Morgunblaðið - 31.03.1993, Qupperneq 30
30
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 31. MARZ 1993
Minning
Ragnheiður Svein
björnsdóttir
Fædd 29. desember 1936
Dáin 23. mars 1993
Það er erfítt að trúa því að Ragn-
heiður vinkona mín og samstarfs-
kona sé dáin. Að við eigum ekki
eftir að byija morguninn saman
yfir kaffibolla, áður en erillinn byrj-
ar. En svona er lífið, gleði og sorg
-*sem við verðum víst að sætta okkur
við.
Ragnheiður Sveinbjörnsdóttir
fæddist 29. desember 1936 að Þing-
nesi í Bæjarsveit, Borgarfirði. Hún
var dóttir Sveinbjörns Björnssonar
bónda sem er látinn og Þórdísar
Gunnarsdóttur, en hún lifir dóttur
sína í hárri elli og býr á Sólvangi
í Hafnarfírði. Hún átti hálfbróður,
Björn, sem var henni mjög kær en
hann lést fyrir nokkrum árum. Sat
hún hjá honum öllum stundum er
hann lá banaleguna, las fyrir hann
og var henni mjög umhugað að
hann hlyti bestu umönnun sem
kostur var. Lýsir það Ragnheiði vel
því að hún var alltaf boðin og búin
að hjálpa ef eitthvað bjátaði á. Því
kynntist ég oft af eigin raun og er
það ómetanlegt að hafa fengið að
njóta samfýlgdar hennar í gegnum
árin. Hún var virk í félagsstörfum,
var í bæjarstjórn Hafnarfjarðar,.
formaður kvenfélagsins Hörpu, í
bankaráði Landsbankans o.m.fl.
Var hún m.a. með námskeið í ræðu-
mennsku, sem hún plataði mig á
og var oft glatt á hjalla á fundun-
um. Hóparnir sem hún kom af stað
hittust síðan í skíðaskálanum í
Hveradölum og komu allir með eitt-
. hvert framlag til skemmtunar og
var Ragnheiður potturinn og pann-
an í þessu öllu. Höfðum við allar
gott og gaman af þessu.
Fyrir maður Ragnheiðar var Eyj-
ólfur Þorsteinsson, en þau slitu
samvistir. Eignuðust þau þxjú böm
sem eru: Þórdís Birna, gift Ólafi
Svavarssyni, þeirra börn eru Björn
Einar, Óðinn og Svavar; Þorsteinn,
kvæntur Valdísi Valgarðsdóttur,
þeirra börn eru Lilja og Eyjólfur;
Sveinbjörn, kvæntur Vildísi Bjama-
dóttur, þeirra böm em Ragnheiður,
Sigrún og Kristrún. Seinni maður
hennar var Eðvarð Vilmundarson
og átti hann fimm böm áður. Þau
Ragnheiður vom búin að koma upp
nýju húsi í Þingnesi og vom þar
öllum stundum er tækifæri gáfust.
Bömin, barnabömin og annað fylg-
ifé fylgdu iðulega með í sveitina
og er þeim öllum mikil eftirsjá í
þessari yndislegustu ömmu sem
hægt var að hugsa sér. Hún var
iðin að kenna þeim gamlar þulur
og segja þeim sögur svo að unun
var að hlusta á. Svo var hún skáld-
mælt mjög og fengum við vinnufé-
lagarnir oft að njóta þess á gleði-
stundum.
Fyrir tæplega ári tók sig upp
sjúkdómur sá er við héldum öll að
hún væri að fullu laus við. Stóð hún
.sig eins og hetja í baráttunni við
hann, en þrátt fyrir alla hennar
bjartsýni og góðar vonir sigraði
hann því miður að lokum 23. mars
sl. Við eigum öll eftir að sakna
hennar sárt og sendum ég og fjöl-
skylda mín öllum hennar ástvinum
okkar innilegustu samúðarkveðjur.
Guðrún A. Guðmundsdóttir.
Ragnheiður Sveinbjörnsdóttir,
Rarra frænka mín, er dáin, langt
um aldur fram. Það er mikill missir
fyrir alla fjölskylduna, einkum þó
bamabörnin öll. Þau hafa misst
ómetanlega ömmu sem átti hlýjan
faðm og var hafsjór af sögum, vís-
um og fróðleik eins og ömmur eru
í bókum.
