Morgunblaðið - 31.03.1993, Side 41
í \Mat/ f í: >jij0A<j' I.HíVGíÍá CÍÍCiA-.ÍHV\ Ií)>í()m
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 31. MARZ 1993
„ Samstarfshópur
um bætta líðan“
Frá Birnu Smitfc
Svar við grein Nönnu Baldurs í
Bréf til blaðsins þann 21. mars síð-
! astliðin: Ekki bara alkar.
„Samstarfshópurinn um bætta
líðan“ vill þakka þér fyrir góða og
I þarfa grein.
Þú talar um aff allir hefðu bara
gott af því að fara í meðferð, það
væru fleiri en alkar sem ættu við
vandamál að stríða.
Alkar drekka gjarnan frá sér fjöl-
skyldu, vinnu, eignir og heilsuna,
áður en þeir fara í meðferð. En
hvað með okkur hin? Ég er í matar-
klúbbi með nokkrum „stelpum" á
besta aldri og fara kvöldin yfirleitt
í það að segja frá því, hveijir hafa
nú skilið, misst heimili sín eða heilsu
síðan síðast, og af nógu virðist vera
að taka. Er ekki eitthvað að, sem
gjarnan mætti laga og breyta í
þessu annars dásamlega þjóðfélagi
) okkar, eða má engu breyta?
Erum við ekki svo föst í viðjum
vanans sem við og þjóðfélagið höf-
j um skapað okkur að við erum sem
fangar í eigin vanlíðan?
Eg tel að við berum sjálf ábyrgð
| á okkar eigin líðan og heilsu og að
við getum engu og engum öðrum
um kennt. Það er ábyrgðarleysi að
láta aðra stjórna því hvernig okkur
iíður og kenna öðrum um hvernig
er komið fyrir okkur.
Vanlíðan leiðir í flestum tilfellum
af sér einskonar fíkn sem getur
haft slæmar afleiðingar, engu síður
en áfengisfíkn.
Píkn er flótti frá tilfinningum,
raunverulegri líðan eða eigin sjálfi.
Fíkn eða árátta getur tekið á sig
hinar ýmsu myndir svo sem: áfeng-
isfíkn, lyfjafíkn, matar- og sælgæt-
isfíkp, vinnufíkn, rifrildisfíkn, kaup-
fíkn, reykingarfíkn, skemmtana-
. fíkn, stressfíkn og sjónvarpsfíkn,
fílufíkn svo eitthvað sé nefnt. Hin
síðari ár hefur vitneskja um fíknir
. og áráttuhegðun aukist mikið. Það
hefur komið í ljós að fólk sem ólst
j upp hjá áráttukenndum foreldrum
. eða foreldrum sem voru ekki til
staðar fyrir börn sín tilfinningalega
hafa meiri tilhneigingu til áráttu-
hegðunar en aðrir. 1 grein sinni
talar Nanna um að það vanti
fræðsluefni og leiðbeiningar á ís-
lensku til sjálfshjálpar um það
hvernig einstaklingar og fjölskyldur
megi öðlast jafnvægi á lífi sínu.
Fyrir það fólk sem hefur kjark til
þess að viðurkenna fíkn sína og
gera róttækar breytingar til batnað-
ar teljum við að lausnin sé fundin.
Við teljum að til þess að hægt
sé að uppræta þetta áráttuvanda-
mál þurfi að finna „meinið" (orsök-
ina) og uppræta það og þá lagist
allt annað af sjálfu sér og áráttan
hverfi og jafnvægi náist.
Jafnvægi einstaklingsins verður
jafnvægi hjóna, jafnvægi hjóna
verður aftur jafnvægi allrar fjöl-
skyldunnar.
Hvernig á þá að finna hvar mein-
ið liggur grafið?
Garðar Björgvinsson miðill hefur
verið að miðla ákveðinni þekkingu
frá sálnahópunum Micael og Malhe-
us sem ekki hefur verið miðlað áð-
ur. Sálnahóparnir „Micael“ „Mathe-
us“ og „Orin“ segjast vera sálir sem
lokið hafa jarðvistarferli sínu (út-
skrifaðir) og vinna að því meðal
annars að hjálpa fólki við að ná
áttum á jörðinni og koma því í skiln-
ing um að það beri sjálft ábyrgð á
sinni líðan og heilsu almennt.
