Morgunblaðið - 03.07.1993, Qupperneq 41

Morgunblaðið - 03.07.1993, Qupperneq 41
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. JÚLÍ 1993 41 VELVAKANDI Er þetta mat samfélagsins á aivarleika þessa brots? í þessu opna bréfi kýs ég að koma ekki fram undir nafni til að vernda dóttur mína. Enda þarf ríkissak- sóknari ekki nöfnin okkar, þar sem hann þekkir málið vel. í júlí 1992 komst ég að því að dóttir mín, sem nú er 5 ára, hafði verið misnotuð kynferðislega, höfð við hana kynmök. Þá var hún 4 ára. Hún var ekki ein, fleiri börn voru misnotuð af sama manni sem raunar bjó í sama húsi og þessi börn. í ljós kom að eldri börn í húsinu höfðu vitað af þessu og að þessi verknaður mannsins hafði staðið yfir í nokk- urn tíma. Málið var kært til RLR af for- eldrum nokkurra bama. Ég var í þeim hópi. Bömin voru yfirheyrð og ég var viðstödd yfírheyrslu dótt- ur minnar, sem gerð var af sál- fræðingi hjá Bamaverndarnefnd Reykjavíkurborgar. Yfirheyrslan var í heild tekin upp á myndband. Maðurinn játaði á sig þennan glæp, alla vega gagnvart mínu bami. Málið var sent frá Rannsóknarlög- reglu ríkisins til ríkissaksóknara. Þá hófst mikil og löng bið. Ég hringdi nokkrum sinnum til að frétta af málinu. Um miðjan maí á þessu ári hringdi ég í Jón Er- lendsson hjá ríkissaksóknara sem vann í þessu máli. Hann sagði mér þá að maðurinn hefði ekki verið dæmdur, þrátt fyrir játningu á þessum glæp. Málinu frestað í 3 ár. Ef hann bryti af sér á þeim tíma, þá yrði málið tekið upp aftur — annars ekki. Daginn eftir þetta samtal okkar birtist frétt um niðurstöðuna í GÓÐ ÞJÓNUSTA HJÁ GP HÚSGÖGNUM FYRIR nokkrum vikum hafði ég samband við Guðmund Pálsson í GP húsgögnum í Hafnarfirði og sagði honum farir mínar ekki slétt- ar. Fyrir rétt rúmu ári síðan hafði ég keypt hjá þeim leðurhornsófa. Eitthvað virtist litunin á leðrinu hafa mistekist þannig að þegar líða tók á veturinn fór hann að láta á sjá. Guðmundur kom til mín, leit á gripinn og lét þau orð falla að þetta sætti hann sig ekki við og lofaði að mér yrði bættur skaðinn. Og viti menn — fimm vikum seinna sendi hann mér nákvæmlega eins sófa, nema ógallaðan. Mér finnst þetta alveg sérstakt og mátti til með að þakka fyrir blöðunum. Maður fremur glæp, hefur kyn- mök við 4 ára stúlkubarn og mis- notar fleiri börn kynferðislega, játar á sig glæpinn, en hlýtur ekki dóm. Hvers konar réttarkerfi búum við við? Hvaða réttlæti felst í því að hlífa mönnum sem fremja glæpi sem samkvæmt hegningar- lögum er hægt að dæma í þyngstu refsingu? Aldrei var haft samband við mig að fyrra bragði og ef ég hefði ekki hringt um miðjan maí, þá hefði ég lesið um niðurstöðuna í blöðunum. Ég hef síðan haft samband við ríkissaksóknaraemb- ættið og fengið þau svör að málið sé afgi’eitt og það þurfi ekki að ræða meira. Ég fór fram á að myndbandsupptakan yrði eyði- lögð og það sem þar kæmi fram væri skrifað upp í skýrsluformi. Ég kæri mig ekki um að til sé myndbandsupptaka — e.t.v. um aldur og ævi bamsins míns í fór- um ríkissaksóknara. Mér var tjáð að það væri ekki hægt. Ég býst við að hvert einasta foreldri í land- inu skilji vel að sú líðan er ekki góð að vita af slíku myndbandi af barninu sínu. Hvetjir komast í málsgögngin? Því hef ég ekki fengið svarað. Dóttir mín varð fórnarlamb kynferðisafbrotamanns. Hún sýn- ir nú með hegðun sinni, að hún er alls ekki búin að jafna sig á þeirri misnotkun sem hún varð fyrir. Kannski nær hún sér aldr- ei. Engir peningar, hvorki 50 þús- und krónur sem henni voru boðn- ar, né 600 þúsund sem ég fór fram á sem miskabætur fyrir frábæra þjónustu, sem kannski fleiri mættu taka sér til fyrirmynd- ar. ÞAKKA ÞÉR FYRIR, ELSKAN! MIKIÐ afskaplega er ég orðin leið á því að vera alltaf kölluð elska, vina eða ljúfa af fólki sem ég veit engin deili á né það á mér. Má sem dæmi nefna þegar ég, kona á fertugsaldri, kem á bensín- stöð og bið um bensín á bílinn minn, þá segir afgreiðsludrengur- inn, „A að fylla, elskan"? Annað: Hringt er í vinnuna til mín og ósk- að einhverrar fyrirgreiðslu og við- mælandi minn segir, „Heyrðu, elskan ... það var nefnilega það, vinan ... þakka þér fyrir, elskan.