Rarra var kennari, eða ætti ég
að segja fræðari, af guðs náð. I
tali sínu bæði við börn og fullorðna
var hún alltaf að miðla upplýsingum
og fróðleik, það var henni eigin-
legt. Hún eyddi ekki orðum til
einskis. Og af því hún var sérkenni-
lega vel máli farin og skemmtileg
manneskjan varð öll þessj fræðsla
áheyrandanum ævinlega velkomin.
Sjálf var ég svo gæfusöm að fá
að vera í sveit í Þingnesi í Borgar-
firði hjá foreldrum Rörru þijú sum-
ur innan við fermingu. Það var
minn fyrsti og besti menntaskóli.
Rarra var þá í Menntaskólanum í
Reykjavík á veturna og bjó hjá ínu
móðursystur sinni í Hafnarfirði, en
kom heim á vorin og vann við bú-
skapinn allt sumarið. Ég man hvað
ég gat starað opinmynnt á þessa
heillandi frænku mína. Svo geisl-
andi stúlku hafði ég aldrei fyrr séð,
og ekki síðan. í minningunni er hún
eins og sólbjartur stormsveipur
þessi sumur, og þó voru hreyfing-
amar alltaf þokkafullar, aldrei neitt
fát. Mér finnst hún hafa talað, hleg-
ið og sungið allan guðslangan dag-
inn, og ekki sá hún eftir gullkornun-
um sem hún stráði yfír mig unga
og heimska. Meðan við snerum
flekknum kenndi hún mér latneskar
sagnbeygingar, þær einu sem ég
kann ennþá. Meðan við mjólkuðum
kýrnar, í höndunum auðvitað,
kenndi hún mér stúdentasöngva
sem ég söng eins og páfagaukur á
sænsku, dönsku, íslensku og latínu:
Gaudeamus igitur, juvenes dum
sumus ... Og hún naut þess sann-
arlega að vera ung. í ótalmörgum
flakkferðum okkar um sveitina á
gamla jeppanum kenndi hún mér
ástarsöngva. Einn varð afdrifaríkur
því hann vakti upp draug. Þetta var
sænskur texti um mann „som var
stark in amore“, en hann varð í
munni krakkakjánans „startara-
móri“, og eins og við manninn
mælt á þessum slóðum: Startara-
móri lét jeppann aldrei í friði eftir
það. Það hefur aldrei kunnað góðri
lukku að stýra á íslandi að fara
rangt með kveðskap.
Rarra varð stúdent 1955, ári
yngri en venja er. Reyndar var hún
ekki nema 18 ára, því hún fæddist
í lok desember 1936. Ég gleymi
aldrei frískum og háværum hópnum
sem kom upp í Þingnes með hana
í broddi fylkingar seinni partinn í
júní þetta fræga rigningasumar.
Öll með skjannahvítar stúdentshúf-
urnar á kollinum, syngjandi sæl og
glöð. Ekki þorði ég að koma nálægt
þessum hátignum en úr fylgsni
mínu horfði ég á þau borða og
drekka, gantast og syngja, fylla
hænurnar, faðmast og kyssast. Ég
sá að þetta hlaut að vera æðsta
sæla lífsins, að verða stúdent!
Þegar ég var svo loksins komin
í menntaskóla átti ég skjól í Hafnar-
fírðinum hjá Rörru, Eyjólfi fyrri
manni hennar og börnunum sem
ég fékk stundum að passa. Svo
slitnaði sambandið eins og gengur,
en alltaf var gaman að hitta hana
og leita til hennar. Síðast var ég
svo heppin bara fyrir tæpum mán-
uði að spyija hana í síma um eina
grannkonu hennar í Borgarfírðinum
þegar hún var barn, og fékk eins
og ævinlega allt sem ég þurfti að
vita, framreitt á þennan sérstaka
hátt, þannig að orðin urðu fyrir-
hafnarlaust að myndum í huga
mínum. A örfáum mínútum og án
undirbúnings bjó hún til lifandi
mannlýsingu. Þetta er list skálds-
ins, og Ragnheiður var skáld þó
ekki gæfi hún út bækur, því miður.