Sálnahópurinn „Micael“ hefur
áður sent þekkingu í gegnum miðil
að nafni Jose Stevens o.fl. og nefn-
ist sú þekking: „Þú lifir aftur og
aftur“. Sálnahópurinn „Orin“ hefur
sent þekkingu sína í gegnum miðil
að nafni Sanaya Roman o.fl. og
heitir sú þekking „Lifðu í gleði“.
Margar bækur hafa síðan verið rit-
aðar um þessi efni mörgum til
sjálfshjálpar og ánægju. Þessi þekk-
ing sem kemur nú miðluð af Garð-
ari hefur ekki verið áður þekkt og
mun samstarfshópur í kringum
Garðar vinna sameiginlega að því
að koma henni á framfæri, þ.e. í
bókarformi og með námskeiðahaldi.
Námskeið 1: „Leiðin til vel-
gengni.“ Þar gefst fólki tækifæri á
að skilgreina sig samkvæmt þessu
kerfi, það lærir að þekkja þarfir
sínar og hvernig það vill sinna þeim,
og mikilvægi þess að sinna þeim.
Að þekkja þá þætti sem valda því
vanlíðan og vellíðan. Vita hvar þeir
eru í þroskaferlinum og hvað þeir
þurfi að gera til þess að koma sér
í vellíðan. Þar verður fólki sýnt
hvernig það getur lifað í innri gleði
alla daga allan ársins hring. Þegar
fólk fer í fíknarbindindi, þá fara
óuppgerð mál og sársauki að leita
upp á yfirborðið sem ollu flóttanum,
VELVAKANDI
:
ÓTRÚLEG GRIMMD
FRÉTT sem mér barst til eyrna
úr Ríkisútvarpinu fyrir skömmu
vakti hjá mér slíka reiði og við-
bjóð að ég fann mig knúna til
að láta álit mitt í ljós.
Snjósleðagarpar höfðu gert
það sér til dundurs uppi á há-
lendi íslands að elta uppi tófu,
ná að aka yfir hana og skilja
svo við dýrið helsært. Markmfð-
ið hefur augljóslega ekki verið
að bana dýrinu, heldur að njóta
þess að sjá það kveljast.
Mikil er andleg eymd slíkra
vesalinga. Ég skora á allt heil-
vita fólk að fordæma ódæðið.
Hrefna
TAPAÐ/FUNDIÐ
Gullhringur tapaðist
GAMALL gullhringur tapaðist
12. október sl., liklega í mið-
borginni. Hringurinn er með
rauðum steini og inn í hann er
grafið erlent kvenmannsnafn,
dagsetning og ártalið 1905.
Finnandi vinsamlega hringi í
síma 96-73135. Fundarlaun.
Hálsmen tapaðist
HÁLSMEN, ílöng perla með
þremur litlum steinum fyrir
ofan, tapaðist laugardaginn 20.
mars, líklega á gangstétt við
Landakot eða í Landakotskirkju.
Finnandi vinsamlega hafi sam-
band i síma 71332.
Seðlaveski tapaðist
SVART seðlaveski tapaðist í síð-
ustu viku. I veskinu eru m.a.
skilríki eigandans. Upplýsingar
gefur Birna í síma 27777 á dag-
inn og 11726 eftir kl. 17.
Myndavél tapaðist
OLYMPIA myndavél tapaðist á
Bjöllusveitamóti á Hellissandi sl.
helgi. Finnandi vinsamlega
hringi í síma 91-689388.
GÆLUDÝR
Köttur í óskilum
LÍTIL og nett bröndótt læða er
í óskilum í Holtsbúð 15 í Garða-
bæ. Einu auðkenni hennar eru
þau að hún hefur nýlega farið
í læknisaðgerð á kvið. Upplýs-
ingar í síma 657003.
því fíkn er jú ekkert annað en flótti
frá ákveðnum vanda. Þessi nýja
leið mun hinsvegar geta hjálpað þér
að eyða vandanum eða sársaukan-
um með skilningi á auðveldan og
fljótvirkan hátt. Skilningur er allt
sem þarf. Þetta gerir manninum
kleift að þroskast í gegnum skilning
og gleði en ekki í gegnum sársauka
og erfíðleika.
