Morgunblaðið - 31.03.1993, Síða 36

Morgunblaðið - 31.03.1993, Síða 36
36 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 31. MARZ 1993 STJÖRNUSPÁ eftir Frances Drake Hrútur (21. mars - 19. apríl) W* Eitthvert verkefni er enn óleyst. Vertu ekki með yfir- gang heima fyrir. Ættingi er sérlega hörundsár í dag. Naut (20. april - 20. maí) Vertu ekki með of mörg járn í eldinum. Þér semur vel við vin, en einhveijir aðrir fara undan í flæm- ingi. Tvíburar '(21. maí - 20. júní) Þú þarft að sýna aðgát í samningum við aðra um viðskipti í dag. Reyndu að halda útgjöldum niðri og eyddu ekki of miklu. Krabbi (21. júní - 22. júl!) >“$0 Þú finnur nýjar leiðir, en láttu ekki stjómsemi spilla fyrir þér. Félagi á rétt á að fara eigin leiðir. Ljón (23. júlí - 22. ágúst) Nú er rétti tíminn til að íhuga bókhaldið og leita ráða hjá sérfræðingum. Ekki láta orðróm koma þér úr jafnvægi. Meyja (23. ágúst - 22. september) Ástvinir njóta dagsins, en skapstór vinur getur valdið erfíðleikum. Eitthvað óvænt getur breytt áform- um kvöldsins. Vog (23. sept. - 22. október) Nú er tækifæri til að tak- ast á við ný verkefni. Við- ræður við ráðamenn bera árangur. Sýndu ástvini umhyggju. Sporódreki (23. okt. - 21. nóvember) Þunglyndi hijáir sam- starfsmann. Þú gætir lagt drög að helgarferð. Ein- hver nákominn er með vífí- lengjur í kvöld. Bogmaóur (22. nóv. — 21. desember) m Nú er ákjósanlegra að vera heima með fjölskyldunni en að fara út í leit að skemmt- un. Varasamt er að lána öðrum peninga. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Sameiginlegir hagsmunir félaga ganga fyrir öðru árdegis. Láttu ekki þver- lyndi og óþreyju ná tökum á þér síðdegis. Vatnsberi (20. janúar - 18. febrúar) Morgunstund gefur gull í mund og þú kemur ár þinni vel fyrir borð. Þótt á hæg- ist síðdegis skaltu ekki láta það á þig fá. Fiskar (19. febrúar - 20. mars) 'ZS* Þú laðast að tómstundaiðju sem krefst íhugunar. Sein- læti vinar getur spillt fyrir skemmtun kvöldsins. Stjörnusþána á aö lesa sent áœgraávól. Spár af þessu tagi byggjast ekki á traustum grunni vísindalegra staóreynda. DÝRAGLENS GRETTIR ÝOOf/ TOMMI OG JENNI LJÓSKA FERDINAND Að standa í rigningunni og bíða eftir skólabílnum sýnir löngun eftir menntun sem leiðir til háskóla og starfs í stóru fyrirtæki við Laugaveginn . . . Hérna, kastaðu nestistöskunni í hann! BRIDS Umsjón Guðm. Páll Arnarson Fræðin kenna að rétt sé að reyna alslemmu í sveitakeppni ef vinningslíkur eru yfir 56%. Er þá miðað við að mótheijarnir á hinu borðinu meldi a.m.k. hálf- slemmu. Alslemman sem Guð- mundur Sveinsson og Magnús Ólafsson „náðu“ á íslandsmót- inu í síðustu viku fullnægir ekki alveg þesu kröfum. Þetta var í leik sveita Hrannars Erlingsson- ar og Hljólbarðahallarinnar: Austur gefur; NS á hættu. Norður ♦ D10842 VD ♦ ÁG76 Vestur ♦ Á74 Austur ♦ G9653 ♦ K ¥106 ¥53 ♦ KD4 ♦ 1085 ♦ 1053 Suður ♦ KDG9862 ♦ Á7 VÁKG98742 ♦ 932 ♦ - Eftir sagnröð, sem óþarfi er að rekja, varð Guðmundur Sveinsson sagnhafí í 7 hjörtum. Útspilið var tígulkóngur. „Eins og þú veist,“ útskýrði Guðmund- ur „þá spila ég fyrir ánægjuna, fyrst og fremst. Þetta leit út fyrir að vera skemmtilegt spil, svo ég gaf mér góðan tíma“. Lesendum til upplýsingar má geta þess að þetta var í opnum sal. Áhorfendur voru ekki marg- ir við borðið þegar fyrsta sögn spilsins var gefín, en þeim fjölg- aði óðfluga eftir því sem sagn- þrepið hækkaði. Og þegar spurnir bárust af lokasögninni sást ekki áhorfandi við annað borð. „Það var eins og eitthvað lægi í loftinu," sagði Guðmundur. Eftir að hafa notið augna- bliksins dágóða stund, drap Guð- mundur á tígulás og tók hjarta- drottningu. Síðan laufás og henti tígli. Og svo rann stóra stundin upp; lítill spaði úr blindum og ... KÓNGUR! Fórnarlambið í austursætinu var Hjalti Elíasson. Hann lét sér fátt um finnast, en ávítaði Guð- mund fyrir að taka allan tímann við borðið: „Þú átt ekki að vera svona lengi að spila einfalt spil!“ E.S. Líkur á spaðakóng stök- um í austur reiknast vera 1,2%. SKÁK Umsjón Margeir Péturssofy Þessi staða kom upp á svæða- móti Austur-Evrópu um daginn í viðureign stórmeistaranna Mihai Suba (2.520), Rúmeníu, og Gyula Sax (2.570), Ungverjalandi, sem hafði svart og átti leik. Svartur var að enda við að fórna peði með 19. - b7-b5, sem hvítur varð að taka. 20. - Hab8!, 21. Dxc6 (21. Dxc4 er einnig svarað með 21. - Dxa3! og 21. Da4 - Df6! varengu betra.) 21. - Dxa3! og Suba gafst upp, því hann er óveijandi mát. Þrátt fyrir að hafa unnið þessa glæsi- legu skák var Sax fjarri sínu besta á mótinu og varð næstneðstur í sínum riðli. Nú stendur yfir í Búdapest aukakeppni þeirra Júd- itar Polgar, Pólvetjanna Wojki- ewicz og Gdanski og Ftacniks frá Slóvakíu. Komist Júdit áfram yrði það enn eitt sporið í jafnréttisátt í skákheiminum, kona hefur aldrei náð að vinna sér sæti á milli- svæðamóti karla.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.