Morgunblaðið - 03.07.1993, Page 28

Morgunblaðið - 03.07.1993, Page 28
28 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARÐAGUR 3. JÚLÍ 1993 Kristín BjörgJóns- dóttír — Minning Fædd 17. september 1917 Dáin 25. júní 1993 Ríkur þáttur í lífsgæfu okkar mannanna er sá að mega njóta samfylgdar góðs og gefandi fólks, sem veitir ljósi á veg fram með björtu brosi, hlýjum hlátri, verm- andi viðmóti. Ekki sízt á þetta við á mótunarskeiði okkar, þegar al- vara lífsins er að taka við af æsk- unnar leik. Þegar Kristín vinkona mín Jóns- dóttir er horfin sjónum leitar hugur áratugi aftur, allt til fyrstu kynna á Fáskrúðsfirði, þar sem nítján ára gamall græningi var að fást við að fóta sig á kennslubrautinni með suma nemendur allt að því litlu yngri en hann sjálfur. Fáskrúðs- firðingar hafa alla tíð síðan átt sérstakan sess í huga mér, svo undurvel sem þeir tóku þá á móti mér sem og jafnan síðar. Þau hjónin Kristín og Sölvi Óla- son maður hennar skipa þar verðugan vináttusess, veitul og gefandi bæði tvö, þar sem hlutur hinnar hjartahlýju húsmóður var ^ svo góður sem gengið væri á fund gamalgróins vinar. Kristín var afar vel gerð kona, góð greind og glögg lífssýn héldust í hendur, veittu henni víðsýni og einlæga sannfæringu, hún átti heita lund en hlýja þó allra helzt, hress í bragði og ákveðin, athafna- söm kona og fylgin sér með ósvik- ula gleði í hjartanu. Þessa tvo kennsluvetur mína á Fáskrúðsfirði kynntist ég Kristínu vel og átti m.a. með henni farsælt - «félagsmálastarf, en hún átti ríka félagslega vitund, var áhugasöm og samvizkusöm í senn og lagði hveiju góðu máli mætagott lið, og það munaði um liðsinni hennar. Það er ljúft að staldra við er hún kveð- ur með svo ljósa minning frá lið- inni tíð. í áranna rás hélzt okkar trygga vinátta og alltaf var Kristín veit- andinn enda var henni eðlislæg hin ríka þörf fyrir að greiða götu fólks og gera það sem í hennar valdi stóð til að allt gengi sem allra bezt upp, allt stæði sem stafur á bók. Kristín var einstaklega mikil myndarhúsmóðir, en hún fékkst við ýmislegt í önn daganna, þar sem öllu var vel til skila haldið, rak um skeið verzlun af dugnaði og mikilli lipurð og viðhafnarveizlur voru hennar sérgrein, að standa fyrir slíku við hátíðleg tækifæri með rausn og sæmd, þá nutu sín til fulls þeir eðliskostir hennar sem lutu að myndarskap og smekkvísi um leið. Kristín hafði ákveðnar skoðanir alla tíð um þau málefni sem ein- hveiju skiptu. Hún kom frá miklu félagsmála- og menningarheimili í Breiðdalnum og þann arf úr for- eldrahúsum ávaxtaði hún dyggi- lega. Hún var félagshyggjukona af beztu gerð, engum kreddum bundin en lét rökvísi ráða samfara heilbrigðri dómgreind, meitlaða þeirri sannfæringu samhjálparinn- ar, sem hún vidli láta vera aðal hvers þjóðfélags. Slík sannfæring var henni í blóð borin og þegar hjartahlýjan kom þar í mót var samræmið hið bezta. Að leiðarlokum er enda spurt hvort nokkuð sé í raun dýrmætara en að eiga slíka eðliskosti í farteski lífsins og leyfa þeim að njóta sín til fulls. Það gerði Kristín vissulega alla ævitíð. Gestrisni hennar var enda rómuð og heimilið sannur griðastaður sem gott var að sækja heim. Hún Kristín kom úr Breiðdalnum ung kona og eiginmaður hennar Sölvi Ólason smiður er úr Skriðdal ættaður og þau hjón því austfirzk bæði sem bezt getur verið. Á heim- ili þeirra ríktu heilbrigðar lífsskoð- anir, sem hollt var ungum að mega kynnast. Öndvegisfólk eru þau einkunnarorð sem upp í hugann koma. Ég ætla mér ekki þá dul að rekja æviferil hennar Kristínar né ætt- erni, aðeins að geta dætra þeirra tveggja, Guðnýjar og Óskar, sem urðu henni yndi á ævivegi sem