóknar-
stýringu á fiskveiðum. Þeir
segjast vilja opna umræðuna
og fara þess á leit að eftir
páska verði umræðu um þessa
tillögu sjónvarpað og útvarpað
í Ríkisútvarpinu.
Þingflokkur Alþýðubandalags-
ins kynnti fréttamönnum í gær til-
lögu til þingsályktunar um að sjáv-
arútvegsnefnd Alþingis verði falið
að sjá um endurskoðun laga um
stjórn fiskveiða.
Fulltrúar Alþýðubandalags í
sjávarútvegsnefnd, Jóhann Ár-
sælsson og Steingrímur J. Sigfús-
son, sögðu svokallaða tvíhöfða-
nefnd hafa vanrækt nánast allt
samráð við sjávarútvegsnefnd. Það
litla sem heyrðist um starf nefnd-
arinnar í fjölmiðlum vitnaði um þá
ætlan að viðhalda meingölluðu
kvótakerfi og aðrar fréttir væru
um ágreining og erfiðleika. Stjóm-
arflokkamir hefðu skákað hvor
öðrum og teflt málinu í „patt-
stöðu“, sagði Steingrímur J. Sigf-
ússon.
Miðaði
byssu á
lögreglu
ÞRÍTUGUR maður dró upp
heimasmíðaða haglabyssu og
beindi að lögreglumanni á lög-
reglustöðinni í Tryggvagötu á
föstudagskvöld.
Hlaupinu var beint að andliti
lögréglumannsins, sem sló frá
sér byssuna, stökk yfir borð sem
skildi hann og byssumanninn að,
yfirbugaði hann og handjámaði.
Byssumaðurinn var síðar færður
í fangageymslur og til yfir-
heyrslu hjá RLR daginn eftir.
Byssuna sem maðurinn beitti
hafði hann útbúið sjálfur úr röri
og með kveikjubúnaði sem óvíst
er hvort virkaði eins og til var
ætlast, en að sögn lögreglu er
það talið heldur ólíklegt.
Á blaðamannafundi Miðbæjar
Hafnarfjarðar hf. í gær kom fram
að vegghæð hússins verði 21,05
metrar, eða 8 metrum lægri en fyrri
hönnun gerir ráð fyrir. Endanlegar
byggingarnefndarteikningar af hús-
inu hafa verið lagðar inn til bygging-
arfulltrúa og verða teknar til umfjöll-
unar í byggingamefnd í dag. Guð-
mundur Árni Stefánsson bæjarstjóri
sagði að ákvörðunin hefði verið tekin
til þess að sætta ólík sjónarmið um
hæð hússins en eins og kunnugt er
skrifuðu rúmlega fimm þúsund
Hafnfirðingar undir áskorun til bæj-
aryfirvalda þess efnis að þau beittu
sér fyrir því að fyrirhuguð bygging
félli sem best að umhverfi sínu og
yrði ekki hærri en þau hús sem fyr-
ir væru á miðbæjarsvæðinu. Jafn-
framt var þess getið að hvorki væri
deilt á framkvæmdina sem slíka né
staðsetningu hússins.
Með samkomulaginu kvaðst Guð-
mundur trúa því að almenn sátt yrði
um byggingarframkvæmdina og
minntist þess að jafnframt stæði
bærinn fyrir umfangsmiklum gatna-
gerðarframkvæmdum í miðbænum.
Þær væru í samræmi við miðbæjar-
skipulag og lögð væri áhersla á að
flýta þeim eins og kostur væri og
uppbygging mannvirkja í miðbænum
leyfði. Það væri markmið bæjaryfir-
valda að yfirbragð hins nýja miðbæj-
ar yrði komið í varanlegt og glæsi-
legt form á þessu ári og hinu næsta.
Ekkert samband við
Byggðarvernd
Sökum þessa samkomulags vill
félagið Byggðarvemd koma því á
framfæri að ekkert samband hefur
verið haft við fulltrúa félagsins frá
því að undirskriftir rúmlega 5.000
Hafnfirðinga voru afhentar og engar
breytingar á byggingaráformum
kynntar félaginu sérstaklega.
