Morgunblaðið - 03.07.1993, Qupperneq 10
10
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. JÚLÍ 1993
Hagavatn
* ........ ■
eftir Olaf
Sigurgeirsson
Hagavatn er austan undir Haga-
felli í Langjökli. Framan við vatnið
er hnúkóttur móbergshryggur, sem
heitir Brekknafjöll og fram af þeim
er Fagradalsfjall, Jarlhettumar með-
fram rönd Langjökuls innan við
Hagavatn. Hnúkaröðin er um 15 km
að lengd og munu hnúkranir vera
rúmlega 20.
Jarlhettur eru mjög áberandi af
veginum upp á Bláfellsháls, en veg-
urinn að Hagavatni beygir frá norð-
urleiðinni þegar komið er inn fyrir
Sandá og er um grýtta mela og
uppblásið land að fara. Um fimm
km frá vegamótum liggur vegurinn
upp brekku og heitir þar Sandvatns-
hlíð og er Sandvatn þar fram af.
Fyrrum var hér algróið Iand allt inn
að Sandvatnshlíð og að Bláfelli.
Samkvæmt Gíslamáldaga (1570) á
Torfastaðakirkja skógarteig í Sand-
vatnshlíð og Bræðatungukirkja á
826 Ávaxtaskál
Verð: 3.700,-
VARIST EFTIRLÍKINGAR
ALESSI
KRINGLUNNI S: 680633
Ferðafélags
íslands
skógartungu undir Bláfelli. Víða eru
örfnefni sem benda til sleóga eða
graslendis á þessum slóðum, en nú
er þar ekkert slíkt að finna. Héðins-
skógur var fyrir innan Sandá austur
undir Hvítá, en þar er nú enginn
skógur lengur. I jarðabók Arna
Magnússonar og Páls Vídalín, frá
1708, segir að skógur sá sem Tor-
fastaðakirkja hafi átt í Sandvatns-
hlíð sé nú aleyddur og í sand kom-
inn. í sömu heimild segir um
Haukadal: „Jörðinni spillti Hekla þá
hún gaus.“ Sérdeilis eyðilagðist
skóguirnn þar á eftir. En árið 1693
gaus Hekla einu af sínum mestu
gosum og fóru þá margar jarðir í
eyði.
Vegurinn stefnir nú upp að Jarl-
hettum framarlega og liggur um
skarð sem verður á milli Einifells
og fremsta hnúks Jarlhetta. Þegar
komið er yfir skarðið er fallegur
grashvammur fram undan. í
hvamminum er sæluhús Ferðafélags
Islands, Hagavatnsskáli, sem reistur
var árið 1942. Frá skálanum er smá
FASTEICN ER FRAMTID M • ir
FASTEi GNArtíÍ' MIÐLUN
SVERRIR KRISTJANSS0N L0GGIL TUR FASTEIGNASALI * * " SUÐURLANDSBRAUT 12, 108 REYKJAVÍK, FAX 687072 SÍMI 68 77 68
Sýningarsalur Fasteignamiðlunar
er opinn laugardaga frá kl. 11-16 og sunnudaga frá kl. 13-16.
Skrifstofan er lokuð um helgar í sumar.
Fjöldi eigna á skrá - Sjón er sögu ríkari.
911 RH 91 97A LAR^S Þ' VALDIMARSSON framkvæmoastjori
m \ I Vvkl 0/U KRISTINN SIGURJ0NSS0N, HRL. loggiltur fasteignasali
Til sýnis og sölu - athyglisverðar eignir sem vekja athygli:
Einbýlishús í Smáíbúðahverfi
Steinhús 2 hæðir samtals 113 fm nettó - 5 herb. íbúð. Mikið endur-
bætt. Svalir. Sólverönd. 40 ára húsnæðislán kr. 2,3 millj. Verð kr. 10,5
millj. Einkasala.
Safamýri - endaíbúð - bílskúr
4ra herb. sólrík góð ibúð á 1. hæð. Tvennar svalir. Geymsla í kjallara.
Sameign mikið endurnýjuð. Vinsæll staður. Einkasala.
Lyngmóar - bílskúr - útsýni
Nýleg 4ra herb. íbúð á 2. hæð við Lyngmóa í Garðabæ. 3 svefnher-
bergi. Sér þvottaaðstaða. Frágengin lóð.
Hæð og ris í Hlíðahverfi
3ja herbergja efri hæð, 86,5 fm nettó. Sérhiti. Svalir. Þríbýli. 4 her-
bergi fylgja í risi undir súð. Góður bílskúr, 28 fm.
Einbýlishús - Hveragerði - skipti mögul.
Mjög gott timburhús við Borgarheiði í Hveragerði. Ein hæð um 120 fm.
4 svefnherb. Bílskúr með geymslu um 30 fm. Ræktuð lóð. Tilboð óskast.
