Morgunblaðið - 03.07.1993, Qupperneq 33
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. JÚU 1993
33
Minning
Haraldur Traustason
sér annt um heimilisfólkið og okkur
duldist ekki hvað kært var með
þeim Hrafnhildi, nánara samband
móður og dóttur er vandfundið.
Við hjónin og börn okkar þökkum
fyrir að hafa fengið tækifæri til að
kynnast Sigríði Hjaltadóttur og
vottum Hrafnhildi, Jósef, Siggu,
Vernharði, Ingibjörgu og Jósef litla,
sem og öðrum aðstandendum, inni-
legustu samúð okkar. Við erum rík-
ari af kynnum okkar við Sigríði
Hjaltadóttur. Guð blessi minningu
hennar og styrki ykkur öll í sorg-
inni.
Olafur Helgi Kjartansson.
Einhvers staðar er til örlítil
mynd, varla stærri en frímerki, tek-
in á ljósmyndastofu Simsons á
Isafírði, af litlum hnoðra, sem hjúfr-
ar sig upp að breiðum og hlýjum
barmi konu, sem í tilefni dagsins
skartar upphlutnum sínum. Hnoðr-
inn er undirritaður rúmlega árs-
gamall, konan Sigríður Hjaltadóttir
frænka mín, þá liðlega þrítug.
Kannski hef ég búið til minningu
út frá þessari mynd, en svo mikið
er víst að nú finnst mér sem hlýja,
angan og stillileg festa þessarar
konu hafi fylgt mér alla ævi, og
muni gera þótt fundum okkar eigi
eftir að bera saman í þessu jarðlífí.
Sigga Hjalta var reyndar samgróin
þeirri óbreytanlegu tilveru sem
maður skynjaði sem barn, jafnsjálf-
sögð og festingin og sólin og tungl-
ið og stjörnurnar, sem gengu sínar
afmörkuðu brautir eftir henni, jafn-
sjálfsögð og fjallaarmarnir sem um
mann luktu, jafnsjálfsögð og loftið
sem maður andaði að sér.
Þetta eru ekki innantóm orð.
Móðir mín og Sigga voru fóstursyst-
ur auk þess að vera systkinaböm.
Þegar foreldrar mínir hófu búskap
og hlóðu niður fimm börnum á fimm
árum höguðu atvik því svo að Sigga
tók að sér rekstur matsölu í. ný-
byggðu Alþýðuhúsi á ísafirði og bjó
þar á efstu hæðinni í nábýli við
foreldra mína. Hún átti því sinn
þátt í því að koma okkur á legg
og mátti heita hluti af fjölskyldunni
á þessum árum, enda faðir minn
langdvölum fjarri við stjórnmála-
vafstur og erindrekstur á vegum
verkalýðshreyfingarinnar.
Þann 13. apríl 1940 giftist Sigga
sínum lífsförunaut, Ingimundi Guð-
mundssyni vélsmið, og áttu þau sitt
heimili síðan á Túngötu 11 á
ísafirði. Mikill samgangur var á
milli heimilanna alla tíð, Sigga hafði
á hendi mjólkursölu fyrir frændfólk
okkar í Unaðsdal og Ögri og var
mjólkin því sótt til hennar tvisvar
í viku eftir komu Djúpbátsins.
Fylgdi því jafnan ákveðin serimón-
ía, því ekki var við annað komandi
en að þiggja góðgerðir, að minnsta
kosti mjólkurglas og nýbakaðar
kökur.
Á stórhátíðum sóttum við jafnan
heimboð til Siggu og Ingimundar.
