Morgunblaðið - 31.03.1993, Síða 26

Morgunblaðið - 31.03.1993, Síða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 31. MARZ 1993 Niðurstöður rannsókna á áhrifum kísilgúrsnáms á lífríki í Mývatni Vinnsla í Bolum mun breyta lífsskilyrðum LANGVARANDI námavinnsla í Bolum mun hafa í för með sér verulegar breytingar á lífsskilyrðum í Mývatni. Setflutn- ingar í vatninu ráðast fyrst og fremst af vindknúðum straum- um í vatninu, einkum suðvestlægum vindum, en Ytriflói vatns- ins er tiltölulega einangraður frá syðri hluta þess hvað varð- ar strauma og setflutninga. Þetta eru m.a. helstu niðurstöður verkefnahóps umhverfisráðuneytis um Mývatnsrannsóknir sem fram koma í greinargerð hópsins vegna rannsókna sem gerðar voru á síðasta ári og kynntar voru heimamönnum í Mývatnssveit í gær. Greinargerðin er nú til umfjöllunar í iðnaðar- og umhverfisráðuneyti vegna endurskoðunar á tak- mörkunum á námaleyfi Kísiliðjunnar, en gert er ráð fyrir að þeirri endurskoðun ljúki í næstu viku. Nú er lokið fyrsta ári af þremur í rannsóknaráætlun sem unnið er eftir. Rannsóknir beindust m.a. að gerð reiknilíkans til að líkja eftir straumum og setflutningum í vatn- inu. I niðurstöðum verkefnahópsins segir að þær líkanskeyrslur sem gerðar hafa verið ásamt því líkani sem þær byggjast á séu fullnægj- andi grundvöllur til að byggja á ákvarðanir um námavinnslu í Mý- vatni. Áframhaldandi námavinnsla í Ytriflóa mun ekki hafa teljandi áhrif í Syðriflóa hvað varðar strauma og setflutninga, en lang- varandi vinnsla í Bolum hefði í för með sér verulegar breytingar á lífs- skilyrðum í vatninu. Forráðamenn Kísiliðjunnar telja nauðsynlegt að fá ný námasvæði í Bolum, enda telja þeir að hráefni þijóti í Ytriflóa eftir nokkur ár. Hópurinn álítur hins vegar að vinnslumöguleikar þar séu talsvert meiri en áður hefur verið talið og að svæðið dugi 18-10 ár þá miðað við hámarksnýtingu. Suðvestlægir vindar Sú námavinnsla sem helst er möguleg sunnan Teigasunds er vinnsla grunnra gryfja til suðurs frá Neslandatanga eða djúprar gryíju með lítið flatarmál í norðan- verðum Bolum, eða sambland af báðum þessum kostum. Lítil tengsl eru talin vera á milli Ytriflóa og Syðriflóa og óverulegar breytingar hafa átt sér stað hvað varðar set- flutninga milli flóanna við þá röskun sem orðið hefur vegna námavinnslu Kísiliðjunnar og landriss vegna eldsumbrota. Þá benda niðurstöður hópsins til þess að setflutningar í vatninu ráðist fyrst og fremst af vindknúðum straumum, suðvest- lægum vindum, og verði þeim mun meiri þegar vindhraði fer yfir fimm vindstig. Morgunblaðið/Rúnar Þór Rætt um verksmiðjuna umdeildu JON Gunnar Ottósson, skrifstofusljóri í umhverfis- ir var kynnt, þá Þorgrím Starra Björgvinsson, ráðuneytinu, spjallar við tvo veiðiréttarhafa áður bónda í Garði, og Vigfús Jónsson, bónda á Laxa- en niðurstaða verkefnahóps um Mývatnsrannsókn- mýri. Á efri myndinni sést verksmiðjan umdeilda. Bændur vilja bætur ef vinnslan fer á ný svæði Öll 1AUGARDAGSKVÖ1D SJALUNN SOtKÍLEIKUPinn ffnp nfDpfw iíoyd wftbffi ð iin m FÖSTUDAGS OG 1ABGARDAGSKVÖLD HÝR MATSFDILL Laxadúett með dillsósu Innbakað lambafillet með sinnepsósu og kartöflugratíni Desertterta Uflegur Skemmtilegasti sðngleikurirm síðan MHJlutti „Rocky Horror". „EF úrskurður ráðherra verður á þá lund að haldið verður áfram að taka áhættu varðandi lífríkið hér þá er okkur að mæta. Og það verður farið í hart,“ segir Þorgrímur Starri Björgvinsson, bóndi í Garði í