Morgunblaðið - 03.07.1993, Síða 23

Morgunblaðið - 03.07.1993, Síða 23
22 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. JÚLÍ 1993 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. JÚLÍ 1993 23 Jltangpitiftbifrlfe Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Fulltrúar ritstjóra • Fréttastjórar Ritstjórnarfulltrúi Árvakur h.f., Reykjavík Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Björn Vignir Sigurpálsson. Kringlan 1, 103 Reykjavík. Símar: Skiptiborð 691100. Auglýsingar: 691111. Áskriftir 691122. Áskriftargjald 1368 kr. með vsk. á mánuði innanlands. í lausasölu 125 kr. með vsk. eintakið. Niðurskurður í Þýskalandi Stjórn Þýskalands tilkynnti fyrr í vikunni að hún hygð- ist skera niður ríkisútgjöld veru- lega, sem lið í aðgerðum til að bæta efnahagsástandið í landinu. Útgjöld verða, að kröfu Theo Waigel fjármálaráðherra, skorin niður um rúmlega 20 milljarða marka á næsta ári, sem samsvar- ar um 880 milljörðum íslenskra króna. Þá verður skorið niður um 27 milljarða árið 1995 og rúm- lega 28 milljarða árið 1996. Mesti niðurskurðurinn er á sviði félagslegrar aðstoðar, ekki síst atvinnuleysisbóta, og er stefnt að því að þær verði skert- ar um tæpa fjórtán milljarða marka árið 1994. Barnabætur verða einnig skertar verulega, með því að tekjutengja þær, og kostnaðarþátttaka almennings vegna þjónustu verður aukin verulega. Þá verða laun opin- berra starfsmanna fryst og dreg- ið er úr niðurgreiðslum í iðnaði og landbúnaði. Þessar aðgerðir eru vissulega harkalegar og hafa þær sætt harðri gagnrýni stéttarfélaga, stjómarandstöðu og jafnvel ein- stakra forystumanna stjórnar- flokkanna. Waigel íjármálaráð- herra var hins vegar ómyrkur í máli er hann varði niðurskurðinn. Hann sagði Þjóðveija hafa eytt meiru en þeir hefðu aflað og þeir sem höfnuðu þessum tillög- um væru að snúast gegn eigin þjóð á erfiðum tímum. Svipaðan tón er að fínna í leiðara eins virt- asta blaðs Þýskalands, Frank- furter Allgemeine Zeitung. Þar er bent á að niðurskurðurinn sé, ef eitthvað er, allt of lítill. Alvar- leg mistök hafi verið gerð í ríkis- fjármálum í fortíðinni og eigi allir þar sína sök. Það þjóni hins vegar litlu að þræta um hver beri ábyrgðina; það eina sem dugi sé að breyta um stefnu. „Sá sem reynir að standa í vegi fyrir því er að stuðla að efnahagslegu, íjármálalegu og pólitísku neyðar- ástandi. Hann er ekki að verja hið félagslega heldur sýna ábyrgðarleysi," segir blaðið. Vandinn í þýskum ríkisfjár- málum er vjssulega mikill. Hlut- fall ríkisútgjalda af þjóðarfram- leiðslu Þýskalands hefur aukist gífurlega á undanförnum árum. Lengi vel var hlutfallið tæplega 50% en með aðhaldsaðgerðum á síðasta áratug tókst að ná því niður í tæplega 46%. Á milli ár- anna 1990 til dagsins í dag hafa ríkisútgjöldín hins vegar þanist út á ný og eru nú um 52% af þjóðarframleiðslu. Hafa þau ekki verið meiri í sögu sambandslýð- veldisins. Þessari útgjaldaaukningu hef- ur verið mætt með skattahækk- unum og lántökum. Er nú svo komið að ekki er talið hægt að hækka skatta frekar án þess að það hafi slæmar afleiðingar á efnahagslífið og greiðslubyrði af lánum er smám saman að sliga ríkissjóð Þýskalands. Einungis vaxtagreiðslur nema á þessu ári 55 milljörðum marka eða