Morgunblaðið - 31.03.1993, Side 33
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 31. MARZ 1993
33
sem framhjá honum fór. Hann átti
höfðinglega framkomu; ákveðna og
djarfa í senn, en þó um leið milda
og hlýja. Hann var hið sanna prúð-
menni. Við vinir hans í Tryggingu
hf. drúpum höfði í virðingu með
tregasárri þökk og söknum vinar í
stað.
Guðmundu og ástvinum hans öll-
um biðjum við líknar.
Blessuð sé minning Finns Steph-
ensen.
Ágúst Karlsson.
í þau rúmlega fjögur ár sem ég hef
þekkt Finn Stephensen höfum við
orðið einstakir vinir. Á þessum allt
of stutta tíma sýndi hann hér hinar
mörgu hliðar á íslenskum sérein-
kennum; kraft og fegurð náttúr-
unnar, íslenskan mat og íslendinga-
sögurnar sem hann kunni allár. Við
áttum margar og langar samræður
um lífið, tilveruna, bókmenntir að
ógleymdum Hávamálum sem voru
honum mjög hugleikin. Ég naut
þess að vera í návist hans, hann
var svo greindur, hreinskilinn, ein-
lægur og góður maður.
Við áttum ekki aðeins ánægju-
stundir fyrir framan bókahillurnar
hans og úti í náttúrunni, heldur
einnig í kjallaranum í Skeiðarvogin-
um þangað sem við vinirnir laumuð-
umst og gæddum okkur á hákarli
og snabba. Við skáluðum fyrir vin-
áttunni. Hann gaf svo mikið af sjálf-
um sér, var alltaf tilbúinn ef á þurfti
að halda og gat öll mál leyst, yfir-
vegaður og sáttfús. Það var erfitt
að gera sér grein fyrir að hann var
ekki heill heilsu. Finnur kvartaði
aldrei, var svo jákvæður og ákveð-
inn í að komast yfir þetta erfiða
tímabil. Hann sannaði það þegar
þau hjónin komu til Hollands í heim-
sókn til okkar Gyðu í nóvember sl.
Þá leit hann svo vel út og var það
hress að ekki datt mér í hug að það
væri í síðasta sinn sem ég sæi hann
á lífi. Framkoma hans heillaði for-
eldra mína og vini enda einkenndist
allt hans fas af glæsileik og hjarta-
hlýju. Hann reyndist mér sem sann-
ur faðir.
Deyr fé,
deyja frændur,
deyr sjálfur ið sama.
En orðstír
deyr aldregi
hveim er sér góðan getur.
Hvíl í friði — Rust zacht.
Carl van Kuyck.
Við hlutum þá gæfu að gista
gróandi jörð um skamma; stund,
en bíðum þar aðeins byijar
um blikandi hnattasund.
Við fínnum í eðli og anda
útþrá, sem bæði seiðir og knýr
til hugboðs um eitthvað horfið,
sem hinum megin býr.
(Davíð Stefánsson)
Sumir samferðamenn okkar
verða eftirminnilegri en aðrir af
ýmsum ástæðum. Einn af þeim sem
verður mér og mínum eftirminnileg-
ur vegna glaðværðar, gæsku og
gestrisni er kvaddur hinstu kveðju
í dag.
Finnur Stephensen bjó ásámt
fjölskyldu sinni í Skeiðarvogi 95
þegar ég fluttist ásamt manni og
dóttur til stórfjölskyldu tengdamóð-
ur minnar í Skeiðarvog 89. Fljótt
tókst vinskapur með dóttur minni
og Gyðu dóttur Finns og Guð-
mundu. Sá vinskapur stendur enn
og hefur í rúma tvo áratugi veitt
okkur ómælda ánægju.
Finnur var einstaklega félags-
lyndur og kunni því vel að sitja að
spjalli. Hann var eldheitur sjálf-
stæðismaður og sama var að segja
um tengdamóður mína. Það var
viðkvæðið þegar þau hittust að
spjallað var um þetta áhugamál
þeirra, sigra og ósigra flokksins,
menn og málefni. Við mig sagði
hann oft í léttum dúr að nú þyrfti
hann aldeilis að tala við mig um
Alþýðuflokkinn og vifleysurnar sem
hann væri að gera.
