Morgunblaðið - 28.05.1993, Side 1
a si
eeet íam igsauoAáUTSÖ'í ffEI/lðE^T2A'l
(llG/UaVíUDHOM
AlHaö 15.000
SAMKVÆMT nýrri reglugerð sem dóms- og
kirkjumálaráðuneytið hefur gefið út um sektar-
gerðir lögreglumanna er þeim heimilt að sekta
vegfarendur sem gerst hafa sekir um brot á
umferðalögum um allt að 15.000 kr. Nýjung í
reglugerðinni er að lögreglumanni er nú heim-
ilt að afhenda sakborningi gíróseðil og getur
greiðsla sektarinnar farið fram í banka, spari-
sjóði, pósthúsi eða á skrifstofu Iögreglustjóra.
Samkvæmt reglugerðinni á sakborningur kost á
að greiða gíróseðilinn innan viku frá dagsetningu
sektarboðs og ljúka þannig málinu. Greiði sakborning-
ur hins vegar ekki seðilinn innan þriggja vikna fellur
ákvörðun lögreglumannsins úr gildi og tekur þá lög-
reglustjóri ákvörðun um saksókn eftir almennum regl-
um um meðferð opinberra mála.
Ómar Smári Armannsson aðstoðaryfirlögreglu-
þjónn í Reykjavík segir að þetta fyrirkomulag eigi
að auðvelda lögreglumönnum afgreiðslu algengustu
í sekt með gíró
umferðarlagabrota, skapa lengri viðveru þeirra á vett-
vangi og auðvelda kærðum ökumönnum að standa í
skilum.
Áminningarseðlar
Samhliða þessu fyrirkomulagi hefur lögreglan í
Reykjavík tekið upp sérstaka áminningarseðla. Þeir
verða notaðir í þeim tilvikum er brot ökumanns þyk-
ir minniháttar eða lögreglumaður metur það svo að
áminning í einstöku tilviki dugi. Ökumaður staðfestir
áminninguna og jafnframt að hann geri sér það ljóst
að gerist hann brotlegur aftur geti það leitt til kæru.
Þannig getur önnur áminning orðið tilefni kæru á
síðari stigum.
Skráning verður áfram höfð með umferðarlagabrot-
um, hvort sem þau eru afgreidd með gíróseðli, áminn-
ingu eða skýrslu. Fjögur umferðarlagabrot verða til
þess að ökumaður hlýtur áminningu. Láti hann ekki
segjast getur það varðað missi ökuréttinda. ■
OWADA
Konan sem
ætlaði að
hafna krón-
prinsi Jap-
ansenlét
slag standa
FOSTUDAGUR
28. MAÍ1993
Kvenstjórnendur
þurfa að leggja rækt við
karlmannlegu þættina í fari sínu
Vestnorsk brúðkaupsreið.
Vestnorsk hátíi haldin í
Reykjaskóla í Hrútafirði
í REYKJASKÓLA í Hrútafirði verður haldin vestnorsk
hátíð á annan í hvítasunnu, 31. maí. Tilefni hátíðar þessar-
ar er sú að í sambandi við afmælishátíð Norræna hússins
kemur til landsins 55 manna sýningarhópur frá Voss í
Vestur-Noregi. Hópurinn verður með eina sýningu í Reykja-
vík 29. maí.
"■j Norðmennirnir höfðu einnig
■ mikinn áhuga á að halda eina
2 sýningu úti á landi og varð
Reykjaskóli fyrir valinu.
tMm Norðmennirnir koma til
Hrútafjarðar á hvítasunnu-
kvöld og verður tekið á móti
þeim með lúðrablæstri í Staðar-
skála. Þar munu Lúðrasveitir
barna á Blönduósi og Skagaströnd
spila fyrir hina norsku gesti undir
stjórn Skarphéðins Einarssonar.
Daginn eftir hefst síðan sjálf
hátíðin í Reykjaskóla á skrautreið,
svokölluðu „Ridande Vossabrud-
laup“. Brúðkaupsreiðin er byggð
á gamalli hefð, þar sem í Voss
hélst lengi sá siður að koma ríð-
andi til brúðkaups. Fram á síðustu
öld gátu brúðkaupsveislur staðið
allt upp í eina viku og alveg fram
á okkar tíma getur brúðkaups-
veislan staðið í tvo til þrjá daga.
Þá var bruggað og bakað í marga
daga á undan.
