Morgunblaðið - 13.07.1993, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 13.07.1993, Blaðsíða 4
4 C MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR ÞRIÐJUDAGUR 13 JÚLÍ 1993 MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR ÞRIÐJUDAGUR 13. JÚLÍ 1993 C 5 GOLF / SKOSKA MEISTARAMOTIÐ Svílnn Jesper Pernevlk fær hér koss að sigurlaunum frá unnustu sinni Miu Sandsten. Reuter Miguel Indurain kom inn meðforystuna Reuter Mlguel Induraln kom rúmum tveimur mínútum á undan næsta manni í mark á níunda legg, og fór þar með úr 27. sæti í það fyrsta á heildartíma. Reuter Alain Prost fagnar fimmtugasta sigrinum í Grand Prix. Tourde France Úrslit á 9. legg: 1. Miguel Indurain (Spáni).1:12.50 klst. 2. GianniBugno(ítaIfu)...2.11 mín. á eftir 3. Eric Breukink (Hollandi).........2.22 4. Tony Rominger (Sviss)............2.42 5. Alex Zuelle (Sviss)..............3.18 6. Johan Bruyneel (Belgíu)..........3.50 7. Zenon Jaskula (Póllandi).........4.00 8. Raul Alcala (Mexíkó).............4.05 9. Philippe Louviot (Prakklandi).....4.28 10. Stephen Roche (írlandi).........4.30 11. AlbertoElli (Ítalíu)............4.32 12. Bjarne Riis (Danmörku)...........4.40 13. Charly Mottet (Frakklandi).......4.57 14. Pedro Delgado (Spáni)...........5.09 15. Gerard Rue (Frakklandi).........5.13 16. Claudio Chiappucci (Ítalíu).....5.18 17. Giancarlo Perini (Ítalíu).......5.27 18. Rolf Sorensen (Danmörku)........5.27 19. Flavio Vanzella (Italfu)........5:33 20. Jean-Philippe Dojwa (Frakklandi) .5:36 Staðan eftir níu leggi: 1. Miguel Indurain (Spáni)....35:29.25 klst. 2. EricBreukink (Hollandi)1.35 mín. á eftir 3. Johan.Bruyneel.(Belgúi.)..........2.30 4. Gianni Bugno (ítalfu).............2.32 5. Bjame Riis (Danmörku).............2.34 6. Johan Museeuw (Belgíu)............3.02 7. Zenon Jaskula (Póllandi)..........3.03 8. Alvaro Mejia (Kólumbíu)...........3.08 9. Philippe Louviot (Frakklandi).....3.54 10. Stephen Roche (írlandi)..........4.10 11. Alex Zuelle (Sviss)..............4.12 12. Raul Alcala (Mexfkó).............4.32 13. Charly Mottet (Frakklandi).......4.40 14. Claudio Chiappucci (Italíu)......5.07 15. Laurent Jalabert (Frakklandi)....5.11 16. Rolf Sorensen (Danmörku).........5.14 17. Mario Cipoilini (Italíu).........5.16 18. Lance Armstrong (Bandar.)........5.19 19. Alberto Elli (Ítalíu)............5.19 20. Tony Rominger (Sviss)............5.44 SPÁNVERJINN Miguel Indura- in sigraði á níunda legg Tour de France hjólreiðakeppninnar og náði auk þess forystu í keppninni með sigrinum. Níundi leggur var hraðakeppni, hjólaðir voru 59 kflómetrar í norðaustur Frakklandi þar sem hver og einn keppandi keppti við klukkuna, og kom Indurain í mark rúmum tveimur mínútu á undan næsta manni, þrátt fyrir að hafa þurft að skipta um hjól 7 km frá endalínunni eftir að dekk sprakk. Índurain var í 27. sæti á heildar- tíma fyrir legg gærdagsins en góð frammistaða hans í hraða- keppninni fleytti honum alla leið upp í það fyrsta, og klæðist hann því gulu treyjunni á morgun. Heimsmeistarinn ítalski Gianni Bugno varð annar í hraðakeppn- inni, tveimur mínútum og ellefu sekúndum á eftir Spánveijanum, og Hollendingurinn Eric Breukink var þriðji ellefu sekúndum á eftir Bugno. Indurain hefur nú forskot upp á eina mínútu 35 sekúndur á næsta mann í keppninni, og var mjög hissa á að hafa náð svona góðu forskoti. „Ég kom sjálfum mér mjög á óvart. Þetta var mjög erfið hraðakeppni, margar hæðir og daiir og veðrið var langt frá því að vera fullkomið," sagði Indurain. Ekkert verður keppt í dag meðan kepp- endur færa sig niður í Alpana þar sem keppni í fjöllunum tekur við. Tíundi legg- ur verður hjólaður á morgun, en