Morgunblaðið - 27.04.1993, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 27.04.1993, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐÍÐ ÍÞRÓTTIR ÞRIÐJUDÁÓUÍÍ 27. APRÍL 1993 B 3 faémR FOLK I GUÐMUNDUR Guðmunds- son frá Núpum undir Eyjafjöllum, sem var sigursæll a glímumótum í „gamla“ daga, var meðal áhorf- enda. Honum þótti vel glímt en hafði á orði að „úthaldið væri ekki uppá marga fiska og menn gerðust heldur fljótt móðir.“ ■ JÓN M. Guðmundsson frá Reykjum, fyrrum oddviti í Mosfell- sveit, var gestur Glímusambands- ins á mótinu og man vel eftir glím- unni hér áður fyrr. „Ég er nú sjö- tíu og þriggja ára og þegar ég kom níu ára í Barnaskólann að Brú, var glíma eina íþróttin sem var stunduð af alvöru. Keppt var við aðra skóla og sýnt víða og oft kom sér vel í lífinu að kunna glímu.“ ■ Á KANARÝEYJUM eru stund- uð fangbrögð, svipuð íslensku glím- unni, við miklar vinsældir. Þegar íslendingar tóku þátt í móti þar 1990 voru áhorfendur um 5000. ■ ÁRMENNINGAR tóku þátt í glímumóti eftir 13 ára hlé um helg- ina og settu talsverðan svip á mót- ið, sérstaklega á áhorfendapöllun- um þar sem þeir hvöttu sína menn ákaft með hvatningarópum og lit- ríkum spjöldum. Að vísu voru eldri glímumenn á pöllunum ekki alveg sáttir við atganginn en stjórnendur mótsins glottu við. „Það er nú yfir- leitt rólegra á pöllunum hér í bæn- um en í sveitaglímunum, hér eru menn með öndina í hálsinum og stemmningin oft eins og_ í jarða- för,“ sagði Rögnvaldur Ólafsson, formaður GLI. ■ JÓHANNES Sveinbjörnsson, Ungmennafélaginu Hvöt í HSK, var einróma valinn Glímumaður ársins af Glímusambandi íslands á fundi stjómar á síðasta ári. Um- sögn stjórnar GLÍ var meðal ann- ars á þessa leið: „Jóhannes keppti á fjölmörgum glímumótum á árinu og sigraði oftast með yfirburðum. Með sigri í Íslandsglímunni varð hann 28. Glímukóngur íslands. Jóhannes er öflugur glímumaður. Hann beitir mest hábrögðum og er jafnvígur á báðar hliðar. Prúðmenni utan sem innan glímuvallar og vel að titlinum kpminn. ■ KARÓLÍNA Ólafsdóttir, Ung- mennafélagi Laugdæla, var val- inn efnilegasta glímukona ársins að samdóma áliti stjórnar GLÍ í nóvember á síðasta ári og telur stjórnin að valið sé í góðu samræmi við sókn kvenna á glímusviðinu að undanförnu. Karólína hlaut bikar til eignar af því tilefni, gefinn af Þorvaldi Þorsteinssyni. ■ GLÍMUSAMBANDIÐ var öflugt í að kynna glímu í skólum landsins á siðasta ári. Farið var í 67 skóla og glíman kynnt fyrir 10388 nemendum. ■ VALDIMAR Óskarsson, fyrr- um formaður GLÍ og Glímusögu- nefndar, var, á sjötugsafmæli sínu á sjðasta ári, sæmdur gullmerki GLÍ fyrir heilladrjúg störf í þágu glímunnar. ■ KNATTSPYRNUFÉLAGIÐ Þrymur á Sauðárkróki stofnaði glímudeild síðastliðinn janúar og mættu 70 áhugasamir ungir menn á fyrstu æfingarnar. ■ GLÍMUSAGA er að mati glímumanna umfangsmesta rann- sókn á íþróttasögu íslendinga og segir sögu og uppruna glímunnar. Sagan hefur verið 23 ár í vinnslu og hefur gengið á ýmsu við