Morgunblaðið - 03.07.1993, Qupperneq 25
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. JÚLÍ 1993
25
Aðalfundur Búnaðarsambands Austurlands
Vilja endurskoða félagskerfi bænda
I
^ Vaðbrekku, Jökuldal.
Á AÐALFUNDI Búnaðarsambands Austurlands, sem haldinn var
í Brúarási, voru samþykkt 26 mál og tillögur. Vörðuðu þau allt
frá viðamiklum tillögum að breytingu félagskerfis landbúnaðarins
til skipunar skemmtinefndar fyrir næsta aðalfund sem verður á
90. aldursári sambandsins.
Fundurinn lýsti sig andvígan
framkomnum tillögum að breyt-
ingum á samþykktum Stéttarsam-
bands bænda, heldur verði lögð
höfuðáhersla á heildarendurskoð-
un félagskerfis bænda sem hafi
eftirfarandi markmið að leiðar-
ljósi.
1. Stéttarsamband bænda og
Búnaðarfélag íslands sameinist í
ein heildarsamtök bænda sem
haldi einn árlegan aðalfund.
2. Búnaðarsambönd verði
þungamiðja félagskerfisins og
vægi þeirra á landsvísu fari eftir
fjölda bænda á hveiju búnaðar-
sambandssvæði.
3. Hreppabúnaðarfélögin verði
áfram grunneiningar búnaðar-
sambanda nema bændur á við-
komandi svæði kjósi annað fyrir-
komulag sem byggist á jöfnum
atkvæðisrétti bænda.
Einnig samþykkti fundurinn að
fela stjórn sambandsins að móta
heildarstefnu BSA, skilgreina
helstu markmið og undirbúa end-
urskoðun á lögum sambandsins í
samræmi við breyttar aðstæður.
Fundurinn varaði við hugmyndum
um stórfelldan flutning á jökul-
vatni til Lagarfljóts við gerð stór-
virkjana á Austurlandi og lagði
áherslu á að ekki verði teknar
ákvarðanir um slíkar stórvirkjanir
án fulls samráðs við íbúa svæðis-
ins.
Að gefnu tilefni lýsti fundurinn
yfír megnri andúð á vinnubrögðum
stjómar Menningarsjóðs útvarps-
stöðva þar sem hún ráðstafar al-
mannafé og því er virðist án nokk-
urra faglegra eða menningarlegra
skilyrða.
Fundurinn ályktaði einnig þar
sem óviðráðanlegt virðist að starf-
rækja útibú frá Veiðimálastofnun
á Austurlandi, eins og reynt hefur
verið og vonir voru bundnar við,
verði stofnunin flutt sem heild til
Egilsstaða.
Aðalfundurinn samþykkti að
BSA annist úttekt á kali í túnum
á sambandssvæðinu sem var þó
nokkurt í vor.
Fundurinn skoraði á sveitar-
Sjósókn og sjávarfaug
Sjóminjasýning í Geysishúsi frá 6. júlí
SJÓMINJASÝNING hefst í Geysishúsinu þriðjudagin 6. júlí er
Markús Orn Antonsson borgarstjóri opnar sýninguna kl. 16. Þetta
er fróðleg og fjölbreytt sýning fyrir borgarbúa og gesti þeirra,
innlenda og erlenda, á munum og myndum frá sjósókn í Reykja-
vík fyrr á tímum.
Á sýningunni er m.a.: Loft-
skeytaklefi sem settur var í togar-
ann Geir RE 241 árið 1923, nýupp-
gerður með öllum tækjabúnaði,
tveggja manna árabátur með
gömlu sunnlensku lagi smíðaður
árið 1907 og algjörlega óbreyttur
að allri gerð. Síðast notaður árið
1969, Halakotsbáturinn, 14 skips-
líkön sem Grímur Karlsson, skip-
stjóri í Ytri-Njarðvík hefur smíðað
af öllum bátum sem hann hefur
verið á til sjós. Auk þess eru til
sýnis líkön af gömlum og nýjum
Reykjavíkurtógurum. Ljósmynda-
safn Reykjavíkurborgar hefur val-
ið úr myndasafni Árbæjarsafns
um 50 myndir sem Sýna lífið við
F
MORGUNBLAÐINU hefur bor-
ist eftirfarandi tilkynning frá
fulltrúaráði Sólheima:
„Vegna umfjöllunar um málefni
Sólheima í Grímsnesi vill fulltrúar-
áð Sólheima lýsa því yfír að vegna
yfirstandandi skipulagsbreytinga
stendur alls ekki til að minnka
þjónustu við heimilismenn,
þrengja að þeim á nokkurn hátt,
útskrifa þá getuminnstu né breyta
fyrirkomulagi á vinnu heimilis-
manna. Þvert á móti eru skipu-
lagsbreytingarnar liður í því að
efla og styrkja þá þjónustu sem
fram fer á Sólheimum.
Fulltrúaráðið býður nýjan fram-
kvæmdastjóra, Halldór Kr. Júlíus-
son, velkominn til starfa og þakk-
ar fráfarandi forstöðumanni,
Sveini Kristjánssyni, fyrir starf
hans í þágu Sólheima.
Fulltrúaráðið leggur áherslu á
það að gengið verði svo fljótt sem
kostur er frá ráðningu starfs-
manna.