Vinsæll staður - góð séríbúð
Neðri hæð við Bústaöaveg, 3ja herb., 81,8 fm nettó. Öll eins og ný.
Sérinngangur. Sérhiti. 40 ára húsnæðislán kr. 3,5 millj. Tvíbýli. Tilboð
óskast. Einkasala.
Skammt frá Hagaskóla
Mjög góðar 4ra herb. íbúðir með miklum langtímalánúm. Vinsamleg-
ast leitið nánari upplýsinga.
Að gefnu tilefni
Upplýsingar til viðskiptamanna okkar.
Afföll af húsbréfum voru i gærmorgun 14,37%, þ.e. kr. 1.000.000 i
húsbréfum = kr. 856.300 í peningum. I fasteignaviöskiptum ber að
meta öll afföll og taka tillit til greiðslutímans, áhvílandi skulda og ástands
hins selda.
Látið reynda sölumenn reikna kauptilboðin miðað við staðgreiðslu í
peningum.
Opið í dag kl. 10-16.
Teikningar á skrifstofunni.
Almenna fasteignasalan sf.
var stofnuð 12. júlí 1944.
ALMENNA
FASTEIGNASAIAH
LAUGAVEG118 SÍMAR 21150 - 21370
spölur upp að Hagavatni og er yfír
Jarlhettukvísl að fara, en hún er
oftast sakleysisleg en getur vaxið á
heitum sumardögum. Sæmilegur
jeppavegur er frá skálanum upp að
gljúfrinu sem afrennsli vatnsins,
Farið, hefur myndað en það fellur
fram í myndarlegum fossi sem
nefndur hefur verið Nýifoss. Vegar-
slóði er upp bratta brekku alla leið
að vatninu, en ekki mæli ég með
því að reyna hann á bíl. Betra er
að skilja bílinn eftir fyrir neðan
brekkuna og ganga upp með gljúfr-
inu og vatninu. Þegar upp er komið
blasir við augum göngubrú sem
byggð er yfir Farið ofan við fossinn.
Brúin opnar skemmtilegar göngu-
leiðir um Brekknafjöll og Fagradals-
fjall.
Hagavatn hefur tekið miklum
breytingum á síðustu áratugum. A
fyrstu árum þessarar aldar var
Hagavatn miklu stærra en það er
nú, en 1929 brast jökulstífla og
Hagavatn hljóp fram. Myndaðist þá
Leynifoss. Tíu árum seinna 1939
hljóp Hagavatn aftur og gróf sig
fram innar og Leynifoss hvarf, en
Nýifoss myndaðist. Við þetta lækk-
aði í vatninu um 10 metra og minnk-
aði það mjög. Árið 1980 hljóp Lang-
jökuil fram í vatnið og grófst þá
farvegurinn enn niður og vatnið
minnkaði. Er það nú talið um þriðj-
ungur þess sem það var um aldamót-
in síðustu.
Ferðafélag íslands efnir til dags-
ferðar að Hagavatni laugardaginn
3. júlí. Brottför er frá BSI, austan-
megin kl. 8.
»
Höfundur er fararstjóri hjá FI.
Göngubrúin yfir Farið.
Ljósm./ Ólafur Sigurgeirsson
____________________________Æ&iibíM ooáD
Umsjónarmaður Gísli Jónsson 699. þáttur
Umsjónarmaður talaði eitt
sinn í Háskólafyrirlestri um nöfn
Húnvetninga, og þar í var þetta:
„Hvers vegna hurfu góð og
gild íslensk nöfn eins og Hall-
bera? Hvers vegna hjarði rétt
aðeins fallegt nafn eins og Berg-
ljót? Fyrir misskilning, held ég.
Menn hafa líklega misskilið báða
liðina í Hallbera. Fyrri hlutinn
er stofn orðsins hallur=steinn,
seinni hlutinn bera=birna, kven-
dýr bjarnarins. En menn tóku
að skynja hall sem stofn sagnar-
innar að hallast og bera var „sú
bera, nakta“!
Hallvör hjarði rétt aðeins í
Húnavatnssýslu 1845. Menn
hafa líklega ekki lengur skynjað
að það er hin „sterka, óbifanlega
vemdarvættur“, heldur séð fyrir
sér geiflaðan munn. Steinvör
(sem merkir hið sama) þótti víst
ekki öllum kyssileg! Hroðalega
gátu menn misskilið nafnið
Bergljót. Kona, sem það nafn
bar, trúði mér fyrir því, að hún
hefði haldið sér til ærins ang-
urs, að það merkti „ljóta kerling-
in í berginu, Grýla“, og henni
var vorkunn. En berg í Bergljót
er stofn sagnarinnar að bjarga,
og ljót í mannanöfnum er skylt
ljós, (e. light). Bergljót er „hin
bjarta bjargvættur“, hvorki
meira né minna. Ljótunn mætti
þýða „ljóselsk“.
