Morgunblaðið - 31.03.1993, Page 43

Morgunblaðið - 31.03.1993, Page 43
MORGUNBLAÐIÐ ÍÞRÓTTIR MIÐVIKUDAGUR 31. MARZ 1993 43 ÍÞR&mR FOLX ■ EINAR Guðmundsson, leik- stjórnandi Selfossliðsins í hand- knattleik, brákaðist á handarbaki hægri handar í æfingaleik gegn Haukum fyrir skömmu. Einar Þorvarðarson, þjálfari Selfoss, sagði að Einar yrði með í kvöld gegn ÍR. „Hann verður með spelk- ur á hendinni-og það verður að koma í ljós hvað hann getur,“ sagði þjálfarinn. I KONRÁÐ Olavson, sem lék með Dortmund í Þýskalandi í vetur, leikur fyrsta leik sinn með Haukum í kvöld gegn Fram í Laugardalshöll. B JAKOB Sigurðsson, horna- maður sem var skorinn upp vegna hnémeiðsla fyrir áramótin, verður í leikmannahópi Vals gegn FH í kvöld. H ERIC Cantona, miðherja Manchester United, var gert að borga um 95.000 krónur fyrir að hrækja að áhorfendum eftir leik gegn Leeds í síðasta mánuði. ■ ATLETICO Madrid hefur ráð- ið þriðja þjálfarann á tímabilinu. Argentínumaðurinn Ramon Cac- ho Heredia tók við af Omar Pa- storiza, sem sagði starfi sínu lausu fyrir helgi eftir deilur við Jesus Gil, formann félagsins. Heredia er er 11. þjálfari félagsins á tæp- lega 16 árum. ■ JESUS Gil sagði á blaða- mannafundi að hann vildi Þjóð- verjann Bernd Schiister út úr lið- inu, en Pastoriza sagði að formað- urinn væri að skipta sér af vali liðs- ins. ■ SCHUSTER á ár eftir af samn- ingi sínum, en talið er að hann verði látinn fara í lok yfirstandandi tímabils. ■ DRAGOSLAV Stepanovic, serbneski þjálfarinn hjá Eintracht Frankfurt, var rekinn frá félaginu eftir að liðið var slegið út úr þýsku bikarkeppninni af Bayer Leverk- usen á heimavelli í gærkvöldi. Stepanovic, sem er 44 ára, hefur verið þjálfari liðsins síðustu tvö árin. I kvöld Körfuknattleikur Úrvalsdeild Keflavík: ÍBK - Haukar..20 ■Með sigri tryggir ÍBK sér Islandsmeistaratitilinn. Handknattleikur 1. deild karla Garðab.: Stjarnan - ÍBV ....20 Víkin: Víkingur - KA....20 Höllin: Fram-Haukar.....20 Kaplakriki: FH - Valur..20 Seljaskóli: ÍR - Selfoss.20 Akureyri: Þór-HK......20.30 Blak Úrslitakeppni karla Digranes: HK-Þróttur....20 HANDKNATTLEIKUR / 1. DEILD KARLA Gylfi med ÍBV í lokaslagnum Gylfi Birgisson leikur með ÍBV gegn sínum gömlu félögum í Stjörnunni í kvöld. Gylfi Birgisson, fyrrum leikmað- ur ÍBV sem leikið hefur með norska 2. deildarliðinu B.H.K. í vetur, leikur með Eyjamönnum gegn Stjörnunni í kvöld. Gylfi er lánaður til ÍBV frá norska fé- laginu og leikur með liðinu sem eftir lifir keppnistímabilsins. Gylfi kom til Vestmannaeyja í gær kl. 16 og var mættur á fyrstu æfínguna með ÍBV tveimur klukk- stundum síðar. „Við lékum síðasta Sigfús Gunnar Guðmundsson skrifar Deildarkeppnin aftur af stað eftir tveggja mánaða hlé: Línur famar að skýrasf 19. umferð 1. deildar karla f handknattleik fer fram íkvöld eftir næstum tveggja mánaða hlé á deildarkeppninni vegna þátttöku íslands i HM. Línur eru farnar að skýrast á toppi deildarinnar sem botni, en margt getur enn breyst í síð- ustu fjórum umferðunum. Fjögur lið hafa nú þegar tryggt sér öruggt sæti í úrslitakeppn- inni um íslansmeistaratitilinn sem hefst 16. apríl. Þau eru Stjarnan, FH, Valur og Selfoss. Haukar og Víkingur geta gulltryggt sæti sitt í úrslitakeppninni með sigri í kvöld. KA og ÍR standa vel að vígi, en ÍBV og Þór eiga enn möguleika á að komast í úrslitakeppnina. Fram og HK eru í botnsætum deildarinnar og eiga ekki möguleika á úrslita- keppninni, en berjast fyrir að halda sætum sínum í 1. deild. Efsta lið deildarinnar, Stjarnan, fær Eyjamenn í heimsókn í Garðabæ, en fyrri leikur liðanna í Vestmannaeyjum endaði með sigri Stjörnunnar, 30:25. FH og Valur