Morgunblaðið - 12.06.1993, Page 3

Morgunblaðið - 12.06.1993, Page 3
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. JÚNÍ 1993 C 3 rún Gunnarsdóttir, Gréta Mjöll Bjamadóttir, Ingibjörg Hauksdótt- ir, Kristinn Blöndal, Sveinbjörg Hallgrímsdóttir, Sesselja Björns- dóttir, Guðmundur Karl, Jón Sæ- mundur, Magnús Unnar Jónsson o.fl. sýna. í Faxaskála er áætlað að um 50 listamenn sýni málverk, skúlptúra, ljósmyndir, textíl, teikn- ingar og skartgripi. I kaffistofu skálans verða sýndar ljóðmyndir frá 17. júní til loka hátíðarinnar. í veit- ingahúsinu Jónatan Livingstone Mávi sýna Helga G. Óskarsdóttir og Jónína Loftsdóttir verk sín, Haf- liði Pétursson, Egill Sæbjömsson, Rán Jónsdóttir og Sigurbjörg Snorradóttir sýna á knæpunni 22, Fjölnir Geir Bragason sýnir á veit- ingastaðnum Pasta Basta, Inga Hlöðversdóttir, Rakel Hermanns- dóttir og Stefán Boulter sýna í Djúpinu, Ásta Guðrún Eyvindar- dóttir sýnir í Café Lizt, á Bræðra- borgarstíg 7 verða opnar vinnustof- ur Þóru Bjarkar Schram, Ingibjarg- ar Hauksdóttur, Kristínar Blöndal, Sveinbjargar Hallgrímsdóttur og Sigríðar Valdimarsdóttur, Ása Hauksdóttir og Öm Ingólfsson sýna lágmyndir í Café Splitt og Kristrún Gunnarsdóttir stendur fyrir uppá- komum og innsetningu í turni Slökkvistöðvarinnar í Öskjuhlíð laugardaginn 12. júní kl. 18.00. Er þá stiklað á stóru hvað varðar myndlist hátíðarinnar, en synd er að segja að hún sé skorin við nögl. NÚTÍMATÓNLIST OG SÍGILD Breiður hópur ungra listamanna plægja á hátíðinni þann akur tón- listarlífsins sem almennt er skil- greindur sem sígildur, þó hann end- urnýji sig í sífellu eins og títt er með gróðurmold. En endurnýjunin er auðvitað sígild. Og ljóst að hlýir vindar leika um íslenskt tónlistarlíf og uppalendur þess, en fjöldi ungra tónlistarmanna og tónskálda lætur í sér heyra á Óháðri listahátíð að þessu sinni. í kynningu hátíðarinnar segir m.a. af „óskilgreinanlegum hópi listamanna sem starfa saman undir heitinu „Regnhlífasamtökin" en um er að ræða „spunasamtök sem hafa það markmið æðst í huga að efla samstarf rriilli listgreina.“ Samtökin standa fýrir uppákomum alla hátíðina, m.a. á opnunardag, sl. miðvikudag, og einnig má nefna „fijáls faðmlög“ þeirra næsta þriðjudag, 15. júní, í Faxaskála og Djass í djúpinu fímmtudaginn 24. júní. Á morgun, sunnudaginn 13. júní, verða gítartónleikar í Tjarnarsal, þar sem Arngeir Heiðar Hauksson, Jón Guðmundsson, Kolbeinn Ein- arsson, Hannes Guðrúnarson, Lárus Sigurðsson og Guðmundur Péturs- son leika verk eftir Jón Guðmunds- son, Jóhann Sebastian Bach, Isaac Albeniz, Luiz Milan, John Dowland, S.L. Weiss, J. Turina og Hector Villa Lobos. Nútímaverk fýrir píanó og fíðlu hljóma í Tjamarsal sunnudaginn 20. júní, þegar Ríkharður Þórhalls- son, píanóleikari, og Una Svein- bjamardóttir, fíðluleikari, spreyta sig á Stravínskí-tilbrigði op. 37, „Tempo di marcia", Vögguvísu op. 33, „Waltze lunatica op 20“, „Intro- itus & Psalmus" o.s.frv. eða allt í allt ellefu verkum eftir Ríkharð Þórhallson. Tónleikarnir verða endurteknir 22. júní á sama stað. Einar Kristján Einarsson, gítar- leikari, er í dag í fremstu röð ís- lenskra gítarleikara og er orðinn vel kunnur af tónleikum sínum hér og erlendis. Hann leikur nútímatón- list fyrir gítar eftir ýmis tónskáld, þ.