Morgunblaðið - 03.07.1993, Síða 20

Morgunblaðið - 03.07.1993, Síða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. JÚLÍ 1993 Hertar reglur um flóttamenn ÞÝSKIR landamæraverðir neit- uðu í gær að hleypa nær 60 ólöglegum innflytjendum inn í Þýskaland, daginn sem nýjar og hertar reglur um pólitíska flóttamenn tóku gildi í landinu. Fólkið, sem flest var frá Rúm- eníu og ríkjum fyrrum Júgó- slavíu, hafði reynt að komast yfir landamæri í austurhluta landsins fyrir miðnætti áður en nýju reglurnar gengu í gildi. Víðar á landamærum Þýska- lands og á mörgum helstu flug- völlum landsins var ólöglegu innflytjendunum snúið frá. Nýju lögin eiga að minnka straum erlendra flóttamanna með því láta þá sækja um hæli áður en komið er til Þýskalands og með því að útbúa lista yfir þau lönd þar sem pólitískar of- Sóknir eru ekki til staðar. Einn- ig verður peningagreiðslum hætt til þeirra sem bíða hælis og verður þeim einungis séð fyrir vistum á meðan flallað er um umsókn þeirra. Mandela vill aflétta við- skiptabanni NELSON Mandela, leiðtogi Af- ríska þjóðarráðsins, ANC, sagði í gær að samtökin væru að hugsa um að breyta afstöðu sinni varðandi viðskiptabannið á Suður-Afríku og ætti því að vera hægt að aflétta því innan þriggja vikna. Hann sagði að vaxandi atvinnuleysi og ofbeldi í landinu væri ástæða áherslu- breytingarínnar. Áður vildi ANC að bíða lagasetningar um völd bráðabirgðastjórnar áður en banninu yrði aflétt. Hann sagði einnig að hægt yrði að staðfesta 27. apríl nk. sem kjör- dag í fyrstu kosningum landsins til stjórnlagaþings opnar öllum kynþáttum. Inkatha-hreyfíngin vill þó ekki að dagsetningin sé ákveðin fýrr en búið verði að leggja bindandi drög að nýrri stjórnarskrá. Heimahérað Jeltsíns lýsir yfir sjálfstæði SVERDLOVSK, heimahérað Borisar Jeltsíns forseta Rúss- lands, hefur einhliða lýst yfir sjálfstæði sínu sem rússneskt lýðveldi og heitir nú Úrallýð- veldið. Með þessu vill héraðið senda viðvörun til Jeltsíns um hvað gæti gerst í landinu ef honum tekst ekki að koma á pólitískum stöðugleika í Rúss- landi. Stjórnendur í Sverdlovsk segjast þó ekki vera að snúast gegn Jeltsín, en hann á miklum vinsældum að fagna í héraðinu. Þessi yfirlýsing sé til þess eins að vara stjómvöld við því að þolinmæði fólks sé á þrotum. Bretar neita Nígeríu um aðstoð DOUGLAS Hurd, utanríkisráð- herra Bretlands, sagði á fimmtudag að Bretar myndu ekki veita Nígeríu frekari að- stoð fyrr en lýðræðislega kjör- inn borgari hefði tekið við emb- ætti forseta í landinu og tryggt væri að hann gæti starfað óhindraður. Hurd sagði að tak- markanir á hernaðaraðstoð, sem settar voru í síðustu viku vegna þess að herstjómin í Níg- eríu ógilti forsetakosningar þar í landi, yrðu haldnar uns lýræði ríkti í landinu. Reuter Haldið upp á afmæli Imeldu Marcos IMELDA Marcos, ekkja Ferdinands Marcos, fyrrverandi einræðisherra á Filippseyjum, hélt upp á 64 ára afmæli sitt í gær. Hún sagði að forgangsverkefni sitt væri að flytja lík eiginmannsins sáluga frá Hawaii til heimalandsins. Á myndinni heilsar hún stuðningsmönnum sínum og á tertunni fýrir framan hana er mynd af afmælisbarninu. Norrænt herlið sent til Bosníu? Reine. Reuter. FORSÆTISRÁÐHERRAR Noregs, Danmerkur og Sví- þjóðar sögðust á fimmtudag vera að íhuga að senda sam- eiginlega sveit hermanna til Bosníu til að taka þátt í frið- argæslu Sameinuðu þjóð- anna. Carl Bildt, forsætisráðherra Sví- þjóðar, sagði að Svíar kynnu að geta sent 900 hermenn til Bosníu. Poul Nymp Rasmussen, forsætis- ráðherra Danmerkur, kvaðst vera hlynntur hugmyndinni. Lækna- og verkfræð- ingasveitir? Gro Harlem Brundtland sagði að kanna þyrfti málið frekar. Hún sagði að meðal annars hefði verið rætt um að senda lækna- og verk- fræðingasveitir til Bosníu. „Eg úti- loka ekki neitt,“ sagði hún. Deilan um réttindi rússneska minnihlutans í Eistlandi ROSE hvetur tQbreytingaá nýju lögunum Tallinn, Helsinki. Reuter. MAX van der Stoel, sem fer með málefni þjóðernisminni- hluta