Morgunblaðið - 27.04.1993, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 27.04.1993, Blaðsíða 1
 B L A Ð A L L R A L A N D S M A N N A adidas Kringlusport Borgarkringlunni selur Adidas Morgunblaðið/Júlíus ÍR-ingurinn Róbert Rafnsson, sem átti mjög góðan leik gegn meist- urum FH, sem lentu í kröppum dansi, sækir að FH-ingunum Alexej Trúfan og Kristjáni Arasyni, sem mynda múr. Sjá um leiki kvöldsins B4,ÍB5. KNATTSPYRNA / ENGLAND KNATTSPYRNA Guðmundur Ingi skoraði Guðmundur Ingi Magnússon, sem lék með Víkingum í fyrra, leikur nú með sænska lið- inu Skövde AIK í suðurriðli sænsku 1. deild- arinnar. Hann kom mikið við sögu í leik liðsins gegn Kalmar FF um helgina. Hann gaf víta- spyrnu er hann braut á leik- manni Kalmar FF á 67. mínútu, en bætti fyrir það með því að skora eina mark liðsins í 2:1 tapi á 83. mínútu. Frá Sveini Agnerssyni í Svíþjóð Brian Clough látinn fara frá Forest eftir átján ára starf Áttum ekki von á þessari uppákomu „ÞETTA er sögulegur dagur í lífi okkar leikmanna Nottingham Forest. Við áttum ekki von á þessari uppákomu á þessum erfiða tíma - við fengum fréttirnar á milli æfinga og vorum slegnir," sagði Þorvaldur Örlygsson, landsliðsmaður, eftir að tilkynnt hafði verið að Brian Clough, framkvæmdastjóri Forest, myndi hætta eftir þá tvo leiki sem Forest á eftir, en Clough var nýbúinn að skrifa undir nýjan samning sem renna átti út 1994. Það var ákveðið á framkvæmd- arstjórnarfundi í hádeginu í gær að Clough yrði ekki lengur hjá félaginu. „Þessi ákvörðun kemur á einkennilegum tíma. Það er enn möguleiki fyrir hendi að við getum bjargað okkur frá falli - við þurfum að vinna Sheffield United heima á laugardaginn og síðan Ipswich úti, til að halda í vonina. Tímasetningin á þessari uppákomu er því furðu- leg,“ sagði Þorvaidur. Brian Clough, 58 ára, hefur verið dýrlingur í Nottingham eins og Hrói höttur var. Hann hefur verið fram- kvæmdastjóri Forest í átján ár og undir stjórn hans komst félágið upp úr 2. deild, varð Englandsmeistari 1978, Evrópumeistari 1979 og 1980. Þá hefur Forest orðið íjórum sinnum deildarbikarmeistari. Nú þegar Clo- ugh er látinn fara, þá er liðið á leið á þann stað sem hann tók við því - í 2. deild. „Það má örugglega rekja þessa uppákomu til þess að tvö af stóru blöðunum voru með greinar um Clo- ugh á sunnudaginn og í öðru blaðinu fékk hann það óþvegið - að hann væri drykkjumaður. Ofögur mynd var dregin upp í blaðinu," sagði Þoi-valdur. KNATTSPYRNA Serbi til Skaga- manna Islandsmeistarar ÍA í knatt- spyrnu eiga von á serbnesk- um miðheija á allra næstu dög- um. Vinur Luca Kostic, miðvarð- ar ÍA og besta leikmanns íslands- mótsins í fyrra, mælti með við- komandi leikmanni og kemur hann til reynslu. Miðheijinn heitir Zivko Ostojii og er 29 ára gamall. Guðjón Þórðarson, þjálfari ÍA, sagði við Morgunblaðið í gærkvöldi að Skagamenn hefðu skoðað ýmsa möguleika í þeim tilgangi að styrkja liðið. Menn í Belgrad hefðu vitað af þessu og bent á Ostojii. „Við sögðumst aðeins hafa áhuga á mjög góðum manni og okkur var sagt að miðheijinn væri maðurinn, sem við værum að leyta að. Við ætlum ekki að kaupa köttinn í sekknum heldur fáum hann hingað til reynslu og ef dæmið gengur upp má gera ráð fyrir að það fjölgi um einn í hópnum.“ Brian Clough. Mikil óvissa er nú í herbúðum Forest, þar sem margit' leikmenn eru með lausa samninga. Byijað er að ræða um eftirmann Clough og hefur Martin O’Neil, fyrrum leikmaður liðsins, verið orðaður við starfíð. KNATTSPYRNA: STRAKARNIR UNNU STORSIGUR GEGN N-IRUM AEM / B3

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.