um 13% af ríkisútgjöldum. Á næstu árum mun ríkissjóðurinn einnig þurfa að taka yfir gamlar austur-þýsk- ar skuldir og talið er að árið 1996 verði vaxtagreiðslur af þeim sökum um 100 milljarðar marka eða um 20% af ríkisút- gjöldum. Svona mætti lengi áfram telja. Sameining Austur- og Vestur- Þýskalands hefur reynst Þýska- landi þungbærari en nokkurn óraði fyrir. Hún hefði verið erfið á hvaða tímum sem er. Þegar einnig bætist við alþjóðlegur efnahagssamdráttur myndast neyðarástand. Þýsku ríkisstjóm- inni hefur ekki tekist að standa á bremsunum hvað ríkisútgjöld varðar og sætt harðri gagnrýni fyrir enda hefur hallareksturinn í Þýskalandi haldið uppi vöxtum um allan heim. Ákveðinn víta- hringur var að myndast. Háir vextir leiddu til þyngri greiðslu- byrði lána, sem leiddi til hærri skatta, sem loks dró úr fjárfest- ingum og jók atvinnuleysi. Þessi þróun var þegar komin það vel á veg að talið er að stjórnin hefði ekki mátt bíða lengur með að grípa til róttæks niðurskurðar. Áðgerðirnar, sem tilkynntar voru í vikunni, eru að mati flestra fyrsta alvarlega tilraunin frá því Þýskaland sameinaðist til auk- innar ráðdeildar, og strax á fimmtudag ákvað þýski seðla- bankinn að lækka vexti verulega. Fylgdu seðlabankar fjölmargra annarra ríkja þegar í stað í kjöl- farið. Það er þó ljóst að einar og sér munu þessar aðgerðir þýsku stjórnarinnar duga skammt. Þótt niðurskurðurinn sé mikill og óvæginn nær hann einungis að draga úr fjáúagahallanum og hægja á skuldasöfnun ríkisins. Vandinn er enn til staðar þótt dregið hafi verið úr honum. Lík- lega eru þessar aðgerðir einung- is fyrsta skrefið af mörgum. Með því að ákveða sparnað á viðkvæmum sviðum hefur þýska stjómin sýnt mikið hugrekki. Það er ekki minni nauðsyn á því hér á landi en í Þýskalandi að taka á ríkisfjármálunum af fullri al- vöru. Sá niðurskurður mun krefj- ast pólitísks hugrekkis, hann mun valda deilum og hann mun koma illa við fjölmarga hópa. Hinn kosturinn, að skjóta vand- anum á frest, er aftur á móti sýnu verri og gæti haft afdrifa- rík áhrif þegar fram í sækir. Braut umgengnisrétt sem tyrkneskur dómstóll hafði dæmt Haliin mætti ekki með dætumar til Sophiu Lögfræðingur Sophiu krefst fangelsisdóms yfir Halim HALIM Al, fyrrum eiginmaður Sophiu Hansen, kom ekki með dæt- ur þeirra tvær til fundar við hana í gær eins og dómur um um- gengnisrétt hennar kveður á um. Gunnar Guðmundsson, lögfræðing- ur Sophiu, segir að farið verði fram á sex mánaða fangelsi vegna brotsins. Jafnframt verði óskað eftir aðstoð lögreglu við að ná Halim. Gunnar sagði að Halim A1 hefði ekki komið með dætur Sophiu Han- sen til fundar við hana og hann hefði ekki. verið á heimili sínu þeg- ar þangað hafi verið komið. Hann sagðist hins vegar ekki hafa trú á því að Halim héldi sig ásamt dætr- um sínum í nágrenni heimabæjar síns, Sivas, eins og hann hefði gef- ið út yfirlýsingar um heldur færi hann efiaust huldu höfðu í Istanbúl enda þyrfti hann að vera þar vegna fyrirtækis síns. Aðspurður um næstu skref í málinu sagði Gunnar að Halim A1 yrði kærður fyrir brot sitt og farið fram á 6 mánaða fangelsisvist í refsingarskyni. Jafnframt yrði farið fram á aðstoð lögreglu til að ná til hans. Gunnar sagði að fangelsisvist þýddi að Halim