ritun hennar en líkur á að hún verði gef- in út næsta vetur. ■ FRUMGERÐ af plakati sem Jóhannes Jósefsson, oft kenndur við Hótel Borg, notaði til auglýs- ingar á sýningum sínum, er í eigu Glímusambandsins og talið á með- al eigna í ársreikningi sambands- ins. Glímumenn keyptu frumgerð- ina af öðrum frægum kappa, Lár- usi Salómonssyni, og gerðu hana upp. ÍSLANDSGLÍMAN KNATTSPYRNA / EVROPUKEPPNI 16 ARA LANDSLIÐA Jóhannes héK GrettisbeKinu Stórsigur á N-írum „STRÁKARNIR stóðu sig vel og sigur þeirra var aldrei í hættu," sagði Sveinn Sveins- son, formaður unglinganefnd- ar KSÍ, eftir að landsliðið skip- að 16 ára leikmönnum vann stórsigur, 6:2, yfir N-írum í 16-liða úrslitum Evrópukeppni drengjalandsliða í Inegöl í Tyrklandi í gær. Strákarnir mæta Pólverjum á morgun, en Svisslendingum á föstudag. Leikmenn N-írska liðsins bytjuðu leikinn með miklum látum og komust yfir 0:1 og 1:2, en staðan í leikhléi var jöfn, 2:2. „Strákarnir náðu öllum tökum á leiknum í seinni hálfleik og yfirspiluðu N-íra,“ sagði Sveinn. „Grétar Sveinsson og Nökkvi Gunnarsson léku vel, en annars stóðu allir leikmenn íslenska liðsins sig vel. Þrátt fyrir að hafa verið tvisvar undir náðu strákarnir að rífa sig upp og gera út um leikinn. Þeir sýndu mikinn styrk,“ sagði Sveinn. Nökkvi Gunnarsson skoraðu tvö mörk (1:1 - 14. mín. og 3:2 - 46. mín.), Þorbjörn Sveinsson (2:2 - 39. mín.), Þórhallur Hinriksson (4:2 - 57 mín.), Kjartan Antonsson, (5:2 - 67. vítaspyrna og Eiður Guðjohn- Grétar Sveinsson. sen (6:2 - 79. rnín.). Öll mörkin voru mjög falleg og þegar Eiður skoraði síðasta markið einlék hann í gegnum vörn N-íra, framhjá markverði, og sendi knöttinn í netið. Pólvetjar og Svisslendingar gerðu jafntefli, 1:1. Magnús Einars- Nökkvi Gunnarsson son, annar þjálfari íslenska liðsins og Helgi Þorvaldsson, sáu leikinn - og söfnuðu upplýsingum um liðin. Tvö efstu liðin í riðlinum fara í 8-liða úrslit og mæta liðum úr riðli sem England, írland, Belgía og Tékkland eru í. IIUIUVIU/ . Jóhannes heldur á Grettisbeltinu, sem eru talið elstu sigurlaun á íslandi og verið 87 ár í umferð. Stefán Stefánsson skrifar VERTÍÐ glímumanna lauk um helgina í íþróttahúsinu að Varmá í Mosfellsbæ með stór- móti þeirra, Íslandsglímunni, þar sem keppt er um Grettis- beltið og nafnbótina Glfmu- kóngur Islands. Átta glímu- kappar hófu keppni og öttu kappi hver við annan í alls 28 glímum og bar sigurvegari sið- asta árs, Jóhannes Svein- björnsson úr HSK, sigur úr býtum og fær annan skjöld með nafni sínu á beltið fræga. Fyrirfram var búist við að Jó- hannes og Þingeyingarnir Arn- geir Friðriksson og Eyþór Péturs- son myndu glíma í úrslitum en Orri Björnsson ásamt Tryggva Héðinssyni blönduðu sér í topp- baráttuna. Jóhannes og Eyþór átt- ust við í síðustu glímunni og höfðu þá báðir unnið allar glímur sínar. Jóhannes hafði betur, reyndi fyrst sniðglímu á lofti sem Eyþór varðist með handvörn en Jóhannesi tókst að leggja Eyþór í annarri tilraun á sama