Morgunblaðið - 27.04.1993, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 27.04.1993, Blaðsíða 2
2 B MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR ÞRIÐJUDAGUR 27. APRÍL 1993 Pétur Guðmundsson lék með þremur af úrslitaliðunum í Vesturdeildmni, Portland, Los Angeles Lakers og San Antonio VESTURDE Seattle* Portland* KYRRAHAFS- RIÐILL, 5 lið Los Angeles Clippei VESTURDEILD Phoenix - LA Lakers Houston - LA Clippers Seattle - Utah Jazz San Antonio - Portland Urslitakeppni NBA- deildarinnar í körfuknattleik AUSTURDEILD • Indiana MIÐRÍKJA- RIÐILL, 5 lið Atlanta • Charlotte ATLANTS- HAFS- RIÐILL, 3 lið AUSTURDEILD New York - Indiana Chicago - Atlanta Cleveland - New Jersey Boston - Charlotte Það lið sem verður á undan til að vinna þrjá leiki kemst áfram. Liðin sem talin eru á undan leika fyrstu tvo leikina heima, síðan tvo leiki úti og fimmta leik heima ef með þarf. 1985: LALakers 1986: Boston 1987: LALakers 1988: LALakers meistarar 1989: Detroit 1990: Detroit 1991: Chicago 1992: Chicago ■ ÓLAFUR Viggósson úr ÍS og Oddný Erlendsdóttir hjá Vík- ingi voru kjörnir bestu leikmenn íslandsmótsins í blaki á nýliðnu tímabili, en leikmenn félaganna stóðu að kjörinu. ■ GOTTSKÁLK Gizurarson úr Stjörnunni og Unnur Ása Atla- dóttir frá Þrótti Neskaupstað voru efnilegustu leikmennirnir. ■ GUNNAR Árnason var valinn sem besti dómarinn. ■ BJARNI Þórhallsson hjá KA var stigahæstur með 146 stig, þaraf 108 stig í smassi. ■ GUÐBERGUR E. Eyjólfsson hjá HK var stigahæstur í uppgjöf- um, gerði 38 stig. ■ EINAR Sigurðsson úr Stjörnunni var stigahæstur í há- vörn með 58 stig. ■ ODDNÝ Erlendsdóttir í Vík- ingi var stigahæst kvenna með faérn FOLK 132 stig, þaraf 97 í smassi. ■ JÓHANNA Kristjánsdóttir hjá Víkingi og Metta Helgadótt- ir, ÍS, voru stigahæstar í uppgjöf- um með 39 stig hvor. ■ JASNA Popovic í KA var stigahæst í hávöm með 22 stig. ■ MANCHESTER United hefur tvisvar í vetur sýnt beint á Old Trafford frá útileikjum liðsins við mikla hrifningu stuðningsmanna. Nú stendur til að sýna frá síðasta heimaleiknum, gegn Blackburn Rovers, en með sigri tryggir Un- ited sér Englandsmeistaratitil- inn. ■ UPPSELT er á leikinn og stendur til að leigja annan völl og hugsanlega einnig kvikmyndahús. ■ ST. LOUIS fékk fæst stig af úrslitaliðunum 16 í NHL-deildinni og var m.a. 21 stigi á eftir Chicago. Liðið sigraði Chicago í fjórum leikjum úrslitakeppninnar og leikur í átta liða úrslitum í fyrsta sinn síðan 1969. ■ TEEMU Selanne, nýliði ársins hjá Winnipeg Jets, gerði fyrstu þrennu sína í úrslitakeppninni, þegar Winnipeg vann Vancouver 5:4 í þriðja leik liðanna. ■ TORONTO vann Detroit 4:2 í þriðja leik liðanna og var þetta fyrsti sigur Toronto í úrslita- keppni síðan 1990. ■ BUFFALO hafði betur í úr- slitakeppni í fyrsta sinn í 10 ár, lagði Boston og mætir Montreal eða Quebec næst. ■ NEW York Islander sigraði Washington í framlengingu í fjórða leik liðanna um helgina. í síðustu 27 framlengdum leikjum í úrslitakeppni hefur New York sigrað í 23 og á metið í deildinni, 28 sigrar og sjö töp. SENDIHERRAR Nú á tímum nauðsynlegs að- halds og sparnaðar hefur