Morgunblaðið - 24.04.1993, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 24.04.1993, Qupperneq 2
2 B MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 24. APRÍL 1993 ■■ ■ Wmm: m Sva inga í New York-borg. Hann losnaði blessunarlega við herþjónustu á stríðstímum og ólst upp í samfélagi sem var nánast saklaust miðað við það sem við þekkjum í dag. Verk hans bera fyrir vikið einhvem andbiæ af borgarlegri fágun (er sumir myndu kalla tepruskap) sem rímar illa við nútímann; þau sniðganga að mestu þyma heimsins og fleyta sér áfram á skoplegum hliðum hans. Tvennum sögum fer þó af því hvort þessi flötur gamanleikjaformsins beri vott um veruleikaflótta eða jákvæða fegrun. Simon hóf ritferil sinn með brandaraskrifum fyrir ýmsa þekkta skopleikara og skemmtikrafta, en sneri sér með hægð að umfangs- meiri tilþrifum á ritveliinum, og var árangurinn í samræmi við það. Hann náði ekki hljómgrunni hjá almenningi fyrr en með „Barefoot in the Park“ (1963) sem seinna var kvikmyndað eins og fleiri leikrit Simons, enda er það orðinn einn helsti mælikvarði seinni ára á vinsældir og markaðs- möguleika leiktexta. Honum tókst að fylgja velgengninni eftir með fjórða leikriti sínu, „The Odd Couple" (1965) sem Þjóðleikhúsið sýndi þremur árum síðar undir heitinu Makaiaus sambúð. Fyrri leikrit hans, eins og áðumefnd verk og „Last of the Red Hot Lovers" (1969), „The Gingerbread Lady“ (1970), „The Prisoner of Second Avenue" (1972),,,The Sunshine Boys“ (1972) og „Chapter Two“ (1978) snerustu ósjaldan um hnappheldur af ýmsum toga; persónurnar voru í prísund hjónabands, vistavera, sambands, nautna, elli eða þjóðfélagsstöðu. Arf- urinn frá brandaraskrifunum er auð- fundinn í flestum þeirra; stuttar, hnyttilegar setningar hijóta án afláts af vörum persónanna með viðeig- andi„punchline“ í eftirdragi. Arfur þessi hamlaði sannverðugri persónu- sköpun framan af ritferli Simons, en á eflaust stóran þátt í velgengni hans þegar honum tókst síðar meir að sverfa brandarana að fléttu verk- anna. Níundi áratugurinn færðu Sjmon-aðdáendum þríleik, að hálfu býggðan á minningum höfundar; „Brighton Beach Memoirs" (1983), Biloxi Blues (1985) og Broadway Bounds (1986) þar sem rakin er þroskasaga gyðingastráksins Euge- nes „Genes" Morris Jeromes, fjöl- skyldu hans og vina, á fjórða, fimmta og sjötta áratug aldarinnar. SKOP AFHJÚPAR Á leiksviði geturðu greint andrúmsloft samfélags- ins. Ef verkið er sýnt lengi finnurðu hvernig mismun- andi þættir verksins falla að atburðum þjóðfélags- ins hverju sinni og hvernig viðbrögð fólksins breyt- ast í samræmi við það eins og í spegli. Þar getur eitt orð skipt meginmóli.“ Svo mælir Asko Sarkola er leikstýrir um þessar mundir Kjaftagangi í Þjóð- leikhúsinu. Og hann heldur Sem dæmi um þetta er verk sem ég lek í fyrir nokkrum árum. Á sama tíma hafði forstjóri yfir ónefndu fyrir- tæki framið sjálfsmorð, og þetta fyrirtæki var nefnt í verkinu. Þegar fólkið heyrði nafnið virkaði það eins og kjaftshögg. Fyndnin datt niður kylliflöt, því fólk skáldaði í eitthvert samhengi; fannst nafn fyrirtækisins óviðurkvæmilegt og smekkleysa hjá okkur að draga dár að látnum manni. Við urðum því að skipta um nafn í verkinu til að vekja hláturinn að nýju.