og allt þeirra fólk. Hún lætur eftir sig ljúfa minning um kynni kær hjá samferðafólki sem kveður hana þakklátum huga. Mig langar að slást í þann stóra hóp og þakka henni vináttu áranna og alla kynn- ing fyrr og síðar. Megi ljósbrot lið- inna minninga leiftra um þá hug- umkæru mynd sem ég á af henni Kristínu. Hún var kona minnisstæð hveijum sem henni kynntist fyrir mannkosta sakir. Megi austfirzkar vættir standa vörð um kæra minn- ing kjarnakonu, sem í hvívetna skilaði sínu á lífsleiðinni. Við Hanna sendum eftirlifandi eiginmanni, dætrum hennar og ást- vinum öðrum okkar einlægu samúðarkveðjur. Blessuð sé kær minning Kristín- ar. Helgi Seljan. Föstudaginn 25. júní lést í Sjúkrahúsinu á Seyðisfirði Kristín Björg Jónsdóttir eftir langvarandi veikindi. Kristín var frá Þorvalds- stöðum í Breiðdal, dóttir hjónanna Guðnýjar Jónsdóttur og Jóns Björg- úlfssonar, mikilla sæmdarhjóna og var næstelst þrettán systkina. Gestrisni og góðvild einkenndu Þorvaldsstaðaheimilið og fór Krist- ín. með það veganesti úr föður- garði, en hún var einstaklega glað- vær kona og gestrisin svo að af bar. Ég man glöggt fyrstu kynni okk- ar Kristínar þegar hún kom til Fáskrúðsfjarðar í ársbyijun 1943. Maður hennar, Sölvi Ólafsson frá Þingmúla í Skriðdal, var kominn nokkuð á undan henni og vann við smíðar hjá föður mínum. Kristín og Sölvi fengu leigt herbergi í næsta húsi við okkur, Oddeyri. Ekki var þar þægindum fyrir að fara, hvorki rennandi vatn né frá- rennsli og aðeins lítil olíuvél með einni hellu, en Stína kvartaði ekki, sagði þetta allt svo ágætt. Og víst var það ágætt því að þau voru svo hamingjusöm, það geislaði af þeim og vinnan var þeirra aðalsmerki. Sölvi smíðaði og hún saumaði og lék allt í höndum hennar, sama hvort voru fínir ballkjólar eða föt á karlmenn. Fljótlega réð Stína til sín tvær stúlkur til sauma, Helgu systur sína og Valborgu Ákadóttur, sem unnu hjá henni um tíma. Eftir nokkurra mánaða veru á Oddeyri fengu þau leigt í Sunnuhvoli og var þar öllu meira pláss, stórt eldhús og stofa og man ég að Stínu fannst þetta heil höll. Um þetta leyti dvaldist ég hjá henni, því að Sölvi fór til Djúpavogs til smíða ásamt föður mínum. Það undraði mig að hún virtist ekkert þurfa að sofa, því að hún vann við sauma langt fram eftir nóttu og vakti mig snemma morguns með ijúkandi kakó og góðgæti. Hún sagði mér margt skemmtilegt og hafði sérstaklega gaman af að rifja upp veru sína á Hallormsstað, en þar hafði hún verið á námskeiðum og sem þjón- ustustúlka hjá Sigrúnu Blöndal; er mér sagt að Sigrún hafi haft sér- stakar mætur á Kristínu. Sölvi og Kristín bjuggu á fleiri stöðum, á Fáskrúðsfirði og Djúpa- vogi, þar til þau keyptu húsið Sól- brekku sem hún var síðan kennd við. Kristín og Sölvi eignuðust dótturina Guðnýju Margréti og tóku til fósturs Pálínu Ósk Braga- dóttur sem þau reyndust afskap- lega vel, en einnig ólu þau upp Sölva Kristin, son Guðnýjar. Ég þakka þessari góðu konu samfylgdina og blessuð sé minning hennar. Guðrún Einarsdóttir. Hún Stína systir er farin eins og við segjum gjarna. Hún kvaddi okkur í birtu sumarsins og við biðj- um að sú birta fylgi henni til nýrra heimkynna. Kristín Björg var fædd 17. sept- ember 1917 að Þorvaldsstöðum í Breiðdal. Foreldrar hennar voru hjónin Jón Björgúlfsson og Guðný Jónasdóttir. Hún var næstelst 13 systkina og elsta telpan. Það gefur augaleið að hennar hefur snemma beðið ærinn starfi að gæta litlu systkinanna. Af þessum hópi eru nú tíu á lífí. Stina var hamhleypa til vinnu og hlífði sér hvergi þar sem hún lagði hönd að. Allt lék í höndum hennar, saumaskapur, hannyrðir vefnaður, matargerð, bakstur. Það var engu