þeirri spumingu verið varpað fram hvort ekki megi fækka ís- lenskum sendiráðum án þess að það komi niður á _______ starfseminni. Það er í verkahring stjórn- valda að taka til hendi í ríkisútgjöld- um og því misskilur Frjálsíþróttasam- band íslands hlut- verk sitt hrapalega, þegar það leitar leiða til að fækka verðug- um sendiherrum íslands. Færri verða sendiherrar en vilja og afreksmenn í íþróttum em ekki á hveiju strái; margir eru kallaðir en fáir útvaldir og því mikilvægt að hlúa vel að þeim, sem fram úr skara. Char- les Barkley, körfuboltahetja í bandaríska „draumaliðinu" á Ólympíuleikunum í Barcelona í fyrra, minnti réttilega á í viðtali við Morgunblaðið s.I. sunnudag að aðeins örlítið brot af körfu- boltamönnum kæmust að hjá lið- um í bandarísku NBA-deildinni, sem er ijómi íþróttarinnar. Svip- aða sögu er að segja af frama- vonum einstaklinga í öðrum íþróttagreinum og reyndar öðr- um listgreinum ef út í þá sálma er farið. Fáir komast óstuddir á tindinn, en auk stuðnings er mikilvægt að vera á réttum stað á réttum tíma eins og Kristján Jóhannsson, söngvari og líklegur arftaki Lucianos Pavarottis, Placidos Domingos og Joses Carreras að sögn fréttastofunn- ar Associated Press, orðaði það í sjónvarpsviðtali á dögunum. Kristján er óskipaður sendi- herra íslands númer eitt á lista- sviðinu og vel út fyrir það, en til sanns vegar má færa að landsliðsmenn í íþróttum séu sendiherrar landsins, þegar þeir koma fram í alþjóða keppni fyrir hönd þjóðarinnar. Þegar jafn- framt er um afreksmenn að ræða, íþróttafólk sem ber sigur- Afreksmenn eiga ekki að bera kostnað af landsliðsferðum orð af erlendum mótheijum sín- um, vekja þeir ekki einungis at- hygli á frammistöðu sinni heldur minna á tilvist litla eyríkisins í norðri og hafa jákvæð áhrif á landann, sem uppveðrast allur og er stoltur af sér og sínum mönnum. Ráðamönnum þykir einnig mikið til koma, þegar vel gengur á alþjóða stórmótum, og afreksmennirnir fá höfðinglegar móttökur við heimkomuna. Sérsambönd, sem halda úti landsliðum, eiga að bera kostn- aðinn, sem því fylgir. Þeim ber að sína landsliðsmönnum sínum ákveðna virðingu og það er virð- ingarleysi að óska eftir að af- reksmenn fái aðeins að taka þátt í stórmóti eins og Smáþjóða- leikunum á Möltu í lok maí nema þeir eða félög þeirra taki þátt í kostnaðinum eins og FRÍ hefur farið fram á. Slík vinnubrögð eru fráhrindandi og ekki hvetjandi — sem köld vatnsgusa framaní fólk, sem leggur nánast allt í sölurnar til að ná árangri. Sum minni sambönd hafa komist upp með að láta landsliðsmenn borga, en mál er að linni. Sendi- herrar landsins eiga ekki sem fulltrúar þjóðarinnar að bera kostnað af ferðum og afreks- menn eiga annað og betra skiiið. Steinþór Guðbjartsson Hvers vegna er GÍSLIFELIX BJARINIASOIM, markvörður, nær alltafmeiddur? Þyngdin ekki góðskýring GÍSLI Felix Bjarnason, markvörður 1. deildar liðs Selfoss íhand- knattleik, missti ekki úr leik í íþróttinni vegna meiðsla fyrstu átta árin í meistaraflokki, en síðustu sjö ár hafa einkennsf af nær samfelldri hrakfallasögu. Athygli hefur vakið þá sjaldan að hann hefur gengið