Morgunblaðið - 31.03.1993, Síða 22

Morgunblaðið - 31.03.1993, Síða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 31. MARZ 1993 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 3.1. MARZ 1993 23 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Ritstjórnarfulltrúi Árvakur h.f., Reykjavík Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Björn Vignir Sigurpálsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aðal- stræti 6, sími 691111. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 691122. Áskriftar- gjald 1200 kr. á mánuði innanlands. ( lausasölu 110 kr. eintakið. Oráðlegt að ávísa á galtóman ríkissjóð Langvinn efnahagslægð á helztu markaðssvæðum okkar og minnkandi sjávarafli hafa um árabil lagzt á eitt um að draga úr þjóðartekjum og rýra skilyrði til hagvaxtar. Undirstöðuatvinnuvegur þjóð- arinnar, sjávarútvegurinn, stríðir að auki við mikil fjár- hags- og rekstrarvandamál vegna of mikillar fjárfestingar á liðnum árum, þungrar skuldabyrði og verðlækkunar á sjávarvörum. Einsýnt er öllum, sem til þekkja, að torvelt verður að blása nýju lífí í atvinnu- og efnahagsstarf hér á landi fyrr en ytri skilyrði þjóðarbúskap- arins batna. Þá er einkum horft til hagvaxtarmöguleika í við- skiptalöndum okkar, sem eru sýnd veiði en ekki gefín, og bættrar markaðsstöðu útflutn- ings okkar með EES-aðild. Á heimavígstöðvum ber að leggja höfuðáherzlu á skipulagsbreyt- ingar og fjárhagslega endur- skipulagningu í atvinnulífínu, einkum í sjávarútvegi, og að tryggja batnandi rekstrarskil- yrði atvinnufyrirtækja. Mikil- vægt verkefni á þeim vettvangi er að tryggja framhald þess stöðugleika í verðlagsþróun, sem náðst hefur hér á landi á undanförnum árum. Það eru þessi þröngu skil- yrði, þjóðareyðsla langt um tekjur fram, vaxandi erlend skuldabyrði og víðtækara at- vinnuleysi en hér hefur þekkst í aldarfjórðung, sem eru bak- land kjarasamninga á almenn- um vinnumarkaði þessa dag- ana. Meginreglan í kjarasamn- ingum á almennum vinnu- markaði er sú, eða á að vera sú, að vinnukaupendur og vinnuseljendur semji um kaup og kjör á grundvelli efnahags- staðreynda á hveijum tíma og beri ábyrgð á eigin samnings- gerð. Samingsaðilar hafa hins vegar á síðustu áratugum og í vaxandi mæli dregið ríkis- valdið inn í samningsgerðina, einkum þegar samningsstaðan er eins þröng og nú er; skipta- hluturinn á þjóðarskútunni hefur skroppið umtalsvert saman. Þetta er út af fyrir sig skilj- anlegt. í fyrsta lagi er ríkið langstærsti einstaki atvinnu- rekandinn í landinu. í annan stað hefur löggjafínn ríkuíeg áhrif á kjarastöðu fólks gegn um tekju- og neyzluskatta og margs konar opinbera þjón- ustu. Núverandi staða ríkis- sjóðs, með samansafnaðan langleiðina í tuttugu ára ríkis- sjóðshalla í erlendum og inn- lendum skuldum á herðunum, og líkur á rúmlega tíu milljarða reikningslegum halla til viðbót- ar á líðandi ári, býður á hinn bóginn hvorki upp á tekjusam- drátt né útgjaldaauka í ríkisbú- skapnum. Það er mikils virði að tryggja áframhaldandi stöðugleika í þjóðarbúskapnum með raun- hæfum samningum á almenn- um og opinberum vinnumark- aði, helzt til tveggja ára; marg- ir segja forsenda þess að at- vinnulífíð geti unnið sig upp úr öldudalnum og bægt