Morgunblaðið - 28.05.1993, Side 8
8 C
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUÐAGUR 28. MAÍ 1993
-1“
Jasshátíð,
marahon og
skoðunarferðir
EGILSSTAÐIR er ungur bær og byggðist við krossgötur mikilvægra
samgönguleiða. Hér myndaðist þjónustukjarni fyrir um 50 árum og
hefur stækkað ört svo Egilsstaðbær er nú 1.500 manna bæjarfélag.
Enn batnar aöstaöa á Klaustri
í GÆR, 27.maí var tekin í notkun nýbygging við hótelið á Kirkjubæj-
arklaustri. Hún er 64 fermetrar, nokkurs konar tengibygging við
þijár herbergisálmur sem fyrir eru. Húsið er á tveimur hæðum og
neðri hæðin er tilbúin núna.
Þar er gestamóttaka, veitingasal-
ur, fundarsalur, bar og aðstaða fyr-
ir starfsfólks. Stefnt er að því að
taka efri hæðina í notkun næsta
ár en þar verða 22 herbergi. Með
tilkomu þeirra verður hótelið hvað
gistingu varðar það þriðja stærsta
á landinu utan Reykjavíkursvæðis.
Nú hafa opnast geysimargir
möguleikar til funda og ráðstefnu-
halds á Klaustri en öll aðstaða er
fyrsta flokks og opin allt árið. Gist-
ing er í 36 tveggja manna herbergj-
um með baði og síma. Á sumrin
er einnig að fá gistingu í 17 her-
bergjum í skólanum, og einnig í
svefnpokaplássi. Yeitingasalurinn í
nýbyggingunni er fyrir 130-140
manns en á sumrin er einnig 100
manna veitingasalur í skólaum. Við
hótelið er sundlaug og opin yfir
sumarið. Það er hlutafélagið Bær
sem er eigandi hótelsins en Ferða-
skrifstofa íslands sér um rekstur-
inn, Edduhótel allt árið. ■
Hanna Hjartardóttir, Kirkjubæj- -
arklaustri
UPPhátt - nýtt blað
í innanlandsflugi
EINAR Sigurðsson, forstöðumaður upplýsingadeildar Flugleiða og
Haraldur J. Hamar útgefandi Iceland Review útgáfunnar hafa skrif-
að undir samning um nýtt blað UPPhátt sem verður dreift til farþega
í innanlandsflugi. Fyrsta blaðið kemur út í næsta mánuði og til að
byrja með annan hvern mánuð.
ísraelar
á ráðslefnu
YOSSI Sarid, umhverfisráð-
herra ísraels verður fyrstur
ísraelskra ráðherra til að
taka þátt í alþjóðlegri ráð-
stefnu sem verður haldin í
arabalandi. Það er umhverf-
isráðstefna í Marokkó sem
hefst nú um mánaðamótin.
Sendinefndir verða einnig
frá Libyu og Alsír, en það er
Alþjóðabankinn sem skipulegg-
ur ráðstefnuna. í frétt Jerusal-
em Post kemur ekki fram hvort
fleiri Arabaríki senda fulltrúa
til hennar. ■
Ungbarnadauði í
nokkrum löndum
Af þúsund lifandi
faeddum bömum
Sviss 7
Kanada 7
Hongkong 6
Ástralía 7
Japan 5
Taiwan 5
Suður-Kórea 21
Brunei 8
Tyrkland 62
Saudi-Arabía 58
Malasía 13
Brasilía 57
Maldiveseyjar 31
Egyptaland 57
Mongólía 60
Sri Lanka 21
Víetnam 43
Kenýa 64
Nígería 96
Nepal 118
Mexíkó 36
Bandaríkin 8
Kína 27
Flugleiðir telja að með þessu
nýja blaði geti þeir skapað farþeg-
um í innanlandsflugi - sem eru að
meðaltali um 250 þús. árlega af-
þreyingu og upplýsingar. Áhersla
verður lögð á fallegar ljósmyndir
og áhugaverðar greinar. Vinnuhóp-
ur sér um útgáfuna og í honum eru
Ásgeir Friðgeirsson, ritstjóri, Páll
Stefánsson, ljósmyndari og Magnús
Pálsson hönnuður. ■
Haraldur J. Hamar og Einar Sigurðsson skrifuðu undir samninginn
um borð í einni FokkerðO vélum en í þeim mun blaðið liggja frammi.
Bændaferð til Skotlands
SEX DAGA bændaferð til Skotlands á vegum ferðaskrifstofunnar
Úrval/Útsýn verður farin 22.júní n.k. og er Jónas Jónsson, búnað-
armálastjóri fararstjóri. Almennt verð er 55.810 en staðgreitt
53.145 kr. Innifalið er flug og ferðir til og frá flugvöllum, gisting
í tvíbýli, morgunverður, fararstjórnin, ferð á búgarð og í hálönd-
in, ferðir og aðgangur að Royal Highland Show og allir skattar.