Það átti hún eftir að gera, eins og
svo margt margt fleira.
Þegar faðir minn og móðurbróðir
Rörru dó sumarið 1988 sagði Rarra
mér draum sem hana hafði dreymt
einhveija næstu nótt á eftir. Henni
þótti sem hún færi ríðandi um
ókunna sveit. Hlýtt var og bjart en
sólarlaust og sá til fyalla. Þá kemur
hún að bæ sem hún þekkir ekki og
sneru þilin fram á hlaðið. Allt í
kring óx gróskumikil hvönn. Henni
finnst hún stíga af baki og ganga
heim að bænum og beija að dyrum.
Þó vissi hún ekki hvaða erindi hún
átti. Þá kemur til dyra amma henn-
ar og nafna, Ragnheiður frá Foss-
völlum, og heilsar henni hlýlega.
En það er asi á henni og hún seg-
ir: „Ég gef þér bara kaffi hérna í
dyrunum, Rarra mín, það er svo
margt fólk hjá mér.“ „En er það
ekki fólk sem ég þekki? Má ég ekki
koma inn og heilsa upp á það?“ „Þú
kemur seinna,“ segir Ragnheiður
amma og færir henni kaffibolla
fram á þröskuldinn. En innan úr
bænum heyrði Rarra fjörugt
mannamál og glaum eins og þar
væri margt fólk sem hefði um
margt að spjalla.
Nú hefur Rörru verið boðið inn
í veisluna. Með sorg í hjarta en líka
þakklæti fyrir góðar gjafir votta ég
öllum aðstandendum mína dýpstu
samúð.
Silja Aðalsteinsdóttir.
Ragnheiður Sveinbjörnsdóttir
lést á Landspítalanum hinn 23.
mars sl. aðeins 56 ára að aldri.
Tæpur áratugur er liðinn frá því
hún fyrst kenndi þess sjúkdóms,
sem varð henni að aldurtila. í jan-
úar sl. hafði Ragnheiður um misser-
isskeið verið á lyfjameðferð vegna
sjúkdómsins og bundu menn góðar
vonir við árangur. Meinsemdin virt-
ist að vísu hafa verið upprætt á
þeim stað sem hún hafði verið, en
kom nú fram annars staðar, í líf-
færi þar sem hún virðist torsótt.
Ragnheiður gerði sér glögga grein
fyrir sjúkdómi sínum, en allt um
það lét hún engan bilbug á sér finna
og var við störf fram í byijun febr-
úar og gerði sér vonir um að hefja
þau að nýju eftir lyfjameðferð með
tilraunalyfí sem þá var hafín. Hinn
27. febrúar var Ragnheiður ásamt
okkur, samstarfsfólki sínu, í góðum
fagnaði, hress og glöð að vanda.
Um páskana áformaði hún að fara
til Kaupmannahafnar til Svein-
bjöms, sonar síns, og fjölskyldu
hans og sjá yngsta barnabarn sitt
sem fæddist ytra og hún hafði ekki
enn séð. En þetta fór á annan veg.
Um mánuði síðar varð hún að lúta
þeim sem við öll verðum að lúta.
Innri styrkur og kjarkur Ragnheið-
ar kom vel fram í því hvernig hún
bar sjúkdóm sinn og brást við þeim
dómi, sem ekki verður áfrýjað.
Að Ragnheiði stóðu kunnar
borgfírskar og austfirskar ættir.
Ragnheiður var fædd 29. desember
1936 að Þingnesi í Bæjarsveit í
Borgarfírði, dóttir Sveinbjörns,
bónda þar, Björnssonar, bónda á
Þverfelli í Lundarreykjadal, Svein-
björnssonar og síðari konu hans
Þórdísar Gunnarsdóttur, bónda að
Fossvöllum í Jökulsárhlíð og síðar
í Hofteigi, Jónssonar, bónda að
Háreksstöðum á Jökuldalsheiði,
Benjamínssonar. Þórdís, móðir
Ragnheiðar, sem lifír dóttur sína,
dvelst á elliheimilinu Sólvangi.