vofu atvinnuleysisins frá dyrum fólks. Fólk talar og gjaman um að réttlætanlegt sé þótt samningar af þessu tagi kosti eitthvað. Ríkissjóður hefur hins vegar litla burði til að bera þann kostnað. Aukinn ríkis- sjóðshalli og tilheyrandi aukin opinber lánsíjáreftirspurn þrýsta vöxtum upp, þvert á kröfur aðila vinnumarkaðarins. Auknar erlendar skuldir (sem námu 54% af landsframleiðslu 1992) rýrðu enn skiptahlutinn, sem tekizt er á um við samn- ingaborðin. Það er nánast tómt mál við ríkjandi aðstæður að tala um að færa einhvern um- talsverðan „kostnað“ við kjara- samninga alfarið í reikning rík- issjóðs, það er á greiðslukort skattborgarans og framtíðar- innar. Það sem að ríkisstjóminni snýr um þessar mundir og þá fjármálaráðherra sérstaklega er að leggja fram tillögur á Alþingi um það, hvemig fyrir- sjáanlegur halli á ríkissjóði í ár verði minnkaður a.m.k. nið- ur í það, sem fjárlög gera ráð fyrir. Eftir þær skattahækkan- ir, sem ákveðnar vora í nóv- embermánuði sl. er nánast óhugsandi að hækka skatta meira. Þess vegna er ekki önn- ur leið fær til þess að draga úr ríkissjóðshallanum en að draga úr kostnaði. Það er aug- ljóst, að lítið vit er í því að leggja aukinn kostnað á ríkis- sjóð við þær aðstæður. Hluthafar liðlega 90% hlutafjár mættu á fyrsta aðalfund Islandsbanka eftir samruna eignarhaldsfélaga Iðnaðarbanka og Verslunarbanka Búist við liagn- aði af rekstri bankans á árinu HEILDARREKSTRARKOSTNAÐUR íslandsbanka nam 3.338 milljónum króna á síðasta ári samanborið við 3.566 milljónir árið 1991, sem er um 6,4% lækkun á milli ára. í ræðu sinni á aðalfundi bankans sagði Valur Valsson banka- stjóri að undanfarin ár hefði stöðugt verið unnið að því að spara í rekstri bankans. Til dæmis hefði útibúum fækkað og þessar vikurnar væri verið að sameina útibú í Reykjavík þannig að þeim muni fækka um þrjú. Starfsmannafjöldi hefði farið lækkandi og frá því bankinn var stofnaður og til loka þessa árs væri reiknað með að stöðugildum hefði fækkað um 21,5%. Valur sagði aðgerðir til að lækka rekstrar- kostnað og ýmislegt annað sem unnið væri að gefa tilefni til að ætla að jafnvel þótt árið 1993 yrði erfitt í bankarekstri á Islandi, verði Islandsbanki rekinn með hagnaði. Tap íslandsbanka var 176,5 millj- ónir í fyrra samanborið við 61,6 milljón króna hagnað árið áður. Vegna minni verðbólgu lækkuðu fjármunatekjur og fjármagnsgjöld umtalsvert frá fyrra ári. Fjármuna- telqur bankans námu alls rúmlega 6.500 milljónum króna samanborið við rúmlega 8.500 milljónir króna árið 1991. Fjármagnsgjöld námu í heild tæplega 3.700 milljónum í stað tæplega 5.850 milljóna króna árið 1991. Aðrar rekstrartekjur voru í fyrra 1.803 milljónir samanborið við 1.716 milljónir árið áður. Eigið fé íslandsbanka var 5.175 milljónir í lok síðasta árs og hafði lækkað frá fyrra ári um 216 milljón- ir. Hlutafé er 3.879 milljónir sem svarar til 75% af öllu eiginfé. Arð- semi eiginfjár bankans áður en tekið er tillit til afskriftareiknings var rúmlega 25%. Eiginfjárhlutfall skv. alþjóðlegum reglum, svonefnt BIS- hlutfall, var 10% en lögboðið lág- mark er 8%. Vaxtamunur lækkaði úr 4,7% í 2,2% Valur sagði að íslenskir bankar væru gagnrýndir fyrir það að vaxta- munur hér á landi