leika í Kaplakrika en fyrri leik liðanna lauk með jafn- tefli, 20:20, eftir að Valsmenn höfðu leitt nær allan tímann. ÍR og Selfoss eigast við í Selja- skóla. ÍR-ingar hafa harma að hefna því Selfoss vann fyrri leikinn 26:21 á Selfossi. Haukar mæta Fram í Höllinni, en Framarar mega ekki við því að tapa leik ætli þeir sér að halda sæti sínu í deildinni. Haukar unnu fyrri leik liðanna í Hafnarfirði 31:25. Víkingar fá KA-menn í heimsókn í Víkina og verða án Áma Friðleifs- sonar sem meiddist í síðustu viku. KA vann fyrri leikinn á Akureyri, 24:21. Loks verður botnbaráttuleikur á Akureyri þar sem Þór og HK eig- ast við. Þór vanri fyrri leikinn í Kópavogi, 32:27. STAÐAN Fj. leikja U j r Mörk Stig STJARNAN 18 12 4 2 448: 419 28 FH 18 12 2 4 482: 434 26 VALUR 18 10 6 2 431: 388 26 SELFOSS 18 9 3 6 465: 447 21 HAUKAR 18 9 1 8 480: 445 19 VÍKINGUR 18 9 1 8 424: 423 19 KA 18 7 3 8 414: 420 17 ÍR 18 7 3 8 427: 436 17 ÍBV 18 5 3 10 425: 453 13 ÞÓR 18 5 2 11 430: 474 12 FRAM 18 3 3 12 432: 463 9 HK 18 4 1 13 420: 476 9 1. DEILD KVENNA ÍBV fyrst til ad vinna Víking Sigfús Gunnar Guðmundsson skrifar IBV-stúlkur voru fyrstar til að vinna íslandsmeistara Víkings í deildinni á þessu keppnistímabili og gerðu það sannfær- andi, 24:19, í úr- slitakeppni 1. deild- ar kvenna í Eyjum í gærkvöldi. „Við áttum alls ekki von á að sigra Víking frekar én önnur lið,“ sagði Andrea Atladóttir, þjálfari og leikmaður ÍBV. „Við ákváðum að stilla upp breyttri vörn og athuga hvort við kæmum þeim á óvart. Það tókst, þær voru sigurvissar og fóru í „panik“. Markvarsalan hjá okkur var frábær og auðvitað hjálpaði góð vörn. Við náðum einnig mjög vel að leysa fjórar gegn fjórum þegar þær tóku tvær úr umferð. Næsti leikur verður mikið erfiðari. Við höfum spilað eiris og tvö ólík lið heima og heiman. En þar sem við erum komnar þetta nálægt úrslitum trúi ég ekki að við föllum í þá gryfju. Við gefum okkur allar í leikinn og ef við leikum eins og í kvöld [í gærkvöldi] er ég hvergi smeyk.“ Það var ljóst strax í byrjun hvert stefndi. Lið ÍBV lék geysivel og náði fljótt góðu forskoti sem Vík- ingsstúlkur ógnuðu aldrei. Góður varnarleikur Eyjastúlkna kom gest- unum í opna skjöldu og höfðu þær 5 mörk yfir í leikhléi. Það var sama hvað lið Víkings reyndi það náði engan veginn að halda í við ÍBV og fyrsta tap Víkings í deildar- keppninni því staðreynd. Liðin verða að eigast við í Víkinni í hrein- um úrslitaleik annað kvöld. Leikmenn ÍBV léku allir mjög vel en hjá Víkingum var það helst Halla María sem stóð uppúr meðal- mennskunni og gerði 6 mörk þrátt fyrir að vera í strangri gæslu lengstum í leiknum. FRJALSIÞROTTIR / LYFJAMAL Bann Krabbe stytt í eitt ár frýjunardómstóll þýska fijálsíþróttasambandsins ákvað í gær að stytta keppnis- bann Katrínar Krabbe og Grit Breuer vegna meintrar lyfja- misnotkunar úr íjórum árum í eitt ár, en bann Manuela Derr var stytt í átta mánuði. Krabbe og Breuer mega byija að keppa 13. ágúst, degi áður en HM í Stuttgart hefst, en þar sem þær hafa ekki keppnisrétt á úrtöku- mótum verða þær ekki með á HM. Þýsku hlaupakonumar voru dæmdar í fjögurra ára bann í september s.I. eftir að hafa reynst hafa tekið astmalyfið glenbuter- ol, sem er örvandi lyf og á bann- lista hjá Alþjóða fijálsíþrótta- sambandinu, IAAF. Stúlkurnar viðurkenndu notkun lyfsins, en sögðust hafa tekið það í góðri trú samkvæmt læknisráði til að bæta öndunina og talið það löglegt. Derr féll ekki á lyfjaprófi eins og hinar. Sérfræðinga greinir á um hvort glenbuterol sé steralyf, en áhrifm eru hin sömu. Vegna þessa ágreinings komst dómstóll- inn að fyrrnefdnri niðurstöðu og dæmdi stúlkurnar ekki