Bróðir Ragnheiðar af fyrra hjóna-
bandi Sveinbjörns var Björn Svein-
bjömsson, hæstaréttardómari, sem
látinn er fyrir fimm árum. Samband
systkinanna var mjög náið, þótt
sautján ára aldursmunur væri á
þeim.
Ragnheiður ólst upp í Þingnesi.
Að loknu námi í Héraðsskólanum í
Reykholti innritaðist hún í Mennta-
skólann í Reykjavík, og lauk stúd-
entsprófi þaðan árið 1955. Ári síðar
gekk hún að eiga Eyjólf Þorsteins-
son, stýrimann, ættaðan frá Hafn-
arfirði og hófu þau búskap þar.
Þeim Eyjólfi og Ragnheiði varð
þriggja barna auðið. Þau eru: Þór-
dís Birna, húsmóðir í Hafnarfirði,
gift Ólafí Svavarssyni málarameist-
ara. Þeirra börn eru Björn, Óðinn
og Svavar. Næstur í röðinni er Þor-
steinn, stýrimaður í Hafnarfirði,
kvæntur Valdísi Valgarðsdóttur.
Þeirra börn eru Lilja og Eyjólfur.
Yngstur er Sveinbjörn, deildarstjóri
í landbúnaðarráðuneytinu, kvæntur
Ingu Vildísi Bjarnadóttur. Börn
þeirra em Ragnheiður, Sigrún og
Kristrún. Þau Ragnheiður og Eyj-
ólfur skildu. Frá árinu 1975 var
Ragnheiður í sambúð með Eðvarði
H. Vilmundarsyni, ættuðum frá
Löndum í Staðarhverfi í Grindavík.
Reyndist hann Ragnheiðir traustur
og góður förunautur.
Ragnheiður unni mjög fæðingar-
sveit sinni og Þingnesi og dvaldist
þar á sumri hverju, fyrst í gamla
bænum en síðar í húsi sem hún
reisti á jörðinni. Eftir að hún kom
sér, upp húsinu fór hún í sveitina
þegar færi gafst, allan ársins hring.
Börn hennar og barnabörn hafa
einnig fest tryggð við Þingnes, enda
dvalist þar löngum með móður sinni
og ömmu. Frá Þingnesi er víðsýnt
um byggðir Borgarfjarðar. Með-
fram landinu að sunnanverðu
streymir Grímsá, lygn og breið,
áður en hún sameinast Hvítá að
vestanverðu. Oft var gestkvæmt í
bústaðnum í Þingnesi og ekki spillti
vonin um að fá að renna fyrir sil-
ung í Grímsá fyrir vinsældum gest-
gjafanna.
Árið 1969 hóf Ragnheiður störf
á lögmannsstofu sem Björn, bróðir
hennar, stofnaði ásamt undirrituð-
um, Skúla J. Pálmasyni og Sveini
Hauki Valdimarssyni, hæstaréttar-
lögmönnum og starfaði þar óslitið
síðan.
Ragnheiður var góðum gáfum
gædd. Hún var vel máli farin, ritfær
og minnug. Eins og Björn, bróðir
hennar, var hún alin upp við kveð-
skap og kunni ókjörin öll af ljóðum
og lausavísum, auk þess sem hún
var sjálf vel hagmælt. Hún var
mannþekkjari, ófeimin og rökvís og
átti auðvelt með að umgangast fólk
og ræða við það og fá það á sitt
mál. Henni þótti vænt um fólk, var
hjálpfús og lét sér annt um þá sem
voru hjálpar þurfi.
Ragnheiður var ótvírætt búin
mörgum þeim kostum sem góður
stjórnmálamaður þarf að hafa.
Þessir kostir hafa m.a. vafalaust
ráðið því að flokkssystkini hennar
í Framsóknarflokknum fengu hana
til þess að fara í framboð við bæjar-
stjórnarkosningar í Hafnarfirði árið
1970. Ragnheiður vann mjög góðan
persónulegan sigur í kosningunum,
jók fylgi flokksins verulega og náði
kjöri í bæjarstjórn. í kosningunum
1974 jók hún enn við fylgi flokksins
og sat í bæjarstjórn í tvö kjörtíma-
bil. Ragnheiður lagði sig fram um
að kynna sér hvert það mál, sem
fy'allað var um í bæjarstjórninni og
hinum ýmsu nefndum, og varð gjör-
kunnug öllum bæjarmálum. Þá
gerði hún sér einnig far um að
halda góðu sambandi við bæjarbúa.