væri hærri en í nágrannalöndunum. Hann sagði vaxtamuninn hafa minnkað úr 5,2% árið 1989 í 4,7% árið 1992 sé hann reiknaður fyrir framlag í afskrifta- reikning, en þegar tillit hefði verið tekið til framlags í afskriftareikning hefði vaxtamunurinn lækkað úr 4,2% árið 1989 í 2,2% í fyrra. „Þessi þró- un hefur mikil áhrif á afkomu bank- ans. Sem dæmi má nefna að ef ís- landsbanki hefði notið sama vaxta- munar á síðasta ári eins og hann naut á fyrsta starfsári sínu árið 1990 hefðu hreinar fjármunatekjur bank- ans verið 1.063 millj. kr. hærri en raun varð á og hagnaður hefði orðið á bankanum að fjárhæð tæplega 900 millj. kr. Hvert prósentustig í vaxta- mun þýðir tæplega 590 millj. kr. tekjur fyrir bankann. Þetta vil ég undirstrika, því það skýrir þá þungu áherslu sem stjórnendur bankans þurfa að leggja á vaxtamuninn og hvers vegna ekki er hægt að hlaupa eftir pólitískum óskum um lækkun vaxtamunar hveiju sinni.“ Valur sagði að lækka mætti vaxtamun viðskiptabankanna á Is- landi á þrennan hátt. í fyrsta lagi með því að auka löng lán í útlána- starfsemi þeirra á kostnað styttri lána þannig að samsetning útlán- anna yrði hagkvæmari. En löng lán krefíast minni vaxtamunar. í öðru lagi mætti minnka vaxtamuninn með því að draga úr rekstrarkostnaði og auka þjónustutekjur. í þriðja lagi með því að minnka opinberar álögur á banka og sparisjóði, en þær væru tiltölulega miklar hér á landi miðað við erlendis. Ranglæti Valur gerði greiðslur bankanna í Atvinnuleysistryggingasjóð að um- ræðuefni og sagði það vera hið mesta ranglæti að bankar þyrftu að greiða gjald til sjóðsins en þyrftu samt sjálf- ir að greiða atvinnuleysisbætur til bankafólks. „Bankamenn fá atvinnu- leysisbætur greiddar frá bönkunum en ekki frá Atvinnuleysistrygginga- sjóði, eins og annað launafólk." Hann sagði jafnframt að íslandsbanki hefði í vaxandi mæli þurft að standa straum af útgjöldum vegna atvinnu- leysisbóta. Morgunblaðið/Þorkell Frá aðalfundinum ORRI Vigfússon framkvæmdastjóri Sprota fékk flest atkvæði í kjöri í bankaráð íslandsbanka. Myndin til vinstri var tekin að loknu kjöri í bankaráðið þegar nokkuð var liðið á aðalfund bankans og hluthöfum var farið að fækka í salnum. Við hlið Orra situr Jón Sigurðsson, (til hægri), framkvæmdasljóri Rammagerðarinnar. Á myndinni til hægri er Valur Valsson bankastjóri, ásamt Brynjólfi Bjarnasyni forstjóra Granda, sem ekki gaf kost á sér til áframhaldandi setu í bankaráði. Kristján Ragnarsson formaður bankaráðs á aðalfundi Islandsbanka Áhersla lögð á að bæta stjóm á útlánum bankans TIL AÐ bæta stjórnun útlána hjá íslandsbanka er m.a. í athugun að lækka heimildir sem einstakir starfsmenn, útibú, lánaeftirlit og lánanefnd hafa til útlána. Þetta kom fram í ræðu bankaráðsformanns, Kristjáns Ragnarssonar, á aðalfundi bankans sl. mánudag. Hann sagði þetta gert til að leggja áherslu á að bankinn vildi bæta útlánin og forðast útlánatap. Einnig væri í athugun á hvern hátt höfuð- stöðvar gætu betur aðstoðað útibúin í útlánamálum, þann- ig að sem tryggast væri að með nýjum útlánum nú væri ekki verið að búa til útlánavanda framtíðarinnar. Kristján Ragnarsson sagði jafn- framt að nú þegar hefði verið glímt við vandann og reynt að greina í hveiju