Morgunblaðið - 27.04.1993, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 27.04.1993, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR ÞRIÐJUDAGUR 27. APRÍL 1993 B 5 Valsmenn léku sterkan varnarleik Selfyssingar audveld bráð ÞAÐ var enginn meistarabiær yfir leik Vatsmanna og Selfyss- inga í Laugardalshöllinni, þar sem Valsmenn unnu öruggan sigur, 31:27. Ákveðnir Vals- menn, sem léku grimman varnarleik, tóku leikinn strax í sínar hendur og náðu Selfyss- ingar sér aldrei á strik gegn þeim. Undir lokin leystist leik- urinn upp í kjánaskap, en þá notaði Þorbjörn Jensson, þjálfari Valsmanna, tækifærið og setti varamenn sína inná og lét þá leika maður gegn manni. Þeir voru eins og kálfar sem sleppt er út á vorin - hlupu út um víðan völl; kunnu sér ekki læti. Leikmenn byrj- unarliðs Vals sátu á bekknum og skemmtu sér konunglega. Sigur þeirra var aldrei í hættu. Valsmenn gáfu tóninn strax í bvrjun með því að skora þrjú fyrstu mörk leiksins og það var ekki fyrr en á sjö- undu mín. að Sel- fyssingar náðu að koma knettinum í netið. Valsmenn voru alltaf með yfirhöndina - þeir léku sterkan varnarleik, sem setti Selfyssinga út af laginu og skoraði Sigurður Sveinsson t.d. aðeins eitt mark í fyrri hálfleik. Hin stórskytt- an, Einar Gunnar Sigurðsson, skoraði tvö mörk, en það var ein- kennilegt hvernig hann reyndi að hnoðast í gegnum vörn Vals- manna; í stað þess að nýta hæð sína og stökkva upp af níu metrun- um til að skjóta. Þegar skytturnar hjá Selfyssingum voru pass, reyndi Sigmundur Ó. Steinarsson skrifar Valur - Selfoss 31:27 Laugardalshöll. Undanúrslit meistarakeppninnar í handknattleik, fyrsti leikur, mánudag- ur 24. apríl 1993. Gangur leiksins: 3:0, 3:1, 4:3, 5:5, 8:5, 11:6, 12:9, 15:10. 15:12, 20:14, 23:17, 24:18, 25:19, 29:22, 30:25, 31:27. Mörk Vals: Jón Kristjánsson 8/1, Ólafur Stefánsson 6, Valdimar Grímsson 6, Geir Sveinsson 4, Dagur Sigurðsson 3, Jakob Sigurðsson 2, Ingi H. Jónsson 2. Utan vallar: 10 mín. Mörk Selfoss: Sigurðru Sveinsson 8, Gústaf Bjarnason 6/3, Einar Gunnar Sigurðsson 6, Einar Guðmundsson 2, Siguijón Bjarnason 2, Oliver Pálmarsson 2, Jón Þórir Jónsson 1. Utan vallar: 4 mín. Dómarar: Rögnvald Erlingsson og Stefán Arnaldsson, sem hafa oft dæmt betur. Áhorfendur: 1.178 greyddu aðgangseyri. línumaðurinn Gústaf Bjarnason langskot. Svo örvæntingafullur var sóknarleikur Selfyssinga. Valsmenn áttu ekki í erfiðleikum með varnarleik Selfyssinga og stjórnaði Jón Kristjánsson sóknar- aðgerðum Valsmanna af stakri snilld. Það er vægast sagt furðu- legt að ekki hafi verið not fyrir hann með landsliðinu í vetur. Jón skoraði alls átta mörk í leiknum, en Valsmenn nýttu sér fálmkennd- ann sóknarleik Selfyssinga og skoruðu níu mörk eftir hraðaupp- hlaup. Einar Þorvarðarson byrjaði í marki Selfyssinga og varði vel - hélt sínum mönnum á floti og varði tíu skot. Hann fór síðan úr mark- inu í byijun seinni hálfleiks og kunnu Valsmenn vel að meta það. Tveir markverðir fengu að spreysta sig - fyrst Olafur Einars- son og þá Ásmundur Jónsson, en þeir vörðu sitt hvort skotið. Eins og fyrr segir var sigur Valsmanna aldrei í hættu og leik- urinn var spennulítill og vægast sagt leiðinlegur. Létlara en ég bjóst við - sagði Þorbjörn Jensson þjálfari Vals eftir öruggan sigur á Selfyssingum Morgunblaðið/Árni Sæberg ringi. Hann átti mjög góðan leik og skoraði átta mörk. innan sviga varið en boltinn aftur til ; 5 (1) langskot, 2 (1) eftir hraðaupp- langskot, 3 úr horni, 2 af línu, 1 eftir >); 5 (3) langskot, 2 (2) gegnumbrot, 1 ; 5 (1) langskot, 2 úr horni, 2 hraðaupp- (1) hraðaupphlaup. mgskot. Já, þetta var i raun léttara en ég bjóst við,“ sagði Þorbjörn Jens- son þjálfari Vals eftir að Valsmenn höfðu sigrað Sel- fyssinga með fjög- urra marka mun í gærkvöldi. Þorgjörn lét unga og óreynda stráka inná þegar tæp- ar fjórar mínútur voru til leiksloka og forysta Vals örugg. Var hann ekkeit hræddur um að hann tefldi of djarft? „Nei, ég var alveg viss um að tíminn væri of naumur fyrir Selfyssinga tíl að ná að jafna þann- ig að þetta var engin hætta,“ sagði þjálfarinn. Sigurinn var sannfærandi þó að- eins munaði ijórum mörkum í Iokin. Verður leikurinn á miðvikudaginn erfiðari? „Já, ég á von á því. Það verður alla vega mun meiri barátta, það er alveg ljóst. í