Morgunblaðið - 31.03.1993, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 31.03.1993, Blaðsíða 44
MORGVNBLADW, AÐALSTRÆTI 6. 101 REYKJAVÍK SÍMI 691100, StMBRÉF 691181, PÚSTHÓLF 1555 / AKUREYRI: HAFNARSTRÆTI 85 Gæfan fylgi þér í umferðinni SlOVAOgTALMENNAR MIÐVIKUDAGUR 31. MARZ 1993 VERÐ I LAUSASOLU 110 KR. 2 ára börn inn- an um eiturlyf og sprautunálar Vorboðinn LOAN er komin til landsins og er það hefðbundið merki þess að vorið sé í nánd. Lóan er komin SÉST hefur til lóu á nokkr- um stöðum á landinu síð- ustu tvo daga en búast má við að þessi hefðbundni boðberi vorsins komi til landsins í auknum mæli á næstu dögum. Sést hefur til lóu á Vopnafirði og Ævar Petersen fuglafræð- ingur segir að hann hafi fengið ábendingar um lóu á Nesjum í Austur-Skaftafellssýslu og í Svínadal í Borgarfirði. .' Að sögn Ævars er lóan nú á T venjulegum tíma. „Það hefur yfirleitt sést til lóu í fyrsta sinn á vorin hérlendis síðustu vikuna í mars,“ segir Ævar. TVÍVEGIS undanfarna daga hefur fíkniefnalög- reglan gert barnaverndar- yfirvöldum viðvart um að- búnað barna sem búa hjá foreldrum sem grunaðir er um fíkniefnaneyslu og -mis- ferli. Á handleggjum beggja foreldra tveggja ára barns voru áberandi sprautuför. Á heimili tveggja ára barns sem býr með móður sinni fannst amfetamín og hass auk þess sem sprautur og nálar voru faldar í barna- herberginu. Nýlega gerðu iögreglumenn hús- leit á heimili í vesturbænum þar sem par um fertugt býr með 2 ára barni sínu. Sprautuför Á handleggjum beggja foreldr- anna voru áberandi sprautuför. í húsinu fundust ofskynjunarsveppir, 70-80 töflur af ýmsu tagi, lítilræði af hassi og 10 grömm af prókaíni, staðdeyfilyfi, sem einkum er notað til að drýgja kókaín eða amfetamín. Sprautur í barnaherbergi Síðastliðið föstudagskvöld gerði fikniefnalögregla einnig húsleit á heimili 22 ára konu sem býr með 2 ára barni sínu og lítur eftir gam- alli konu sem býr í sama húsi. Á heimilinu fundust 2 grömm af am- fetamíni og um það bil 1 gramm af hassi. Auk þess fundust áhöld til fíkniefnaneyslu, sprautur og nál- ar, falið í herbergi barnsins. Morgunblaðið/Þorkell Á hjólbrettastökki REYKJAVÍKURBORG hefur leyft unglingum afnot af Kolaportinu til hjólbrettaæfinga á þriðjudags- og fimmtudagskvöldum. Eins og sjá má á myndinni eru hjólbrettaæfingar enginn dans á rósum og ekki heiglum hent að stunda hjólbrettastökk. 50 milljóna verðmæti af Franshól HARALDUR Kristjánsson HF, annar af frystitogurum Sjóla- stöðvarinnar hf. í Hafnarfirði, kom til hafnar á mánudag með 315 tonn, að verðmæti um 60 milljónir króna. Togarinn var á blálönguveiðum í 20 daga á svokölluðum Franshól við 200 mílna mörkin á Reykjanes- hryggnum og fékk þar um 600 tonn af blálöngu að verðmæti 46-50 milljónir króna. Afgangurinn af afla togarans, um 85 tonn, var þorskur, ýsa, ufsi og karfi, sem fékkst á 7 dögum, að sögn Helga Kristjánssonar útgerðar- stjóra Sjólastöðvarinnar. Helgi segir að blálangan veiðist aðallega á vor- in, þegar hún hrygni, og þá sé verð- ið lægst. Sjá nánar Úr verinu bls. B1 Kviknaði í kjallara ELDUR kom upp í kjallaraíbúð á Lindargötu 52 í Reykjavík laust fyrir miðnætti í gær- kvöld. Slökkvistarf gekk greið- lega en að sögn slökkviliðs varð töluvert tjón á íbúðinni og reyk lagði um allt húsið. Húsið á Lindargötu 52 er tvílyft forskalað timburhús. Mikinn reyk lagði út um glugga kjallaraíbúðar þar þegar slökkvilið kom á vettvang. Reykkafarar voru þegar sendir inn í húsið en enginn reyndist vera heima. Dauður hundur fannst í húsinu