vandamálið væri fólgið. „Jafnframt hefur verið lagt allt kapp á að fá sem raunhæfasta mynd af útlánahættunni og að leita uppi öll lán sem hugsanlega hefðu áhættu í för með sér. Þá hafa allar lánareglur bankans og skipulag lánamála verið yfirfarnar og endurskoðaðar. Á síð- asta ári var fenginn hingað til lands erlendur ráðgjafí á þessu sviði og hann fenginn til að benda á hvað betur mætti fara. í samræmi við okkar eigin athugun og tillögur ráð- gjafans hefur þegar verið gripið til margvíslegra ráðstafana og aðrar eru í undirbúningi. Lánareglurnar hafa allar verið endurskoðaðar og þær hertar. Þær hafa jafnframt ver- ið einfaldaðar. Auknar kröfur eru gerðar um upplýsingar fyrir ákvarð- arnir um ný útlán. Reglur um trygg- ingar fyrir lánum hafa vérið hertar og sjálfskuldarábyrgðir á nýjum lán- um eru nú undantekning í bankan- um. Nýir samningar hafa verið gerð- ir við lögfræðinga um innheimtu vanskilamáia. Fræðsla og þjálfun allra sem um lánamál fjalla hefur verið aukin mikið. Úrvinnsla sér- stakra vandamála hefur verið bætt til muna og sérstakar reglur settar um kaup á uppboðseignum. Lánasér- fræðingar hafa verið ráðnir í stærstu útibúin til eftirlits og aðstoðar." Veruleg hagræðing hefur náðst Kristján sagði jafnframt að fjár- hagserfiðleikar heimila og fyrir- tækja, ásamt rýrnandi verðmæti eigna í landinu, endurspegluðust í afskriftum útlána hjá lánastofnun- um, en framlög í afskriftarreikning hefðu vaxið mjög undanfarin ár. „Allt fram á síðustu ár var algeng- ast að afskriftir útlána væru innan við hálft prósent af niðurstöðu efna- Formaður bankaráðs KRISTJÁN Ragnarsson gerði afskriftir útlána að aðalumræðu- efni sínu á aðalfundi íslands- banka. Hann sagði þó að ekki mætti gleyma því að verulegur árangur hefði náðst í hagræð- ingu. hagsreiknings banka og sparisjóða. Áhættan af lánastarfseminni var talin sáralítil og var vart merkjanleg í afkomutölum. Árið 1986 voru framlög banka og sparisjóða á ís- landi í afskriftarreikning 0,3% af niðurstöðu efnahagsreiknings. Árið 1991 hafði hlutfallið rúmlega þre- faldast og var 1,08%. Gert er ráð fyrir að á síðasta ári hafi þetta hlut- fall enn vaxið mikið og sé nú 2,5%.“ íslandsbanki hefur þurft að af- skrifa rúmlega 2.000 milljónir króna af útlánum sínum síðastliðin þrjú ár. Kristján sagði að þegar afskriftirnar væru greindar eftir stærð kæmi í ljós að afskriftarþörfin hefði annars vegar legið í smæstu málunum, þ.e. minni en 3 milljónir, og hins vegar stærstu málunum, þ.e. 50 milljónum eða meira. Endanlegar afskriftir voru 17% vegna einstaklinga en um 83% vegna fyrirtækja. Af afskriftum atvinnugreina væri hlutfall verslun- ar þessi þijú ár 27,7%, hlutur fisk- eldis 22,2%, þjónustu 14,4%, iðnaðar 14,3% og hlutur sjávarútvegs 10,3%. í tengslum við miklar afskriftir sagði Kristján að menn hefðu hvorki viljað sópa vandanum undir teppið né reynt að fresta honum til seinni tíma. Hann sagðist hafa trú á því að þó enn væri samdráttur í efna- hagslífinu og þótt yfirstandandi ár yrði íslandsbanka enn erfitt af þeim sökum, þá hefði bankinn náð tökum á vandanum. „Þótt afskriftir útlána yfirskyggi flest annað megum við ekki gleyma því að verulegur árang- ur hefur nást í hagræðingu. Rekstr- arhagkvæmnin