Finnur var svo lánsamur að hafa
létta lund og leggja ekki illt til
nokkurs manns. Hann var líka svo
heppinn að eignast konu með sömu
eiginleika og ég minnist þess ekki
að hafa kynnst jafn brosmildu, já-
kvæðu og samstíga fólki.
Lífíð er fljótt,
líkt er það elding, sem glampar um nótt,
ljósi, sem tindrar á tárum,
titrar á bárum.
(Matthías Joch.)
Okkur finnst alltaf að þeir sem
við metum mikils eigi að fá að lifa
lengi og jafnvel verða eilífír. Við
verðum að sætta okkur við orðinn
hlut því valið er ekki okkar og lík-
lega eins gott. Af eigingirni mund-
um við kjósa þeim lífið. Finnur fór
gegnum lífið með bros á vör. Veik-
indum sínum tók hann af æðru-
leysi. Æðruleysi einkennir einnig
Guðmundu, Eirík, Borghildi og
Gyðu.
Með þessum orðum fylgja samúð-
arkveðjur til þeirra frá fyrrverandi
íbúum í Skeiðarvogi 89.
Liðnar og ókomnar aldir
umlykja vora hverfulu stund,
líkt og úthöfin álfur,
eyjar, firði og sund.
Eilífð var öllum sköpuð
áður en til voru jarðnesk spor.
Síðasta pðagjöfín
er gleðinnar ljósa vor.
(Davíð Stefánsson)
Ljúf er minning um mætan
mann.
Jóna Möller.
Ég fell að fótum þínum
og faðma lifsins tré.
Með innri aupm mínum
ég undur mikil sé.
Þú stýrir vorsins veldi
og verndar hveija rós.
Frá þínum ástareldi
fá allir heimar ljós.
(D. Stefánsson frá Fagraskógi)
Þegar skammdegismyrkrið óðum
flýr og við göngum mót birtu og
yl ber sorgin að dyrum og kær vin-
ur er burt kvaddur.
Það er gæfa okkar að fá að kynn-
ast á lífsleiðinni manni, sem ávallt
er tilbúinn að gefa af sjálfum sér
til að létta öðrum sporin í lífinu,
sem þó á stundum, ekki síst þegar
stríðsógn heijar suður í álfu, kann
að virðast okkur táradalur.
Á heimili jafnt sem á vinnustað
stendur hann líkt og klettur. Við
vitum að þegar vanda ber að, getum
við leitað til vinarins góða og okkur
mun mæta góðvild, skilningur og
hlýja og við hverfum af fundi hans
endurnærð með hollráð í farteskinu.
Slíkur vinur var Finnur Stephen-
sen. Hans verður sárt saknað.
Kynni okkar hófust fyrir allmörg-
um árum, en urðu nánari eftir að
undirritaður hóf störf fyrir Vélbáta-
tryggingu Eyjafjarðar.
Mestan hluta starfsævi sinnar
vann Finnur sem skrifstofustjóri hjá
Samábyrgð íslands á fiskiskipum
og er þar í dag vissulega skarð
fyrir skildi.
Erfítt verður að hugsa sér Sam-
ábyrgðina án hans og ekki síst fyr-
ir okkur sem úti á landi búum.
Erindi okkar leysti hann jafnan af
stakri ljúfmennsku, enda ávann
Finnur sér traust og vináttu manna
um allt land.
Finnur hafði til að bera mikinn
metnað og áræði fyrir hönd félags-
ins sem hann starfaði fyrir. Báta-
ábyrgðarfélögin, þar sem fyrstu
spor í tryggingastarfsemi hér á
landi voru stigin, áttu svo sannar-
lega hauk í horni þar sem hann
var. Og þótt starfsemi þessara fé-
laga miðaðist í byijun fyrst og
fremst við skyldutryggingu báta
upp að 100 tonnum átti hann erfitt
með að sætta sig við annað en að
þessi félög næðu góðum árangri í
fijálsum tryggingaviðskiptum.
