Morgunblaðið - 31.03.1993, Síða 21

Morgunblaðið - 31.03.1993, Síða 21
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 31. MARZ 1993 21 Balladur sækist fremur eftir samstöðu en átökum og deilum París. Reuter. MIKIL hógværð hefur þótt einkenna stjórnarskiptin í Frakklandi, þrátt fyrir stórsigur RPR og UDF, og er hún talin einkennandi fyrir Edouard Balladur, nýja forsætisráð- herrann. Hann sækist ekki eftir átökum sem stjórnmála- maður heldur samstöðu. Edouard Balladur, sem er 63 ára gamall, kom fyrst fram á sjónar- sviðið árið 1986 er hann tók við embætti fjármálaráðherra, sem hann gegndi til 1988. Fram til þess hafði lítið borið á honum. Hann var skrifstofustjóri Georges Pompidou forseta í Elysée-höllinni 1973-74 og nokkrum árum síðar gerðist hann helsti pólitíski ráðgjafi Chiracs. Tengiliður í bytjun fyrri „sambúðarinnar" svokölluðu var hann helsti tengilið- ur forsetans og forsætisráðherrans þegar stjórn Chiracs var mynduð. Meðal fyrstu embættisverka hans sem fjármálaráðherra á sínum tíma var að fella gengi frankans gagn- vart þýska markinu innan EMS. Nú hefur hann hins vegar lýst því yfir að hann muni fylgja áfram peningastefnu Pierre Bérégovoy, fráfarandi forsætisráðherra, og einnig ætlar hann að vinna áfram að því að Maastrichtsamkomulagið verði að veruleika. Hann hefur einnig lofað að herða löggæslu og reyna að stemma stigu við straumi innflytjenda til Frakk- lands. Til að minnka atvinnuleysi vill hann veita vinnuveitendum skattaafslátt og einnig er viðamikil uppbygging véga- og járnbrauta- kerfisins í burðarliðnum. Sam- kvæmt nýjum tölum, sem birtar voru í gær, eru atvinnulausir Frakk- ar nú þijár milljónir, og hafa aldrei verið jafn margir. Löggæsla efld EDOUARD Balladur hefur lofað að herða löggæslu og stemma stigu við straumi innflytjenda. Forræðisdeila leikaranna Miu Farrow o g Woodys Allens Vitnað um ofurótta við hjartardýr og niðurföll New York. Reuter. LEIKKONAN Mia Farrow segir fyrrverandi ástmann sinn, leikstjórann og kvik- myndaleikarann Woody Al- len, hafa brenglað svo mjög staðreyndir í samtölum þeirra að hún hafi farið að taka þau upp á segulband með leynd. Þetta kom fram í vitnisburði hennar fyrir rétti á mánudag þar sem fjallað er um deiluna um forræði yfir börnum þeirra. Farrow segir hegðun Al- lens oft hafa verið með ólík- indum, gefur í skyn að hann sé ekki með réttu ráði. Börnin eru Moses, 14 ára drengur er þau ættleiddu, dóttir- in Dylan, sjö ára og einnig ætt- leidd, og Satchel sem er fimm ára og sonur þeirra en Farrow og Allen voru ekki í hjónabandi. Þau bjuggu ekki að staðaldri saman, áttu hvort sína íbúðina í New York. Sambandið fór út um þúfur í janúar í fyrra er Allen skýrði Farrow frá því að hann ætti í ástarsambandi við Soon-Yi Pre- vin, 21 árs gamla ættleidda dótt- ur Farrow og fyrverandi eigin- manns hennar, hljómsveitarstjór- ans Andrés Previns. Allen er nú á sextugsaldri; sjálfur segir hann að allmörg ár séu síðan hann og Farrow hafí lifað saman sem hjón. Farrow hefur m.a. sakað Tók upp samtölin MIA Farrow neyddist til að taka samtöl þeirra Woodys All- ens upp á segulband. Allen um að hafa misnotað börn þeirra kynferðislega en sérfræð- ingar sem kannað hafa málið eru á því að Allen sé saklaus af þeim áburði. Var markmiðið bijálsemi? Farrow segist hafa byijað að taka samtölin upp í ágúst sl. Hún sagði fyrir réttinum að fram- koma Allens hefði minnt sig á kvikmyndina „Gaslights“ þar sem fullorðinn maður gerir unga eiginkonu sína vitstola með því að breyta ýmsu í umhverfi þeirra og sannfæra hana síðan um að breytingarnar séu eintómur hug- arburður hennar. Að sögn Farrow virtist Allen alls ekki geta gert upp hug sinn varðandi sambandið við ungu stúlkuna. Eitt sinn sagðist hann vera ástfanginn af Soon Yi og ætla að giftast henni. En síðan dró hann í land. „Hann sagðist halda að þetta væri gott fyrir Soon Yi, hún gæti notað það sem stökkbretti fyrir annað og mikil- vægara ástarsamband". Rjartardýr og niðurföll Farrow sagði hegðun Allens oft með ólíkindum. Hún á sveita- setur í nágrannaríkinu Connecticut. Er hún var þar með börnin vildi hún ekki að hann byggi í sjálfu húsinu, bauð hon- um að sofa í gestahúsi. Hún seg- ir hann hafa hafnað boðinu, sagst vera hræddur við að dýr eða fólk gætu laumast að húsinu. „Ég sagði honum að ef hann væri hræddur við hjartardýrin gæti hann lokað öllum aðgönguleiðum ... og haft menn á verði fyrir utan,“ sagði Farrow. Fyrir nokkrum dögum hefði Moses vilj- að leika körfubolta við Allen; hinn síðarnefndi hefði svarað að hann „vildi ekki svitna, hann gæti ekki farið í sturtu í húsinu mínu af því að niðurfallið væri fyrir miðju en ekki til hliðar“. Sérfræðingar beggja deiluað- ila í sálarflækjum hófu að bera vitni á mánudag. Sjómenn sömdu vopnahlé í „fiskistríði“ Breta og Frakka Breska stjómin ógilti vopnahléssamningana London. Rcutcr. BRESKA sljórnin lýsti yfir í gær, að samningur, sem bresk- ir og franskir sjómenn hefðu gert og heimilaði Frökkum veiðar í breskri landhelgi gegn ótrufluðum fiskinnflutningi Breta til Frakklands, væri að engu hafandi. Landhelginnar yrði gætt eftir sem áður. Ásakanir um undirboð Að undanförnu hefur margoft skorist í odda með frönskum og breskum sjómönnum í „fiskistríð- inu“ eins og bresk blöð kalla það. Saka Frakkar Breta um undirboð á franska markaðnum en Bretar segja, að franskir fjskimenn stundi ólöglegar veiðar innan breskrar landhelgi við Ermarsundseyjarnar. Til að fínna lausn á þessu komu franskir og breskir sjómenn saman í höfninni í Guernsey í fyrrakvöld og samþykktu þá, að Frakkar fengju að veiða innan landhelginnar við eyna í einn mánuð gegn því, að sjómenn þaðan fengju að landa óáreittir í frönskum höfnum. í yfirlýsingu breska landbúnað- arráðuneytisins í gær sagði, að sjó- menn hefðu enga heimild til að gera alþjóðlega samninga og því hefði samkomulag sjómannanna ekkert gildi. Bresk strandgæsluskip myndu veija landhelgina eins og áður. Sex mílna landhelgi Sex mílna fiskveiðilandhelgi er við Ermarsundseyjarnar og er fyrir- hugað, að fulltrúar utanríkisráðu- neyta beggja ríkjanna komi saman til fundar til að ræða deilurnar. YDDA F57.3/SlAj

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.