hefur farið vaxandi og umtalsverður árangur hefur náðst í sparnaði í rekstri bankans," sagði Kristján Ragnarsson. Spenna og átök við kosningar Á fyrsta aðalfundi Islandsbanka eftir samruna Eignarhaldsfé- lags Iðnaðarbanka og Verslunarbanka við bankann mættu hluthafar fyrir liðlega 90% hlutafjár. Aðalsalurinn í Borgar- leikhúsinu var þéttskipaður og á fundinum var m.a. sam- þykkt breyting á fyrirkomulagi við stjórnarkjör. Mikil spenna var á fundinum m.a. um kosningu í bankaráð og deilt var um arðgreiðslur, sem bankaráð gerði tillögu um að yrðu 2,5%. Kristján Ragnarsson fylgdi tillögu stjórnarinnar, um 2,5% arðgreiðslur, úr hlaði með þeim orðum að 176,5 milljón króna tap hefði orðið á rekstri bankans. „Taprekstur hefur það í för með sér að hugsanlegur arður hlut- hafa kemur ekki af hagnaði ársins heldur uppsöfnuðum hagnaði fyrri ára. Bankinn býr við lögbundið lág- mark eiginfjárhlutfalls og því þarf að gæta fyllstu varúðar í því að ganga á eigin fé. Traust eiginfjár- staða er líka undirstaða þess að bankinn njóti trausts viðskiptamanna sinna innanlands og erlendis. Það er jafnframt mikilvægt að mati bankar- áðsins að meta vilja hluthafanna til að leggja bankanum til áhættufé. Þeir eiga rétt á umbun fyrir sitt fram- lag bæði í góðæri og þegar verr ár- ar. I ljósi alls þessa gerir bankaráð það að tillögu sinni að greiddur verði arður sem nemi 2,5% af hlutafé. í þessu sambandi er nauðsynlegt að hafa í huga að hlutafé í íslandsbanka er mjög hátt hlutfall heildareiginfj- ár.“ Hann sagði að ef tiilaga bankar- áðsins yrði samþykkt yrði heildararð- greiðslan um 97 milljónir króna, þ.e. um 1,9% af eiginfé bankans. Óánægja með arð Upp komu nokkrar óánægjuraddir hluthafa með lágar arðgreiðslur og var m.a. lagt til að arðgreiðslur yrðu 7%. Fundarstjóri, Pétur Guðmundar- son, sagði hins vegar að tillagan væri ekki tæk þar sem ákvæði hluta- félagalaga segðu að ekki mætti ákvarða að úthluta meiri arði en fé- lagsstjórn legði til eða samþykkti. Pétur sagði jafnframt að ef tillaga stjórnarinnar um 2,5% arð yrði felld ætti hann ekki von á að greiddur yrði út arður þar sem aðalfundur hefði þá ekki tekið ákvörðun um arðgreiðslur, „nema þá að stjórnin vilji standa að annarri tillögu en það þekki ég ekki,“ sagði Pétur. í kjölfar- ið var tillagan samþykkt. Þóknun tengd afkomu Á aðalfundinum var lagt til að þóknun til bankaráðs og skoðunar- manna yrði 46.000 krónur á mánuði eða formaður hefði tvöfalda þá upp- hæð. Pétur Blöndal kom með breyt- ingartillögu við þá tillögu þannig að til viðbótar kæmi: „Komi þessi þókn- un til greiðslu eftir aðalfund félags bankans 1994 auk vaxta enda verði hagnaður ársins 1993 eigi lægri en 300 milljónir króna.“ Pétur sagði jafnframt: „Eg vil að þeir sem bera ábyrgð á rekstrinum hafi eitthvað markmið. Þeir verða að skila hagn- aði af bankanum. Það má ekki ger- ast aftur að bankinn skili tapi. Mín vegna má tvöfalda stjómarlaunin ef hagnaðurinn verður 500 milljónir. Eg tel að markmið bankaráðs eigi að vera það að ná fram a.m.k. 10% af eigin fé sem hagnaði," sagði Pétur. Um viðbótartillögu Péturs fór fram skrifleg atkvæðagreiðsla þar sem 27,87% sögðu já en 72,13% sögðu nei við því að hagnaður ís- landsbanka þyrfti að vera 300 millj- ónir króna til að stjórnarmenn fengju greidd sín laun. Mjótt á munum Átta aðilar voru í kjöri til sjö manna bankaráðs. Fyrirfram var mjög mikil óvissa um úrslit kosning- anna og enda varð reyndin sú að lít- ill munur var á mönnum. Fram fór margfeldiskosning,sem felur m.a.