Morgunblaðið - 31.03.1993, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 31.03.1993, Blaðsíða 34
34 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 31. MARZ 1993 f« lk í fréttum UTLIT Cindy breytti sér í Barbie Hver hefði trúað því að hér væri sama konan á ferðinni? Eftir 18 fegrunaraðgerðir sem kostuðu 2,5 milljónir króna hef- ur Cindy Jackson, 34 ára Bandaríkjamaður, fengið þá ósk sína uppfyllta að líta út eins og Barbie-dúkka. Hún segir að nú horfi fólk loksins á eftir sér á götu og ef einhver þeirra nefni að hún líti út eins og Barbie bjargi það deginum hjá henni. Cindy ólst upp á bóndabæ rétt utan við bæinn Fremont í Ohio. Hún líktist föður sínum mjög mikið, sem henni þótti ákaflega sárt, því hann tilheyrði ekki hópi myndarlegra manna. Frá upphafi skólagöngu gekk henni vel í námi, en var strítt á útlitinu og kenndi föður sínum um ófarimar. Henni var ekki boðið að vera með þegar krakkamir gerðu sér dagamun, þannig að flesta daga fór hún beint heim eft- ir skóia, inn í herbergið sitt og ímyndaði sér að þar væri allt fallegt. Húsnæðið væri búið ríkulegum húsgögnum eins og heima hjá skólafélögum hennar. Og mitt í öllum draumnum vom uppáhaldsleikföng hennar aðalatriðið, B arbie-dúkkumar. Kaldhæðni örlaganna Þegar Cindy var orðin 21 árs ákvað hún að flytja til London, þar sem hún fékk vinnu sem ljósmyndari og söngvari í hljómsveit. Og nú fór hún að safna pening- um til að uppfylla gamla drauminn: að líta út eins og Barbie-dúkka. Hún segir að það hafí tekið langan tíma að safna fénu, en kaldhæðni örlaganna hafi síðan spilað inn í. Faðir hennar lést og fyrir arfinn gat hún látið drauminn rætast. Það var ýmislegt sem þurfti að laga, að mati Cindyar, nefið var of stórt, varimar of þunnar, augun of lítil, munnurinn var illilegur og undir- hakan átti að hverfa. Þá voru bijóstin stækk- uð, fitan skorin af maganum, mjöðmunum, lærunum og hnjánum og hún fór í tvær and- litslyftingar. Aðgerðimar voru gerðar á nokkmm áram og urðu sem sagt átján vegna þess að sumar þurfti að endurtaka. í hamingju sinni segir Cindy að sér fínnist ekkert rangt við að breyta útlitinu, þrátt fyrir að ekkert minni á uppmnalegu persónuna. Hún segist vera mjög ánægð með útlitið, og því ánægðari sem hún sé, því betri sé framkoma hennar við aðra. Lifandi Barbie- dúkkan hún Cindy eins og hún lít- ur út eftir átj- án fegrunar- aðgerðir. Þetta er fyrirmyndin. BEINT FRÁ FÆREYJUM! Eldhúsinnréttingar! Baðherbergi! Klæðaskápar! eldhus- miðstöðin Húsi Ormsson bræbra, Lágmúk 6. Sími 68 49 10. fHsrjpwfttiiftfft Metsölublaó á hverjum degi! COSPER Hæ! Ég var niðrí stofu að hjálpa manni að pakka niður í kassa. Morgunblaðið/Kristinn Fimm skífuþeytarar komust í úrslit, f.v. Þórhallur, Binni, Bjarki, Birgir, sem hlaut titilinn Plötusnúður ársins, og Sverrir. FELAGSMIÐSTÖÐVAR Plötusnúður p • arsms Þau komu til að fylgjast með úrslitunum, f.v. Adda, Arnar, Elva Rós og írena. Birgir Konráð Sigurðs- son frá félagsmið- stöðinni Tónabæ bar sig- ur úr býtum í Plötusnúða- keppni félagsmiðstöðv- anna, sem stóð yfir vik- una 22.-26. mars. Keppnin er orðin árviss viðburður í Frostaskjóli og var hún haldin í sjötta skipti. Unglingar víðs vegar af landinu tóku þátt hver fyrir sína félg- smiðstöðina. Fimm kepp- endur komust í úrslit, en það voru Brynjar Snær Þrastarson frá Frosta- skjóli, Sverrir Sigur- sveinsson frá Þróttheim- um, Bjarki Sveinsson frá Fjörgyn og Þórhallur frá Dynheimum á Akurleyri, auk sigur- vegarans. Keppendurnir spiluðu aðallega nýja tegund danstónlistar, sem flokkast m.a. undir svokallað „ho- use“, „hard core", „soft core“ og „garage dub“. Þessi tónlist er geysivinsæl meðal unglinga og segja má að hún tengist nýrri ungl- ingamenningu, því ákveðinn klæða- burður fylgir tónlistinni, eins og víð föt, stór hálsmen og höfuðföt af ýmsu tagi. Morgunblaðið/Ámi Sæbcrg VIÐURKENNIN G Björgnðu mannsiífum * Isíðustu viku var boðssýning á páskamynd Stjörnubíós, stór- myndinni Hetju (Accidental Hero), sem fmmsýnd verður á morgun. Meðal gesta vora sex hetjur, sem allar höfðu bjargað mannslifum, án þess að fjölmiðlar hefðu sérstaklega getið þess. Myndin er tekin þegar þau Berglind Osk, Guðmundur ívar Agústson, Hafdís Sigurðardóttir, Helga Dóra Ólafsdóttir, Jón Arnar- son og Kolbrún Júlía Erlendsdóttir vom heiðmð og leyst út með gjöf- um.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.