kvöld áttum við betri dag en Selfyssingar og því var sigurinn svona auðveldur. Vörn- in small saman hjá okkur og það munaði um það,“ sagði Þorbjörn. Viö erum með besta liöið Jón Kristjánsson átti mjög góðan leik fyrir Valsmenn, bæði í vörn og sókn. Telur hann að Valur sé með besta liðið? „Já, ég held það, svona á heildina litið. Annars er úrslita- keppnin þannig uppbyggð að vænta má óvæntra úrslita og lítið sem ekkert má bera útaf til að illa fari. Við þurfum til dæmis aðeins að eiga tvo slæma daga þá er allt búið,“ sagði Jón. Jón var í miklu'stuði, gerði sex mörk í fyrri hálfleik og tvö í þeim síðari en þá var hann tekinn úr umferð. Er hann í miklu formi þessa dagan? „Þetta gekk alla vega ágæt- lega í kvöld og var i raun auðveld- ara en ég átti von á. Það var spurn- ing hvernig okkurtækist upp í vörn- inni og hún small saman hjá okkur og því fengum við hraðaupphlaup sem nýttust og þetta fór að rúlla hjá okkur. Það veikir óneitanlega lið Selfoss að Gísli Felix [Bjarnson] er ekki með. Ég á von á jafnari leik á Selfossi á miðvikudaginn, en það verður bara að koma í ljós hvernig hann endar,“ sagði Jón. Vantaði hungrið til að sigra Einar Þorvarðarson þjálfari og markvörður Selfyssinga var að von- um ekki ánægður með leik liðsins. „Við gerðum allt of mikið af mistök- um, bæði misfórast allt of margar sendingar og eins gerðum við of mikið af „teknískum" mistökum. Sóknin var ekki nógu góð og Vals- menn fengu allt of mörg hraðaupp- hlaup og náðu fimm marka forystu í fyrri hálfleik og við náðum þeim mun aldrei. Hann var allt of mikill fyrir okkur. Varnarlega lékum við líka illa og því má ljóst vera að við lékum í heildina illa og ég vona að við leikum betur heima á miðviku- daginn,“ sagði Einar. Nú er liðið um eitt ár síðan Ein- ar stóð síðast í markinu, i úrlsita- keppninni í fyrra. Einar varði ágæt- lega þrátt fyrir að hafa slaka vörn fyrir framan sig, en getur það ver- ið að leikmenn hafi orðið tauga- óstyrkir vegna þess að Gísli Felix var ekki í markinu? „Nei, það held ég ekki. Þegar svona kemur fyrir, að lið missir mikilvægan mann, ætti það frekar að þjappa þeim sem eftir era sam- an. Það vantaði hungrið í sigur sem verður að vera til að vinna í svona leikjum. Vonandi látum við ekki staðar numið hér og bætum leik okkar á miðvikudaginn og við verð- um síðan bara að sjá til hvort það dugar,“ sagði Einar. Skuli Unnar Sveinsson skrifar Hvað næst - rokkhljóm- sveit? Valsmenn mættu með sér- stakt hátalarakerfi sem þeir settu upp á svið Laugar- dalshallarinna og notuðu óspart fyrir leik, í leik- hléi og eftir leik og það sem meira er, á með- an á ieiknum stóð. Það er ekkert nema gott eitt um það að segja ef menn vilja stiðja við bakið á sínu liði í leikjum, ekki síst mikilvægum leikjum. En uppátæki Vals- manna í gærkvöldi var einum of. Gaslúðrarnir voru á sínum tíma bannaðir með tilskipun frá Handknattleikssambandinu, að- eins má nota lúðra sem menn blása sjálfir í. Mörgum finnst að einnig eigi að banna tromm- ur og í rauninni allt nema radd- böndin. Þeim er þetta ritar þyk- ir í lagi að nota hljóðkerfi hús- anna til að skjóta inní stuttum lagstúfum þegar leikmenn skora og þegar leikurinn er stopp einhverra hluta vegna. Slíkt tíðkast víða erlendis og setur skemmtilegan svip á leik- inn, svo Iengi sem menn mis- nota það ekki og reyni að gera lítið úr mótheijunum. Slíkt gerðist í gærkvöldi. Þegar Sigurður Sveinsson var að taka fyrsta vitakast leiksins komu ógurlegir skraðningar úr „græjum“ piltanna tveggja. Sigurður misnotaði vítakastið og þá komu fagnaðarlætín á margföldum styrk. Þetta á auð- vitað að banna. Sem betur fer sáu piltarnir að sér í síðari hálfleik og virt- ust þeir þá fylgjast betur með því sem var að gerast á vellinum og notuðu hljóðkerfið ekki í tima og ótíma. Vonandi koma Vals- menn ekki með rokkhljómsveit á næsta leik, þó svo það sé ekkert í lögum sem banni það. Dómarar hafa að vísu heimild til að stöðva áhorfendur telji þeir þá hafa truflandi áhrif á leikinn „Mér finnst óþægilegt að hafa mikinn hávaða, en þetta er ef til vill bara þróun sem erfitt er að koma I veg fyrir,“ sagði Þorbjöm Jensson þjálfari Vals, þegar hann var spurður að því hvernig honum litist á nýjustu stuðningsmenn Vals.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.