Morgunblaðið - 27.04.1993, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 27.04.1993, Blaðsíða 4
4 B MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR ÞRIÐJUDAGUR 27. APRÍL 1993 HANDKNATTLEIKUR / URSLITAKEPPNIN Fyrsti heili leikur Sverris í sjö ár Sverrir Kristinsson, sem venju- iega er varamarkvörður Bergsveins Bergsveinssonar hjá FH, var óvænt í aðalhlutverki í gærkvöldi. Um hádegið fékk hann að vita að Bergsveinn lægi veikur heima með háan hita og uppköst og þar með var ljóst að hann yrði á óvenjulegum stað — í markinu. „Þetta var fyrsti heili leikur minn síðan 1986 og því var frek- ar erfítt að koma inn og ég var lengi í gang,“ sagði Sverrir við Morgunblaðið eftir sigurinn gegn ÍR. Sverrir varði tvö langskot í fyrri hálfleik, en markvarsla hans hafði mikið að segja eftir hlé. í stöð- unni 19:19 varði hann eftir hrað- aupphlaup en hélt ekki boltanum og skot úr homi fylgdi í kjölfarið — en þá varði hann örugglega. Þegar rúmar fimm mínútur vom til leiksloka gerði hann sér lítið fyrir og varði vítakast frá Bran- iiav Dimitrivi, en þá var FH marki yfir, 25:24. „Eg fór í gang í-seinni hálfleik og þetta var gaman, því dæmið gekk upp.“ Bergsveinn Iandsliðsmarkvörð- ur leikur stórt hlutverk hjá FH og því var mikil ábyrgð lögð á Sverri, en hann stóðst álagið. „Það er rétt, Bergsveinn spilar stórt hlutverk, en ég reyndi að hugsa ekki of mikið um hvað ég þurfti að gera. Það gekk ágætlega og nú er bara að halda áfrarn." ÍÞRÓmR FOLX ■ MARGIR voru ósáttir við dóm- gæslu Rögnvald Erlingsssonar og Stefáns Arnaldssonar í leik Vals og Selfoss í gærkvöldi. Þess má geta að þeir félagar komu til lands- ins frá Þýskalandi kl. 15 í gær, en þar dæmdu þeir leik í Evrópu- keppninni. ■ VALSMENN voru ekki sérlega ánægðir í leikhléi, að minnsta kosti ekki stuðningsmenn þeirra. Tvívegis hafði tveimur leikmönnum Vals, þeim Geir Sveinssyni og Degi Sig- urðssyni verið vísað af leikvelli. Valur hafði því verið tveimur færri í einar þtjár mínútur. ■ BERGS VEINN Bergsveins- son, landsliðsmarkvörður úr FH,_gat ekki leikið með liði sínu gegn IR í gærkvöldi vegna veikinda. Sverrir Kristinsson stóð í markinu allan leikinn, en varamarkvörður var Jón- as Stefánsson sem leikur með 3. flokki félagsins. ■ PÉTUR Petersen, leikmaður FH, fékk að líta rauða spjaldið hjá dómurunum fyrir að mótmæla þeg- ar hálf mínúta var eftri af leiknum. „Eg sagði ekkert ljótt. Sagði að hann [Dimitrivi] hefði stigið á lín- una er hann skoraði 26. mark ÍR,“ sagði Pétur. ÞÝSKALAND Bremen að hlid Bayern Werder Bremen vann Bayem Munchen 4:1 í þýsku úrvals- deildinni í gærkvöldi og eru liðin þar með jöfn að stigum, en Bayern er með betri markatölu. Liðin eru með 39 stig, þegar sex umferðir eru eftir. Wynton Rufer frá Nýja-Sjálandi skoraði úr tveimur vítaspymu Brem- en eftir að Christian Ziega hafði náð forystunni fyrir gestina. 