Finnur Stephensen var fagurkeri
sem unni fögrum listum, góðum
bókmenntum og fagurri tónlist svo
að eitthvað sé nefnt.
Ég minnist yndislegra stunda í
góðra vina hópi þegar við hófum
upp raustina og sungum saman og
málfötlunin var víðs fjarri.
Nú um nokkurra mánaða skeið
hefur Finnur mátt stríða við erfiðan
sjúkdóm. Þrátt fyrir það mætti
hann til vinnu sinnar á hveijum
degi þar til nú fyrir stuttu. Hann
háði baráttuna við sjúkdóm sinn af
einstakri hetjulund og aldrei heyrð-
ist æðruorð.
Aðéins þremur dögum fyrir lát
hans hittum við hjónin hann á heim-
ili hans. Hann hafði verulega látið
á sjá og ekki duldist að hveiju
stefndi. Þegar hann var þá spurð-
ur, hvernig hann hefði það, var
svarið stutt og laggott og fólst í
einu orði: „Fínt.“
Um leið og ég lýk þessum orðum
um kynni okkar, bið ég algóðan
Guð að blessa vin minn Finn Steph-
ensen.
Við hjónin sendum þér, Munda
mín, Eiríki, Borghildi og Gyðu inni-
legar samúðarkveðjur.
Algóður Guð umvefji ykkur.
Þú ljós, sem ávallt lýsa vildir mér,
þú logar enn,
í gepum bárur, brim og voðasker.
Nú birtir senn,
Og ég finn aftur andans fógru dyr
og engla þá sem bam ég þekkti fyr.
(M. Johch.)
Ó.Þ.Á.
Vinur minn og starfsfélagi, Finnur
Stephensen, er látinn. Hann lést
23. mars sl. tæplega 63 ára að aldri.
Finnur fæddist í Reykjavík 2.
apríl 1930, elstur fjögurra barna
hjónanna Eiríks Stephensens for-
stjóra og Gyðu Thordarson. Hin
systkinin voru Ólafur; læknir, nú
látinn og systurnar Áslaug og
Steinunn, sem báðar starfa hjá
Krabbameinsfélaginu hér í Reykja-
vík.
Að loknu námi við Verslunar-
skóla íslands vorið 1949 hóf Finnur
störf hjá Samábyrgð íslands á fiski-
skipum og varð skrifstofustjóri
Samábyrgðarinnar árið 1962 og
gegndi þeirri stöðu til dauðadags.
Ásamt skrifstofustjórastarfinu ann-
aðist hann bókhald og alla reikn-
ingagerð stofnunarinnar og marg-
vísleg samskipti við bátaábyrgðar-
félögin og aðra viðskiptamenn Sam-
ábyrgðarinnar.
Starfsævi hans var því hjá sama
fyrirtækinu óslitið í 44 ár og vorum
við nánir samstarfsmenn allan þann
tíma. Ekki fór hjá því að vegna
mannkosta sinna og þekkingar voru
honum falin trúnaðarstörf innan
samtaka vátryggingamanna.
Finnur átti til góðra og mætra
að telja bæði í föður- og móðurætt
og bar þess ótvíræð merki. Hann
var með afbrigðum fróður um ættir
sínar og að sama skapi frændræk-
inn og er nú skarð fyrir skildi í
Stephensen- og Karlsskálaættum.
Finnur var gæfumaður. Hann
eignaðist góða og mikilhæfa konu,
Guðmundu Guðmundsdóttur Steph-
ensen og þijú mannvænleg börn,
þau Eirík, Borghildi og Gyðu. Á
þeirra fallega heimili hefur alltaf
verið ánægjulegt að koma þar sem
snyrtimennskan og mikil gestrisni
sitja ávallt í fyrirrúmi.
Síðustu mánuðina gekk Finnur
ekki heill til skógar og háði baráttu
við erfiðan sjúkdóm sem að lokum
hafði yfírhöndina. Sú barátta var
ströng. Strangari en við samstarfs-
fólk hans gerðum okkur grein fyr-
ir, því aldrei heyrðist hann kvarta,
enda samrýmdist það ekki skap-
ferli hans, og ótrauður gekk hann
til starfa uns yfir lauk.
