Morgunblaðið - 13.07.1993, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 13.07.1993, Blaðsíða 1
ff \ r ■9T rð*a BLAÐ ALLRA LANDSMAMMA c Í993 ÞRIÐJUDAGUR 13.JÚLÍ BLAD adidas Kaupfélag Þingeyinga Húsavík selur Adidas KAPPAKSTUR Fimmtugasti sigur Prosts FRAKKINN Alan Prost vann sinn fimm- tugasta sigur á Grand Prix móti i kapp- akstri, þegar hann sigraði í Breska kapp- akstrinum sem haldinn var íSilverstone á sunnudaginn. Hann erfyrsti kappakst- ursmaðurinn til að ná þessum áfanga. Hann kom í mark 7,8 sekúndum á undan Þjóðverjanum Michael Schumacher, en ítalinn Riccardo Patrese varð þriðji. Prost var eðlilega talinn sigurstranglegur fyr- ir keppnina í Silverstone, en fleiri voru þó á því að heimamaðurinn Damon Hill myndi sigra. Hill hafði líka forystu í keppninni lengi vel en varð að hætta skyndilega, eftir 42 hringi ai 59, vegna vélarbilunar. Helsti keppinautur Prosts, Brasilíumaðurinn Ayrton Senna, hætti keppni í síðasta hring og endaði í fímmta sæti. Prost var eðlilega ánægður með árangurinn, en sagði að aðstæður hefðu verið heldur dapur- legar, þar sem áhorfendur voru augljóslega mjög súrir yfir því Hill skyldi hafa þurft að hætta keppni. ■ Umsögn / C4 Reuter Fyrir ofan má sjá logana aftan úr bíl Bretans Damon Hill á 43. hring, en hann þurfti að hætta keppni eftir að hafa leitt keppnina. Alan Prost tók við forystunni og hélt henni allt til enda, og fær, á stærri myndinni, kampavínsgusu á bakið frá Þjóðveijanum Michael Schumacher sem varð annar. GOLF Sigurjón ætlar út Siguijón Arnarsson, kylfíngur úr Golf- klúbbi Reykjavíkur, fer til Banda- ríkjanna í haust þar sem ætlar að láta á það reyna hvort „ég geti eitthvað við betri aðstæður en hér,“ eins og hann orðaði það við Morgunblaðið í gær. Mig hefur alltaf dauðlangað að reyna fyrir mér við aðrar og betri aðstæður en hér. Ég er viss um að ég get meira í golfí en það sem ég hef verið að gera hér heima. Það hefur í raun alla tíð ver- ið draumur minn að virkja golfið sem vinnu,“ sagði Sigurjón „Það er gott tækifæri hjá mér núna því það er í rauninni ekkert sem heldur í mig. Ég er búinn með viðskiptafræðina í Háskólanum og er ákveðinn í að láta slag standa og fara út í haust. Það er svo bara spurningin hversu lengi ég get verið á Flórída, það ræðst allt af því hvort ég fæ einhverja til að styðja mig því án fjárhagslegrar aðstoðar er þetta ekki hægt. Ég er ekki ákveðinn hvort ég verð bara að æfa eða hvort ég tek þátt í mótum. Það eru mörg mót á Flórída og ef ég fæ einhveija til að styrkja mig þá reynir maður fyrir sér í mótum.“ KNATTSPYRNA Gunnlaugur hættur að leika meðVal Gunnlaugur Einars- son, sem leikið hefur með bikarmeist- urum Vals í fyrstu deildinni í knattspymu, hefur ákveðið að hætta að leika með félaginu. Hann sagðist í samtali við Morgunblaðið í gær ekki hafa tekið ákvörð- un um hvort hann fari í annað félag og þaðan af síður hvaða félag yrði þá fyrir valinu. Gunnlaugur Einarsson. Aðspurður sagði Gunnlaugur að ástæðan væri sú að hann hefði lítið fengið að spila með í sumar. „Ég er auðvitað í þessu til að spila. Ég spilaði með liðinu í vor, en meiddist síðan og hef ekki fengið tæki- færi eftir að ég náði mér af þeim meiðslum. Þetta er stór ákvörðun hjá mér, því ég hef verið í átján ár hjá félaginu,“ sagði Gunnlaugur. Gunnlaugur, sem er 23 ára gamall, sagði að félag- ar sínir og forráðamenn Vals tækju ákvörðun hans misjafnlega. „Sumir segjast skilja þetta, en aðrir tala um óþolinmæði. Ég hef ekki mikið fengið að spila og hef ekkilengur þolinmæði til að sitja og horfa á.“ ONDIEKIFYRSTIMAÐURIIMN HL AÐ HLAUPA10.000 UNDIR 27 MIIM. / C3

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.