“ hennar hönd, geta afmáð þessa hrikalegu lífsreynslu úr sálarlífi þessarar litlu dóttur minnar. Þetta bréf er ekki skrifað til að auð- velda henni að takast á við fram- tíðina, það er of seint. Þetta bréf er skrifað til þess að dómar í sam- bærilegum málum verði í sam- ræmi við alvarleika brotsins og hafi þau fyrirbyggjandi áhrif sem refsingu er m.a. ætlað að hafa. Er þetta mat samfélagsins á al- varleika þessa brots? Ég óska eftir að fá svör við eftirfarandi spurningum og óska eftir því að þeim verði svarað á síðum þessa blaðs. 1. Er fordæmi fyrir því að kyn- ferðisafbrotamaður, sem játað hefur á sig kynmök við fjög- urra ára barn, hljóti ekki dóm? 2. Er líklegt að önnur lítil börn en dóttir mín, sem brotið er á, á sambærilegan hátt, verði talin það léttvæg að gerandinn verði ekki dæmdur fyrir brot sitt? 3. Er líklegt að þessi dómur hafi fyrirbyggjandi áhrif á þann hátt að aðrir kynferðisafbrota- menn hugsi sig um tvisvar áður en þeir fremja glæpi? 4. Hvaða rök eru fyrir því að geyma áðurnefnt myndband? 5. Hefur ríkissaksóknaraembætt- ið fijálst mat á því hvenær það frestar ákæru og hvenær það fer með mál fyrir dómstóla, eða eru einhveijar leiðbeining- arreglur í lögunum um hvenær það er hægt? T.d. vegna alvar- leika brots eða aldurs geranda? Móðir Skemmst er þess að minnast er ég hringdi á afgreiðslu Flugleiða í Keflavík til að fá upplýsingar um flug og afgreiðslustúlkan sem ég talaði við kallaði mig elskuna sína í öðru hvoru orði. Ekki veit ég hvort þessi ósiður er kenndur á einhveijum framkom- unámskeiðum, því oftar en ekki er það fólk í ýmsum þjónustustörf- um sem temur sér þessa fram- komu. Málvitund mín segir mér að maður kalli engan elskuna sína nema þykja vænt um viðkomandi og sé honum mjög náinn. Það er hægt að vera kurteis án þess að misnota gæluorð svona leiðinlega og ég held að fólk ætti að endurskoða þessa framkomu við viðmælendur sína. Sigrún LEIÐRÉTTINGAR Seinni hluti í stað hins fyrri I viðskiptablaði Morgunblaðsins síðastliðinn fimmtudag er frétt um afkomu Rifóss hf. í Kelduhverfi. I upphafi fréttarinnar segir, að dálít- ill hagnaður hafi orðið af rekstri fyrirtækisins á fyrrihluta ársins, en slátrað hafi verið um 66 tonnum af laxi á því tímabili. Rangt er þar farið með, að þessar upplýsingar eigi við fyrrihluta ársins, því að hér er átt við síðari hluta ársins 1992. Beðist er velvirðingar á þessu. Föðurnafn misritaðist I minningargrein Olafar og fleiri um Kristveigu Kristvinsdóttur á blaðsíðu 29 í Morgunblaðinu i gær misritaðist föðurnafn hinnar látnu. Þá láðist að geta fæðingar- og dán- ardags Kristveigar. Hún var fædd 24. apríl 1923 og lést 26. júní síð- astliðinn. Hlutaðeigendur eru inni- lega beðnir afsökunar á mistökun- um. Pennavinir Nítján ára Nígeríupiltur með margvísleg áhugamál: Bright Ozuzil, 129 Ojo Road, Ajegunte Apapa, Lagos State, Nigeria. Frá Bandarikjunum skrifar karl- maður sem getur ekki um aldur né áhugamál: Milton Finkelstein, 19 Vincent Street, Newark, New Jersey 07105, U.S.A. Sautján ára Gampíupiltur með margvísleg áhugamál: Mustapha Sillah, Kinderdorf Bottrop Technical High School, Brikaa, Kombo Central, Western Division, Gambia. Þýskur 31 árs karlmaður sem heimsótti landið 1981 vill eignast íslenska pennavini. Með áhuga á bókmenntum, listum og músík: Joaehim Hippler, Zweigertstrasse 3, 4300 Essen 1, Germany. Frá Ghana skrifar 23 ára stúlka með áhuga á tónlist, íþróttum, bókalestri og matargerð: Faustina Hayford, P.O. Box 455, Cape Coast, Ghana. Kanadískur 38 ára blökkumaður karlmaður sem getur ekki um áhugamál: Thomas Oduro Mensah, 180 Chalkfarm Drive, Apartment. 1309, Downsview, Totonto, Ontario, Canada. r Þegar halda á skemmtilega veislu Auk 200-800 m2risatjaldanna bjóðum við nú upp á stórskemmtileg 36, 54 og 162 nf samkomutjöld, sem leigjendur reisa auðveldlega sjálfir. TJALDALEIGA Upplýsingar og pantanir KOLAPORTSINS ísíma625030. REIKI- NÁMSKEIO - Veist þú að við búum öll yfir stórkostlegum eiginleikum til að lækna okkur sjálf? - Veist þú að með því að nýta okkur þessa eigin- \ L leika getum við einnig hjálpað öðrum? - Vilt þú nýta þér þessa eiginleika? - Reikinámskeið er ein af mörgum leiðum til þess. Námskeið í Reykjavík: 21 .-23. júlí 2. stig, kvöldnámskeið. 27.-29. júlí 1. stig, kvöldnámskeið. Upplýsingar í síma 33934. Guðrún Oladóttir, reikimeistari. *Fyrir börn í fylgd með fullorðnum, sem eru að veiða. Ódýr skemmtun í ferðalaginu Ókeypis veiði fyrir börn í 27 vötnum.* Ferðaþjónusta bænda, Bændahöllinni v/Hagatorg, sími 623640/43. Fax 623644.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.