Hið ágæta nafn Guðlaug=
„sú sem vígð er guðum“, mátti
verjast í vök. Sumir slitu þetta
í sundur og sögðu guð laug, og
var það ekki hámark ósvífninnar
að bera lygi upp á guð almáttug-
an?
Þá misskildu menn og sneru
út úr ágætum nöfnum eins og
Ástríður, Guðríður og Ingiríð-
ur, en Sigríður slapp einhvem
veginn við slíkt. Seinni hluti
þessara nafna er þó orðinn til
úr fríður og merkir ekki lakara
en ást, vinátta eða vernd.
Þetta kennir okkur að
fræðslu um merkingu og upp-
runa mannanafna ætti að taka
upp í skólum, áður en við týn-
um fjölda góðra og þjóðlegra
nafna fyrir misskilning."
Umsjónarmanni þykir nú
skylt að geta þess með þökkum,
að fræðsla um mannanöfn er
komin til skjalanna í barnaskól-
um landsins.
★
Hlymrekur handan kvað:
Ég er mikil og merkileg hetja,
og mig tjáir hreint ekki að letja,
sagði Vitlausi-Geiri,
og vildu þá fleiri
fíflinu á foraðið etja.
★
Úr bréfi frá Ólafi Hannessyni
vélamanni:
„Kæri Gísli.
Haf þökk fyrir góðan þátt og
fróðlegan ... Dögum oftar heyr-
ist að íslenzk tunga eigi sér
dyggari bandamenn í Ríkisút-
vaipinu en öðrum fjölmiðlum.
Hygg ég að sú sérstaða sé sízt
meiri en af er látið. Síðast í gær
skýrði fréttastofa RÚV ítrekað
frá því að „barnsfaðir yngri dótt-
ur Ernu Eyjólfsdóttur“ hefði lagt
fram kæru í ákveðnu máli í
Bandaríkjunum. Hér átti að
sjálfsögðu að tala um barnsföður
Ernu sjálfrar, þ.e.a.s. föður
barns hennar, en ekki föður
barns barnsins.“
Þetta sýnist umsjónarmanni
réttmæt athugasemd.
★
Eftir ábendingum:
1) Setið við knattspyrnu
(eða legið kannski?): „Þegar upp
var staðið, hafði KR skorað sjö
mörk, en Víkingur tvö.“ (Sjón-
varp.)
2) Sögnin nema er sterk eft-
ir 4. hljóðskiptaröð: nema-
nam-námum-numið. Viðteng-
ingarháttur nútíðar er þá nemi
og þátíðar næmi. Undarlegt að
heyra í útvarpi: „Þótt hann nymi
(nimi) hana á brott.“
3) Fín fyrirsögn! „Grásleppu-
vertíðin aðeins hálfdrættingur á
við síðasta ár.“
★
Umsjónarmaður hefur heyrt
undarlegan framburð kven-
mannsnafnsins Ástríður, og það
jafnvel hjá þeim sem prýðilega
eru talandi. Er þá kvenheitið
borið fram eins og fleirtala af
samnafninu ástríða, það er
„á-stríður“. Ástríða er náttúr-
lega eitthvað það sem stríðir á
mann. En kvenmannsnafnið er
auðvitað samsett af ást. (Hitt
er annað mál og kemur ekki
þessu við að ást getur verið
ástríða.)
Engum manni dettur í hug
að bera karlheitið Ástráður
fram „á-stráður“, enda auðvelt
að snúa út úr slíku.
★
„„Ave crux, spes unica“, er
hið forna andvarp þeirra, sem
fundu, að þeir gátu ekki orðið
sáluhólpnir „fyrir utan kross“,
lausnardauði frelsarans var hin
eina von. í kristninni er krossinn
öllum helgum dómum helgari,
því að af honum helgast öll
kristnin. „Fyrir krossi drottins
flýja djöflar, hræðist helvíti,
dauði firrist, syndir forðast,
skammast óvinir, friður magn-
ast, en ást þróast og allir góðir
hlutir ... Heilagur kross er hlífi-
skjöldur við meinum, en hjálp í
farsællegum hlutum, huggun við
harmi og hugbót í fagnaði, hlíf
við háska, lækning við sóttum,“
segir gömul, íslenzk homilia.“
(Kristján Eldjárn: Gengið
á reka (1948) í grein um
Ufsakrossinn.)
★
íslenska er bráðlifandi mál.
Orðin tvíæringur (= biennial)
og listhús (= galleri) ná æ meiri
festu og nýjasta áhersluorð ungs
fólks er gamalt, stutt og gott:
ýkt. Dæmi: Ykt stuð í Höllinni.
Ýkt útsala í Kaupfélaginu.
P.s. „Færður í land af varð-
skipi.“ Þetta var fyrirsögn hér í
blaðinu sl. laugardag. Hvað
merkir þetta? Var einhver úr
áhöfn varðskipsins færður í
land?