Ferðatilhögun er í stuttu máli sú að flogið er til Glasgow og ekið
til Edinborgar og gist þar alla dagana. Heimsóknir verða á búgarð
og ekið um hálöndin: Farið á Royal Hichland Show og eirinig eru
ýmsar kynnisferðir og skoskt hátíðakvöld. ■
Ferðaþjónusta er stór atvinnu-
SSS grein og hefur lega bæjarins
O mikið að segja en ekki síður
stórbrotin náttúrufegurð. Hall-
ormsstaðaskógur, Snæfell,
Hengifoss, Lagarfljótið, Hér-
aðssandurinn, Borgarfjörður
S5 Eystri og Seyðisfjörður eru inn-
o an seilingar. En það er líka líf
ftftl og fjör í bænum sjálfum. Hér
er mjög gott tjaldstæði, hótel,
2 gistiheimili, örstutt í golfvöll, lax-
og silingsveiði. Það verður nóg að
gera fyrir ferðamenn í nágrenni
Egilsstaða í sumar og hver stórat-
burðurinn rekur annan og verður hér
tæpt á nokkrum.
Ferðaþjónustumenn hafa kynn-
ingu á þjónustu sinni í bytjun júní.
Vonast er til að sem flestir heima-
menn noti tækifærið og skoði með
eigin augum það sem verið er að
gera í ferðaþjónustu á Héraði.
Vert er að geta að tveir útimark-
aðir verða í bænum og opnir alla
daga. Á öðrum er lögð áhersla á að
selja einungis vörur sem unnar eru
í fjórðungnum. Eru það m.a minja-
gripir úr beini, hreindýrahomum og
skinni, fatnað og heimafengin mat-
væli s.s. broddmjólk, silung og síð-
sumars garðávextir. Hinn útimark-
aðurinn verður með svipuðu sniði og
áður, þar er ýms varningur seldur í
bland við heimaunnar vörar. Veit-
ingasala er í tengslum við útimarkað-
ina og til stendur að halda reglulega
þemadaga þar sem áhersla er lögð
á ákveðna landbúnaðargrein t.d.
mjólkurvörar, hesta, skóga o.s.frv.
Verður þá slegið upp grilli og ýmsum
uppákomum.
Torfæra, djass og nikkaramót
19. júní verður efnt til Torfæra-
keppni sem hefur verið haldin hér
nokkur sl. ár við sívaxandi vinsæld-
ir. Keppnin er liður í íslandsmótinu
og er haldin í námu þar sem
efnið í nýja flugvöllinn var
tekið. Eru aðstæður þar
hinar ákjósanlegustu.
Dagana 24.-17. júní
verður Jasshátíðin sem hef-
ur verið á_ hveiju ári frá
1988. Árni ísleifsson stend-
ur fyrir henni að vanda.
Fyrsta kvöldið leikur Norr-
æni jasskvintettinn: Sigurð-
ur Flosason, Ulf Adaker,
Lennart Gimmann, Eyþór
Gunnarsson, og Pétur Os-
lund. Daginn eftir verða
vinir Dóra, ásamt austf-
irsku blúsbandi. Laugar-
dagskvöldið 26. júní leikur Tríó Peter
Gullin, en Jassklúbbur Egilsstaða
fékk styrk frá Norræna Menningar-
sjóðunum vegna komu þeirra. Sama
kvöld syngur ARNÍS jasskórinn
ásamt Viðari Alfreðssyni trompet-
leikara og Áma Scheving víprafón-
leikara. Stjórnandi er Ámi Isleifsson.
Lokatónleikar verða á sunnudeginum
og leika Djasssmiðja Austurlands og
Sepett Tómasar R. Einarssonar,
söngkona Móeiður Júníusdóttir.
Maraþon og harmonikumót
Áfram mun hressileg tónlist
hljóma vikuna á eftir, þá verður
landsmót harmonikkumanna á Hótel
Valaskjálf. Hingað flykkjast nikkar-
ar af öllu landinu 1. júlí og um kvöld-
ið verður landssambandsfundur. Á
Héraðsblót og dans á Hótel Valaskjálf
Gistiheimili og veitinga-
sala við rætur Hengils
NÝLEGA tók til starfa gistiheimilið Nesbúð við rætur Hengils og
þar er gistipláss fyrir 80 manns í bústöðum sem áður hýstu starfs-
menn við Nesjavallavirkjun. Tveir framkvæmdamenn Arngrímur
Hermannsson og Guðmundur Halldórsson hafa tekið húsin á leigu
og hyggjast reka þar ódýrt gistiheimili allan ársins hring. Verð fyr-
ir herbergi með uppbúnu rúmi er 1800 kr. en fyrir svefnpokapláss
þúsund krónur. Máltíðir verða einnig ódýrar eða innan við tvö þús-
und krónur fyrir þríréttaða.
Þeir félagar leigðu húsin af Hita-
veitunni og telja að þetta gistiheim-
ili geti bætt úr brýnni þörf fyrir
ódýra gistingu í nágrenni Reykja-
víkur. Ferðablaðið skrapp austur
og skoðaði vistarverur og eru öll
herbergi lítil og snyrtileg, í hverju
er rúm, borð og stóll. Snyrting fyr-
ir hveija tuttugu í húsi eru 2 kló-
sett og 4 sturtur.
í sameiginlegri setustofu verður
sjónvarp, aðstaða er fyrir 40-50
manna fundi eða ráðstefnur, heitur
pottur í garðinum og útsýni til
Hengilsins fagurt. Kaffi og skyndi-
réttir og kökur verða til reiðu allan
daginn.
Nesbúð er 30 km fjarlægð frá
Reykjavík og sjá þeir Guðmundur
og Hermann fyrir sér að á veturna
muni útivistarmenn og vélsleða og
skíðafólk geta nýtt sér aðstöðuna
í Nesbúð. Mjög góðar merkingar
sem Hitaveitan hefur staðið fyrir á