í sér að hver hlutur er margfaldaður með íjölda stjórnarmanna, og þannig voru samtals greidd atkvæði rúmlega 23,6 milljarðar. Orri Vigfússon forstjóri Sprota fékk flest atkvæði eða 15,62%, næst- ur kom Sveinn Valfells forstjóri Steypustöðvarinnar með 12,83%, Magnús Geirsson formaður Rafiðn- aðarsambandsins með 12,81%, Guð- mundur H. Garðarsson stjórnarmað- ur í Lífeyrissjóði Verslunarmanna með 12,6%, Einar Sveinsson forstjóri Sjóvár-Almennra með 11,95%, Krist- ján Ragnarsson formaður LÍÚ með 11,81% og Örn Friðriksson formaður Málm- og skipasmiðasambands ís- lands með 11,02%. Haraldur Sumarl- iðason forseti Landssambands iðnað- armanna fékk 10,31% atkvæða en náði ekki kjöri. Ógildir seðlar voru tæplega 1% af greiddum atkvæðum. Samkvæmt heimildum Morgunblaðsihs greiddi einn aðili Orra Vigfússyni þessi at- kvæði sín en á röngum atkvæðaseðli og því voru þau talin ógild. Auðir seðlar voru fyrir rúmlega 29 milljón- ir. John S. Kirkpatrick, stjórnarformaður Fishcor í Namibíu sem leitar eftir samstarfi í sjávarútvegi Ottumst ekkí íslendinga „VIÐ LEITUM fyrst og fremst til ykkar íslendinga vegna þeirr- ar sérfræðiþekkingar sem þið búið yfir á sviði fiskveiða, vinnslu, markaðsstarfsemi og rekstri sjávarútvegsfyrirtækja. Þið hafið hjálpað okkur í hafrannsóknum við góðan orðstír og við ótt- umst ekki að íslendingar reyni að gleypa okkur upp til agna, eins og margar stórþjóðir gætu gert ef við færum út í samstarf við þær,“ sagði John S. Kirkpatrick, stjórnarformaður Fishcor, í samtali við Morgunblaðið, en hann var staddur hér á landi í liðinni viku ásamt tveimur öðrum stjórnarmönnum fyrirtækisins. Morgunblaðið/Árni Sæberg Rætt um samstarf W.S. Kamati, stjórnarmaður í Fishcor, John S. Kirkpatrick stjórnarfor- maður og Stefán Þórarinsson, rekstrarráðgjafi hjá Nýsi hf. Fishcor er nýstofnað útgerðar- og fiskvinnslufyrirtæki í namibískri rik- iseigu og er ráðgert að hlutafé þess verði allt að sex milljarðar kr. Nýlega keypti Fishcor upp starfandi fyrirtæki í Lúderitz sem heitir Sea Flower og hefur íslenskur forstjóri verið ráðinn að því. Hann mun síðan sjálfur ráða sér samstarfsfólk og líklegt er að þar verði um fleiri íslendinga að ræða. Kirkpatrick sagði að hjá Sea Flower yrði öll útgerðar- og fiskvinnslustarf- semin. Hins vegar yrði Fishcor aðeins eignarhaldsfélag, með aðsetur í höfuðborginni Windhoek. Ráðgert er að starfsmannafjöldi fyrirtækisins verði um 600 manns, en þess má geta að atvinnuleysi í Namibíu er um 37%. Að sögn Kirkpatricks er Sea Flower vel búið fyrirtæki, sem hefur í gegnum árin einbeitt sér mest að humarveiðum og -vinnslu og nema eignir fyrirtækisins rúmum hálfum milljarði króna. Namibísk stjómvöld háfa boðið ís- lendingum allt að 49% hlut í Sea Flow- er. „Ég bind vonir við að íslenskir aðilar í sem flestum greinum tengdum sjávarútvegi, svo sem útgerð, físk- vinnslu, þjónustu og markaðsstarfi, taki höndum saman um stofnun sér- hlutafélags, sem lagt gæti inn hlutafé í Sea Flower, allt að 49%. Hins vegar geta útlendingar aðeins keypt 4,9% hlutabréfa í Fishcor, en hugmyndin er að gera það að öflugu almennings- hlutafélagi Namibíumanna sjálfra. Þó namibíska ríkið ætli að eiga 51% í Fishcor, munu aðeins 15% af ágóða hvers árs renna til ríkisins. 