Morgunblaðið - 31.03.1993, Síða 40

Morgunblaðið - 31.03.1993, Síða 40
40 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 31. MARZ 1993 Auðvitað lifi ég í fortíð- inni. Það er miklu ódýrara! Áster... TM Reg. U.S Pat Off.—all rights reserved • 1993 Los Angeles Times Syndicate HÖGNI HREKKVISI „ ]?Á ÉQ SKU.PI EFTlR/« BRÉF TIL BLAÐSINS « Aðalstræti 6 101 Reykjavík - Sími 691100 - Símbréf 681811 Svar til Eiríks Þorlákssonar Frá Krístrúnu Gunnarsdóttur Elsku Eiríkur. Osköp er þetta viðkvæmt og sárt og kannski ekki nema von. Eg er þess fullmeðvituð að hafa ráðist á þitt starf opinberlega, sem verður að teljast með ólíkindum ósvífið. En þar sem mér er tamt að vera djörf og ósvífin, get ég ekki á mér setið með að svara þér eina ferðina enn. Svo mikið er víst að áskökunum um skítkast var síður en svo beint að þér og þínum skrifum. Slíkt kannast ég ekki við að hafa nokkru sinni rekist á í greinum þínum. Ef hinsvegar svo væri, mætti hafa af þeim eitthvert gaman. Annað er, að ég get ekki ætlast til þess áð gagnrýni ijalli ávallt um það að hrósa viðkomandi lista- manni, slíkt væri helber einfeldni. Til samanburðar langar mig að nefna að Halldór B. Runólfsson hafði heilmargar athugasemdir fram að færa varðandi margum- rædda sýningu, í þættinum Kviksjá á Rás 1, og stórefast ég um að honum hafi svo mjög líkað allt sem á sýningunni bar fyrir augu. En það sem honum tókst með mikilli fag- mennsku, var ekki bara að skilja mig eftir með alvarlegar hugleið- ingar um mín næstu skref, heldur mátti ég veltast um af hlátri, þar sem hann reyndist fádæma skemmtilegur. Annar gagnrýnandi hér á landi og líklega sá umdeildasti, Bragi Ásgeirsson, hefur löngum haft þann vana að fjalla ekki um viðkomandi sýningar nema kannski í svó sem eins og einni málsgrein af löngum pistli, samanber skrif hans „um“ sýningu Ástu Olafsdóttur nýlega. Líkar það mörgum miður en segj- ast verður að Bragi hefur að jafn- aði uppá að bjóða fræðandi vanga- veltur sem oftast er hægt að hafa bæði gagn og gaman af. Finnst jafnvel sumum að tími sé til komin að gefa út í bók safn greina hans um myndlist. Hneykslan er eitt, undran er annað. Ég get frætt þig á því, hér og nú, að seint verður gengið fram af mér. En til að missa ekki sjónar á aðalatriðum þessarar viðureignar okkar, ætlar ég að vitna í svar þitt í Morgunblaðið 25. mars. „Ádeilur listamanna á þá sem annast þau skrif (gagnrýni) eru ekki nýtt fyrir- bæri og tíminn einn mun leiða í Ijós hvor aðilinn mat listina réttar á hveijum tíma.“ Þeir eru ófáir sem lásu þína „gagnrýni", mín viðbrögð, þitt svar og eru nú að lesa svar mitt við svari þínu. Sannast sagna held ég að það sé augljóst að í Frá Árna Finnssyni: Þann 19. mars sl. birtist í Bréfí til blaðsins grein eftir Elsu Einars- dóttur undir fyrirsögninni „Kvöl hvalavina". Hún segir í upphafi greinarinnar: „Fyrir nokkrum vik- um bárust þær fréttir að grænfrið- ungar í Þýskalandi hefðu efnt til mótmæla gegn hvalveiðum íslend- inga, Norðmanna, Kanadamanna og annarra fiskveiðiþjóða." Þessi frétt er röng. Sennilega á Elsa Einarsdóttir við umhverfisverndarsamtökin Green- peace þegar hún talar um „græn- friðunga". Greenpeacesamtökin hafa ekki, eins og gefur að skilja, mótmælt íslenskum hvalveiðum síð- an þeim var hætt 1989. Kanada er ekki aðiii að Alþjóðahvalveiðiráðinu og Kanadamenn stunda ekki veiðar á þeim hvalategundum sem ráðið hefur lögsögu yfir. Rétt er hins vegar að Greenpeace hafa mótmælt fyrirhugðum hvalveiðum Norð- manna í hagnaðarskyni, enda bijóta þær í bága við ákvarðanir Alþjóða- hvalveiðiráðsins. „gagnrýni" þinni var alls ekki um að ræða hvort rétt eða rangt mat væri lagt á listina. Þar var nefni- lega ekki að finna mat af einu eða neinu gagni og er það miður. Að lokum vil ég bæta því við, að mig er farið að langa til að hitta þig í eigin persónu. Hafðu endilega við mig samband. Ég skal bjóða þér uppá kaffibolla niður á Mokka, þar sem við getum haldið áfram þrefi og þrasi eða bara haft af öllu þessu heilmikið gaman. KRISTRÚN GUNNARSDÓTTIR, myndlistarmaður. Elsa segir einnig: „Kostulegast fannst mér þó að heyra að fólk um allan heim væri að ættleiða hvali og greiddu meðlög til grænfrið- 1 unga.