Voru það rausnarleg boð og eftir-
minnileg. Húsbóndinn Ingimundur
hafði á sér sömu stillilegu festuna
. og Sigga í fasi og framgöngu, en
1 þó oftast glaðari í bragði og glettn-
islegri við smáfólk. Hann átti góðan
bókakost og gat oft haft tilvitnanir
I í ljóð aldamótaskáldanna á reiðum
höndum, eða þá að flett var upp í
þeim eftir því sem tilefni gafst til
í samræðum hinna fullorðnu. Húsið
áttu þeir saman bræður, Páll og
Ingimundur, og vel man ég einnig
móður þeirra Ingibjörgu Pálsdóttur,
sem jafnan sat með pijónana sína,
sjónlítil orðin, en fór gjarnan með
fróðleik frá æskustöðvum sínum í
Húnaþingi. Vatnsdæla saga var
henni hugleikin og man ég að lengi
vel hélt ég að Ingimundur gamli
hefði verið nákominn ættingi þeirra
mæðgina, enda mun Ingimundur
hafa verið látinn bera nafn hans.
Ingimundur var næmur fyrir hinni
skoplegu hlið mála og átti held ég
Spegilinn frá upphafí og það úrval
úr honum, sem gefíð var út undir
| heitinu Rauðka, í tveimur bindum
ef ég man rétt. Lá ég löngum og
grúskaði í þeim bókmenntum, og
| lærði þar að þekkja nöfn helstu
stjórnmála- og fyrirmanna og milli-
stríðsáranna og þekkja þá af skop-
myndum Tryggva Magnússonar.
Get ég enn kallað fram í hugann
J ýmsar þeirra mynda, ásamt slitrum
úr kveðskap Sigurðar Z. Þetta var
mín fyrsta kynning af pólitík þessa
tíma.
Yfir heimilinu hvíldi þessi fágaði
miðstéttarblær, sem einkenndi
heimili faglærðra iðnaðarmanna á
ísafírði þessa tíma: Reglusemi,
hefðir, formfesta, en ' umfram allt
hlýleiki.
Með brottför foreldra minna frá
ísafirði fyrir 40 árum varð vík milli
vina. Jafnan var þó komið við hjá
Siggu og Ingimundi, þegar leiðir
lágu um ísafjörð, og eftir andlát
hans, hjá Siggu og Hrafnhildi, fóst-
ur- og systurdótturinni kæru, sem
auðgað hafði tilveruna eftir að
umstanginu við ólátabelgi fóstur-
systurinnar lauk. Jafnan var þó
fýlgst grannt með framvindu lífsins
og hlýleiki og væntumþykja látin í
ljós með ýmsum hætti við ýmis
tækifæri. Því er það að þótt ekki
verði héraðsbrestur við lát níræðrar
konu, er samferðamönnum söknuð-
ur í hug. Og okkur systkinunum,
sem hún var nálega sem önnur
móðir okkar fyrstu ár, verður hún
hugstæð til æviloka.
Olafur Hannibalsson.
Okkur systkinin langar til að
minnast elskulegrar ömmu okkar
er lést hinn 24. júní síðastliðinn.
Hún fæddist að Markeyri við Skötu-
fjörð hinn 23. nóvember 1902 og
voru foreldrar hennar hjónin Sigur-
borg Þórðardóttir og Hjalti Einars-
son. Var hún þeirra elsta barn.
Átta ára gömul missti hún rnóður
sína og fór þá í fóstur til Ólafs
móðurbróður síns að Strandseljum
í Ögurhreppi og konu hans Guðríð-
ar Hafliðadóttur og ólst hún þar
upp til fullorðinsára. Hún var vetr-
artíma við nám í Húsmæðraskólan-
um á Staðarfelli 1928-29 og var
síðan um tíma hjá Einari Guðfínns-
syni í Bolungarvík. Frá árinu 1935
rak hún matsölu í Alþýðuhúsinu á
ísafirði uns hún giftist 1940 Ingi-
mundi Guðmundssyni vélsmið á
ísafirði. Þeim varð ekki barna auð-
ið, en tóku í fóstur systurdóttur
Sigríðar, Hrafnhildi, móður okkar,
og ólu hana upp sem sína eigin
dóttur til fullorðinsára. Fyrstu árin
bjuggu mamma og pabbi, Jósef
Hermann Vernharðsson, hjá afa og
ömmu á Túngötu 11 á ísafirði, en
1969 fluttust þau til foreldra okkar
í Hnífsdal þar sem þau bjuggu þar
til afi lést 1973, og amma upp frá
því.
