Morgunblaðið - 27.04.1993, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 27.04.1993, Blaðsíða 8
KÖRFUKNATTLEIKUR / NBA-DEILDIN New York jafnaði met félagsins NEW York lauk tímabilinu fyrir úrslitakeppni NBA-deildarinn- ar með glæsibrag, vann ■* Chicago 89:84 í hörku viður- eign á sunnudag og jafnaði félagsmetið — 60 sigrar á tíma- bili, en meistaraliðið tímabilið 1969 til 1970 náði því marki. U-sIitin höfðu engin áhrif á loka- stöðuna í Austurdeild, New York hafði þegar tryggt sér sigur og Chicago, sem hefur varið meist- Valgeirssyni aratitilinn undan- í Bandarikjunum farin tvö ár, var ör- uggt með annað sætið. En svo virtist, sem um úr- slitaleik væri að ræða, teikmenn gáfu ekkert eftir og jafnræði var með liðunum lengst af. Staðan var 43:43 í hálfleik, en heimamenn voru sterkari í fjórða leikhluta og tókst ætlunarverkið. Patrick Ewing var með 22 stig fyrir Knicks og tók 12 fráköst, en John Starks skoraði einnig 22 stig. „Þessi sigur var mjög mikilvægur,“ sagði Ewing. „Yið vildum ná 60 sigrum, því það skipar okkur á bekk með betri liðum og við öðlumst sæti í sögunni." Knicks sigraði í síðustu fimm leikjum, en þet.ta var 20. heimasig- urinn í röð og liðið á fyrst heima- leik eins lengi og það verður í úr- slitakeppni Austurdeildar. „Það er frábært að fara í úrslitin með hei- maleikjaréttinn fyrst og við erum fullir sjálfstrausts,“ sagði Ewing, en Knicks tekur fyrst á móti Indi- ana. . Chicago, sem tapaði þremur síð- ustu útileikjum sínum, mætir næst Atlanta, en það sem varð liðinu fyrst og fremst að falli í New York var léleg hittni burðarásanna, Jor- dans og Pippens. Jordan hitti úr 10 af 28 skotum og Pippen úr tveimur af 16 skotum, en þess ber að geta að vörn heimamanna var mjög sterk. „Við verðum að finna neistann á ný og halda honum logandi," sagði Jordan, sem er annar leikmaðurinn í sögu NBA, sem er stigahæstur sjö tímabil í röð. Wilt Chamberlain gaf tóninn 1960 til 1966. A toppnum Morgunblaðið/Einar Falur New York Knicks sigraði í austurdeild, John Starks til hægri var stigahæstur í síðasta leiknum og Pat Riley til vinstri er tilnefndur sem þjálfari ársins. ISHOKKÍ / HEIMSMEISTARAKEPPNIN Reuter Mark Miðheijinn Paul Kariya gerir annað mark Kanada gegn Rússlandi. Fimmti siguiieik- ur Kanada Eric Lindros, nýliði hjá Philadelphia Flyers, innsigl- aði 3:1 sigur Kanada gegn Rússlandi í síðasta leik liðanna í riðlakeppni heimsmeistaramótsins í ís- hokkí, sem nú stendur yfir í Þýskalandi. Lindros gerði þriðja markið og sitt 10. í keppninni í öðrum leik- hluta og þó Rússum tækist að minnka muninn áttu þeir við ofurefli að etja. Þetta var fimmti sigur Kanada í riðlakeppninni í jafn mörgum leikjum. Kanadamenn hafa sýnt mikla yfirburði í keppninni og einsýnt að þeir hafa fullan hug á að endurheimta titilinn og fara með bikarinn heim í föðurland íþróttar- innar, en Kanada hefur ekki sigrað í keppninni í 32 ár. Þar hefur sitt að segja að HM fer fram á sama tíma og úrslitakeppni NHL-deildarinnar og því eru bestu leikmennirnir bundnir með félagsliðum sínum, en til stendur að breyta fyrirkomulaginu, því æ fleiri leikmenn annarra landsliða spila í NHL-deildinni. Lið Kanadamanna fór á kostum gegn Rússum, spilið var hnitmiðað og skotin ógnandi, en Ron Tugn- utt, markvörður, átti stóran þátt í sigrinum, varði vel, þegar mótheijarnir sóttu sem ákafast. Næsta stig er útsláttarkeppni og mætir Kanada Finnlandi, en Rússar leika gegn Þjóðveijum. ■ Úrslit / B6 Reut«r Charles Smith treður með tilþrifum fyrir Knicks gegn Chicago. tóm FOLK ■ PAUL Westphal, þjálfari Pho- enix, bætti einni rós í hnappagatið. Phoenix stóð sig best í deildinni og hefur enginn þjálfari á fyrsta ári náð eins góðum árangri og Westphal. ■ HOUSTON hefur ekki sigrað í eins mörgum leikjum á'einu tímabili og að þessu sinni. ■ 'CHARLOTTE leikur í fyrsta sinn í úrslitakeppninni. ■ NEW York Knicks setti met í sögu félagsins hvað varðar sigra á heimavelli og nýtur þess í úrslita- keppninni. ■ GOLDEN State hefur ekki gengið eins vel í 16 ár, en samt missti liðið af úrslitakeppninni í fyrsta sinn í þtjú ár. ■ NICK Anderson gerði 50 stig fyrir Orlando í 119:116 sigri gegn New Jersey aðfararnótt laugar- dags. Þetta er stigamet í sögu fé- lagsins. ■ SHAQUILLE O’Neal vakti einnig athygii. Hann braut undir- stöður körfuhringsins og fékk 20. sek. klukkuna á öxlina, en slapp við meiðsl. Þetta var í annað sinn á tíma- bilinu, sem O’Neal brýtur undirstöð- urnar, en leikurin tafðist um 45 mín. fyrir vikið. ■ JIM Jackson, nýliði frá Ohio, tryggði að Dallas fór ekki á spjöld sögunnar sem lakasta lið deildarinn- ar. Hann setti persónulegt met á tímabilinu og gerði 32 stig í 102:100 sigri gegn Minnesota. Þetta var 10. sigur Dallas, en Philadelphia náði aðeins níu sigrum tímabilið 1972 til 1973. ■ INDIANA tryggði sér áttunda og síðasta sætið í úrslitakeppni aust- urdeildar með því að sigra Miami Heat aðfararnótt sunnudags. ■ SHAQUILLE O’Neal skoraði 31 stig og tók 18 fráköst í 104:85 sigri gegn Atlanta, en þrátt fyrir sigurinn sat Orlando eftir. Atlanta mætir Chicago í 1. umferð. ■ MICHEAL Williams hjá Min- nesota, sló 12 ára gamalt met, þeg- ar hann skoraði úr vítaskoti á sunnu- daginn. Þetta var 79. vítaskot hans í röð, sem rataði rétta leið, en hann bætti um betur og náði að skora úr 84 vítum í röð. H CAL VIN Murphy átti eldra metið, 78 góð vítaskot í röð. ■ WILLIAMS, sem er með 87,5% vítanýtingu á ferlinum, hefur hitt síðan 24. mars í leik gegn San Antonio. Nýting hans á tímabilinu er 90.7%. ■ MARK Price hjá Cleveland var nálægt því að jafna metið fyrr í vetur, en hitti ekki _úr jöfnunartil- rauninni. ■ RICKY Pierce hjá Seattle skor- aði úr 75 vítaskotum í röð í fyrra og Larry Bird náði 71 skoti í röð fyrir Boston 1989 til 1990. GETRAUNIR: X 2 X 212 1 X X 1X11 LOTTO: 9 11 17 22 30 + 6

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.