Ef skilyrði hefðu verið fyrir hendi,
hefði Ragnheiður vafalaust getað
náð enn meiri frama í pólitík. Ragn-
heiður var vararitari Framsóknar-
flokksins frá 1975 og átti sæti í
miðstjórn og framkvæmdastjórn
um árabil. Hún tók sæti á Alþingi
sem varaþingmaður flokksins um
tíma 1974 og 1975. Hún var vara-
maður í bankaráði Landsbankans
og oft kvödd til setu þar í forföllum
aðalmanns.
Með Ragnheiði er gengin góð
kona og gegn sem varð eftirminni-
leg öllum þeim sem henni kynnt-
ust. Hennar er sá'rt saknað af ást-
vinum og vinum, en eftir lifa góðar
minningar. Ég og fjölskylda mín
og samstarfsfólk sendum manni
hennar, aldraðri móður, börnum og
barnabörnum hennar sem voru
augasteinarnir hennar, einlægar
samúðarkveðjur.
Jón Finnsson.
Góð vinkona okkar hjónanna,
Ragnheiður Sveinbjörnsdóttir, er
látin 56 ára að aldri. Kynni okkar
Ragnheiðar spanna ekki marga ára-
tugi þótt spor bernsku- og unglings-
ára okkar beggja lægju í Borgar-
fjarðarhéraði. Þvi olli meðal annars
aldursmunur og umtalsverð fjar-
lægð með lélegum samgöngum á
árum áður. Vissi ég þó að á hinum
forna stað Þingnesi var kjarnafólk
og heyrði getið Sveinbjarnar föður
Ragnheiðar sem að kvað í hópi bú-
enda.
Kynni mín og Ragnheiðar hófust
því ekki fyrr en fyrir nokkrum árum
þegar við Eðvarð Vilmundarson eig-
inmaður hennar urðum vinnufélag-
ar. Mér varð strax Ijóst, að þar fór
glögg og gáfuð kona. Ást hennar á
landinu, ljóðunum og sögu Borg-
aríjarðarhéraðs snart mig mjög. En
þótt heimahagar og umhverfi væri
henni hugstæðast átti hún víðan
sjónhring til félagsmála og menn-
ingar. Fátt var henni óviðkomandi
sem miðað gat til þekkingar og
betra mannlífs.
Ekki var hann margorð í mín
eyru um sínar bernskuminningar,
en þær hljóta að hafa verið góðar,
slík var tryggð hennar við þær slóð-
ir þar sem barnsskórnir slitnuðu.
En tengslin við æskuslóðir Ragn-
heiðar slitnuðu ekki og ég hygg að
unaður góðra daga í sumarbústaðn-
um þeirra Ebba á hólnum skammt
frá gamla bænum í Þingnesi hafi
verið sú fylling drauma hennar sem
öðru var dýrmætara. Og þangað var
gott að koma og yinum að mæta.
Hlýja og alúð innan veggja og af
hlaði víðsýnt til allra átta, gróið
sléttlendi nær, fjöll Borgarfjarðar
fjær.
Utan umræðu dægurmála áttum
við Ragnheiður sameiginlegt áhuga-
mál; íslenska Ijóðlist. Sjálf var hún
ágætlega hagorð. Tækifærisvísur
lágu henni létt fyrir í gamni og al-
vöru. Vel man ég hana í þáttum
Ómars Ragnarssonar í Ríkissjón-
varpinu þar sem hagyrðingar
„leiddu saman hesta sína“ og var
hún eina konan í þeim hópi. Þar sem
og annars staðar verðugur fulltrúi
kvenna. En Ragnheiður var meira
en „venjulegur hagyrðingur" eins
og stundum er komist að orði. í
Borgfírðingaljóðum 1991 og í safni
hugverka 142 borgfirskra kvenna
einnig 1991 „Og þá rigndi blómum"
á hún ljóð. Vandvirkt -handbragð
leynir sér ekki í efni og rími, hvort
sem hún yrkir um Stjörnu sína „í
haga þar sem grasið grænna er en