fyrir hönd Ráðstefnunnar um öryggi og samvinnu í Evrópu, RÖSE, vill að nýjum lögum í Eistlandi um ríkisborg- ararétt verði breytt svo að komið verði til móts við kröfur Rússa. Samkvæmt lögunum verða Rússar, sem eru um þriðjungur íbúanna, að sækja um ríkisborgararétt og skil- yrði fyrir réttinum er að fólk geti bjargað sér á eistnesku. Rússnesk stjórnvöld hafa gagn- rýnt nýju lögin harðlega, segja að verið sé að mismuna minnihluta- hóp og brjóta á honum mannrétt- indi. „Reyna verður að draga úr spennunni hjá rússneska minni- hlutanum," segir í bréfi van der Stoels til Lennarts Meris Eistlands- forseta. Alar Olljum, yfirmaður eistneska utanríkisráðuneytisins, sagði hvatningu van der Stöels vera á pólitískum nótum en ekki lagalegum; miklu skipti hver af- staða Evrópuráðsins í málinu yrði. Flestir Rússar í Eistlandi hafa flust þangað eftir að landið var innlimað með valdi í Sovétríkin 1940 eða þeir eru afkomendur inn- flytjenda. Eistlendingar óttast að þjóðemi þeirra og menningu verði ógnað fái svo öflugur minnihluti grannþjóðarinnar að fara sínu fram í landinu. Sjálfir eru Eistlend- ingar rúmlega ein milljón en þess má geta að í Rússlandi búa nær 150 milljónir manna. Verða átök í Narva? - Stjórnvöld í Moskvu skrúfuðu nýlega fyrir gas til Eistlands sem er háð Rússlandi um mestalla orku en hafa nú aflétt sölubanninu sem að sögn var sett vegna vanskila Eistlendinga. Rússneski sendiherr- ann í Finnlandi sagði í dagblaðsvið- tali í gær að ástandið í eistnesku landamæraborginni Narva, sem að mestu er byggð Rússum, væri svo alvarlegt að ekki væri hægt að útiloka átök. Síðar í mánuðinum hyggjast íbúar Narva efna til at- kvæðagreiðslu um nýju ríkisborg- aralögin. Rússnesk stjómvöld hafa hótað Meri komi til móts við Rússa HÁTTSETTUR embættismaður RÖSE hefur skorað á Lennart Meri, forseta Eistlands, að koma til móts við kröfur rússneska minnihlut- ans í landinu. refsiaðgerðum og þingið í Moskvu hefur hvatt til aðgerða láti stjórn- völd í Tallinn ekki undan. Rússar hafa enn um 7.000 manna her- námslið í Eistlandi og neita að draga það á brott fyrr en Eistlend- ingar stöðvi meint mannréttinda- brot. Jaák Jörruut, sendiherra Eistlands í Finnlandi, segir að mótmæli Rússa hafi það eina markmið að draga athyglina frá vem hernámsliðsins í Eistlandi. ítalska öldungadeildin setur tímatakmörk á þingsetu Umbótafrumvarpið orðið aðhlátursefni Róm. Reuter. FRUMVARPIÐ um endurbætur á ítölsku kosningalöggjöfinni þótti taka skrítna stefnu í gær þegar öldungadcildin samþykkti, að eng- inn mætti sitja lengur en í 15 ár á þingi. Kallaði einn þingmaður samþykktina „allsherjarbrjálscmi" en gangi breytingin, sem á að vera afturvirk, alla leið, munu sumir kunnustu menn á þingi, þar á mcðal umbótasinninn Mario Segni, verða að víkja. „Því lengra sem frumvarpið fer, því fáránlegra verður það,“ sagði dagblaðið l’Unita í gær. Á miðvikudag samþykkti neðri deildin að stofna kjördæmi erlend- is með ýmsum spennandi og fram- andlegum nöfnum, sem hlegið var að um alla Ítalíu. Fyrir skopteikn- ara var þetta mikill hvalreki og þeir hafa gert margar myndir af spilltum stjómmálamönnum í strá- pilsi að leita endurkjörs á suðræn- um sólarströndum. Ráðabrugg andstæðinganna? Ekki er búist við, að þessar til- lögur verði samþykktar í báðum deildum þingsins og stjórnmála- skýrendur segja, að líta mætti á þær sem grín ef þær tefðu ekki fyrir pólitískum umbótum í land- inu. Samkvæmt ítölsku stjórnar- skránni verður hvor deildin að samþykkja frumvarp, sem kemur frá hinni, alveg óbreytt eigi það að ná fram að ganga. Sé því breytt, verður það að fara annan hring. Þessi háttur hefur valdið því, að lagafrumvörp geta verið á flækingi milli deildanna út í það óendan- lega. Sumir telja, að fyrrnefndar breytingar hafi verið gerðar að undirlagi andstæðinga frumvarps- ins og þeirra, sem vilji koma í veg fyrir kosningar á næstunni með öllum ráðum.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.