missti forræði dætra sinna. Að auki sagði Gunnar að farið yrði fram á fundi með fulltrúum viðkomandi ráðuneyta til að óska eftir liðsinni þeirra. „Þannig að við náum að ljúka málinu með eins skjótum hætti og hægt er. Og tyrk- neskur þegn komist ekki upp með það endalaust að bijóta gegn tyrk- neskum úrskurðum og erlendur rík- isborgari gjaldi fyrir,“ sagði hann. Engar fréttir „Ég bjóst kannski við þessu innst inni þó ég héldi að hann Iéti sér segjast því hann hlýtur að gera sér grein fyrir því að hann verður að skilja börnin eftir fyrir utan fang- elsisdyrnar. En hann hefur kannski einhveijar aðrar áætlanir með þær. Ég veit ekki hvað hann ætlar að gera þessum börnum," sagði Sop- hia Hansen þegar rætt var við hana. Hún sagðist engar fréttir hafa haft af dætrum sínum og líðan þeirra undanfarið. „Ég reyndi að hringja til þeirra á 12 ára afmælisdegi Dagbjartar í júní alveg frá morgni langt fram á kvöld en hann skellti bara á og konan hans líka,“ sagði hún. Sophia sagðist að lokum skora á íslendinga að standa upp og gera það sem þeir gætu til að hjálpa dætrum sínum úr ánauðinni. „Jafn- framt vil ég svo þakka öllum þeim sem hafa hjálpað mér fyrir aðstoð- ina.“ Þjóðhagsstofnun endurskoðar áætlanir vegna gengislækkunar Útlit fyrir að viðskipta- versni um 8% á árinu kjör ÞJÓÐHAGSSTOFNUN hefur endurskoðað áætlanir sínar um helstu þjóðhagsstærðir fyrir þetta ár í ljósi gengislækkunar krón- unnar og jafnframt gert drög að spá fyrir árið 1994. Spáin bygg- ist m.a. á nýlegum ákvörðunum um aflaheimildir á komandi fisk- veiðiári og umgjörð ákvarðana í ríkisfjármálum fyrir árið 1994. í frétt frá Þjóðhagsstofnun kemur m.a. fram að þjóðhagsleg skil- yrði eru talin verða erfið bæði á þessu ári og næsta ári. Gert er ráð fyrir að landsframleiðsla dragist saman um 0,8% á þessu ári og 2% á árinu 1994. Verðbólga á mælikvarða vísitölu framfærslukostnaðar er talin verða um 4,5% milli áranna 1992 og 1993 og 3,3% milli áranna 1993 og 1994. Þjóðhagsstofnun telur að gangi þessar spár eftir batni samkeppnis- staða íslenskra atvinnuvega um- talsvert vegna gengislækkunarinn- ar nú og í nóvermber síðastliðnum. Minnkandi viðskiptahalli Viðskiptahallinn hefur minnkað verulega undanfarin misseri. Reiknað er með að hallinn muni verða um 2,5% af landsframleiðslu 1993 og 2,3% 1994. Til samanburð- ar má geta að hallinn var 4,7% á árinu 1991 og 3,1% 1992. Þjóðhagsstofnun gerir ráð fyrir að útflutningur vöru og þjónustu verði í heild tæplega 3% minni árið 1994 en á þessu ári. Gert er ráð fyrir að útflutningsverðmæti sjáv- arafurða dragist saman um Vi% að raungildi. Einnig er gert ráð fyrir samdrætti í útflutningi vöru og þjónustu. Hins vegar er talið að önnur framleiðsla til útflutnings muni aukast á næsta ári þótt horf- urnar séu að ýmsu leyti óvissari en í sjávarútvegi. Þannig er búist við að álframleiðsla aukist um 3,3%, kísiljárnframleiðsla standi í stað, en aðrar greinar auki framleiðslu sína um 4-5% og er sú spá einkum byggð á bættri samkeppnisstöðu þessara greina. Versnandi viðskiptakjör Samkvæmt spá Þjóðhagsstofn- unar er útlit fyrir að viðskiptakjör versni um 8% á þessu ári en leita þarf aftur til ársins 1979 til að finna sambærilega viðskiptakjararýmun á einu ári en þá varð