Þegar við systkinin tíndumst í
heiminn eitt af öðru áttum við því
láni að fagna að hafa Siggu ömmu,
en svo var hún ávallt kölluð af öllum
börnum sem hana þekktu, alltaf
nálægt okkur. Hún hugsaði um að
við hefðum það alltaf sem best, og
alltaf var hún heima við og hugsaði
um okkur. Hún var alltaf að og
féll aldrei verk úr hendi. Ef hún
var ekki að hugsa um heimilið þá
var hún að pijóna, pijónaði alltaf á
okkur sokka og vettlinga og reynd-
ar pijónaði hún líka sjöl og vettl-
inga sem hún seldi og voru mjög
eftirsótt sökum þess hve fallegt það
var. Hún hélt fullri heilsu og varð
sjaldan misdægurt, þar til nú í vor
að kraftar hennar þrutu.
Við munum sakna þess mjög að
hafa ömmu ekki til staðar lengur,
því að alltaf átti hún eitthvað með
kaffinu, pönnukökur, lummur,
kleinur; og margar voru sending-
arnar til Reykjavíkur af marmelaði
og kleinum, þegar við vorum þar
við nám og störf. Og gijónagrautur-
inn hennar var sá besti í heimi. Öll
eigum við systkinin margs að minn-
ast því að alltaf var hún til staðar
fyrir okkur og tók þátt í gleði okk-
ar og sorgum. Og mikil var gleði
hennar fyrir þremur árum er litli
dóttursonurinn Jósef Hermann kom
í heiminn. Hann var ekki orðinn
mjög gamall er hún var farin að
lesa fyrir hann, pijóna á hann
sokka, leika við hann og kenna
honum bænir. Og alltaf þótti honum
best að hafa löngu sína inn með
sér á kvöldin.
Elsku amma. Við vonum að þér
líði nú betur og sért komin til hans
afa. Við kveðjum þig með söknuði
og þakklæti fyrir allt.
Sigríður, Vernharður
og Ingibjörg.
Fæddur 22. nóvember 1939
Dáinn 13. júní 1993
Ástkær faðir okkar og tengda-
faðir er dáinn. Varð hann bráð-
kvaddur á heimili sínu sunnudag-
inn 13. júní sl. Því verður ekki
með orðum lýst hvílíkt reiðarslag
þetta var okkur öllum og langar
okkur að minnast hans í fáeinum
orðum.
Pabbi var fæddur 22. nóvember
1939 í Garðshorni í Vestmannaeyj-
um, sonur hjónanna Trausta Jóns-
sonar og Ágústu Haraldsdóttur.
Var hann elstur átta systkina. Þau
eru: Jón Steinar, Ágústa, Brynja,
Óli ísfeld, Steinunn, Ásta og
Trausti Ágúst, en hann lést árið
1969 aðeins 17 ára að aldri.
Sautján ára gamall kynntist
pabbi henni mömmu okkar, Eddu
Tegeder frá Háeyri, og áttu þau
saman fjögur börn en þau eru:
Þóranna og á hún tvö börn, Her-
mann og á hann tvö böm, Jón
Trausti í sambúð með Valborgu
Júlíusdóttur og eiga þau tvö böm,
Haraldur í sambúð með Helenu
Guðmundsdóttur og eiga þau eitt
barn.
Hugur pabba stefndi snemma
til sjós og aðeins fimmtán ára gam-
all hóf hann sjómannsferil sinn,
Einn helsti oddviti Haukadals-
ættarinnar, Sigurgeir Kristjáns-
son, er nú fallinn í valinn.