og hafði hann kafnað í reyknum. Eldsupptök virtust vera við eldavél í kjallaraíbúðinni og var kveikt á einni hellu hennar. Slökkvistarfi lauk á hálftíma en sett var vakt við húsið í nótt ef vera skyldi að glæður leynd- ust milli veggja. Hugmyndir ASÍ og VSÍ um kjarasátt án launahækkana til ársloka 1994 Tillög'umar fá dræmar undirtektir ríldsstjóniar MorgMnblaðið/Árni Sæberg Forystumenn -^KRISTJÁN Ragnarsson, formaður LÍÚ, Einar Oddur Kristjánsson, formaður Sam- taka atvinnurekenda í sjávarútvegi, Magn- ús Gunnarsson, formaður VSÍ, og Arnar Sigurmundsson, formaður Samtaka fisk- vinnslustöðva, á leið úr Stjórnarráðinu að afloknum fundi með Davíð Oddssyni for- sætisráðherra og Jóni Baldvini Hannibals- syni utanríkisráðherra í gærmorgun. Þar •ítar ráðherrum gerð grein fyrir mati for- ystumannanna á stöðu atvinnulífsins. í SAMEIGINLEGUM tihögum samn- inganefnda ASÍ og VSÍ um efni og forsendur kjarasamninga sem lagðar hafa verið fram í viðræðum við ríkis- stjórnina er gert ráð fyrir að síðast- gildandi kjarasamningur framlengist án almennra launabreytinga til loka september 1994 eða ársloka 1994. Samkvæmt upplýsingum Morg- unblaðsins vill ríkisstjórnin gera samning út næsta ár en þá aðeins ef samið verður samtímis við öll stóru launþegasamtökin svo komist verði hjá því að einstakir hópar grípi til aðgerða með haustinu. Hafa tillögurnar hlotið dræmar undirtektir innan ríkisstjórnarinnar þar sem þær hafa í för með sér nokkurra milljarða útgjaldaauka fyrir ríkissjóð en nú stefnir í rúmlega 10 millj- arða rekstrarhalla á ríkissjóði á þessu ári og kerfisbundinn halli er talinn verða um 4 millj- arðar á næsta ári að óbreyttu. Sameiginlegar hugmyndir aðila vinnumark- aðarins byggjast á að gengi krónunnar verði haldið stöðugu ef útflutningsverðmæti sjávar- afurða fer ekki niður fyrir tiltekin mörk sem skoða á með ákveðnu millibili. Ef sú verðlækk- un sem þegar hefur orðið á sjávarafurðum gengur ekki til baka eða aflakvótar minnka enn verði hins vegar óhjákvæmilegt að bæta stöðu sjávarútvegs frekar. Aðilar vinnumarkaðarins eru reiðubúnir að semja um að 8.000 kr. orlofsuppbót greiðist með sama hætti og verið hefur í tengslum við orlofstöku sumarið 1993 og 1994 og launabæt- ur verði greiddar bæði árin skv. sömu reglum og á árinu 1992. Átak verði gert til að auka framleiðni í fyrirtækjum og að samningsfor- sendur verði svo endurmetnar á tímabilinu af sérstakri launanefnd á einum eða tveimur tíma- punktum. Forystumenn samtakanna vilja að raunvext- ir lækki um að minnsta kosti 2% frá því sem þeir voru á fjórða ársijórðungi síðasta árs. Aðilar vilja að ríkisstjórnin beiti sér fyrir því að hámark verði sett á heiidargreiðslur vegna lyfja- og lækniskostnaðar íjölskyldna. Veitt verði ótilgreind upphæð til atvinnumála og að lækkun virðisaukaskatts af matvælum taki gildi 1. september næstkomandi. Sú að- gerð þýddi 3 milljarða tekjutap fyrir ríkissjóð árlega og er andstaða innan ríkisstjórnarinnar við að þurfa að afsala skatttekjum til framtíð- ar í skiptum fyrir kjarasamning til eins og hálfs árs. Aflaheimildir Hagræðingarsjóðs án endurgjalds Þá er lagt til að útflutningsgreinar verði undanþegnar tryggingagjaldi á árunum 1993 og 1994 sem nemur um 750 milljónum króna. Hafnargjöld verði lækkuð um ákveðið hlutfall á þessu og næsta ári og loks að óseldum afla- heimildum Hagræðingarsjóðs vegna yfirstand- andi árs verði úthlutað endurgjaldslaust, sem og aflaheimildum ársins 1994.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.