“ Þetta er ekki alls kostar rétt. Greenpeace afla ekki fjár með að bjóða fólki að „ættleiða" eða taka í fóstur hvali gegn borgun. Það gera hins vegar önnur umhverf- issamtök, t.d. Alþjóðanáttúruvernd- arsjóðurinn „World Wide Fund for Nature, WFF). | Einnig veltir Elsa því fyrir sér hvað það fólk borði „sem styður og styrkir svona öfgasamtök“. Þessu íj| get ég ekki svarað með neinni vissu, en ég get nefnt að stuðningsaðilar Greenpeace í Svíþjóð eru um 200 ^ þúsund. Ekki liggja fyrir neinar upplýsingar sem benda til þess að matarsmekkur þessa fólks sé frá- brugðinn matarsmekk annarra Svía. Raunar bendir ekkert til þess að afstaða fólks til umhverfísvernd- ar ráðist af mataræði þess. Fyrir hönd Greenpeace, ÁRNI FINNSSON, starfsmaður Greenpeace, Svíþjóð Athugasemd við « „Kvöl hvalavinau Víkveiji skrifar að setti hroll að Víkveija dags- ins í fyrradag þegar fregnir bárust á öldum ljósvakans þess efn- is að Heimir Steinsson útvarpsstjóri hefði fyrirvaralaust sagt Hrafni Gunnlaugssyni dagskrárstjóra inn- lendrar dagskrárdeildar Sjónvarps upp störfum, eða öllu heldur rekið hann, því Hrafn þarf ekki að vinna þriggja mánaða uppsagnarfrest sinn. Skýringarnar sem gefnar voru í fréttum, hafðar eftir útvarpsstjóra, voru þær að ummæii Hrafns í sjón- varpsþætti um stofnunina Ríkisút- varpið og starfsmenn hennar væru ástæða brottrekstursins. Það hlýtur að teljast með endemum að svona skuli staðið að verki, hjá opinberri stofnun eins og Ríkisútvarpinu, og Víkveiji getur ekki annað en tekið undir með Ólafi G. Einarssyni, menntamálaráðherra, sem sagði í fréttasamtölum á báðum sjónvarps- stöðvunum í fyrrakvöld að hann ótt- aðist um tjáningarfrelsið í landinu, þegar svona væri staðið að málum. xxx Nú er ekki um það að deila að ýmis ummæli dagskrárstjór- ans í áðurnefndum sjónvarpsþætti fóru fyrir brjóstið á mörgum, hvort sem var innan stofnunarinnar eða utan. En í því sambandi má líka velta því fyrir sér, hvort ummæli þau sem Hrafn kaus að viðhafa um starfsmennina, sem hann ekki nafn- greindi, að undanskildum Sveini Einarssyni, sem leysti hann af sem dagskrárstjóri síðastliðin fjögur ár, verða ekki bara afgreidd á þann hátt að dagskrárstjórinn hafí með orðavali sínu og umsögnum sýnt að hann býr ekki yfír ýkja mikilli háttvísi, getur raunar verið smekk- laus í garð þeirra sem undir hans verkstjórn heyra og búið spil. Ef hann endilega vildi hafa þennan háttinn á í afgreiðslu sinni á verð- andi samstarfsmönnum, var það þá ekki hans mál? Hann hlýtur að hafa vitað að með þessum orðum sínum, var hann ekki beinlínis að leggja drögin að frjóu og uppbyggi- legu samstarfi, en það var þá líka hans vandamál að vinna úr því og reyna að koma sér út úr þeim ógöngum sem hann kom sér í með ummælum sínum. Hvort sem menn eru aðdáendur Hrafns Gunnlaugs- sonar eða ekki, hljóta flestir að við- urkenna að hann hafði á ýmsan hátt mikið til síns máls, í þeirri gagnrýni sem hann bar fram á tregðulögmál stofnana og þau vandkvæði sem blasa við mönnum sem vilja hrinda í framkvæmd breytingum og nýjungum. Hann hefði vissulega þurft að matreiða þennan boðskap sinn á ögn hófstillt- ari og smekkvísari hátt en hann gerði, en kannski sanna viðbrögð útvarpsstjórans, tæpri viku eftir umræddan þátt sannleiksgildi orð- anna „Sannleikanum verður hver sárreiðastur“. xxx En hvað sem framkomu dag- skrárstjórans í þættinum líð- ur, þá hlýtur það að verða mörgum ærið umhugsunarefni að ummæli sem látin eru falla í hita leiksins í beinni útsendingu, séu notuð af útvarpsstjóra með þeim hætti sem hann hefur nú kosið að gera. Óneit- anlega er skelfilegur Ráðstjórnar- ríkjabragur af vinnubrögðum sem þessum og spurning hvort ekki fer í framhaldi þessara vinnubragða að hitna undir útvarpsstjóranum sjálf- um. Að minnsta kosti þarf það ekki að koma á óvart, eftir að mennta- málaráðherra hefur látið ofan- greindar áhyggjur í ljós um tjáning- arfrelsið í landinu. Ætli það hefði nú ekki verið talið smekkvísara af útvarpsstjóranum að áminna dag- skrárstjórann og eiga með honum fund um málið, jafnvel að ávíta hann, en bíða svo og sjá hver fram- vinda mála yrði? < < < í < i

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.