Morgunblaðið - 31.03.1993, Page 19
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 31. MARZ 1993
19
Fjallað um ætt, fjölskylduhagi, menntun og störf fjölda Islendinga
Tvö þúsund ævi-
skrár í bók um
samtíðarmenn
VAKA-Helgafell hefur gefið út bók-
ina Samtíðarmenn, en í henni er að
finna tvö þúsund æviskrár núlifandi
Islendinga, ásamt ljósmyndum. Þá
er fjallað ítarlega um menntun samt-
íðarmanna, störf þeirra og fjöl-
skylduhagi, til dæmis sagt frá systk-
inum, maka, börnum, stjúpbörnum,
foreldrum og tengdaforeldrum. Alls
er því um 30 þúsund manns getið í
bókinni með nöfnum, starfsheitum
og fæðingardögum.
Ólafur Ragnarsson, útgefandi, sagði að í
bókinni væru viðameiri almennar æviskrár en
áður hefðu birst í slíku riti og hún sýndi eins
konar þverskurðarmynd af íslensku þjóðinni.
„Bókin er eitt viðamesta útgáfuverkefni síðustu
ára hér á landi, en að gerð bókarinnar unnu á
þriðja tug starfsmanna í tvö ár,“ sagði hann.
„Bókinni er ætlað að bæta úr biýnni þörf, en
nú er um áratugur frá því að sambærilegt verk
kom síðast út hér á landi.“
Ólafur sagði að við val á fólki í ritið hafi
verið farið eftir því einu að athygli hefði beinst
að því undanfarin misseri og það verið í sviðs-
ljósi fjölmiðla vegna starfa sinna eða annarra
viðfangsefna. Því væru í bókinni upplýsingar
um samtíðarmenn á öllum aldri, til dæmis korn-
unga íþróttamenn, miðaldra kaupsýslumenn,
aldraða stjórnmálamenn, ungt fjölmiðlafólk og
listafólk á ýmsum sviðum.
Engin algild regla
„Það er auðvitað ekki til nein algild regla sem
segir hveija eigi að flalla um í svona bók og
eflaust eiga einhveijir eftir að furða sig á því
af hveiju verið sé að fjalla um einn á meðan
öðrum er sleppt,“ sagði Vilhelm G. Kristinsson,
ritstjóri bókarinnar. „Því er hins vegar til að
svara að sumir kærðu sig alls ekki um að vera
með og aðrir nenntu ekki að fylla út eyðublaðið,
sem við sendum þeim, þó fólk hafi yfirleitt tekið
okkur mjög vel. Svo má auðvitað vera að okkur
hafi yfirsést í einhveijum tilvikum. Við reyndum
að láta bókina endurspegla þá sem voru ofarlega
á baugi á meðan hún var unnin. Því vorum við
sífellt að bæta nöfnum í bókina, ýmist að eigin
frumkvæði eða samkvæmt ábendingum
annarra."
Mikíð starf
Upplýsingaöflun vegna bókarinnar hófst í
ársbyijun 1991, en ráðunautar við val samtíð-
armanna í ritið voru Guðlaugur Þorvaldsson,
Haraldur Ólafsson, Helgi Seljan, Sigurveig
Jónsdóttir og Þóra Kristjánsdóttir. Leitað var
til fjölda samtaka, starfsgreina, félaga og
stofnana um ábendingar, nöfn og upplýsingar.
Ritstjóri bókarinnar er Vilhelm G. Kristinsson.
Alls unnu rúmlega 20 manns við ritstjórn og
vinnslu bókarinnar, enda þurfti að samræma
upplýsingar frá samtíðarmönnunum, fá þær
Mannhæðarhár
upplýsingastafli
ÓLAFUR Ragnarsson, útgefandi Samtíð-
armanna, og Vilhelm G. Kristinsson, rit-
sljóri bókarinnar, styðja hér við stafla
af eyðublöðum, sem unnið var úr við rit-
un bókarinnar.
staðfestar í mörgum tilfellum og oft varð að
leita víðar fanga. Þá var fylgst með breytingum
á högum samtíðarmannanna á meðan bókin var
í_ vinnslu, eftir því sem kostur var. Pétur
Ástvaldsson hafði yfirumsjón með handrita- og
prófarkalestri, en setningu og umbrot annaðist
fyrirtækið K. Guðmundsson. 011 filmuvinnsla fór
fram hjá Offsetþjónustunni hf., en bókin, sem
er 750 blaðsíður í stóru broti, var prentuð i
Englandi.
Forseti Islands í
tímaritsviðtali
Lág laun
kennara
þjóðinni
til vansa
FORSETI íslands, frú Vigdís
Finnbogadóttir, segist telja laun
kennara vera þjóðinni til vansa.
Þetta kemur fram í viðtali Vigdís-
ar Grímsdóttur við forsetann sem
birtist í nýjasta tölublaði Nýrra
menntamála, sem Bandalag kenn-
arafélaga gefur út.