40.800 áhorfendur tóku heldur betur við sér og Austurríkismaðurinn Andreas Herzog og Bemdt Hobsch bættu við mörkum undir lokin. Uwe Gospodarek, varamarkvörður Bayem, var í marki þar sem Raim- ond Aumann var með mikla tannpínu og var leikurinn örugglega ekki til að efla sjálfstraust stráksins, sem er 19 ára. Bayem Miinchen tók Saarbrucken í kennslustund um helgina og vann 6:0, en Werder Bremen slapp með skrekkinn í Köln og náði markalausu jafntefli. ÚRSLIT Knattspyrna Reykjavíkurmótið Valur - Þróttur............1:1 Gunnar Gunnarsson - Hreiðar Bjarnason FH slapp fyrir hom ÍSLAIMDSMEISTARAR FH sluppu fyrir horn í fyrstu viður- eign sinni gegn ÍR-ingum í und- anúrslitum ístandsmótsins í handknattleik er þeir sigruðu 34:31 fæsispennandileiksem þurfti að framlengja. ÍR-ingar virtust eiga sigurinn vísan í venjulegum leiktíma þvíþeir voru yfir 25:26 og FH-ingar ein- um leikmanni færri. En Kristján Arason laumaði sér innúr hægra horninu og jafnaði þeg- ar 7 sekúndur voru eftir og tryggði framiengingu. Valur B. lónatansson skrífar 3 mörk. FH forskoti, 5:1, IR-ingar voru lengi að finna takt- inn í Kaplakrika því þeir náðu ekki að skora fyrr en 8 mínútur voru liðnar af leikn- um og_það gerði Jó- hann Asgeirsson úr vítakasti, en þá höfðu FH-ingar gert náði fjögurra marka þegar tíu mín. voru liðnar en þá sögðu ÍR-ingar hingað og ekki lengra. FH klúðraði_ hverri sókninni á fætur annarri og IR-ing- ar nýttu sér það og náðu yfirhönd- inni og komust í 11:14, en FH náði að klóra í bakkann fyrir hlé, 13:14. Síðari hálfleikur var spennandi. ÍR hafði frumkvæðið framan af ,og náði mest þriggja marka mun, 15:18, en síðan kom slæmur kafli þar sem ekkert gekk og FH gerði næstu fjögur mörk og allt í járnum. Þegar tæpar sex mínútur voru eftir var FH yfir 25:23. ÍR gerði næstu þijú mörk og var yfir 25:26 og efn- um leikmanni FH vísað af leikvelli þegar 30 sek. voru eftir því Pétur Petersen fékk rauða spjaldið á bekknum fyrir að mótmæla dóm- gæslunni. Hefði getað orðið dýrt spaug fyrir FH, en Kristján Arason sýndi hversu klókur leikmaður hann er — fór innúr horninu og jafnaði, 26:26. Enn var allt í járnum eftir fyrri hálfleik framlengingar, 29:29. Hálf- dán Þórðarson kom FH í 30:29 og í kjölfarið var Branislav Dimitrivi rekinn útaf og IR-ingar voru sem vængbrotnir; FH-ingar hreinlega flugu uppfyrir og lokatölur urðu 34:31. FH-ingar léku ekki besta leik sinn í vetur og var leikur þeirra kaflaskiptur. Má vera að þeir hafi vanmetið ÍR-inga, en sýndu styrk- leika sinn í lokin þegar virkilega á þurfti að halda. Sigurður Sveinsson og Trúfan náðu sér vel á strik í framlengingunni, gerðu þá sex mörk af átta. Guðjón var sterkur í fyrri hálfleik en síðan var settur á hann „yfirfrakki". Hálfdán var öflugur á línunni og Kristján í vörn- inni. Gunnar óx með leiknum. Sverrir stóð í markinu allan tímann þar sem Bergsveinn Bergsveinsson var veikur. Hann var lengi í gang FH-ÍR 34:31 Kaplakriki, íslandsmótið í handknatt- leik, fyrsti leikur í undanúrslitum 1. deildar karla, mánud. 26. apríl 1993. Gangur leiksins: 3:0, 3:1, 5:1, 5:4, 7:4, 7:8, 10:10, 11:11, 11:14, 13:14, 14:14, 14:15, 15:15, 15:18, 18:18, 20:20, 22.20, 24:21, 24:23, 25:24, 25:26, 26:26, 27:26, 29:28, 29:29, 32:29, 34:30, 34:31. Mörk FH: Alexej Trúfan 7, Sigurður Sveinsson 7, Guðjón Árnason 6/2, Gunnar Beinteinsson 5, Hálfdán Þórð- arson 5, Kristján Arason 3, Þorgils Óttar Mathiesen 1. Utan vallar: 10 mínútur og eitt rautt spjald._ Mörk ÍR: Branilav Dimitrivi 8, Róbert Þór Rafnsson 6, Ólafur Gylfason 6/1, Matthias Matthiasson 5, Magnús Ólafsson 