Morgunblaðið - 27.04.1993, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 27.04.1993, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR ÞRIÐJUDAGUR 27. APRÍL 1993 B 7 KNATTSPYRNA / ITALIA Reuter Toto Schillaci hjá Inter í baráttu um boltann gegn Ancona. Inter sækir fast að að grönnum sínum AC Milan, sem var með 11 stiga forystu í ítölsku deildinni fyrir sex vikum, náði aðeins markalausu jafntefli gegn Udi- nese á sunnudaginn. Hins veg- ar vann Inter Ancona 3:0 og er munurinn á nágrönnunum nú fjögur stig á toppnum. Marco van Basten kom inná sem varamaður hjá Milan um miðjan seinni hálfleik, en hann lék síðast 13. desember. Knatt- spyrnumaður Evrópu breytti engu og Milan hefur nú leikið sjö leiki í röð án sigurs, sem er versti árang- ur félagsins í deildinni síðan tímabil- ið 1985 til 1986. Hollendingarnir Ruud Gullit og Frank Rijkaard léku ekki með Milan vegna HM leiks Hollands og Englands á morgun og miðheijarnir Jean-Pierre Papin og Marco Simone voru meiddir. Ruben Sosa frá Uruguay gerði tvö mörk fyrir Inter og er kappinn kominn með 16 mörk á tímabilinu, en fyrirliðinn Bergomi braut ísinn. Lazio, Juventus og Parma sigr- uðu öll og eru jöfn með 34 stig, 10 stigum á eftir Milan. Lazio var án Þjóðverjans Thomas Doll, enska landsliðsmannsins Paul Gascoigne og hollenska. landsliðsmannsins Aaron Winterall, en Giuseppe Sig- nori, markahæsti leikmaður deild- arinnar með 23 mörk, tryggði sig- ur, þegar hann skoraði úr víta- spyrnu á síðustu mínútu. Juventus hélt uppteknum hætti og átti ekki í erfíðleikum með að vinna Fiorentina 3:0 frekar en Parma, sem vann Roma 3:1. Þetta var fyrsta tap Roma síðan 10. jan. Varamaðurinn Mauro Bertarelli tryggði Sampdoria mikilvægan 2:1 sigur gegn Atalanta, en Sampdoria er aðeins stigi á eftir Lazio, Parma og Juventus. Roma er ekki til sölu Caniggia fékk 13 mánaða bann vegna kókaínneyslu Ciuseppe Ciarrapico, formaður Roma, sem fékk að fara heim um helgina eftir að hafa setið í fangelsi í 33 daga, sagði að ekkert væri hæft í því að hann ætlaði að selja félagið. Það ætlar að fara fram á við ítalska knattspyrnusam- bandið að umsamdar launagreiðsl- ur til Argentínumannsins Canigg- ia, sem var dæmdur í 13 mánaða keppnisbann vegna kókaínneyslu, verði skertar meðan hann tekur út bannið. Ciarrapico var handtekinn vegna meintra fjármálasvika, en honum var vel tekið við heimkom- una. „Roma tilheyrir mér, ég er kominn aftur til að vera og félagið er ekki til sölu,“ sagði hann. Caniggia fór til Miami á Flórída eftir að hafa verið dæmdur í keppn- isbann til 8. maí á næsta ári. Hann missir því af öllum leikjum Argent- ínu í undankeppni HM og má ekki æfa með liðinu, en má leika í úr- slitakeppninni verði Brasilía þar. „Þetta er mikið áfall,“ sagði Alfio*' Basile, þjálfari Brasilíu. Caniggia viðurkenndi neyslu kókaíns tveimur dögum fyrir deild- arleik gegn Napólí. Úrskurðinum hefur ekki verið áfrýjað, en Roma var jafnframt gert að greiða liðlega fjórar millj. kr. í sekt. Hins vegar ætlar félagið að fara fram á að það þurfi aðeins að greiða Brasilíu- manninum 60% af umsömdum launum næsta árið. SVÍÞJÓÐ || ENGLAND FOLX I HENNIE Meijer, miðherji Groningen undanfarin fimm ár, hefur gert árs samning við japanska félagið Yomiuri Nippon. Samning- urinn tryggir Meijer, sem er 31s árs, um 28,5 millj. kr. ■ EGIL Olsen, landsliðsþjálfari Noregs, segir að atvinnumenn, sem komast ekki í liðið hjá félögum sín- um, eigi langt því frá víst sæti í norska landsliðinu. Norðmenn mæta Tyrkjum á morgun og er þjálfarinn hæfilega bjartsýnn, en segir að 50% möguleikar séu á að komast í úrslitakeppnina. ■ ALAIN Giresse, fyrrum lands- liðsmaður Frakka, hefur verið ráð- inn framkvæmdastjóri Toulouse og kemur til með að starfa við hlið Serge Delmas, þjálfara. H UPPSELT er á landsleik Eng- lendinga og Hollendinga á Wembley á