á.m. Hvaðan kemur lognið? eftir Karólínu Eiríksdóttur, Jakobsstig- ann eftir Hafliða Hallgrímsson, „Drei tentos" eftir Hanz Werner Henze og „Elegy" eftir Rowsthome. Á næstsíðasta degi hátíðarinnar, 26. júní, verður nútímatónlist í Faxaskála þegar Pétur Jónasson, gítarleikari, og Kjartan Ólafsson, tónskáld, flytja verk þess síðar- nefnda sem em annars vegar fyrir einleiksgítar og tölvuhljómsveit, og hins vegar fyrir Kurtzweil K-2000 tölvu. Verkið er unnið á tónsmíða- forrit sem Kjartan hefur hannað og nefnist Calmus og segir að gald- urinn sé „fólginn í því að tengja saman lifandi flutning, tölvustýrðan flutning og spuna.“ Fyrra verkið nefnist Tilbrigði við jómfrú en hið seinna Tvíhljóð. Seinna þetta kvöld stilla þeir Halldór Auðarsson, gítar- leikari, Halldór Bragason, blúsari, Hilmar Öm Hilmarsson, tölvumeist- ari, Hjörtur Howser, hljómborðs- leikari og Jens Hansson ásamt blúsaranum KK Bing saman strengi sína og standa fyrir blúsdjammi fram á nótt. Ýmsir gestir munu slást í för með þessum fríða hópi á tregagöngu hans inn í lokanótt Óháðu listahátíðarinnar. Unnur Vilhelsdóttir bindur síðan endahnút á Óháða listahátíð 1993 þegar hún sest við flygilinn í Tjarn- arsal, sunnudaginn 27. júní, ogleik- ur af fingrum fram Tokkötu í C- moll eftir Jóhann Sebastinan Bach, ' Sónötu í E-moll eftir Mozart, Til- brigði eftir Hróðmar Inga Sigurðs- son og Fantasíu í F-moll op. 49 eftir Chopin. Áhugasömum listunnendum er einnig bent á að fylgjast með dag- skrá hátíðarinnar sem Morgunblað- ið mun birta reglulega til loka henn- ar. Samantekt/SFr Morgunblaðið/Kristinn Helslu aóstandendur listahátióar: Helgi Hauksson, Arndis Á*- geirsdóttir, Rakel Hermannsdóttir, Sissa, Brynja Þorgeirsdóttir, Halldór Auóarson, Friórik Róbertsson og Guórún Guójónsdóttir. slagverksuppákoma Regnhlífar- samtaka um almennan spuna, en þá mættu allir sem það vildu á úti- taflið í Bakarabrekkunni hver með sitt slagverk og svo var spilað af fíngrum fram á meðan menn nenntu. Að mati Halldórs er þessi uppákoma einmitt það sem að var stefnt, að sameina sem flesta lista- menn í einhveiju verkefni án tillits til hefðbundinnar skiptingu í list- greinar. Um kvöldið voru síðan fyrstu rokktónleikarnir í Faxaskála, sem er helsta aðsetur Óléttrar ’93, en þar komu fram Hydema, Slippidú, Reptilicus, Súkkat, Mis- tök, The Dumb Blonde Brunette Duet, Speni frændi og Sifjaspellam- ir og Todmobile. í kvöld leika Vinir Dóra með gestunum Deitru Farr og Chicago Beau McGraw frá Chicago og einhverjum íslenskum gestum í Plúsnum. ALMENN UNDARLEGHEIT Ekki er nokkur leið að flokka hljómsveitir eftir tónlistarstefnum, en rokkfróðir geta giskað á hvaða tegund tónlistar er í gangi eftir nöfnum hljómsveitanna; hvort boðið er upp á dauðarokk, popprokk með enskum textum, danssveim, ný- bylgju eða bara almenn undarleg- heit, en rokkdagskrá Óléttrar ’93 er á þessa leið: Sunnudagur 13. Örkumla, Duttlungar Orra eim- svala, Hinir demónísku Neander- dalsmenn, Prófessor Finger, Niður, The Fourth Crew, Lipstick Lovers og Nýdönsk leika í Faxaskála. Heij- ast tónleikamir kl. 20 og