Morgunblaðið - 11.06.1993, Qupperneq 12

Morgunblaðið - 11.06.1993, Qupperneq 12
12 C MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 11. JÚNÍ 1993 Escort Van 60 er snotur atvinnubíll. Morgunblaðið/jt Burðarmikill sendibíll fró Escort Ford Escort Van 60 er einn bílanna úr hinni nýju Escort/Orion fjölskyldu sem aftur eru komnir á íslenskan bilamarkað af endurnýjuðum þrótti og á góðu verði. Escort sendibíllinn bland- ar sér í nokkuð harða samkeppni minnstu sendi- bilanna, þ.e. fólksbíla með flutningskassa að aft- an í stað hefðbundins aftursætis og farangurs- rýmis. Með þessum búnaði fá menn ágætlega lipra og góða fólksbíla en með sendibílaeiginleik- um og innkaupsverð án virðisaukaskatts. Þetta eru með öðrum orðum atvinnubílar. Escort Van 60 er nokkuð snotur bíll og má segja að kassinn eða flutningsrýmið tengist betur fram- hluta bílsins en hjá öðrum svipuðum bílum. Straum- línulögun framendans heldur sér ágætlega þar sem kassinn tekur við en hjá bæði Sunny og Renault er kassinn öllu klossaðri. Hæð flutningsrýmisins er hins vegar ívið lægri í Escort. Að innan er Escortinn eins og venjulegi fólksbíll- inn, þ.e. ágætlega skýrt og gott mælaborð og sömu þægilegu sætin en þar fyrir aftan tekur við vörurým- ið. Grind aðskilur farþega- og vörurými eins og til- skilið er um útbúnað þessara bíla. Það sem ökumað- ur tekur fyrst eftir við notkun á slíkum bíl miðað við hina venjulegu fólksbílaútgáfu er glymjandi eða glamur frá vörurýminu en það er atriði sem notend- ur þessara bíla hljóta að venjast og verður vart hægt að fást mikið um - nema hliðarnar séu klædd- ar sérstaklega. Vélin í Escort sendibílnum er sú af minni gerð- inni, þ.e. 1,4 lítra með hvarfakút, 71 hestafl og fjög- urra strokka. Hún vinnur vel og hjálpar góð gírskipt- ing þar mikið uppá en er ekki snögg í viðbragðinu. Er hún 17 sekúndur að koma bílnum í 100 km hraða úr kyrrstöðu en slíkt getur varla ráðið úrslitum í vali manna á atvinnubíl, þar hljóta önnur atriði að vega þyngra. Eyðsla í blönduðum akstri er kringum 10 lítrar en fer niður í 7,3 lítra á jöfnum 90 km hraða. Beygjuradíus er 10 metrar og er bíllinn ágætlega lipur og góður í borgarsnúningum. Afturhurðir opn- Escort sendibíllinn ber heil 785 kg og er mun duglegri en keppinautar hans hvað það varðar. ast til hliðar og er hægt að ráða með því að losa um stoppjárnið hvort þær glennast alveg upp á gátt eða bara 90 gráður. Gott burðarrými er það sem Escortinn getur stát- að af en lengd þess er 1,82 metrar, breidd 1,62 m og hæð 1,07 metrar. Breidd milli hjólaskála er 1,17 m. Burðargetan er 785 kg en Escort sendibíllinn er búinn blaðfjöðrum að aftan og gefur það honum yfir 200 kg meiri burðargetu en keppinautanna. Kassinn er 2,54 rúmmetrar eða heldur minni en hjá hinum gerðunum. Gólfið er gúmmíklætt og áður er nefnd grindin milli burðar- og farþegarýmis en þann- ig frágenginn kemur bíllinn frá verksmiðjunum. Af helsta búnaði öðrum má nefna að hliðarspegl- ar eru stillanlegir innanfrá, lagnir eru fyrir útvarp og hátalara og vökvastýri. Fyrir þetta þarf að