gífurieg hækk- un á olíuverði vegna átaka við Persaflóa. Þróun viðskiptakjara hefur verið óhagstæð einkum vegna mikillar lækkunar á verði sjávar- afurða. Á næsta ári er reiknað með að þróun viðskiptakjara snúist til hins betra. Gert er ráð fyrir að einkaneysla verði 4,3% minni a þessu ári en í fyrra vegna samdráttar í tekjum heimila. Fjárfestingin er talin drag- ast saman um 8% frá fyrra ári. í heild dragast þjóðarútgjöldin sam- Sumarráðningar varn- arliðsins eru óbreyttar VARNARLIÐIÐ hefur ráðið 130 manns í afleysingar og önnur sumarstörf í ár. Um er að ræða svipaðan fjölda og mörg undan- farin ár og eru nánast allir um- ræddir starfsmenn af Suðumesj- um. Þá hefur fengist samþykki bandaríska varnarmálaráðuneytis- ins fyrir fastráðningu allra lausráð- inna íslenskra starfsmanna vamar- liðsins, alls 68 manns. Þessir starfs- menn hafa margir starfað árum saman hjá vamarliðinu, en einung- is verið ráðnir tímabundið í þijá mánuði í senn, segir í frétt frá upplýsingaskrifstofu varnarliðsins. an um 3,9% á þessu ári samkvæmt endurskoðaðri spá. Seðlabanki íslands hefur endur- skoðað verðlagsspá í ár og næsta ár eftir gengislækkunina þann 28. júní. Við útreikning á framfærslu- vísitölu, byggingarvísitölu og láns- kjaravísitölu er auk þess m.a. búið að gera ráð fyrir 14% virðisauka- skatti á bækur og fjölmiðla, sem nú er kominn til framkvæmda, og lækkun virðisaukaskatts af mat- vælum um næstu áramót. Morgunblaðið/Bjami Guðmundur G. Þórarinsson forseti Skáksambands Islands Reynum að bera klæði á vopnin FLORENCIO Campomanes, forseti Alþjóða skáksambandsins FIDE, hefur óskað eftir stuðningi Skáksambands íslands í deilum við Gary Kasparov og Nigel Short. Guðmundur G. Þórarinsson, forseti Skáksambands Islands, telur líklegast að stjórn sambands- ins taki þá afstöðu að reyna að sætta menn. „Undirrótin virðist vera peningar og þeir eru sterkur drifkraftur,“ sagði Guðmund- ur. Campomanes, forseti FIDE, skrifaði á þriðjudag Guðmundi G. Þóraninssyni, forseta Skáksam- bands íslands, bréf þar sem farið var fram á stuðning Skáksam- bands íslands í deilunum við Ka- sparov og Short. Þeir félagar Kasparov og Short hafa forystu fyrir atvinnumanna- samtökum skákmanna, PCA. Þau Rætt um sjávarspendýr FULLTRÚAR á fundi NAMMCO í Reykjavík ræða um sjávarspendýr og nýtingu á þeim. Þriðja fundi NAMMCO, Sjávarspendýraráðs N-Atlantshafsrikja, lokið í Reykjavík Sjóður styrki upplýsingamiðl- un um nýtingu sjávarspendýra Umfangsmikil hvalatalning 1994 og 1995 ÞRIÐJA fundi NAMMCO, Sjávarspendýraráðs N orður-Atlantshafsríkj a, lauk í Reykjavík í gær. Aðildarríki sjóðsins ákváðu að stofna sjóð, sem styrkja á verkefni á sviði upplýsingamiðlunar um nýtingu sjávarspendýra. Einnig var ákveðið að efna til umfangsmikillar talningar hvala og sela á Norður-Atlantshafi á árunum 1994 og 1995 til að bæta við þær vísinda- legu upplýsingar, sem til eru um fjölda og ástand sjávarspendýrastofnanna. Aðildarþjóðir NAMMCO eru íslend- ingar, Norðmenn, Færeyingar og Grænlendingar. Á fundinum í Reykja- vík ákváðu þær meðal annars að boða til alþjóðlegrar ráðstefnu á næsta ári um áhrif mengunar sjávar á sjávar- spendýr í Norður-Atlantshafi. Auk þess var stofnaður sjóður, sem „styrkja á verkefni sem auka