líkara en henni væri þetta allt meðfætt. Ung fór hún á Hús- mæðraskólann á Hallormsstað sem þá var talinn með bestu skólum sinnar tegundar á landi hér undir stjórn frú Blöndal. Þar kynntist hún eftirlifandi manni sínum, Sölva Óla- syni frá Þingmúla í Skriðdal, mikl- um sómadreng. Þau eignuðust tvö böm, Margréti Guðnýju og dreng er dó í fæðingu. Þá ólu þau upp frá fæðingu Pálínu Ósk Bragadótt- ur. Einnig ólst upp hjá þeim dóttur- sonurinn Sölvi Kristinn. Svo hátíðlega tók Stína hlutverk sitt sem stóra systir að þó árin færðust yfir hópinn vorum við yngri systkinin ávallt litlu systkinin, sem hún bar fyrir btjósti. Alla tíð vakti hún yfír velferð okkar, barna okkar og bamabarna nú síðast. Hennar stóra hjarta tók þátt í sorg okkar og gleði, alltaf reiðubúin að leggja lið, hver sem með þurfti. Ekki mátti hún neitt aumt sjá án þess að reyna úr að bæta, enda hænd- ust að henni þeir sem minna máttu sín í lífinu, auk allra hinna. Öll börn löðuðust að Stínu, því að hún átti ætíð bros og eitthvað gott í munninn og gaf sér tíma til að rabba við þau eins og fullorðna. Þegar dætur mínar voru litlar var Stína frænka jólasveinninn sjálfur í þeirra augum, holdi klæddur. Það var alltaf beðið með spenn- ingi eftir heimsóknum hennar og tilhlökkun að fara í heimsókn í Sólbrekku. Spennandi var að bíða eftir jólapökkunum frá Stínu frænku í þá gömlu góðu daga. Þannig var það og á fleiri stöð- um. Þær voru ófáar flíkurnar sem hún töfraði fram gegnum tíðina. Þegar hún settist við saumavélina var það göldrum líkast. Best þótti Guðmundur Vilhelm Steinsson — Minning Fæddur 24. desember 1921 Dáinn 25. júní 1993 Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskiinaðar viðkvæm stund. Vinimir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin strið. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Ég kveð Munda Steins hinstu kveðju og þakka alla hlýjuna og góðvildina frá æskuárum mínum. ^Elsku Stebba, börnin og fjölskyld- ur, góður Guð styrki ykkur og varð- veiti. Anna Jóna Snorradóttir. Þegar reynt er að leggja mat á lífs- og starfsferil manna lítur gjama svo út við fyrstu sýn sem einn leggi samfélaginu meira til en annar. Þeir sem mikið berast á; oft nefndir í sambandi við opinber störf eða hafa lag á að hreykja sér eru oft taldir leggja þar meira af mörk- um. En ef grannt er skoðað: Hvor leggur meira af mörkum, hinn hljóðláti, starfsami og grandvari eða hinn, sá hávaðasami, áberandi og sjálfumglaði? Ekki skal lagður á það dómur hér, en ekki er vafa- mál að Guðmundur Steinsson frá Hofsósi fyllti flokk þeirra fyrr- nefndu. Hann var einn þeirra fjöl- mörgu samferðamanna sem með vinnusemi, grandvarleik og útsjón- arsemi hafa gert þessa þjóð eins bjargálna og hún þó er. Guðmundur var fæddur að Sviðn- ingi í Kolbeinsdal í Skagafirði. For- eldrar hans voru hjónin Steinn Sig- valdason og Anna Jónsdóttir sem þar bjuggu. Var Guðmundur þar með foreldrum sínum til sex ára aldurs. Þá urðu þau að hætta bú- skap, en voru næstu árin á ýmsum stöðum í austanverðum Skagafirði. Steinn m.a. mikið til sjós, en Anna í kaupavinnu og mun Guðmundur hafa fylgt henni. Annan son áttu þau, Sigvalda, f. 1919. Árið 1932 sameinaðist svo fjölskyldan á ný og settist að á Hofsósi og átti þar heima lengi síðan. Þar ólst Guð- mundur upp, gekk þar í skóla að þeirra tíma hætti; barna- og ungl- ingaskóla. Árið 1945 gengu þau í hjónaband Guðmundur og Stefanía Jónsdóttir frá Nesi í Flókadal. Þau hófu brátt að leggja grunn að framtíðarheim- ili og á árunum 1946 og 1947 reis myndarlegt einbýlishús norðan við ána, sem þau nefndu Birkihlíð. Naut Guðmundur góðrar aðstoðar föður síns og