Morgunblaðið - 11.06.1993, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 11.06.1993, Blaðsíða 2
2 C MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 11. JÚNÍ 1993 Eru þetta athyglisverðustu hönnuðirnir sem uppi eru? FRANSKA tímaritið MAISON FRANCAISE kynnti á dögunum nokkra hönnuði sem þeir telja að séu mjög athyglisverðir. „Framtíðin mun skera úr um hvort þeir falli í gleymsku þegar fram í sækir eða öðlist frægð og frama til eilífðar.“ Að minnsta kosti fullyrða þeir hjá MAI- ÆmT yJ. SON FRANCAISE að enginn fari MHk-jr'i flatt á að fjárfesta Richard Peduzzi fró Argentínu. Hann sérhæfir sig í list- hönnun með málma Aldo Rossi frá Mílanó á Italíu. Hann er stjórnandi þess hluta Feneyja- Biennal sýn- ingarinnar sem snýr að arkitektúr í hönnuninni þeirra. Hér koma nokkur sýnishorn. Sylvain Dubuis- son frá Bordeaux í Frakk- landi er hönnuður þessarar könnu. Pucci d Rossi ei italskur en búsett- ur í Frakk- \ landi. | Hann .1 hannaði þessa 'klukku. Philippe Starck er franskur og talinn einn frægasti arkitekt okk- ar tima Hönnuðurinn er Hilton M. Connico sem er frá Memphis í Bandaríkjunum. Vann fyrir Ted Lapidus og Yves Saint Laurent við fatahönnun en er nú að opna verslun í París Japönsk kirsuberjatré boða vorkomu, líkt og krían í hólmanum mögulegt, er varanleg; óþolandi óvissa; að vita ekki hvað kemur næst. VORIÐ er einn fallegasti árstíminn í höfuðborg Bandaríkj- anna. Á þessum tíma er allt að springa út og litadýrðin ólýs- anleg. Vorið stendur venjulega frá mars og fram í júní. Eitt af því sem setur aðalsvip á borgina er svokölluð „Cherry Blossom Parade", eða skrúðganga til að fagna blómgun kirsuberjatrjánna. Hún er haldin árlega og hefur verið auð- veldara að skipuleggja skrúðgönguna en kirsuberjatrén, sem springa ekki út eftir pöntun. ___________ ___________________ Að þessu sinni voru skipuleggj- % endur göngunnar tveimur vikum á undan blómgun tijánna. Þessi japönsku tré standa um- sem er stór Jefferson vígð, en hún trónir við eina hlið tjarnarinnar. Hann var mikill aðdáandi rómversks bygging- astíls. John Russel Pope, sem hann- aði hvelfínguna yfir styttuna, bar áhugamál forsetans fyrir brjósti við verkið. Þessi fjölhæfi forseti hefur gott útsýni af stalli sínum. Á vinstri hönd blasir Lincoln-minnisvarðinn við og sést í góðu skyggni til Hvíta hússins með Washington-minnis- varðann í forgrunni. Fólk getur fylgst með blómgun tijánna í daglegum fréttum í Wash- ington Post. Þau stóðu í fullum skrúða snemma vors og var kjörið tækifæri til að skoða þau. Bílnum var lagt á bílastæði Arlington- kirkjugarðsins handan Potomac. Rétt eins og nýkjörinn forseti og fylgdarlið gerðu í janúar, var geng- ið fylktu liði yfir Memorial-brúna, framhjá Lincoln-minnisvarðanum og að tjörninni. Margmenni var á staðnum og Asíubúar í meirihluta með alls kyns tæknilegan útbúnað um hálsinn. Japönsk fjölskylda hafði hreiðrað um sig á teppi undir bleikum blómunum og sat að snæð- ingi. Hópur nunna sem sat á bekk URSULAK. LEGUIN í bakgrunni rís Washington minnisvarðinn hátt. hverfis „Tidal Basin' tjörn er áður var hluti af Potomac- ánni. 1882 var þessi hluti árinnar fylltur upp til að auðvelda siglingar og auka landsvæðið í kring. Það var 1909 sem Japanir sendu fyrstu trén til Washington. Því miður var sú sending meira og minna skemmd vegna skordýra og sveppa. Banda- ríkjamenn fóru þess kurteislega á leit við Japani nokkrum árum seinna að fá aðra sendingu. Það var 1912 að frú Taft, eiginkona 26. forseta landsins, gróðursetti fyrsta tréð og nú eru þau orðin um þijú þúsund. Árið 1943 var stytta af Thomas undir tijánum kippti sér ekkert upp við það að vera vinsælt skotmark. Ýmsir leigðu báta og stigu þá fram og aftur eftir tjörninni, en flestir gengu að í kringum tjömina eða flatmöguðu undir tijánum. Líklega er ekkert athugavert við að Japanir flykkist til að mynda trén. Kirsubeijatrén eru orðin tákn- ræn um að vorið sé komið, rétt eins og koma kríunnar í hólmann á vor- in. Þau eru einnig tákn vináttu tveggja stórvelda, Japans og Bandaríkjanna. g Sigurborg Ragnarsdóttir Höfundur er fréttaritari Morgun- blaðsins í Washington Minnisvarði um Jefferson trónir við eina hlið tjarnarinnar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.