standa til kl. 1. Miðvikudagur 16. Fallega gulrótin, Synir Rasp- útíns, Þór og Mjölnir, Óskýrt, Pand- emonium, Mug, Bölmóður, Blimp og SSSól leika í Faxaskála. Heíjast tónleikarnir kl. 20 og standa til kl. 3. Föstudagur 18. Púff, trúabdúrinn Heiða, Yukat- an, Dawn of the Dead, Tjajz Giss- ur, Texas Jesus, Slip, Niður, SS Span ásamt Brútal og Kolrassa krókríðandi leika í Faxaskála. Hefj- ast tónleikamir kl. 20 og standa til kl. 3, en einnig verður tískusýning og Birgir Þór flytur fýrirlestur um tónkerfi. Laugardagur 19. Cataconic, Natassæ, Maunir, Pulsan, Curver, Vin K, Bfllinn, Still- uppsteypa, Maðurinn á kassanum, Svið, Leiksvið fáránleikanas og Sagtmóðigur leika í Faxaskála. Heflast tónleikamir kl. 20 og standa til kl. 3. Kl. 22 hefjast í Gauki á Stöng tónleikar Bone China og Deep Jimi and the Zep Creams, sem standa einnig til kl. 3. Miðvikudagur 23. Hell Meat, Sexual Mutilations, Funny Bone, Fokk Opps, Drop, Stoned, Skrýtnir, Fitus Quo og Bum leika í Faxaskála. Hefjast tón- leikarnir kl. 20 og standa til kl. 1. Fimmtudagur 24. Lunch, Edearment, Baphomet, Þrask, INRI, Superoldies, Rómeó og Júlíus, Slip, Móðir, Opp Jors leika í Faxaskála. Heijast tónleik- amir kl. 20 og standa til kl. 1. Einn- ig fremja Birgir Thor, Gunnar Rún- ar og Bjöm gjörning. Kl. 21 heijjast í Djúpinu jasstónleikar á vegum Regnhlífarsamtaka um almennan spuna. Föstudagur 25. Dawn of the Dead, Forgarður helvítis, Kviklæstir, Jötunuxar, Cranium, Strigaskór nr. 42, 13, Sororicide, Bone China, Dos Pilas og Deep Jimi and the Zep Creams leika í Faxaskála. Hefjast tónleik- amir kl. 20 og standa til kl. 3. Laugardagur 26. Síðasta tónleikarispan verður blúshátíð Faxaskála þar sem fram korpa Jökulsveitin, Halldór Braga- son og Hilmar Örn, Hjörtur Howser og Jens Hansson og KK Band og síðan verður blúsjamm með óvænt- um gestum til kl. 3, en herlegheitin hefjast kl. 20.30. Á.M. LIST AHÁTÍÐ í HAFNARFIRÐI Kolbeinn Bjarnason og Guórún Óskars- dúltir. Morgunblaðið/Kristinn Nýkomin heim „VIÐ sýnum okkar bestu hliðar. Flytjum bæði barokkverk og nýja tónlist frá Islandi og Asíu,“ segir Kolbeinn Bjarnason flautuleikari um tónleika sem hann heldur ásamt Guðrúnu Óskarsdóttur semballeikara í Hafnarborg á þriðjudagskvöld. Þau komu hingað utan úr Evrópu fyrir viku og eru að byija að spila saman opinberlega í túnfætinum heima. Guðrún hefur verið í námi í Hollandi og Sviss og Kol- beinn á þönum milli konserta og griðastaða til æfínga heima og heim- an. Höfundar verkanna sem þau leika nú eru misvel kunnir: Handel, Tele- mann og Couperin, Þuríður Jónsdótt- ir og Leifur Þórarinsson, Yun og Takemitsu. Tónleikamir, sem hefjast klukkan 20.30 á þriðjudaginn, eru liður í Listahátíð í Hafnarfírði. Kolbeinn segir aðal þeirra fjölbreytni frekar en eina efnislind. „Guðrún hefur mikið leikið gamla franska tónlist," segir hann, „en ég hef mest haldið mig í nútímanum og þetta speglast að hluta á tónleikunum í Hafnar- borg. Þó spilar hún næstum nýtt verk samið af íslendingi á Ítalíu og ég þýskar barokksmíðar." Tónleikamir hefjast á sónötu eftir Hándel og svo kemur fantasía eftir Telemann. Síðan stúdíó Þuríðar Jóns- dóttur fyrir sembal. Hún hefur lagt stund