stað- greiða 875 þúsund krónur án virðisaukaskatts fyrir bíl kominn á götuna og er það mitt á milli verða keppinautanna. Endurtaka má að Escortinn er lipur og þægilegur viðskiptis og stendur því vet að vígi á þessum sérstaka hluta bílamarkaðarins. ■ Jóhannes Tómasson Díselbíjar vinsælir í Frakklandi FRAKKAR kaupa í sívaxandi mæli díselfólksbíla og i janúar sl. voru í fyrsta sinn þar í landi skráðir fleiri nýir díselbílar en bensinbilar. Af 112.659 bilum sem seldust i þeim mánuði voru 58.502 með díselvél og 54.154 með bensínvél. Franskir bílframleiðendur telja að þessi þróun haldi áfram út þetta ár. Nýjar reglur Evrópubandalags- ins um leyfilegt magn mengandi efna í útblæstri bíla er talin vera helsta ástæða áhuga Frakka fyrir díselbílum, sem menga mun minna en bensínbílar. Eina landið í Evrópu utan Frakk- lands þar sem díselbílar eru vin- sælli en bensínbílar er Belgía. I Þýskalandi var gósentíð díselbíl- anna um miðjan níunda áratuginn en 1986 var ijórði hver bíll í Þýska- landi með díselvél, en nú í hæsta lagi sjötti hver bíll. Að meðaltali eru fjórtán bílar af hveijum eitt hundrað með díselvél í Evrópu. Sígildur Saratoga meö andlitslyftingu Chrysler Saratoga, hinn ameríski, hefur á síðustu árum fengið nokkrar viðbætur við tæknibúnað og ýmsan ytri búnað. Að vissu leyti má telja hann allt að því klassískan bíl, vel búinn vagn si þjónar hinum hefðbundna bílakaup- anda sem vill meðalstóran og traustan framdrifinn kraftmikinn sem þarf þó elta ólar við bíl, og en bíl ekki að framúr Morgunblaðið/jt Chrysler Saratoga er meðalstór og rúm- góður, framdrifinn bandariskur bíll með allgóðum búnaði og á þokkalegu verði. stefnu og tískustrauma. Þar er Saratoga góður kostur og við skoðum stöðu hans i dag en Chrysler umboðið, Jöfur, hefur að undanförnu boðið árgerð 1992 á 1.700 til 1.900 þúsund en 1993 árgerðin kostar um hálfri milljón betur. Mælaborðið er mjög hefðbundið og dálítið kloss- að en ökumaður getur látið fara vel um sig við aksturinn. Saratoga er ekkert sérstaklega framúrstefnulegur í útliti, hann er eig- inlega hvorki kant- aður né mjög ával- ur heldur mitt á milli og nokkuð sterklegur tilsýnd- ar. Stuðarar eru áberandi, sérstak- lega afturstuðar- inn sem gengur dálítið langt aftur. Framendinn er langur og voldugur með stórri vatns- kassahlíf og síðan fer rísandi lína aftur með bílnum og fínlegur listi nær umhverfis allan bílinn. Rúður eru stórar og hjólbarðar sömuleiðis. Að innan er allt vel úr garði gert. Framstólar veita góðan stuðning og er ökumannsætið rafstillanlegt í dýrari útgáfunni. Mælaborðið er ferkantað og allt að því klunnalegt með hefðbundinni niðurröðun. Gott er að ná í öll stjórntæki, ökumaður á ekki í vandræðum með að athafna sig nema hvað hann situr heldur of lágt. Höfuðrými leyfir alveg að bílstjórasætið sé heldur hærra enda veitir það meira öryggi og gefur ggj betri yfirsýn að sitja sem hæst. Það sem einkum gerir Sara- toga eftirsóknarverðan er ríkulegur búnaður og ekki síst SOjjj öflug vél og hljóðlát. Gefur hún bílnum feikigott viðbragð ■3 úr kyrrstöðu, hljóðlegan