Til þess að hver einstaklingur
öðlist skilning á sínum eigin vanda
getur hann þurft á sérþjónustu að
halda, þessa þjónustu munu síðan
Garðar og hópurinn geta veitt.
Þau námskeið, sem síðar verða
í borði, eru: Námskeið um fjármál,
um samskipti hjóna, um hulukortið,
um bænina, um notkun hjálpar-
tækja eins og hugleiðslu, tónlistar,
lita o.s.frv. Síðan verður veitt sér-
þjónusta eftir þörfym hvers og eins
svo sem nudd, heilun, miðlun, ráð-
gjöf um mataræði og margt, margt
fleira.
í hópnum er fólk með mismun-
andi þekkingu og starfssvið en á
það sameiginlega markmið að vilja
hjálpa öðrum til betra lífs. Fólk sem
hefur töluverða reynslu og þekk-
ingu að miðla til þeirra sem áhuga
hafa.
Námskeið þessi verða auglýst
síðar.
BIRNA SMITH,
Laugarásvegi 27, Reykjavík.
LEIÐRÉTTIN G AR
Lína féll niður
í minningargrein Sigurðar Líndal
um Þórð Björnsson, fyrrverandi rík-
issaksóknara, í Morgunblaðinu í
gær féll niður lína og raskaði það
samhengi. Rétt er viðkomandi máls-
grein svona: „Fræðiáhuga sinn
tengdi hann framar öðru starfi sínu,
en ritaði einnig margt í tímarit um
lögfræðileg efni, einkum framan-
greind fræðasvið og að auki réttar-
sögu, en utan lögfræði var sagn-
fræði eitt helzta áhugamál hans og
meðal síðustu ritgerða hans voru
tvær á sviði réttarsögu — önnur
um vígsakir á 14. öld, en hin um
deilur þær sem urðu um Hæstarétt
á þriðja og fjórða áratug þessarar
aldar.“ Beðist er velvirðingar á
mistökunum.
Daði, ekki Davíð
Þau mistök urðu við vinnslu frétt-
ar um aðalfund Fulltrúaráðs sjálf-
stæðisfélaganna í Garðabæ, sem
birtist síðastliðinn sunnudag, að
annar fulltrúi Hugins FUS í stjórn
fulltrúaráðsins, Daði Einarsson, var
nefndur Davíð. Beðizt er velvirðing-
ar á mistökunum.
Hólmavík
í frétt á blaðsíðu 46 í Morgun-
blaðinu í gær af klifri á Lambatind
á Ströndum kemur fram að aðilar
úr Bolungarvík hafi aðstoðað Ijall-
göngumennina. Þar átti að standa
frá Hólmavík. Hlutaðeigendur eru
beðnir velvirðingar á þessu mis-
hermi.
Vlt
41
SPARIÐ TÍMA FÉ
OG FYRIRHÖFN
og skapiö öruggari
vinnu og rekstur meö
ELBEX sjónvarpskerfi.
Svart hvítt eöa í lit,
úti og inni kerfi.
Engin lausn er of
flókin fyrir ELBEX.
Kynnið ykkur möguleikana.
Einar Farestveit & co hf.
Borgartúni 28, sími 91-622900
SJÁLFVIRKI
OFNHITASTILLIRINN
= HÉÐINN =
VERSLUN
SELJAVEGI 2 SÍMI 91-624260
s
Upplifðu töfra Parísar í sumar
Parísarferðir Heimsferða á einstökum kjörum í
samvinnu við stærstujferðaskrifstofur Frakklands.
Vika í París: Flug og hótel frá kr. 29.900
m.v. 2 í herbergi.
Flug og bíD: Frá kr. 24.900
Vikulegar brottfarir frá 7. júlí til 25. ágúst.
Takmarkað sætamagn
HEIMSFERÐIR hf.
Austurstræti 17,2. hæð ■ Sími 624600
Samhjálp
Hvítasunnumanna
20 ára
Hátíðarsamkoma verður haldin í
Fíladelfíukirkjunni Hátúni 2,
sunnudaginn 4. apríl kl 16:30.
Dagskrá samkomunnar verður
auglýst síðar.