“ Asko Sarkola hefur víða komið við. í Finnlandi hefur hann leikið yfir 100 hlutverk á leiksviði, auk ótal hlutverka í sjónvarpi og kvik- myndum. Hann hefur stýrt Lilla Teatern í Helsinki á annan áratug og á stóran þátt í velgengni þess. MISÚLDNAR FISKISÖGUR Asko Sarkoia þekkir Kjaftagang innanfrá, en hann lék hlutverk Jenna í uppfærslu Lilla Teatem á Kjafta- gangi sem naut mikilla vinsælda. Hér flytur Asko atburði leikritsins frá New York og til Seltjamarness sem sýnir að áðurnefnd spegilþörf áhorfenda getur verið nauðsynleg tii að inntak verksins komist óbrenglað til skila. „Eg flyt staðsetninguna um set því enginn hér hefur áhuga á slúðri og slefburði í New York. Kjaftagangur þrífst aðeins á stað- bundnu svæði og samfélagið þrífst ekki án slúðurs," segir Asko. „Slúðr- ið er innri eða leyndi siðferðismæli- kvarði þjóðfélagsins, og hægt er að fullyrða að gæði slúðursins sýni stöðu og líðan samfélagsins á hveij- um tíma. Neikvæða slúðrið byggist yfirleitt á því að fóik reynir að skaða náungann í því skyni að upphefja sjálft sig, og ef allt slúður er nei- kvætt er eitthvað að samfélaginu. Jákvæðar fiskisögur era frekar út- gáfa af áhugasemi um náungann, forvitni sem kynjuð er fróðleiksfýsn. ófram: Ef hins vegar ekkert slúður er á kreiki er ógnarstjórn við lýði.“ Og hann tekur fyrir munn sér. — En hvernig fellur gamansemi Neils Simons í kramið hjá Norður- landabúum? „Neil Simon er gyðingur og í menningu gyðinga eru aðrar hefðir en við eigum að venjast. Þú getur leitt saman ungverskan gyðing, þýskan gyðing og franskan gyðing og finnur áreiðanlega mjög sterka sameiginlega þætti í skopskyni þeirra sem byggjast á menningarrótunum. Mörg bandarísku leikskáldanna sem náð hafa heimsfrægð era af gyðinga- ættum og gamanleikjahefðin sem þeir hafa lagt rækt við er sprottin úr evrópskum jarðvegi. Kímnigáfa þeirra sker sig líka frá kímnigáfu annarra Bandaríkjamanna, þeir eru miklu sjálfshæðnari sem tengist aft- ur á móti átakamikilli sögu þeirra og stöðugri nauðsyn á að veija sig gegn utanaðkomandi ógn. Minni- hlutahópar eins og gyðingar, eða t.d. íslendingar, verða að hæðast að sjálf- um sér áður en meirihlutinn gerir það. Herða skrápinn ef svo má segja og láta sér síðan fátt um finnast þegar reynt er að draga dár að þeim. I verkum Simons eru einnig rík áhrif frá enskri gamanleikjahefð og orða- leikjum hennar, miklu fremur en franska gamanleiknum, sem er ærslafengnari. Ef dæma má af smekk áhorfenda fellur þessi gaman- leikjahefð að smekk þeirra, enda hefur evrópska hefðin haft áhrif á kímnigáfu norrænna þjóða. Við erum að vissu ieyti ólík þeim, að því leyti að við leitum iífshamingju, en þegar hún berst í tal hvá gyðingar og spyija: „Hver segir að maðurinn eigi að vera hamingjusamur?" Og eins og þeir tel ég raunar að leitin að hamingju geti gert okkur óhamingju- söm, í stað þess að sætta okkur við hamingjuleysi okkar og lifa ánægð með því.“ Hann hlær. „Nei, kímni- gáfa er alþjóðleg, guði sé lof, þó að Morgunblaðið/Árni Sæberg Asko Sarkola: Á leiksviði geturðu greint and- rúmsloft samfélagsins. Samfélagið þrífst ekki án slúðurs. Gæði slúð- ursins sýnir stöðu ng líðan sam- félagsins á hverjum tíma. hún eigi sér ýmsar hliðar eftir land- svæðum og ástandi þeirra. Norrænn húmor er ögn hæggengari en tíðkast annars staðar og það tengist lofts- laginu og allri hrynjandi f samfélag- inu; veðurfari, birtu og lífmynstri. Maður notfærir sér kímnigáfu í því þjóðfélagi sem maður býr í, því það er mjög áhrifaríkt vopn gegn skin- helgi, tvöföldu siðferði, yfirdrepsskap og rembingi. Kímnigáfa getur þó tekið á