Auk brúðkaupsreiðinnar halda
Norðmennirnir þjóðdansasýningu
og kynna vestnorskan heimilisiðn-
að. A vegum heimamanna verður
sett upp markaðstjald þar sem
húnversk handiðn og listiðnaður
verður kynntur og seldur. í mark-
aðstjaldinu verður einnig kaffisala
og veitingasala. Byggðasafn Hún-
vetninga og Strandamanna í
Reykjaskóla verður opið undir leið-
sögn og kynningu á sögu og hand-
verki fyrri alda. Einnig mun
Hestaleigan í Galtanesi sjá um
hestaleigu fyrir gesti. Hátíðin
hefst kl. 14. ■
Flugleiðir og
Saga Reisen
semja fyrir 1994
I GÆR, fimmtudag undirrit-
uðu fulltrúar Flugleiða og
svissnesku ferðaskrifstof-
unnar Saga Reisen samning
um nánari samvinnu þeirra
árið 1994. í samkomulaginu
felst m.a að Flugleiðir sér um
flug og ýmsa aðra þjónustu
fyrir um 2000 af þeim ferða-
mönnum sem koma hingað á
vegum Saga Reisen 1994.
Fram að þessu
hefur Saga Reisen
einkum sent ferða-
menn til íslands að
sumarlagi og þá
með leiguflugi.
Verður þess nú
freistað að lengja þetta tímabil og
þá á að nota til þess áætlunarflug
Flugleiða.
Aformað er að skipuleggja sér-
staka áramótaferð fyrir svissneska
því vinsældir áramótaferða hingað
hafa vaxið mjög. Um sl. áramót kom
t.d. hópur breskra ferðamanna hing-
að einvörðungu til að halda áramót-
in hátíðleg.
Saga Reisen er stærsti erlendi
ferðaheildsali sem sérhæfir sig i
íslandsferðum og hefur flutt um
2500-3000 ferðamenn hingað á ári
hverju. ■
stöður bandarískrar
rannsóknar á heftandi
áhrifum kynhlutverk-
anna sem Anna Valdi-
marsdóttir, sálfræðing-
ur, gerði að umtalsefni á
KVENLEGAR konur eru ekki fúsar til að vinna karlmannsverk og
þeim leiðist þegar þær neyðast til þess. Þær sýna ekki sjálfstæði í skoð-
anamyndun sinni, eiga ekki frumkvæði og skara á engan hátt fram
úr kynsystrum sínum þegar kemur að kvenlegri iðju, eins og til dæm-
is þeirri að leika við barn. Kvenlegar konur skara hinsvegar fram úr
öllum öðrum þegar þær þurfa ekki að gera annað en að hlusta á kyn-
systur sínar sem eiga bágt.
Þetta eru m.a. niður- fjölmennum fundi Kvenréttindafélags íslands í fyrra-
kvöld undir yfirskriftinni „Stjórnunarstíll kvenna“. Þar
varpaði Anna fram þeirri spurningu hvort stjórnunar-
störf samræmdust kvenímyndinni og sagði að tími
væri kominn til að hætta að líta á svokallaða kvenlega
og karlmannlega eiginleika sem andstæða póla. Báðir
þessir pólar væru samrýmanlegir og bættu hvorn annan
upp í sama einstaklingnum. „Það er full ástæða til að
spyija hvort manneskja með sjálfsímynd sem er sam-
sett úr bæði kvenlegum og karlmannlegum eiginleikum
mundi ekki njóta aukins athafnafrelsis og sé betur í
stakk búin til að takast á við fjölþætt verkefni, eins
og þau sem felast í stjórnunarstörfum, en einstaklingur
sem upplifir sjálfan sig annað hvort kvenlegan eða
karlmannlegan."
„Þetta mynstur bendir óneitanlega til þess að aðal-
áhrifa kvenleika í fari kvenna sé ekki bara að kvenleiki
setji hömlur á karlmannlega hegðun heldur setji of ein-
hliða kvenleiki hömlur á alla hegðun þegar kringum-
stæður eru þannig að ekki liggur alveg í augum uppi
hver sé „rétt“ eða „viðeigandi" hegðun. Það virðist því
sem mjög kvenlegar konur hafí alltaf miklar áhyggjur
af neikvæðum afleiðingum gerða sinna. Og því verði
þær mjög bældar þegar ekki er ljóst hvort aðrir muni
leggja blessun sína yfir það sem þær gera. Takmarkið
er að gera ekki neitt, sem leitt getur til minnkunnar í
augum annarra," segir Anna og bætir við að i stjórnun-
arstörfum reyni oft á óvinsælar ákvarðanatökur, sem
ekki allir leggi blessun sína yfir. „Því má ætla að ýmis-
legt verði ógert sem gera þarf ef það kvenlega, að
gera öllum til hæfis og hafa alla góða, ræður ríkjum.
Við getum haldið í allan okkar kvenleika ef við gætum
þess einnig að hlú að því karlmannlega í fari okkar."