þekk- ingu og skilning á skynsamlegri og sjálfbærri nýtingu sjávarspendýra." Stofnfé sjóðsins er um fimm milljónir íslenzkra króna, en áformað er að auka ráðstöfunarfé hans síðar. Kate Sanderson, nýráðinn framkvæmda- stjóri NAMMCO, sagði í samtali við Morgunblaðið að sjóðurinn gæti til dæmis stutt við bakið á kvikmynda- gerð, bókaútgáfu eða ráðstefnuhaldi, sem þjónaði yfirlýstu markmiði hans. Á fundinum var afráðið að efna til talningar sjávarspendýra á Norður- Atlantshafi á árunum 1994 og 1995. Áformað er að talningin verði áð minnsta kosti jafnumfangsmikil og sambærilegar rannsóknir á árunum 1987 og 1989, sem ráðizt var í að frumkvæði íslendinga, að sögn Jó- hanns Sigurjónssonar, formanns vís- indanefndar NAMMCO. Telja á allar hvalategundir á svæðinu. Sjálfbær nýting er grunnurinn ályktun fundarins segir meðal I annars: „Ráðið ítrekaði þá skoðun að sjálfbær nýting hvalastofnanna ætti að vera grunnur framtíðarstarfs þess, hvað varðar stjómun sjávarspendýra- stofna, og samþykkti að taka þátt í umræðum um þetta hugtak á öðrum alþjóðlegum vettvangi." Hingað til hafa aðildarþjóðir NAMMCO aðeins samþykkt að ráðið veiti ráðgjöf um nýtingu smáhvela og sela. Hún nær hins vegar ekki til hrefnu eða stór- hvela. Aðspurður hvort ráðið kynni í framtíðinni að verða aðildarþjóðunum til ráðgjafar um nýtingu allra hvala- stofna, sagði Færeyingurinn Kjartan Hoydal, formaður ráðsins, að sam- kvæmt stofnsáttmála NAMMCO gæti ráðið fengizt við stjómun allra hvala- stofna. Slíkt yrði hins vegar að gerast samkvæmt samhljóða samþykki allra aðildarþjóðanna. Málin rædd í fjölskylduandrúmslofti Guðmundur Eiríksson þjóðréttar- fræðingur sagðist í samtali við Morg- unblaðið ánægður með fund Sjávar- spendýraráðsins. „NAMMCO er að verða æ myndarlegri stofnun og nýtur meiri virðingar á alþjóðavettvangi," sagði hann. Islendingar hafa beitt sér fyrir því að ráðið tæki að sér að fjalla um nýtingu hrefnustofnsins og færi þar með inn á verksvið Alþjóðahval- veiðiráðsins, en Grænlendingar hafa lagzt gegn því. Guðmundur sagði að þar sem ekki stæði til að heíja hval- veiðar á þessu sumri, heýði ekki verið þrýst á annað af hálfu íslendinga en að hinn vísindalegi gmnnur yrði styrktur. „Það er að ánægjulegt að raeða þessi mál í fjölskylduandrúms- lofti,“ sagði Guðmundur. Áheymarfulltrúar frá Danmörku, Rússlandi og Kanada sátu fund ráðs- ins og var Rússum og Kanadamönnum boðin aðild að ráðinu. Stjórnir ríkjanna hafa ekki svarað því boði. hafa nú boðað undanrásir í heims- meistarkeppni án nokkurs sam- komulags við FIDE. FIDE hefur á hinn bóginn svipt Kasparov og Short ELO-stigum sínum. I samtali við Morgunblaðið sagði Guðmundur G. Þórarinsson að í tilskrifi Campomanes kæmi fram ótti um að heimsmeistakeppni sú sem Kasparov og Short hyggist hafa forgöngu um væri bara upp- hafið. Það væri verið að stofna nýtt skáksamband og kljúfa skák- hreyfinguna í heiminum varanlega í andstæðar fylkingar. Nokkuð langt gengið Forseti Skáksambands íslands sagði FIDE ekki hafa ráðfært sig við íslenska skáksambandið varð- andi þær ákvarðanir sem það hefði tekið. Og eftir því sem hann best vissi ekki heldur við mörg önnur skáksambönd aðildarlanda. Skák- samböndin hefðu þó almennt stað- ið með FIDE í þessu