sig ýmsar myndir eftir að- stæðum. Við getum tekið staðlað dæmi af bananahýðinu. Ef alkóhól- isti dettur um bananahýði er það ekki fýndið, því hann er svo aumkun- arverður í lánleysi sínu. Ef páfanum skrikar fótur á bananahýði er það fyndið, ekki síst vegna þess að hann hrapar niður á stig hins mannlega fyrir vikið. Kímnigáfa afhjúpar. Sa- tíran heggur, en kímnin er mýkri, líkari einhverskonar hlátri með þeim sem er fórnarlamb brandarans frem- ur en hárbeitt ádeila. Það má raunar segja að gamanleikurinn sé í vals- takti en farsinn í jive, vegna þess að hann krefst meiri tæknilegri ná- kvæmni frá leikara.“ VÆGI SEKÚNDUBROTSINS — HvortfylgirKjaftagangurtakti valsins eða takti jivesins? „Kjaftagangur er n.k. farsa-kóme- día sem sveiflast til og frá á línunni eftir atvikum. Farsinn vinnur alltaf með óðagot, það er alltaf tímahrak í sambandi við hann og ákvarðanir era teknar í örvæntingu og ástandi sem minnir á ringulreið. Þannig er farsinn nær tragedíu en flestar aðrar myndir leikrita, og það er í raun aðeins tímaþátturinn sem gerir verk- ið að farsa, skiiur á milli svo að segja. Þannig gæti ég sett Kjaftagang, sem tekur nú um tvo tíma í sýningu, upp á þremur eða fjóram tímum og þá yrði verkið að harmleik, jafvel mjög dapurlegum. Níu-tíundu af farsaleik er handverk, en aðeins einn tíundi list. Farsinn krefst snilldarleiks sem á ekki að sjást að hafi verið æfður, áhorfandinn á aðeins að greina áreynsluleysi og hnökralaust flæði. Allt veltur á þaulæfðu sekúndubroti og ef reynt er að kasta til höndum fellur atriðið um sjálft sig. Það er álíka erfitt að leika í farsa og í Hamlet, og það get ég sagt með góðri samvisku því ég hef leikið hvort tveggja og veit að jafnmiklar kröfur eru gerðar til leikara hvað varðar tímasetningu og nákvæmni. Ég myndi aldrei setja upp verk sem þetta með áhugaleikurum, því það væri bjarnargreiði við höfundinn, áhorfendur og áhugaleikarana. Við njótum þess nú að öll hlutverk í Kjaftagangi eru góð, jafnvel minnstu hlutverkin bjóða upp á snilldartilþrif og era í samræmi við það skipuð góðum ieikurum. Núna hafa leikar- amir lokið við handverkið, stakkur- inn er óaðfinnanlega sniðinn af þeirra háifu, og það er frábært að sjá hvað þeir geta gert innan hans.“ SFr TÓNAR VINÁTTUNNAR SIÐUSTU tónleikar Kammermúsíkklúbbsins, ó yfirstandandi starfsóri, verða í Bústaðakirkju, sunnudaginn 25. apríl. Tónleikarnir hefjast klukk- an 20.30 og ó efnisskrónni eru Strengjatríó D581 eftir Schubert, Klarí- nettukvartett eftir Hummel og Divertimento K563 eftir Mozart. Flytjend- ur eru Zheng-Rong Wang, fiðluleikari, Helga Þórarinsdóttir, lógfiðlu- leikari, Richard Talkowsky, knéfiðluleikari, og Einar Jóhannesson, klarínettuleikari. Zheng-Rong Wang er ungur kínverskur fiðluleikari. Hún hóf tónlistarnám í heimalandi sínu sex ára gömul en hélt svo áfram námi í Boston og lauk þvf fyrir fjórum áram með hinum ágæt- asta vitnisburði. Hún hefur margoft unnið til verðlauna og oftar en einu sinni hlotið 1. verðlaun í alþjóðlegri keppni ungra fiðluleikara. Sem ein- leikari hefur hún meðal annars kom- ið fram með sinfóníuhljómsveitum í Sviss, Bandaríkjunum, Nýja-Sjálandi og Bretlandi — og hér vakti hún mikla athygli er hún lék með Sinfón- íuhljómsveit íslands 12. nóvember síðastliðinn. Um leik hennar sagði Jón Ásgeirsson, tónlistargagnrýandi Morgunblaðsins, „þar fer þroskuð listakona, sem ræður yfir mikilli tækni og