í yfirlýsingu frá Byggðarvernd,
sem barist hefur gegn byggingu
háhýsanna, segir að samkvæmt því
sem kynnt var á blaðamannafund-
inum hafi húsið aðeins lækkað um
2-3 metra, eða í 25,5 metra, og
breytir engu í því sambanöi þótt út-
veggir efstu hæðarinnar hafi verið
færðir aðeins til. Félagið muni halda
áfram baráttu sinni gegn umræddri
byggingu og ætlast til að lýðræðis-
lega kjörin bæjaryfirvöld virði vilja
kjósenda sinna í þessu efni.
Úr 50 í 40 hótelherbergi
í máli Viðars Halldórssonar, fram-
kvæmdastjóra Miðbæjar Hafn-
arfjarðar hf., kom fram að sam-
kvæmt samkomulaginu yrðu hótel-
herbergi 40 í stað 50 eins og áður
hefði verið áætlað. Af annarri þjón-
ustu í húsinu má nefna sérverslanir,
apótek, banka, matvöruverslun, bið-
stöð strætisvagna og áfengisverslun.
í skrifstofuhluta verður bókasafn,
verkfræðistofa, endurskoðunar- og
'lögfræðiskrifstofur. Undir húsinu
„Við óskuðum eftir að fá þetta
merki skráð hjá vörumerkjaskrá
undir banka-, fjármálastarfsemi og
kortaútgáfu. Því hefur verið mót-
mælt og við því er ekkert að segja.
Við höfum ekki fengið neitt skrif-
legt um það,“ sagði Gunnar.
ísskápamerki
„Ég tel ekki að um þjófnað á
merki sé að ræða. Það er ákveðin
stafagerð í merki okkar, gerð af
auglýsingastofu, en ef talað er um
þjófnað á merki í þessu sambandi
geta sjálfsagt fleiri haldið slíku
verður bílageymsla fyrir 104 bíla.
Viðar sagðist gera sér grein fyrir
því að aldrei næðist að sætta alla,
en forsvarsmenn fyrirtækisins teldu
sig vera komna vel á veg með það
og ekki væri annað að gera en halda
áfram. Hann sagði að jarðvinnu við
húsið lyki fljótlega en gert er ráð
fyrir að utanhússfrágangi ljúki 30.
apríl 1994.
fram. Þetta merki hefur verið notað
á ísskápa og frystikistur, það er til
Atlas-tour ferðaskrifstofa í Þýska-
landi og þannig má áfram telja.
Ég sé enga hagsmuni okkar og
þessa fyrirtækis rekast á,“ sagði
Gunnar.
Hann sagði að Kreditkort hefði
vitað af tilvist Atlas hf. áður en
Atlaskortinu var hleypt af stokkun-
um. „Við ákváðum að hafa ekki
samband við eigendur þess fyrir-
tækis. Þetta var eitt nafn af mörg-
um sem upp komu og við gátum
valið,“ sagði Gunnar.
Framkvæmdastjóri Kreditkorta hf.
Bregðumst ekki við
mótmælum Atlas hf.
„VIÐ bregðumst á engan hátt við þessu. Þeir mega mótmæla
ef þeir vilja,“ segir Gunnar Bæringsson, framkvæmdastjóri
Kreditkorta hf., sem í samvinnu við íslenskar ferðaskrifstofur
og Flugleiðir gefur út svonefnt Atlaskort. Eins og fram kom í
Morgunblaðinu sl. sunnudag hefur eigandi innflutningsfyrirtæk-
isins Atlas hf. mótmælt til vörumerkjaskrár notkun þessara
aðila á merkinu Atlas.
Hvað gengur þeim til?
eftir Ólöfu
Pétursdóttur
„Er ekki mál að linni? Hvað geng-
ur blaðinu til?“ spurði ég sjálfa mig
eftir lestur Pressunnar, sem kom
út þinn 23. mars sl.