3, Jóhann Ásgeirsson 2/1, Guðmundur Þórðarson 1. Utan vallar: 8 mínútur. Dómarar: Hákon Siguijónsson og Gufijón L. Sigurðsson. Áhorfendur: 1.250. en komst vel frá leiknum í heild. ÍR-ingar sýndu að þeir eru sýnd veiði en ekki gefin og of snemmt að afskrifa þá. Ódrepandi barátta og kraftur einkennir leik þeirra, en reynsluleysi háði þeim lok venjulegs leiktíma. Branislav Dimitrivi og Ólafur Gylfason voru þeirra bestu menn. Róbert byijaði vel en var of gráðugur á köflum. Matthías og Magnús Ólafsson sluppu einnig vel frá leiknum. Oöruggir í sókninni - en stöndum vel Kristján Arason, þjálfari FH, var . öflugur í vörninni að vanda og tryggði liði sínu framlengingu, þegar hann skoraði úr hægra horninu og jafnaði 26:26 sjö sekúndum áður en flautað var til leiksloka. „Sóknarleikurinn gek illa hjá okk- ur. Við vorum óöruggir í spila- mennskunni, þversendingamar voru hættulegar og þeir refsuðu okkur með hraðaupphlaupum. Öryggisleys- ið setti okkur útaf laginu og þetta er hlutur, sem við verðum að bæta. En við erum 1:0 yfir og förum óhræddir í Austurbergið, því ef illa fer eigum við alltaf heimaleikinn til góða. ÍR-ingar hafa í huga að tapi þeir næsta leik eru þeir úr leik, en við höfum spilað vel á útivelli undan- farin tvö ár og stuðningsmennirnir hjálpa okkur örugglega eins og að þessu sinni.“ ÍR-ingar saman í mörg ár Sigurður Sveinsson hefur bætt sig með hveijum leik og var óstöðvandi í sókn FH. „Þetta var eins og gera mátti ráð fyrir. ÍR-ingar eru með baráttulið, strákamir hafa leikið saman í mörg ár og vinna á mjög sterkri liðsheild og frábærum móral, en við höfðum þetta á hefðinni." Komum aftur í Kaplakrika „Það eru viss vonbrigði að tapa vegna þess að við vorum með sigur- inn í hendi okkar. En það er aðeins þriðjungur búinn og við ætlum okkur að koma aftur hingað í Kaplakrika á föstudagskvöld," sagði Brynjar Kvaran, þjálfari ÍR. „Vendipunkturinn í leiknum var er Dimitrivi var rekinn útaf í síðari hálfleik framlengingarinnar. Hann var aðeins að beijast heiðarlega um boltann. Það var fáranlegt að reka hann útaf. Þessir dómara hafa verið okkur mjög óhagstæðir í vetur og vom það einnig í þessum leik. Von- andi eru við lausir við þá í næstu leikjum það yrði öllum fyrir bestu. En það er ljóst að við verðum að vinna næstu tvo leiki og ég sé ekki neitt því til fyrirstöðu," sagði Brynjar. SOKNAR- NÝTING Urslitakeppnin í handknattleik 1993 Valur Selfoss Mðf1< Sóknir % MörkSóknir 1 FH Mörk Sóknir % Mörk Séknir % 15 16 24 62 F.h 10 25 31 52 S.h 17 31 40 55 14 13 8 34 31 55 56 Alls 27 56 48 10 Langskot 16 7 1 Gegnumbrot 1 6 9 Hraðaupphlaup 2 8 5 Horn 3 7 5 Lína 2 wmm , ■ 4 1 Víti 3 2 5 10 50 Langskot Qegnumbrot Hraðaupphlaup Hom Lína V/ti 12 2 8 1 6 2 Jón Kristjánsson stjómaöi leik Valsmanna eins og herfo Þannig vörðu þeir Markvarslan í leikjum gærkvöldsins ( mótheija). Sverrir Kristinsson, FH - 12/2 (5/1) hlaup, 2 (1) víti, 3 (2) úr horni. Magnús Sigmundsson, ÍR - 10/1; 3 hraðaupphlaup, 1 víti. Guðmundur Hrafnkelsson, Val - 9 (I úr horni, 1 af línu. Einar Þorvarðarson, Selfossi -10 (2); hlaup, 1 (1) gegnumbrot. Ólafur Einarsson, Selfossi - 1 (1); 1 Ásmundur Jónsson, Selfossi - 1; 1 1;

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.