„Kennarastarfið á að vera eftir-
sóknarvert af bestu fáanlegum
mönnum, í því felst þjóðarhagurinn
sjálfur. Kennarar eiga að vera mjög
vel launaðir, störf þeirra eru meðal
þeirra mikilvægustu í þjóðfélaginu,
vinnu þeirra ber að sýna virðingu,"
segir frú Vigdís í viðtalinu.
Hún segist sjá fyrir sér ennþá
menntaðri og ennþá upplýstari þjóð.
mið og stefna að þeim leynt og ljóst,
verðum að tíma að setja fjármuni í
þann sjóð sem stofnaður var til að
afla þekkingar og auka hana, en
þekkingin er okkar stærsta líftrygg-
ing og það verðum við að skilja. Það
er ótækt að við séum nísk við okkur
sjálf. Og ef við snúum menntastefn-
unni til betri vegar verður maðurinn
sjálfur og hugur hans í fyrirrúmi.
Þekkingarleysi er hræðilegir fjötrar
sem geta endað í algjörri áþján. í
menntun felst frelsið," segir forseti
íslands.
OPIÐÁ
SUNNUDÖGUM
NYJA BILAHOLLIN
FUNAHÖFÐA 1 - 112 - Rvík. - FAX 673983
MMC Patero diesel Turbo árg. '89,
ek. 63 þ. km.r blár, álfelgur. Góður
Daihatsu Charade TX árg. '88, hvít-
ur, ek. 41 þ. km., 5 d., 4 g. Ath. skipti.
Dodge Ram 250 árg. '90, ek. 43 þ.
km., blár, lúxus innrétting, sjónvarp,
myndband, svefnaðstaða, tilbúinn í
páskaferðina.
4WD árg. '91, hvít-
, 5 d., 5 g. Ath. skipti
Toyota Hilux Extra Cap V6 árg. '91,
ek. 23 þ. km., grár, álfelgur, 35" dekk,
hús hlutföll 5/29.
Suzuki Side Kick JX '91, rauður, ek.
35 þ. km. Ath. skipti.
BÍLATORG
Funahöfða 1 . Sími 683444
MMC Pajero Superwagon árg. '91,
blásans., sjálfsk., sóllúga, 31" dekk,
álfelgur, ek. 45 þ. km. Verð kr.
2.350.000 Skipti á ódýrari.
Toyota Carina li 2000 GLI árg. '90,
rauður, sjálfsk. Gullfallegur bfll., ek.
34 þ. km. Verð kr. 1.080.000.
Ford Econoline 350 Clubwagon árg.
'92, hvítur. Einn með öllum þægind-
um. 12 manna nýr bíll. Verð kr.
2.800.000. - Skipti.
MMC Galant Super Salon árg. '90,
hvítur, sjálfsk., sóllúga, álfelgur, ek.
63 þ. km. Verð kr. 1.250.000.
Mitsubishi Pajero '88, grár, ek. 62
þ. km. Verð kr. 1.050.000.
Honda Civic CRX árg. '91, svartur,
sóllúga. Fallegur bíll, ek. 39 þ. km.
Verð kr. 1.150.000. - Skipti.
Toyota Corolla XL árg. 91, ek. 28 þ.
km., rauður, 3 d., 5 g., saml., bein
sala.
Toyota Landcruser Turbo diesel G
árg. '87, grár, ek. 102 þ. km., 36“
dekk. Toppjeppi.
Honda Civic GL árg. '89, grænsans.,
sjálfsk., vökvastýri, ek. 25 þ. km. Verð
kr. 790.000. - Góð kjör.
Toyota Hilux Doble Cab, árg. '92,
rauður, 31“ dekk, álflegur. Skipti á
Toyota LandCruser árg. '91-’92.
Honda Accord EX árg. '91, vínrauð-
ur, sjálfsk., ek. 24 þ. km. Verð kr.
1.450.000.
MMC Colt GL EXE '92, ek. 18 þ.
km., hvítur. Ath. skipti.
Honda Accord EXI árg. '91, ek. 46
þ. km., rauður, sjálfsk., álfelgur, sóll.,
saml., góður fjölskyldubfll.
Ford Econoliner Club Wagon 7,3
dísel árg. '88, rauður/grár, ek. 96 þ.
km., sæti fyrir 8-11 manns. VSK bíll.
Nissan Patrol GR árg. '91, svartur
og grár, upphækkaður, 33“ dekk, ek.
20 þ. km. Verð kr. 2.700.000.
Toyota 4Runner árg. ’91, vínrauður,
álfelgur, 31“ dekk, ek. 20 þ. km. Verð
kr. 2.150.000.
Toyota Coroila 1600 XL Liftback árg.
'92, blásans, ek. 34 þ. km. Verð kr.
990.000. Skipti á ódýrari.
Vtantar allar geróir nýlegra bíla á skrá og á staöinn.