máli. En Guðmundur sagði að flestir teldu þó að nokkuð langt væri gengið þegar menn væru þurrkaðir út af stigalistanum. Guðmundur sagði stjórn skák- sambandsins myndi fjalla um er- indi Campomanes á næsta fundi sem yrði líklega haldinn í lok næstu viku eða byijun hinnar þar eftir. Hann sagði sitt hugboð að íslenska skáksambandið, ef það gæti nokk- ur áhrif haft, myndi taka þá af- stöðu að reyna að bera klæði á vopin og leita sátta í þessari djúp- stæðu deilu. Guðmundur sagði að Einar S. Einarsson, fulltrúi skáksambands- ins hjá FIDE, myndi kynna afstöðu sambandsins á næsta þingi FIDE sem yrði væntanlega haldið í haust í Brasilíu. Greinargerð unnin í utanríkisráðuneytinu um afleiðingar hvalveiða Vænta má harðra viðbragða stjóm- valda í Bandarí kj unum og Evrópu í GREINARGERÐ sem unnin hefur verið í utanríkisráðuneytinu um hugsanlegar afleiðingar af hvalveiðum íslendinga fyrir samskiptin við önnur ríki og íslenska viðskiptahagsmuni er lagt til að íslensk stjórn- völd fresti ákvörðun um endurupptöku hvalveiða að minnsta kosti fram á næsta ár og sjái hvernig Norðmönnum reiðir af. Bent er á að pólitískt vægi umhverfis- og hvalfriðunarmála í helstu viðskipta- og samstarfsríkjum Islands sé slíkt að ef hvalveiðar hæfust að nýju yrði það mál tekið upp við öll tækifæri í tvíhliða samskiptum íslands við Vestur-Evrópuríki og Bandaríkin. Málið yrði til trafala og myndi veikja þann hljómgrunn sem málstaður Islands hefur í öðrum málum í þess- um ríkjum. Að öllum likindum verði tapið mun meira en sá ábati sem hlotist geti af hvalveiðum og er því haldið fram að neikvæð áhrif tak- markaðra hvalveiða yrðu fullt eins mikil og almennra hvalveiða. Greinargerðin var unnin á alþjóða- skrifstofu ráðuneytisins í síðasta mánuði og upplýsinga m.a. aflað á viðskiptaskrifstofu og í sendiráðum Islands. Hefur henni einungis verið dreift innan stjórnkerfisins og er ætlað að vera liður í stöðumati ráðu- neytis og stjórnvalda varðandi líkleg- ar afleiðingar hvalveiða fyrir ís- lenska viðskiptahagsmuni, skv. upp- lýsingum Morgunblaðsins. í henni segir að líklegt sé að hval- veiðar myndu veikja markaðsstöðu íslenskra fyrirtækja erlendis og skaða ímynd íslands í huga almenn- ings og að harðra viðbragða megi vænta af hálfu stjórnvalda í Banda- ríkjunum og Evrópu og sérstaklega í ríkjum EB. Fórnarkostnaður gæti numið 4-5 miiyörðum „Þó svo að aðgerðir bitnuðu aðeins á 5% útflutnings íslands gæti fórnar- kostnaður numið 4,4 milljörðum kr, ef miðað er við útflutningsverðmæti árið 1992, sem er umtalsvert meira en líklegur ábati af takmörkuðum hvalveiðum, sérstaklega þegar þess er gætt að ekki er hægt að ganga út frá því sem vísu að stærsti mark- aður fyrir hvalaafurðir, Japan verði opinn. Japan leyfír ekki innflutning á ólöglega veiddum hvalaafurðum og óvíst er hvort Japan muni heim- ila innflutning þótt að samþykkis eða samráðs hafi verið gætt í NAMMCO," segir í greinargerðinni. Fjallað er um stöðu málsins í ein- stökum löndum og markaðssvæðum. Þar kemur fram að ekki sé hægt að spá fyrir um hvort ráðist yrði í alls- heijar refsiaðgerðir gegn íslandi í Bandaríkjunum en hugsanlega myndu bandarísk stjórnvöld reyna að meta verðmæti afla, veiddra hvala eða hvalaafurða, beita refsiaðgerð- um