Sumarið 1983 var haldið ættar-
mót í Haukadal í Biskupstungum,
og voru þar samankomnir fjöl-
margir niðjar þeirra bræðra, Jóns
Guðmanns Sigurðssonar og Greips
Sigurðssonar, móðurafa Sigur-
geirs, en þeir bræður voru synir
Sigurðar Pálssonar bónda og
hreppstjóra í Haukadal. Þarna sem
við vorum saman komin við kirkj-
una í Haukadal allur ættingjahóp-
urinn, hélt Sigurgeir tölu, og
fræddi okkur hin um ættina, um-
hverfið og eldri tíma. Það var ekki
einungis að hann væri fróður, held-
ur átti hann einnig mjög gott með
að miðla af fróðleik sínum til okk-
ar hinna, með léttum undirtón og
gamansemi. Sönn frásagnargáfa.
Þarna sá ég manninn sem ég
þyrfti að hafa nánara tal af, því
að nokkru fyrr var ég farinn að
grafast fyrir um forfeður mína og
í burðarliðnum hjá mér var hug-
mynd um að safna saman í niðja-
tal niðjum þessara bræðra.
Ekki man ég atburðarásina svo
gjörla, en um þetta leyti var ég
farinn að sjá eitthvað sem orkaði
tvímælis í því sem til var ritað um
niðja Sigurðar Pálssonar. Hugði
ég mér gott til glóðarinnar að
færa þetta í tal við Sigurgeir og
fræðast um leið meir um ættina,
sem og úr varð. í fyrstu var ég
fremur ragur, og engin furða, því
að mikill viskumunur var á milli
okkar, en ekki lét hann mig fínna
Með þessum fáu línum viljum
við minnast afa okkar, Kristins
Friðrikssonar, sem dó 24. júní sl.
Við verklok
Er sólskinshlíðar sveipast aftanskugga
um sumarkvöld,
og máninn hengir hátt í greinum tijánna
sinn hálfa skjöid,
er kveldkul andsvalt aftur kæla tekur
mitt enni sveitt
og eftir dagsvek friðnum nætur fagnar
hvert fjörmagn þreytt. -
fyrst sem háseti, þá vélstjóri og
síðan er hann keypti sinn fyrsta
bát 29 ára að aldri, þá var hann
skipstjóri á honum og þeim bátum
er hann eignaðist síðar.
Varð hann fyrir ýmsum áföllum
í útgerðinni en stærsta áfallið kom
er hann missti bát og með honum
einn mann í mars 1990. Tók þetta
mikið á hann og upp úr því fór
að bera á þeim veikindum sem
sennilega voru orsök andláts hans.
Þrátt fyrir þetta mótlæti gafst
hann ekki upp því að hann gat
ekki hugsað sér neitt annað starf
en sjómennskuna, og innan árs var
hann búinn að kaupa sér annan
bát sem hann nefndi eftir mömmu
sinni sem lést skömmu áður.
Um helgar var fastur liður að
fjölskyldan hittist uppi í Hrauntúni
hjá pabba og mömmu og var þar
iðulega margt um manninn og
mikið spjallað. Hafði pabbi frá
ýmsu að segja, var víðlesinn og
einstaklega fróður um sögu lands
og þjóðar. Hann hafði ríka kímni-
gáfu og góðlátleg stríðni hans og
athugasemdir vöktu oft kátínu.
Pabbi var mjög barngóður og
hændust bamabörnin að honum,
enda sat hann iðulega með eitt-
hvert þeirra í fanginu, og oft gistu
þau hjá afa sínum og ömmu og
að svo væri, heldur sýndi þessu
mikinn áhuga og örvaði mig á all-
an hátt.
Eitt sinn er hann kom til mín,
kom til tals hugsanleg framsetning
á niðjatalinu og sátum við saman
og spjölluðum, en skyndilega sagði
hann: „Það væri gaman að hafa
myndir af niðjunum með,“ og lyft-
ist á honum brúnin að þessu sögðu.
Grunar mig að þar hafi hann verið
búinn að skoða Galtarættina sem
þá var nýútkomin, sem mágur
hans Sigurður Sigurmundsson átti
dijúga aðild að. Á þeirri stundu
hvarflaði ekki að mér að þetta
gæti orðið svo viðamikið.