85% fara til annarra hluthafa. Þetta gerum við til þess að laða heimamenn að fyrir- tækinu," sagði Kirkpatrick. Skortir sérfræðiþekkingu „Okkur skortir sérfræðiþekkingu, sem við vitum að er að finna á Is- landi, og á meðan við erum að koma undir okkur fótunum höfum við óskað eftir nánu samstarfi við íslendinga. Við höfum hins vegar fengið tilboð frá Spáni, Alaska og Suður-Afríku, en viljum sem minnst samskipti hafa við þessar þjóðir í fiskveiðimálum að fenginni reynslu." Kirkpatrick segist binda vonir við að eftir nokkur ár geti Namibíumenn sjálfir tekið rekstur og stjórn fyrir- tækisins í eigin hendur, „en á meðan við höfum ekki þekkingu stólum við á íslenska sérfræðiþekkingu". Tveir verksmiðjutogarar eru nú þegar í eigu fyrirtækisins sem samanlagt eru fær- ir um að veiða um 8.000 tonn af lýs- ingi á ári. Aftur á móti hafa namibísk stjórnvöld gefið vilyrði um 30 þúsund tonna lýsingskvóta til fyrirtækisins. „Við munum því þurfa fleiri skip til veiða og þau eru auðvitað mörg til í heiminum á góðu verði,“ segir Kirkp- atrick. JI 50 milljóna hagnaður Sparisjóðs vélsijóra HAGNAÐUR Sparisjóðs vélstjóra nam 50,5 milljónum króna á síðastliðnu ári samanborið við 56,5 milljónir árið 1991. í ársskýrslu sjóðsins, sem var lögð fram á aðalfundi hans 27 mars sl. kemur fram að markaðshlutdeild hans hafi aukist á síðasta ári og nam innlánsaukningin alls 12% milli ára. Eigið fé Sparisjóðs vélstjóra var í árslok 1992 592,5 milljónir króna og jókst á árinu um 62,7 milljónir eða 11,8%. Eiginfjárstaða sparisjóðsins var 23,0% í árslok 1992 s: manborið við 23,4% árið áður. Góð útkoma I ársskýrslu sjóðsins segir að sé litið til þess rekstrarumhverfis sem sparisjóðurinn bjó við á árinu 1992 hafi rekstur hans komið mjög vel út á árinu. Einnig segir að afkoman sé athyglisverð, ekki síst þegar litið sé til stóraukinna tillaga í afskriftarsjóð. Á síðasta ári nam afskriftarreikning- ur útlána 75,3 milljónum samanborið við 32,8 milljónir árið 1991. Heildarinnlán Sparisjóðs vélstjóra námu í árslok 1992 2.647 milljónum og höfðu vaxið á árinu um 263,6 milljónir eða rúmlega 11%. Innláns- aukning sparisjóðsins að veðdeild meðtalinni nam um 12%, en meðal- innlánsaukning banka og sparisjóða var 3,9% á síðasta ári. Meðalinnláns- aukning sparisjóða var 10,1% að meðtöldum veðdeildarbréfum en innl- ánsaukning bankanna var 2,8%. Heildarútlán sparisjóðsins voru í árslok 1992 2,763,9 milljónir og höfðu vaxið á árinu um 353,3 milljónir eðá 14,7% Heildarútlán banka og spari- sjóða voru í árslok 1994 milljarðar og nam aukningin 5,5% frá árinu 1991. Stjórn sparisjóðsins var endurkjör- in á aðalfundinum. Hana skipa Jón Júlíusson formaður, Jón Hjaltested og Guðmundur Hallvarðsson, sem kosinn er af Borgarstjórn Reykjavík- ur. Sparisjóðsstjóri er Hallgrímur Jónsson og aðstoðarsparisjóðsstjóri er Oddný Oskarsdóttir.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.