Mývatnssveit. „Gefi hann grænt ljós á áframhaldandi vinnslu verður Mývatn eyðilagt." Fjór- tán bændur á Mývatnssvæðinu hafa í bréfi til hinna erlendu eigenda Kísiliðjunnar, Celite krafist verði skaðabóta verði Árni Halldórsson, bóndi í Garði, sagði að vetrarveiði hefði aldrei ver- ið eins léleg og í vetur. Ástand sil- ungsins væri afar slæmt, í honum væri engin áta sem væri hættu- merki og benti til að ekkert yrði um toppmý á komandi sumri. Ársveiðin nú, 5-600 silungar, væri á við það sem veiðst hefði á einum degi fyrir um 20 árum. Þá sæist varla fugl við Laxá og útrýmingarhætta vofði yfir húsöndinni, stolti Mývetninga. Krafist skaðabóta Þetta ástand telja veiðiréttarhaf- ar mega rekja til starfsemi Kísiliðj- unnar. „ Við munum því leggjast gegn hvers konar áformum um að taka í notkun ný námasvæði. Við Corporation, gefið í skyn að ný námasvæði tekin í notkun. munum athuga þann möguleika að stöðva öll slík áform með því að leita til dómstóla. Við gætum einnig krafist skaðabóta af fyrirtækinu. Skaðabótakröfur mundu nema millj- ónum dollara," segir í bréfi bænd- anna til fulltrúa Celite Corporation, en fyrirtækið á 48,56% hlut í Kísil- iðjunni. í bréfinu segir að líffræðirann- sóknir sýni ekki aðra mögulega or- sakavalda fyrir hinni miklu lífríkis- hnignun en námugröft Kísiliðjunn- ar. Ennfremur koma í ljós efasemd- ir bréfritara um að íslenska ríkið telji nauðsynlegt að upplýsa hina erlendu eigendur um þessa afstöðu þeirra. félagsráðgjafi Félagsmálastofnun Akureyrar óskar eftir að ráða sál4 fræðing í afleysingastöðu í 14 mánuði frá 1. maí nk. Einnig félagsráðgjafa til framtíðarstarfa frá 1. maí eða eftir samkomulagi. Vinnustaðurinn er spennandi, í örri þróun og verkefn- in margskonar. Fjölbreytt menningar- og félagslíf er á Akureyri og þar er gott að búa. Við aðstoðum fólk við að koma sér fyrir. Laun skv. kjarasamningi STAK og Akureyrarbæjar. Upplýsingar veita deildarstjóri ráðgjafadeildar í síma 96-25880 og starfsmannastjóri í síma 96-21000. Umsóknarfrestur er til 7. apríl 1993. Starfsmannastjóri. Friðrik Sigurðsson Breytingar ekki vegna kísilnáms FRIÐRIK Sigurðsson, fram- kvæmdastjóri Kísiliðjunnar, telur að miðað við þær niðurstöður sem fyrir liggja úr rannsóknum sé endanlega búið að afsanna þá kenningu að breytingar í lífríki Mývatns megi rekja til kísilnáms. Friðrik sagði að samkvæmt skýrslu sérfræðinganefndarinnar frá 1991 væri ekki hægt að tengja stofn- breytingar hjá fugli og físki við rekst- ur Kísiliðjunnar, en í þeirri skýrslu væri skilin eftir spumingin um hvort setflutningar milli tveggja flóa vatns- ins hefðu áhrif. Það hefði m.a. verið verkefnahópsins að kanna það mál og samkvæmt niðurstöðum hans væri enginn samgangur setflutninga og strauma milli flóanna tveggja í vatninu. í raun væru þeir tvö sjálf- stæð .vatnasvæði. Vinnsla sunnan Teigasunds Verði námaleyfi byggt á niður- stöðu verkefnahópsins, sagði Friðrik að þá ætti að vera hægt að leyfa vinnslu sunnan Teigasunds, þar sem ekki hefði tekist að tengjá saman sveiflur í lífríkinu við rekstur Kísiliðj- unnar eftir 25 ára vinnslu í Ytriflóa. „Verði veitt námaleyfí núna til ein- hvers tíma eyðir það þeirra óvissu sem eigendur og starfsmenn hafa búið við undanfarin ár,“ sagði Frið- rik en í þrjú ár hafa verið takmarkan- ir á leyfínu. „Orsaka breytinganna er greinilega að leita í veðurfræðileg- um þáttum og yfir þeim ráðum við ekki.“

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.