Mikið vatn hefur til sjávar runn-
ið síðan þetta var, en fyrir all-
nokkru tjáði ég honum að nú væri
í burðarliðnum mun yfirgripsmeira
niðjatal Haukdæla en upphaflega
hefði verið ráð fyrir gert, svo og
hver myndi sjá um útgáfuna með
mér þegar þar að kæmi, og auðvit-
að yrði það með myndum.
Þessar fátæklegu línur set ég
hér í þakklætisskyni fyrir veitta
aðstoð og uppörvun þegar ég fann
mest fyrir vanmætti mínum
frammi fyrir þessu ætlunarverki.
En atburðarásin hefur hagað því
þannig til, að nú verður ekki til
baka snúið, þótt á þessari stundu
sé ekki að öllu leyti ljóst hve yfír-
gripsmikið þetta upphaflega „litla
niðjatal" verður.
Eg votta Björgu, börnum,
barnabörnum og öðrum aðstand-
endum mín dýpstu samúð.
Guðmann Kristbergsson.
En þegar hinst er allur dagur úti
og upp gerð skil,
og hvað sem kaupið veröld kann að virða,
sem vann ég til:
í slíkri rö ég kysi mér að kveða
éinn klökkan brag
og rétta að heimi að síðustu sáttahendi
um sólarlag.
(Stephan G. Stephansson) .
Elsku amma, við vottum þér
samúð okkar.
Guðrún Ágústa Gústafsdóttir
og Ágústa H. Friðriksdóttir.
var þá kannski grillað, farið í öku-
ferð eða gert eitthvað annað
skemmtilegt.
Margar góðar minningar eigum
við úr árvissum tjaldferðalögum
með pabba og mömmu um ísland.
Pabbi elskaði að ferðast um landið
og njóta íslenskrar náttúru, en
sérstaklega naut hann þess að
koma undir Eyjafjöllin, en þar
hafði hann verið í sveit sem dreng-
ur og hafði sterkar taugar til Eyja-
fjallasveitarinnar. Seinna þegarvið
vorum hætt að fara með þeim í frí
þá töku barnabörnin við.
Við fráfall föður okkar myndað-
ist mikið tómarúm og segja má
að kjölfesta fjölskyldunnar hafi
farið með honum. Maður sem allt-
af var hægt að leita til í erfiðleik-
um. Maður sem var traustur, heið-
arlegur og áreiðanlegur. Við kveðj-
um með söknuði góðan föður og
tengdaföður og barnabörnin
kveðja frábæran afa. Sjáumst aft-
ur.
Deyr fé,
deyja frændur,
deyr sjálfur ið sama,
en orðstír
deyr aldregi,
hveim er sér góðan getur.
(Hávamál)
Börn og tengdadætur.
Höfundarnafn
féll niður
Nafn Birgis Rafns, höfundar
fyrri minningargreinarinnar um
Ingólf Pál Böðvarsson á blaðsíðu
30 í Morgunblaðinu í gær, féll
niður vegna mistaka í vinnslu.
Hlutaðeigendur eru innilega
beðnir afsökunar á mistökunum.
Hallgrímur Sigurvaldason.
Leiðrétting
Mynd sem birtast átti með
minningargrein Hallgríms Jóns-
sonar um Hallgrím Sigurvalda-
son á Eiðsstöðum í Blöndudal í
miðvikudagsblaði Morgunblaðs-
ins varð viðskila við greinina
vegna misgánings, en birtist hér
með. Hlutaðeigendur eru inni-
lega beðnir afsökunar á mistök-
unum.
íir^ nU
ilí
Stórhöiða 17, við Gullinbrú,
sími 67 48 44
GÆÐAFLÍSARÁ GÓÐU VERÐI
:~4 imíil
*»! 4
StórhÖfða 17, við Gullinbrú,
sínii 67 48 44
Sigurgeir Krist-
jánsson — Minning
Minning
Kristinn Friðriksson