morgun. H DICK Advocaat, landsliðsþjálf- ari Hollendinga, ætlar að sækja stíft til sigurs á Wembley. „Eg verð að minnsta kosti með þrjá miðheija og hugsanlega sóknar- mann á miðjunni,“ sagði hann og bætti við að Hollendingar mættu ekki við því að tapa. H IAN Wright er tábrotinn og leikur ekki með Englendingum. H JIM Mngilton, miðjumaður hjá Oxford, leikur ekki með Norður- írum gegn Spánveijum vegna meiðsla. Robbie Dennison hjá Wolves, sem lék síðast með lands- liðinu fyrir tveimur árum, var valinn í staðinn. H ALEX McLeish, varnarleik- maður Skotlands, sem hefur leikið 77 landsleiki, meiddist í leik með Aberdeen á þriðjudaginn og getur ekki leikið með Skotum heims- meistaraleik gegn Portúgal í Lissabon á morgun. Hacken náði jöfnu ÍSLENDINGALIÐIIM í sænsku knattspyrnunni riðu ekki feitum hesti frá leikjum helgarinnar. Hácken náði reyndar jöfnu á heimaveili en Örebro og Degarfors töpuðu bæði. Öster er efst ídeildinni með 9 stig. Hácken, lið Gunnars Gíslasonar og Arnórs Guðjohn- sen, gerði jafntefli 3:3 við Trelleborg á heima- velli. Gunnar lék í stöðu hægri bakvarðar og þótti standa sig þokkalega. Arnór kom ekki Sveinn inná fyrr en 8 mínútur voru eftir. Agnarsson Hann sagði að þjálfarinn hefði ekki skrifarfrá viljað breyta sigurliði frá því í síðasta Svíþjóð leik, en þá var Arnór að leika með ís- lenska'landsliðinu í Bandaríkjunum. Hácken er með 4 stig og er um miðja deild. Hlynur Stefánsson lék allan leikinn með Örebro er liðið tapaði fyrir Öster 2:0 á útivelli. Leikmenn Örebro náðu sér ekki á strik og fengu frekar slaka dóma í sænsku blöðunum. Öster er efst í deildinni með 9 stig, en Örebro hefur 3 stig. Degerfors, lið Einars Páls Tómassonar, tapaði fyrir AIK 1:2 á heimavelli. Einar lék ekki með en góðu tíðindin fyrir hann er að hægri bakvörður liðsins var tekinn af leikvelli fyrir slaka frammistöðu í síðari hálfleik. Degerfors hefur aðeins hlotið eitt stig í deild- inni. Önnur úrslit voru sem hér segir: Brage - Halm- stad, 0:0, Malmö FF - Gautaborg, 0:1, Norrköping - Frölunda, 5:1 og Örgryte - Helsingborg, 0:2. _______________________________________________________ Gunnar Gíslason lék allan leikinn með Hácken sem gerði jafntefli við Trelleborg, 3:3. Lineker kvaddi England meðtapi Gary Linker * lék síðasta leik sinn í Eng- landi á laugar- dag og kvaddi með tapi. Leeds vann japanska liðið Grampus Eight 2:1 og tókst Lineker ekki að skora að viðstöddum 10.000 áhorf- endum. Brasilíumaðurinn Jorge skoraði fyrir japanska liðið og fékk tvö góð marktækifæri áður en Chris White jafnaði, en hann gerði jafnframt sigurmarkið. Lineker var ánægður með frammistöðu liðs síns. „Við stóðum okkur vel og það er gott að tapa aðeins 2:1 fyrir Leeds. Englands- meistararnir gerðu bæði mörk sín eftir uppstillingu, sem er sterka hlið þeirra en veikleiki okkar.“ Evrópumótin ekki sameinuð Lennart Johansson, forseti Knattspyrnusambands Evr- ópu, dró tillögu sína um samein- ingu Evrópukeppni meistaraliða og Evrópukeppni félagsliða til baka, en hann fékk ekki stuðning við hana á framkvæmdarstjórn- arfundi UEFA fyrir helgi. Hugmynd formannsins var að koma á fót meistarakeppni með allt að 128 félagsliðum og gerði hann ráð fyrir þremur til fjórum liðum frá helstu knattspyrnu- þjóðum, en sagðist undrandi á viðbrögðum stjórnarmanna. „Fyrst ekki var samstaða um til- löguna ákvað ég að draga hana til baka,“ sagði Johansson og bætti við að meirihlutinn vildi hafa mótin óbreytt, því ekki væri áhugi á að meistaralið kepptu við önnur lið. Framkvæmdastjórnin ákvað að frá og með næsta tímabili yrðu þau tvö lið, sem yrðu talin númer eitt og tvö, aðskilin í síð- ustu umferð. Röðun liðanna fer þannig fram að árangur átta efstu liðanna að þessu sinni und- anfarin þijú er í Evrópukeppni er lagður til grundvallar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.