heill til skógar, en margir eru hættir að kippa sér upp við fréttir af meiðslum kappans, yppa öxlum og segja sem svo að þetta séu fastir liðir eins og venjulega. Qísli Felix byijaði að leika með meistaraflokki KR 1978, en fór þaðan til Ribe og lék með danska liðinu 1984 Eftir til 1986. Hann var Steinþór aftur með KR Guðbjartsson 1986 til 1990, en hefur síðan varið mark Selfyssinga. Hann meiddist í síðasta leik, en hvenær byijuðu ósköpin og hvemig er sjúkrasagan í stórum dráttum? „Ballið byijaði með Ribe í febr- úar 1986, þegar ég sleit liðband í hné. Það þýddi uppskurð í sama mánuði og aftur í maí, en um vorið fór ég í bakinu og var frá í mánuð. Síðan var ég frekar laus við meiðsl þar til í september 1988 að ég ristarbrotnaði. Brotið greri ekki og ég var skorinn upp í desember. Ég mætti á æfíngu í lok janúar og brotnaði aftur, sem þýddi að ég var frá út tímabilið. Næsta tímabil fór að mestu í að ná mér, en vorið 1991 sleit ég krossband og síðasta tímabil fór í að ná fyrri styrk. í vetur hef ég verið á hálfum hraða vegna þess að liðþófinn hefur háð mér og í febrúar síðast liðinn fór ég í að- gerð. Síðan hef ég verið óvenju frískur, en svo kom áfallið gegn Haukum í síðustu viku.“ Hvaða áhrif hefur þetta haft á þig — hefurðu ekki hugsað um að hætta? „Eftir ristarmeiðslin ákvað ég að leggja skóna á hilluna og var eiginlega hættur, en Jóhann Ingi [Gunnarsson], sem þá var þjálfari KR, beitti sálfræði sinni á mig í tvo mánuði og fékk mig til að halda áfram. Ég var valinn í landsliðshópinn hjá Bogdan um vorið, en hótaði því að hætta ef ég slasaðist aftur. Við það hef ég ekki staðið og það stendur ekki Morgunblaðiö/Kristinn Gísll Fellx Bjarnason var mættur brosandi til vinnu í gær. til nema ég sem annar atvinnurek- andi minn verði harðari en Guðjón B. Hilmarsson var, þegar ég vann hjá honum en ekki með eins og nú. Guðjón hefur verið ótrúlega þolinmóður vinnuveitandi, en hvað sjálfan mig varðar þá hefur þetta tekið á sálina og háð mér í mörg ár. Ég hef alltaf meiðst þegar ég hef verið að komast í lag og það hefur til dæmis verið sárt að sjá á eftir landsliðssæti hvað eftir annað, en skiptingin í Selfoss hef- ur lengt ferilinn um mörg ár. Ég tel mig reyndan mann, sem hef reynt mikið, en ferskleikinn og áhuginn hér hafa gefið mér blod. pá tanden eins og sagt er.“ Hvenær hefurðu orðið fyrir mestu vonbrigðunum? „Ég verð alltaf fyrir jafn mikl- um vonbrigðum og meiðslin núna eru mjög sár, því í allan vetur hef ég með félögum mínum verið að beijast fyrir því að komast í úr- slitakeppnina, beðið eftir henni og loks þegar maður er kominn í barninginn, í það sem er skemmti- legast, þá er klippt á allt saman. En þegar á heildina er litið, þá leið mér verst, þegar krossbandið fór, því þá hélt ég að ferillinn væri á enda.“ Hefurðu skýringu á þessum hrakförum? „Skoðanir eru skiptar, en Einar Þorvarðarson segir að ástæðan sé að ég sé of þungur. Hann hef- ur aldrei meiðst og því er þetta ekki góð skýring en samt sú eina.“ Sagði Gísli Felix Bjarnason, sem hefur ekki afskrifað úrslitakeppn- ina.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.