Það hefur myndast vandfyllt
skarð í starfslið Samábyrgðarinnar
og er hans nú saknað af samstarfs-
fólki og öðrum sem áttu við hann
samskipti á sviði starfsvettvangs
hans.
Ég og ljölskylda mín og sam-
starfsfólk hans hjá Samábyrgðinni
sendum Guðmundu og börnunum
innilegar samúðarkveðjur og þökk-
um Finni að leiðarlokum góða og
ánægjulega samferð.
Blessuð sé minning hans
Páll Sigurðsson.
Með fáum orðum langar okkur
mæðgur að minnast góðs vinar,
Finns Stephensen skrifstofustjóra
hjá Samábyrgð, er lést á heimili
sínu 23. márs.
Að rekja ættir Finns og starfsfer-
il látum við öðrum eftir, en leyfum
þess í stað minningunum um bjart-
an, jákvæðan og hlýjan mann ráða
ferð.
Hann var búinn þeim miklu eigin-
leikum að vera ávallt reiðubúinn
að hjálpa öðrum. Hann átti líka
auðvelt með að miðla af reynslu
sinni, styðja aðra í erfiðleikum og
styrkja á sorgarstundu. Allra þess-
ara kosta hans fengum við að njóta,
er við gengum á veg sorgarinnar í
desember sl. og það þrátt fyrir hans
erfiðu veikindi, sem hann barðist
við af miklum hetjuskap fram á
síðustu stund. Hafi hann þökk fyrir.
Ávallt var ljúft að sækja þau hjón
Finn og Guðmundu heim, hvort
heldur var í sumarbústað þeirra eða
á heimili þeirra í Skeiðarvoginum.
Hjá þeim var gestrisni og glaðværð
í hávegum höfð, og þá ekki síst er
börnin voru með í ferð. Þau hjón
voru sem fædd hvort fyrir annað,
svo samhent og samrýnd voru þau.
Elsku Munda, Eiríkur, Borghild-
ur og Gyða. Missirinn er sár, en
minningin um yndislegan eigin-
mann og föður lifir áfram. Megi
algóður Guð styrkja ykkur öll á
erfiðum stundum.
Við mæðgur og fjölskylda okkar
viljum að leiðarlokum þakka Finni
alla þá hlýju og aðstoð er hann
veitti okkur og aldrei brást.
Blessuð sé minning hans.
Sigurbjörg, Margrét E.
Benónýsd. og fjölskylda.
í dag verður til moldar borinn hjart-
kær frændi minn og vinur, Finnur
Stephensen.
Ég ætla aldrei þessu vant að
sleppa nánustu upptalningu á ætt
Finns og uppruna þar sem ég veit
til þess að það er gert í annarri
minnningargrein um hann í Morg-
unblaðinu í dag. En af þeirri ætt-
færslu má sjá að hið tiginmannlega
fas og framkomu á hann ekki langt
að sækja enda stóðu að honum
sterkar framættir. Þannig var Finn-
ur 7. maður frá Magnúsi Gíslasyni
amtmanni að Leirá, Borgarfirði, 14.
frá Eggert Eggertssyni lénsherra í
Víkinni, Noregi, sem barði fræki-
lega á Svíum í skærum Hans kon-
ungs gegn þeim um síðari hluta 15.
aldar (sonur hans var Hannes á
Núpi, Dýrafirði, er var hirðstjóri
yfir íslandi), 16. frá Birni hirðstjóra
Þorleifssyni á Skarði og Lopti hirð-
stjóra Guttormssyni á Möðruvöll-
um. 11. frá Magnúsi „prúða“ Jóns-
syni í Ogri og Bæ á Rauðasandi,
9. frá sr. Stepháni skáldi Einars-
syni í Heydölum, 16. frá Gottskálki
Nikulássyni byskup hinum grimma,
11. frá Guðbrandi byskup Þorláks-
syni á Hólum. 27. frá Þorkatli Ey-
úlfssyni á Helgafelli og_ Guðrúnar
Ósvífursdóttir. 32. frá Ólafí hvita
herkonungi og Auði [Unni] djúp-
úðgu landnámskonu að Hvammi í
Dölum.