að sama skapi og beina þeim þá að vöruflokkum sem skipti Islend- inga mestu máli. Bent er á að norsk fyrirtæki hafi þegar tapað viðskipta- hagsmunum vegna hvalveiða og að afleiðingar hvalveiða gætu orðið al- varlegar fyrir íslendinga í Þýska- landi. Er m.a. vísað til þess að ný- lega hafi verið undirritaður samning- ur við ALDI-Nord verslunarkeðjuna um kaup á lagmeti fyrir um 10 millj. þýskra marka eða um 400 millj. ísl. kr. en þar sé tekið fram að forsend- ur viðskiptanna séu að íslendingar hefji ekki hvalveiðar. „Talið er víst að viðskiptin glatist ef íslendingar hefji hrefnuveiðar," segir í greinar- gerðinni. Aftur á móti er ekki talin ástæða til að hafa miklar áhyggjur af sölu á ferskum fiski til Þýska- lands. Hrefnuveiðar veikja markaðsstöðu „Talið er að hrefnuveiðar íslend- inga myndu veikja markaðsstöðu þeirra fyrirtækja sem sjá um útflutn- ing til Bretlands og dreifingu ís- lenskra afurða þar. Marks & Spencer og Tesco, sem selja íslenskan fisk á neytendamarkaði hafa varað íslensk físksölufyrirtæki við því að hefji ís- lendingar hrefnuveiðar verði innkaup þeirra endurskoðuð," segir einnig í greinargerðinni og bent er á að skv. upplýsingum fulltrúa Flugleiða í Lundúnum megi ráða að stærsti ferðaheildsali þeirra í Bretlandi muni sjá sig tilneyddan til að leggja niður sölu á íslandsferðum vegna tengsla fyrirtækisins við World Wildlife Fund. SAL tekur upp nýjar reglur um gagn- kvæman makalífeyri Sterkari staða til greiðslu ellilífeyris -segir Hrafn Magnússon framkvæmdastjóri NÝJAR reglur um örorku- og makalífeyri tóku gildi hjá lífeyrissjóðum í Sambandi almennra lífeyrissjóða (SAL) um mánaðamótin. Fela þær í sér að tekinn hefur verið upp gagnkvæmur makalífeyrisréttur en fram til þessa hefur ekklum Iátinna sjóðsfélaga verið greiddur lífeyrir í tvö ár en ekkjum hefur hins vegar verið greiddur lífeyrir til frambúð- ar. Eru réttindi ekkla þar með aukin, að sögn Hrafns Magnússonar, framkvæmdastjóra SAL. Breytingamar sem gerðar voru munu styrkja stöðu lífeyrissjóðanna og gera þá færari til að standa und- ir skuldbindingum sínum til lengri tíma litið og munu auka getu þeirra til greiðslu ellilífeyris, að sögn Hrafns. Hrafn segir að í breytingunum felist að makalífeyrir sé nú tíma- bundinn hjá báðum kynjum og tekið mið af börnum á framfæri lífeyr- isþega. Eru reglumar færðar til samræmis við reglur sem gilda m.a. hjá Lífeyrissjóði verslunarmanna og í Samvinnulífeyrissjóðnum. Sagði hann að í gamia kerfinu hefði falist oftrygging á makalífeyrisgreiðslum en núna sé fyrirkomulagið þannig að ef eftirlifandi maki er 55 ára eða eldri sé greiddur makalifeyrir til frambúðar en ef hann er yngri sé greiddur makalífeyrir í tvö ár og síðan fullur lífeyrir þar til yngsta bam hans hefur náð 19 ára aldri. Einnig var gerð sú breyting að bamalífeyrir fellur niður þegar fólk tekur upp sambúð en áður var ein- ungis miðað við hjónaband að sögn Hrafns. Skuldbindingar lækka um ' 4-5% Reglur þessar hafa verið lengi í smíðum og vom svo samþykktar á síðasta ári en gildistakan var miðuð við 1. júlí 1993. Áætlað er að lækk- un heildarskuldbindinga hjá blönd- uðu lífeyrissjóðunum vegna breyt- inganna nemi 4-5%. ,

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.