vegna lyfjamisnotkunar heldur fyrir óíþróttamannslega framkomu. Istvan Gyulai, framkvæmda- stjóri IAAF, sagði ljóst að stöll- urnar yrðu ekki með á HM og því gæti Krabbe ekki varið titlana í 100 og 200 m hlaupi. Auk þess gaf hann til kynna að IÁAF myndi ekki samþykkja niðurstöð- ur þýska sambandsins um að misnotkun lyfja hefði ekki átt sér stað, því IÁÁF teldi glenbuterol vera steralyf og það hefði verið á bannlista, þegar stúlkurnar féllu á lyfjaprófi í júlí í fyrra. Katrfn Krabbe leikinn okkar í norsku deildinni 14. mars og unnum okkur sæti í 1. deild að ári,“ sagði Gylfí. „Ég er að koma úr allt öðruvísi handbolta sem einnig er mun hægari en hér og veit því ekki hvar ég stend. Ég er nokkuð þyngri en ég hef verið en að sama skapi sterkari líkam- lega. Ég vona að ég geti gert ÍBV eitthvert gagn í lokabaráttunni og kannski sett pressu á hina strákana í liðinu þannig að þeir leggi sig enn meira fram.“ URSLIT ÍBV - Víkingur 24:19 íþróttamiðstöðin í Vestmannaeyjum, 1. deild kvenna — úrslitakeppni, þriðjudaginn 30. mars 1993. Gangur leiksins: 1:0, 7:3, 10:6, 13:8, 17:10, 20:13, 22:15, 23:17, 24:19. Mörk ÍBV: Ragna Jenný FYiðriksdóttir 7, Andrea Atladóttir 5, Judith Estergal 5/2, Sara Ólafsdóttir 3, Ragna Birgisdóttir 2, Katrín Harðardóttir 1, Lovísa Agústsdóttir 1. Varin skot: Þórunn Jörgensdóttir 14. Utan vallar: 8 min. Mörk Víkings: Halla María Helgadóttir 6, Elísabet Sveinsdóttir 5, Matthildur Helga- dóttir 2, íris Sæmundsdóttir 2, Inga Lára Þórisdóttir 2/1, Hanna M. Einarsdóttir 2/1. Varin skot: Mara Samazija 10. Utan vallar: 2 mín. Áhorfendur: 200. Dómarar: Óli Ólsen og Gunnar Kjartans- son. Leyfðu mun meira en yfirleitt gerist i kvenna handbolta og leikurinn var skemmti- legri fyrir það. Knattspyrna Skotland Skoska úrvalsdeildin: Rangers - Aberdeen..............2:0 B Rangers er á góðri leið með að vinna skoska meistaratitilinn fimmta árið í röð. Liðið hefur nú níu stiga forskot og þarf aðeins eitt stig úr síðustu 8 umferðunum til að tryggja sér meist- aratitilinn. Ian Ferguson og Ally McCoist gerðu mörk Rangers. Ítalía Bikarkeppnin, undnanúrslit — síðari leikur: AC Milan - Roma.................1:0 ■Roma vann samanlagt 2:1. Giovanni Cervone, markvörður Roma, varði vítaspyrnu frá Frakkanum Jean-PierrtN Papin á lokamínútu leiksins og skaut þar með AC Milan út úr bikarkeppn- inni. Roma lék einum leikmanni færri síðustu 12 mínútur leiksins eftir að Luigi Garzja var rekinn útaf. Stefan Eranio gerði mark AC Milan á 37. mínútu. Roma mætir annað hvort Ju- ventus eða Tórínó í úrslitum. Þýskaland Bikarkeppnin, undnaúrslit: Frankfurt - Leverkusen.........0:3 - Andreas Thom 2, Ulf Kirsten 1 EM U-21 árs 5. riðill Szekesfehrvar, Ungverjalandi: Ungverjaland - Grikkland.......1:2 Horvath (52.) - Gonias (45.), Georgat^ os (66.). 2.000. Staðan Grikkland.........5 5 0 0 16: 3 10 Rússland..........2 2 0 0 7: 1 4 Ungveijaland.....4 112 5: 6 3 Lúxemborg.........3 0 12 1: 8 1 ísland...........4 0 0 4 3:14 0 ■Næsti leikur:13. arpil - Lúxemborg - Rússland. Körfuknattleikur NBA-deildin Atlanta - Portland.........127:118 ■ Eftir framlengingu. Dominique Wilkins gerði 48 stig sem er það mesta. sem hann hefur gert í vetur, en kapp- inn hefur mest gert 57 stig í leik og sjö sinnum hefur hann gert 40 stig eða fleiri í leik. Kevin Willis gerði 32 stig en fyrir Portland gerði Cliff Rob- inson 39 stig sem er met hjá honum í einum leik. Boston - Sacramento........110:89 ■ Þetta var 12. sigur Boston í síðustu 14 leikjum og nú var það KeviíéMT Gamble sem var stigahæstur með 29 stig og Joe Kleine tók 20 fráköst.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.