Eftir ítarlegar umræður um
málefni Sólheima lýsir fulltrúaráð-
ið yfír fyllsta trausti á fram-
um.
sjórnir og bændur að safna saman
afgangs heyrúllum og nýta þær
til uppgræðslu, einnig skoraði
fundurinn á umhverfísráðherra að
sjá til þess að hafíst verði strax
handa að safna skipulega úr-
gangsplasti er til fellur í landbún-
aði.
Samþykkt var fjárhagsáætlun
sambandsins að upphæð tæpar
tólf milljónir.
í stjórn Búnðarsambands Aust-
urlands sitja: Aðalsteinn Jónsson,
Klausturseli, formaður, Halldór
Sigurðsson, Hjartarstöðum, Björn
Þorsteinsson, Þernunesi, Anna
Bryndís Tryggvadóttir, Brekku,
og Björn Halldórsson, Ákri.
- Sig. Að.
sjóinn í Reykjavík fyrr á öldinni.
Sjóminjasafn íslands hefur valið
og lánað margvíslega muni sem
notaðir voru við veiðar og verkun
á saltfíski, skreið og öðru sjávar-
fangi áður fyrr. í sýningarsal á
efri hæð Geysishúss verða sýndar
heimildarmyndir um fískveiðar og
fískverkum íslendinga fyrr á-tím-
um og SÍF, SH, Lýsi, Ellingsen,
Héðinn og fleiri aðilar hafa lánað
myndir og muni á sýninguna sem
er hönnuð og sett upp af Sjóminja-
safni íslands.
Sýningin er opin virka daga frá
kl. 9 til 18 og um helgar frá kl.
11-18. Aðgangur er ókeypis.
Engar þjónustubreyt-
s ingar á Sólheimum
kvæmdastjórn Sólheima. Hvetur
fulltrúaráðið stjómina og starfs-
menn að taka höndum saman í
þágu heimilismanna á Sólheim-
RAUÐA KROSS
SAGA
I UAÍni ftlþjóönbrcvfínvar og í sr.lboði
siyriclnrartlla var stiitt vW tttfcið 6
VcktiTuraiacyínqom ritlgui tnxjuði
í hyepóaríap þcirrr. árin 1971. Sífon tók
við bygyingaþáuur iuííSíi dr<J c'tir.
Sagan
FORSÍÐA bæklingsins sem
Rauði krossinn hefur gefið út um
sögu Heimaeyjargossins.
20 ár frá Vest-
mannaeyjagosi
Bækling-
ur um lilyt-
verk RKI
í DAG eru liðin 20 ár frá lokum
Heimaeyjargossins og verður því
fagnað í Vestmannaeyjum. Rauði
kross íslands hefur gefið út bækl-
ing þar sem greint er frá gosinu
og ber hann heitið Rauða kross
saga.
I bæklingnum, sem er prýddur
myndum, er greint frá gosinu og~'
eftirmálum þess með áherslu á hlut-
verk Rauða krossins í starfmu. Björn
Tryggvason tók bæklinginn saman
en Sigurgeir Jónasson lagði til ljós-
myndir. Bæklingurinn kostar 100 kr.
TIL SOLU
STEYPUVERKSMIÐJA
með öllum búnaði
Iðnlánasjóður og Landsbanki íslands óska hér með eftir tilboðum
í fyrrum steypuverksmiðju þrotabús Oss húseininga h.f.,
að Suðurhrauni 2-2a, Garðabæ, ásamt öllum búnaði og lager
verksmiðjunnar.
Nánar til tekið er hér um að ræða:
♦ Verksmiðjuhúseign, sem er steypuverksmiðja með tilheyrandi
búnaði, vélum og tækjum til framleiðslu á steinsteypu,
milliveggjaplötum, rörum, brunnum, hellum, steinum, holplötum,
forsteyptum einingum o.fl
♦ Lager, sem er birgðir af fullunninni vöru.
♦ Skrifstofuhúsgögn og allur búnaður á skrifstofu, tölvur, tölvunet
og sérhannaður hugbúnaður til starfseminnar.
♦ Flutningatæki, handverkfæri, rannsóknartæki og áhöld.
Ofangreindar eignir seljast eingöngu í einu lagi.
Allar nánari upplýsingar veitir Iðnlánasjóður , Armúla 13a, Reykjavík,
sími 68 04 00
Verksmiðjan er í fullum rekstri og verður afhent væntanlegum
kaupanda í því ástandi sem hún verður í við gerð sölusamnings.
Afhending yrði skv. nánara samkomulagi.
Áskilinn er réttur til þess að taka hvaða tilboði sem er
eða hafna öllum.
Tilboðum skal skilað til Iðnlánasjóðs, Armúla 13a, 108 Reykjavík eða á
myndsendi sjóðsins nr. 91-680950,
í síðasta lagi mánudaginn 12. júlí næstkomandi.
IÐNLÁNASJÓÐUR
LANDSBANKI ÍSLANDS
A sumarnótunum:
Um helgina: Gijámispiii,
blátoppur og rauðtoppur
afsláttur
Alla daga: Tré, runnar og margt fleira
á frábæru sumarverSi.
SKÓGRÆKTARFÉLAG REYKJAVIKUR
Fossvogsbletti 1, fýrír neðan Borgarspitalann, simi 641770. Beinn simi söludeildar 641777
stofnab 19«