Á forsíðu blaðsins er heilsíðu-
mynd af einum héraðsdómara Hér-
aðsdóms Reykjaness og á opnu í
blaðinu eru riQuð upp fyrri skrif
blaðsins undir fyrirsögninni
„Oheyrilegur dráttur mála fyrir
héraðsdóminum í Hafnarfirði. Dóm-
ararnir margsinnis ávítaðir án
árangurs.“
Við lestur greinarinnar varð mér
ljóst, að það getur ekki verið til-
gangur blaðsins að færa lesendum
sínum nýjustu fréttir af gangi
dómsmála við Héraðsdóm Reykja-
ness. Hér er gamalt vín á nýjum
„Ég leyfi mér ennfrem-
ur að fullyrða að á því
tæpa ári sem héraðs-
dómulinn hefur starfað
hefur meðferð mála þar
verið eðlileg.“
belgjum. Allar þær ávirðingar sem
raktar eru í blaðinu sl. fimmtudag
hafa áður verið þar tíundaðar ræki-
lega. En þeim lesendum blaðsins
sem ekki eru þessum málum gjör-
kunnugir, er létt að falla í þá gryfju
að ætla að hér sé um „fréttir" að
ræða. Ekki lái ég leáendum það
vegna þess hve kastað hefur verið
til höndum við samningu greinar-
innar. Það leiðir til þess að lesendur
geta ekki gert sér grein fyrir við
hveija er átt hveiju sinni. Er til
dæmis til of mikils mælst af blaða-
manni, sem ritar um embætti og
starfsmenn þess, að hann kunni
skil á heiti embættisins? Ég nefni
þetta hér vegna þess að þessi óná-
kvæmni í vinnubrögðum höfunda
greinarinnar leiðir til þess að les-
endur eiga erfitt með að átta sig á
þvi, hvort verið er að skrifa um
fortíðina eða nútíðina.
Ég ætla ekki að elta ólar við þær
rangfærslur sem í greininni eru, en
þó get ég ekki látið hjá líða að
gera athugasemd við eina setningu
sérstaklega, þar sem segir: „Að
sögn heimildamanns blaðsins kom
greinilegur fjörkippur í afgreiðslu
dómsmála embættisins eftir ávít-
urnar, en síðan hrökk allt í sama
farið aftur.“ Það er ekkert launung-
armál, að það kom í hlut dómstjóra
Héraðsdóms Reykjaness, sam-
Ólöf Pétursdóttir
kvæmt tilmælum dóms- og kirkju-
málaráðuneytisins, að veita tveimur
héraðsdómurum áminningu vegna
vanrækslu í starfi sem dómarar við
embætti sýslumannsins í Kjósar-
sýslu og bæjarfógetans í Hafnar-
firði, Garðakaupstað og Seltjarnar-
nesi. Ekki treysti ég mér til þess
að fullyrða, að tilvitnuð setning eigi
að lýsa því ástandi sem ríkt hefur
eftir að áminningamar voru veittar.
En ef svo er, þá fínn ég mig til-
knúna til þess að koma hér að leið-
réttingu. Sannieikurinn er sá, að
hlutaðeigandi héráðsdómarar tóku
mál þessi mjög alvarlega og verður
ekki fundið að embættisfærslu
þeirra eftir að þeir hófu störf við
Héraðsdóm Reykjaness hinn 1. júlí
sl.
Ég leyfi n>ér ennfremur að full-
yrða að á þyí tæpa ári sem héraðs-
dómurinn hefur starfað hefur með-
ferð mála þar verið eðlileg.
Mér er ljúft að veita ritstjóra og
blaðamönnum Pressunnar upplýs-
ingar um starfsemi Héraðsdóms
Reykjaness ef og þegar þeir sjá
ástæðu til að fjalla um starfsemi
héraðsdómsins af skynsemi og heil-
indum. Hvað blaðinu gengur til með
skrifum eins og þeim sem birtust
23. mars sl. læt ég aðra um að
reyna að svara.
Hiifundur cr dómstjóri
Héruösdóms Reykj&iiess.