Menn komust ekki hjá því að
veita Finni eftirtekt hvar sem hann
fór, því hann var tiginmannlegur í
fasi og vörpulegur á velli. Hann var
hvers manns hugljúfí og einn þeirra
manna sem ekkert mátti aumt sjá,
án þess að hann reyndi að koma
til aðstoðar ef það var honum á
nokkurn hátt mögulegt. Frændræk-
inn var hann með besta móti og
eru nú fáir eftir í fjölskyldu okkar -
sem héldu jafn góðu sambandi við
frændfólk sitt og einmitt Finnur.
Við upprifjun á slíku þá sér maður,
nú er leiðir skilja langt um aldur
fram, hve ómetanlegt slíkt samband
er og hve dýrmætt það er að eiga
slíka menn að sem frændur. Hvar
og hvenær sem var að fjölskyldunni
var hóað saman á ættarmót eða
kaffisamsæti að minnast langafa
og langömmu, svo dæmi sé tekið,
þá var vitaskuld Finnur mættur
með fyrstu mönnum með hina hjart-
fólgnu fjölskyldu sína, sem hann
var enda mjög stoltur af. Þar var
Finnur á heimaslóðum meðal
frændfólksins og mér sýnist að slík
mót verði aldrei söm hér eftir, því
mikið er skarð fyrir skildi að Finni
gengnum. En vitanlega verður slík-
um samsætum ekki varpað fyrir
róða, enda held ég að slíkt hefði
ekki verið Finni að skapi, og allra
síst hefði slíkt verið gert vegna
hans, öðru nær.
Ég held að engan hafí getað
rennt i grun að Finnur væri á förum
frá okkur svo snemma. Einhvern
veginn sýnist mér sem að menn
eins og Finnur ættu að vera eilífir.
Sennilega er þetta auðvitað eintóm
eigingimi í mér, en hver getur láð
manni að sakna þvílíks öndvegis-
manns sem stórfrændi minn var.
Hann mun ávallt eiga stóran sess
í huga mínum.
Ég þykist vita það fyrir víst að
menn sem Finnur eru aufúsugestir
í ríki hins eilífa Guðs, þó svo að
við hinir breisku teljum okkur ekki
geta séð á eftir honum sísvona og
nánast fyrirvaralaust. Ég þakka
fyrir ævilöng kynni mín af Finni
og óska honum alls góðs á hinum
nýju brautum sem hann hefur nú
hafið vegferð sína á. En ég sendi
eftirlifandi fjölskyldu Finns, þeim
Guðmundu, Eiríki, Borghildi og
Gyðu hinar innilegustu samúðar-
kveðjur, og bið þess að algóður Guð
styrki þau í hinum mikla missi
þeirra.
Þorsteinn Halldórsson.
Fleiri minningargreinar um
Finn Stephensen bíða birting-
ar og munu birtast næstu
daga.
t
Þakkir fyrir vinarhug og samúð við fráfall
NÖNNU SNÆDAL,
Álfaskeiði 44,
Hafnarfirði.
Jakob Bjarnar Grétarsson, Steinunn Ólafsdóttir,
Atli Geir Grétarsson, Nanna Elísa Jakobsdóttir,
Stefán Snær Grétarsson, Guðlaug Elísa Kristinsdóttir
og systkini.
Lokað
Lokað frá hádegi í dag, miðvikudaginn 31. mars,
vegna jarðarfarar FINNS STEPHENSEN,
skrifstofustjóra.
Gleraugnaverslun Benedikts,
Hamraborg 7, Kópavogi.
Lokað
l
Lögfræðiskrifstofan Lögvísi sf., Ármúla 3, Reykja-
vík, verður lokuð eftir hádegi miðvikudaginn
31. mars 1993 vegna jarðarfarar
RAGNHEIÐAR SVEINBJÖRNSDÓTTUR.