bróður við það verk. Þarna var svo heimili þeirra næstu þijátíu árin og meira til. Á Hofsósi lagði GuðmundUr hönd að margvís- legum störfum. Hann var til sjós, gerði m.a. út bát í samvinnu við Friðrik Jónsson í nokkur sumur. Mest mun hann þó hafa stundað byggingarvinnu og mun hann hafa lagt hönd að verki meira og minna við flest hús sem byggð voru á Hofsósi á þessum árum. Vann hann einkum við múrverk, en kom raunar nálægt flestu öðru sem tilheyrir byggingu eins húss, því að maður- inn hafði haga hönd og útsjónar- semi hans og verksvit var meira en í meðallagi. Guðmundur var greindur maður og menntaður, enda þótt sú mennt- un byggðist ekki á langri skóla- göngu. Hann var víðlesinn og marg- fróður, hafði t.d. gott vald á dönsku og ensku til lestrar. Hann var fé- lagslyndur og hafði traust samborg- aranna til ábyrgðarstarfa í þágu samfélagsins. Sat um skeið í hreppsnefnd, í stjórn verkamanna- félagsins Farsæls; var einn af stofn- endum Lionsklúbbsins Höfða og formaður hans eitt tímabil — og fleira má nefna. Þessi störf vann hann af sinni eðlislægu yfirvegun og .íhygli. Árið 1979 fluttu þau Guðmundur og Stefanía til Sauðárkróks. Vann hann þar m.a. í plastverksmiðju, við byggingar- og viðhaldsvinnu o.fl. Hin síðustu árin voru honum erf- ið heilsufarslega. Hafði þó löngum fótavist og útivist. Naut hann ein- stakrar umhyggju og ástúðar Stef- aníu, sem lagði sig fram um að létta honum stundirnar. Guðmundur varð bráðkvaddur á heimili sínu á Hólavegi 8 að morgni 25. júní sl. Þeim hjónum fæddust sjö börn. Elstur er Sigmundur, f. 1945, kvæntur Amalíu Sigurðardóttur, þau búa á Sauðárkróki; Anna Stein- unn, f. 1946, gift Ragnari Inga Tómassyni og búa þau á Blöndu- ósi; Jón er fæddur 1952, kvæntur Margréti Guðmundsdóttur, þau búa í Grindavík; Björgvin, f. 1954, kvæntur Margréti Pétursdóttur, þau búa á Sauðárkróki; Guðmundur Óm, f. 1955; kvæntur Ernu Bald- ursdóttir, búa þau á Sauðárkróki; Steinn, f. 1958, kvæntur Guðrúnu Jónu Gunnarsdóttur, þau eru búsett í Hafnarfírði; yngst er Hólmfríður Dröfn, f. 1960, gift Friðriki Jóns- syni, en þau eru búsett í Dan- mörku. Barnabörnin eru 20 og barnabarnabörnin tvö. Þegar dauðann ber að er það oftar en ekki óvænt. Svo var einnig nú. Þegar svo snögg umskipti verða verkar það oft sem högg á þá sem næstir standa. Ástæða er þó til að ætla að umskiptin hafi borið að sem Guðmundur gat best hugsað sér, enda þótt tímasetningunni hefði raunar mátt skeika um fáeina klukkutíma af ástæðum sem við, sem nærri stöndum, skiljum. En kannski það hafi einnig haft til- gang, hvernig það bar að. Eitt er þó víst: Eftir Munda Steins eigum við góðar minningar, minningar um hlýjan og góðan heimilisföður, dug- andi og skemmtilegan vinnufélaga, traustan og ábyggilegan samferða- mann. Stefaníu og ástvinum öllum færum við Lilla innilegar samúðar- kveðjur. Jón Karlsson. Tengdafaðir minn, Guðmundur Steinsson, andaðist á heimili sínu, Hólavegi 8, Sauðárkróki, föstudag- inn 25. júní á 73. aldursári. Guð- mundur fæddist á aðfangadag jóla árið 1921 að Sviðningi í Kolbeins- dal. Foreldrar hans voru hjónin Anna Jónsdóttir og Steinn Sig- valdason. Bjuggu þau á Sviðningi og fleiri bæjum allt til ársins 1932 að þau fluttust til Hofsóss. Guð- mundur mun snemma hafa farið að vinna og strax í æsku vandist hann á þá iðni og samviskusemi er einkenndi öll hans störf til starfs- loka. Á þessum árum var atvinnulíf- ið óburðugt á Hofsósi, sem og víð- ast um landið. Guðmundur gekk því til þeirrar vinnu er til féll bæði á sjó og á landi. Um tíma átti hann bát í fé- lagi við annan og gerði þá út og

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.