bragði. Glíman stóð aðeins í 22 sekúndur sem er mjög stutt, en keppendur hafa tvær mínútur til að gera út um viðureignina. Eyþór hlaut því annað sætið og Tryggvi Héðinsson, HSÞ, þriðja, eftir auka- glímur við Orra og Arngeir þar sem þeir voru allir jafnir eftir hefð- bundnar glímur. I fyrstu innbyrðis viðureign þeirra vann hver sína glímu en síðan lagði Tryggvi þá báða og Orri og Arngeir gerðu jafn- glími sem setti þá saman í íjórða til fimmta sæti. Úrslitaglíman auðveld „Úrslitaglíman var miklu auð- veldari en ég átti von á, heppnin vár með mér. Ég held að glíman við Orra Björnsson hafi tekið mest á en glíman við Eyþór reyndi mest á tæknina," sagði Jóhannes bónda- Nýtum nútímatækni Það er þróun í glímunni. Menn eru alltaf að bæta sig, sérstak- lega í vörnum og sóknarbrögð eru fjölbreyttari. Nú beita menn nú- tímatækni og taka mótin uppá myndbönd, fara síðan heim og spá í spilin en bregða sér síðan á æf- ingu og laga það sem þarf,“ sagði Ólafur Haukur Ólafsson, margfald- ur Glímukóngur íslands og meistari en hann hefur nú lagt glímuskóna á hilluna og þjálfar hjá KR. „Það er erfitt að hætta en ég sonur á Heiðarbæ í Þingvallasveit eftir sigurinn á Eyþóri. Athygli vakti að Ingibergur J. Sigurðsson, þjálfari og glímukappi úr Ármanni, gekk úr keppni til að mótmæla dómum sem hann fékk á sig gegn Orra Björnssyni en Ingi- bergur er meðal efnilegustu yngri glímumanna, 18 ára og íslands- meistari í yngri flokkum óslitið síð- ustu þtjú ár. Við skoðun á mynd- bandsupptöku Sjónvarpsins eftir mótið telja dómarar augljóst að dómarnir hafi verið réttir. Þó vertíð glímumanna sé lokið í íslensku glímunni eru glímumenn ekki komnir í frí. í sumar verður haldið til Grasmere í Englandi og keppt á móti í axlartökum, sem er ein tegund fangbragða. Jóhannes hlaut silfur þar í fyrra, sem er besti árangur útlendings í því móti. Einn- ig verður líklega glímt á opna breska mótinu í axlartökum en ís- lendingar hafa unnið til margra verðlauna þar undanfarin ár. Glím- an virðist vera að komast úr lægð og eru iðkendur nú skráðir um 550 og hefur 321 af þeim keppt, sem er mjög hátt hlutfall, enda er mikil aukning í yngri flokkunum. fékk þó engan skrekk við að horfa aðeins á. Að vísu er alltaf verið að mana mann í glímu og nú tek ég aðallega þátt í sveita- og einstakl- ingskeppnum innanfélags til að hressa strákana við.“ Sama beKið í87ár Grettisbeltið er elsta_ sigur- launa í íþróttum á íslandi, að sögn glímumanna, og jafnvel þau elstu í heimi en fyrst var glímt um það 1906. Sigurvegari fær beltið til varðveislu í eitt ár og lítinn skjöld með nafni sínu ásamt ártali á beltið. Þar sem ekki komast 87 skildir fyrir á beltinu, er nú elsta skildinum skipt út fyrir þann nýjasta á hveiju ári og duga eldri skildir til að fylla rúmlega tvö belti. Þótt Grettisbeltið verði varla metið til fjár, hafa glímumenn engu að síður tryggt gripinn og mátu tryggingafélögin beltið á 7 milljónir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.