og þýðan akstur og góða vinnslu J2 á hvaða hraða sem er. Meðal Z staðalbúnaðar í SE útgáfunni (þeirri ódýrari) eru rafdrifnar JJJ rúður og læsingar en þeim er stjórnað með rofa í hurð en ekki með lyklinum. Þá er bíllinn búin öryggispúða í stýri (eða líknar- belg eins og hann er stundum nefndur), hraðastilli, rafdrifnum og hituðum hliðarspeglum, tvískiptu aftursæti sem gefur möguleika á meiri nýtingu farangursrýmis og enn má nefna útvarp og segulband með 4 hátölurum. Auk þessa búnað- ar eru í dýrari gerðinni, LE, læsi- varðir hemlar, álfelgur, aksturs- tölva sem gefur ýmsar upplýsingar um vegalengd bensín o.fl. og rafst- illtur ökumannsstóll. í borgarakstri og þrengslum er bíllinn hinn meðfærilegasti enda er hann ekki nema 4,60 m langur og það eina sem setja mætti út á at- hafnir í þrengslum og við að bakka í stæði og slíkt er heldur slakt út- sýni úr afturglugga. Vélarnar í báðum útgáfunum eru hinar sömu. Sex strokka, þriggja lítra og 141 hestafl og sjálfskipting- in er einnig hin sama. Hún er tölvu- stýrð og mjög fullkomin með skynj- urum sem taka við upplýsingum um álag og hraðabreytingar 140 sinnum á sekúndu og gefur tölvan skiptingarskipanir sínar í framhaldi af því. Með þessu er eldsneytisnýt- ingu haldið í hámarki. Eins og fyrr segir er aflið yfirdrifið. Bensíngjöfin er líka mjög næm, þannig að við minnstu viðkomu er bíllinn rokinn af stað og þarf raunar að venjast dálítið þessu næma viðbragði. Verðið er 1.698 eða 1.898 þúsund krónur á 1992 árgerðinni en 2.345 og 2.562 á 1993. Munurinn er ekki annað en skráningarárið og má fullyrða að munurinn verði ekki svo mikill á endursöluverði þessara bíla eftir nokkur ár. Ætli kaupendur sér því að eiga þá í 5 ár eða meira er óhætt að spara sér mismuninn og kaupa eldri árgerðina. Hann stend- ur fyllilega fyrir sínu. ■ Jóhannes Tómasson Japanir missa 62% tekna í bílaiðnaði vegna samdráttar HÆKKANDI gengi japanska jensins og almennur samdráttur í bílasölu í heiminum olli á siðasta fjárhagsári mesta tekjutapi í japönskum bílaiðnaði frá lokum síðari heimsstyrjaldar. Sam- tals urðu sjö af níu stærstu bílaframleiðendum í Japan fyrir 62% tekjuminnkun fyrir skatta mars sl. Tekjutapið á árinu varð tæpir 53 milljarðar ISK. Tvö fyrirtæki, Niss- an og Daihatsu, skýrðu frá því að taprekstur hefði verið á fyrirtækj- unum á slðasta ári. Nissan, Fuji og Mazda spá því að fyrirtækin verði rekin með tapi á þessu ári. Mitsubishi, Suzuki og Honda urðu fyrir miklum tekjusamdrætti á árinu og forsvarsmenn fyrirtækj- anna spá því að reksturinn verði í járnum á þessu ári. fjárhagsárinu sem lauk 31. Dökkt útlit Talið er að hátt gengi jensins miðað við bandaríkjadollar hafi kostað fyrirtækin sjö samtals um 80 milljarða jena, eða sem samsvar- ar 45,5 milljörðum ISK. Flestir jap- anskir bílaframleiðendur byggja spár sínar um sölu og hagnað á þessu ári á því að gengi jensins verði að meðaltali 110-115 á móti hverjum dollar, en fjármálasérfræð- ingar telja að mikil bjartsýni sé fólgin í slíkum spám. ■

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.