óvenjulega góðum tóni“. Það er mikill fengur fyrir Kam- mermúsikklúbbinn að fá Zheng- Rong til að leika á þessum síðustu tónleikum 36. starfsárs. „Við fengum hugmyndina að þessum tónleikum, þegar við heyrðum hana spila á sinfó- níutónleikunum," segir Helga Þórar- insdóttir. Okkur Richard hafði lang- að til að leika „Divertimento" Moz- arts, en vantaði fiðluleikara til að spila með okkur. Þetta er mjög krefj- andi verk og þarf virkilega góðan fiðluleikara til að spila það. Verkið er sex kaflar og því mjög stórt og það er mjög flókið í allri skipulagn- ingu. Hver kafli verksins er þó alger gimsteinn. Mozart skrifaði það mjög seint á ferli sínum, en það er nú einu sinni svo að flest tónskáld hafa til- hneigingu til að skrifa sífellt flókn- ari verk með aldrinum. Mozart skrif- ar þetta verk í Es-dúr. Reyndar era mörg verka hans í Es-dúr og sjálfur kallaði hann þetta „vináttutóninn“. Og fyrst við voram komin af stað með tríó, ákváðum við að halda okk- ur við þá samsetningu og leikum tríó í B-dúr, D. 581, eftir Schubert. Þetta verk er mjög sjaldan leikið og hefur ekki verið talið meðal hans megin verka, en er mjög fágað verk og gaman að leika það. Að lokum ákváðum við að fá Ein- ar Jóhannesson til liðs við okkur, þótt við vissum að ekki væri til mjög mikið af kammerverkum fyrir strengjatríó og klarínettu. En hann þekkti hinsvegar það verk sem við nú leikum og er Kvartett fyrir klarín- ettu, fiðiu, Iágfiðlu og knéfiðlu í Es- dúr eftir Hummel. Hummel var nemandi Mozarts og mjög frægt tónskáld og píanósnill- ingur á sínum tíma. Hann fæddist árið 1778 og var eitt af undrabörnum tónlistarinnar. Mozart heyrði hann leika á píanó 7 ára gamlan, tók hann til náms og lét hann búa hjá sér í tvö ár. Hummel var einn frægasti píanóleikari síns tíma og fór víða á tónleikaferðum sínum. Leikur hans þótti hljómfagur, skýr og nákvæmur og fáir töldust jafnokar hans í að leika af fingrum fram, svo sem þá var tíðkað. Hann samdi mikið og merkt rit um píanóleik. Hummel var líka mikilvirkt tón- skáld á öllum sviðum, að sinfóníum undanskildum. Framan af bera tón- smíðar hans með sér áhrif frá Haydn og Mozart, líkt og varð hjá Beethov- en, en síðan verður tjáningarmáttur þeirra persónulegri og fjölbreyttari. Hann var eitt síðasta tónskáld klass- íska tímabilsins og með rómantíska tímabilinu kom breyttur smekkur með nýrri tísku. Við erum mjög þakklát Kammer- músíkklúbbnum fyrir að gefa okkur tækifæri til að leika þessi verk hér. Það er ómetanlegt að þessi klúbbur skuli vera stafandi og gera hljóð- færaleikurum kleift að leggja út í svona ævintýri. Kammermúsikklúb- burinn borgar betur en allir aðrir og það er ekki lítils virði fyrir tónlistar- fólk sem oft þarf að leika frítt, eða fyrir litlar greiðslur, ef það vill koma einhveijum verkum á framfæri. Þeir sem að klúbbnum standa eru Ieik- menn sem hafa unnið mjög óeigin- gjarnt starf og þessi félagsskapur er heista vígi kammertónlistar hér. Áheyrendur klúbbsins er líka svo einstakir. Þetta er fólk sem virkilega elskar tónlist og móttökur þess eru alltaf svo fullar af hlýju.“ Era þetta alltaf sömu áheyrend- urnir? „Á haustin eru seld áskriftarkort að tónleikum Kammermúsíkklúbbs- ins, svo það er alltaf fastur kjarni á tónleikunum, þótt vissulega sæki þá fleiri, og við vonum svo sannarlega að sá kjarni muni stækka á næstu starfsárum." ssv

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.