á tónsmíðar í Bologna og samdi verkið þar 1991. Á eftir fylgir samtímatónsmíð Toros Takemitsu frá Japan, verk sem þetta 63 ára japanska tónskáld samdi fýrir fjóram áram fyrir flautu í minn- ingu vinar síns og landa sem var myndhöggvari. Síðan fá tónleika- gestir að heyra annað nútímaverk frá Asíu, Söng, eftir Kóreumanninn Isang Yun. Síðasti hluti þess á það sameiginlegt með verki Takemitsu að vera tregaljóð um látinn vin. Að svo búnu er stokkið aftur í aldir og hlustað á Guðrúnu flytja sembalsvítu eftir Couperin. í lokin leikur hún með Kolbeini Sumarmál Leifs Þórarinssonar. „Eg hef mest fengist við að spila nýja músík,“ segir Kolbeinn. “Nú leita ég markvisst að nýjustu smíðum bestu tónskáldanna og tel eiginlega skyldu mína að flytja slík verk. Oft líða margir áratugir frá því tónverk er samið þar til það heyrist á ís- landi. Mig langar að stytta þennan tíma.“ Þ.Þ. Cambrian Brass Quintet CAMBRIAN Brass Quintet frá Englandi var stofnaður 1981. Kvintett- inn er skipaður tónlistarmönnum sem allir eru frá Mið-Englandi. Þeir eru Richard Adams sem leikur á trompet, Andrew Stone-Fewings sem einnig leikur á trompet, John Carvell sem leikur á horn, Kevin Pitt sem leikur á básúnu og Melvyn Poore sem leikur á túbu. eir félagar hafa leikið heima fyrir og víða um heim. Þeir hafa hlotið góðar viðtökur og til þess hefur verið tekið að auk þess að vera afbragðs tónlistarmenn hafí þeir skemmtilega framkomu. Efnis- val þeirra nær frá endurreisnartónl- ist miðalda til nútíma jass og bítla- tónlistar. Fjölbrejdt efnisval kvintettsins hefur vakið sérstaka athygli jafnt heima fyrir og í löndum eins og Frakklandi, Þýskalandi, Kanada, Spáni og Austurríki. Þeir koma oft fram á tónlistarhátíðum á Englandi, m. a. á Cheltenham Intemational Festival. Kvintettinn hélt fyrstu Lundúna- tónleika sína 1988 í Purcell Room. Þar fluttu félagamir verk eftir Thea Musgjave og var það frumflutningur á Englandi, einnig fyrsta verk Step- hens Olivers sem leikið var í London. Nýlega héldu þeir tónleika þar sem eingöngu var leikin ný tónlist og nutu til þess styrks frá Arts Council. ýmsir listamenn hafa unnið með Cambrian Brass Quintet, meðal þeirra Richard Baker, Ifor James og John Amis. Þeir hafa oft leikið í breska útvarpinu, BBC, og haft sér- staka dagskrá í Yorkshire-sjónvarp- inu. Þeir hafa leikið inn á nokkrar plötur og fleiri eru á leiðinni. Cambrian Brass Quintet leikur oft við sérstök tækifæri, brúðkaup, í opinberum boðum og einkasam- kvæmum. Að sögn Gunnars Gunnarssonar, formanns Listahátíðar í Hafnarfírði, em félagar Cambrian Brass Quintet þekktir fyrir „glæsileik og hressilega framkomu". Gunnar segir að ung ensk tónskáld hafí sérstaklega samið verk fyrir þá félaga. Þeir bjóði upp á „skemmtilega blöndu tónlistar, með klassískri músík, nútímatónlist og léttmeti og nái með því til stórs áheyrendahóps". Það sem þeir munu leika hér eru m. a. verk eftir ítalska framúrstefnu- tónskáldið Berio, mars eftir Peter Maxwell Davies og einnig frumflytja þeir nýtt verk eftir Jonathan Dove. Tónleikar Cambrian Brass Quintet verða í Hafnarborg sunnudaginn 13 júní kl. 20.30. J. H.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.