þá verða hjólaðir 204 kílómetrar. Pamevik bestur í Skotlandi SVÍINN Jesper Parnevik sigraði nokkuð óvænt á Opna skoska meistaramótinu í golfi sem lauk um helgina. Parnevik lék mjög vel og tryggði sér rétttil þátttöku á Opna breska mótinu sem hefst f vikunni á konunglega St. George og þar telur hann sig jafnvel eiga möguleika. Þegar ég byija að leika vel, leik ég oftast vel í nokkurn tíma þannig að ég tel mig eiga mögu- leika á að gera góða hluti á St. George," sagði Pamevik eftir sigur- inn í Skotlandi. Hann var að vonum kátur með sigurinn og bætti bros- andi við: „Það fer reyndar allt eftir því hversu lengi og vel ég held uppá þennan sigur!“ sagði hann en þetta var fyrsti sigur hans á stór- móti í þau átta ár sem hann hefur keppt á mótaröðinni. „Ég gæti jafn- vei komið of seint á teig, það er aidrei að vita,“ sagði Svíinn. KAPPAKSTUR Hinn 28 ára gamli Svíi hafði sjö högga forystu fyrir síðasta hring og þaggaði strax niður í efasemda- röddum með því að fá fugl á tveim- ur fyrstu holunum. Þrátt fyrir nokk- urt bakslag á nokkrum brautum hafði hann níu högga forystu þegar fjórar holur voru eftir. Payne Stew- art saxaði örlítið á Svíann undir lokin en sigurinn var þó öruggur. „Það var erfitt að einbeita sér á síðustu holunum. Ég var búinn að sigra, en þó ekki,“ sagði hann. „Þetta er mjög mikilvægt fyrir mig því hingað til hef ég verið mjög Efstu menn Hér á eftir fer listi yfir efstu menn á Opna skoska meistaramótinu. Kylf- ingamir eru breskir nema annað sé tekið fram. 271 - Jesper Pamevik (Svfþjóð) ....................64 66 70 71 276 - Payne Stewart (Bandar.) ....................71 69 67 69 278 - Gary Orr (70 72 72 64), Jose Rivero (Spáni)(77 66 68 67) 279 - Paul Way (69 74 70 66), Sam Torrance (73 65 71 70) 281 - Christy O’Connor, yngri (ír- landi) (71 70 70 70) 282 -Roger Chapman, Mark Roe, Robert Lee, Gary Evans og Sandy Lyle. 283 - Peter Senior (Ástralíu), Steven Richardson, Santiago Luna (Spáni). óþolinmóður spilari. Ef ég hef þurft að þrípútta hefur það haft áhrif á mig allan hringinn, en núna lét ég hverri holu nægja sína þjáningu,“ sagði Parnevik sem lék á 64-66-70 og 71 höggi. Hann leiddi allan tím- ann og sagði að sig hefði dreymt um sigurinn fyrir síðasta hring. „Mig dreymdi þetta í nótt og fugl- arnir tveir á fyrstu tveimur holun- um voru ekki slæm byijun,“ sagði hann. Parnevik var ákveðinn í að halda ærlega uppá sigurinn með unnustu sinni, Miu. „Sem betur fer leikur hún ekki golf. Það er nóg að annað okkar sé „ruglað“. Maður verður „ruglaður" á að leika golf og það eru ekki mjög margir kylfmgar sem eru fullkomlega eðlilegir," sagði Svíinn. Prost stefnir á fjórða heimsmeistaratitilinn ALAN Prost hefur nú góða stöðu í stigakeppninni um heimsmeistaratitilinn íkapp- akstri eftir sigurinn í Breska kappakstrinum á sunnudaginn. Prost hefur nú tuttugu stiga forskot á helsta keppinaut sinn Ayrton Senna, er með 67 stig á móti 47 stigum Senna. Sigur Prosts í Silverstone, þar sem Breski kappaksturinn er haldinn, var hans fimmtugasti Grand Prix sigur. Félagi hans í Williams liðinu, Bretinn Damon Hill, ætlaði sér sigur á heimavelli og hafði forystu lengi vel, en varð að hætta keppni vegna vélarbiiunar þegar keppnin var meira en hálfn- uð. Hill hefur fjórum sinnum á þessu keppnistímabili orðið í öðru sæti í Grand Prix keppni, og var að vonum svekktur eftir að hafa þurft að hætta keppni. „Ég er alveg tómur,“ sagði Hill. „Maður gerir allt rétt, reynir að hafa allt hjá sér fullkomið en þá klikkar eitthvað annað,“ sagði Hill. „Hann átti virki- lega skilið að vinna þessa keppni," viðurkenndi Prost. „Þetta var fímm- tugasti sigurinn en ég hefði kosið að ná honum við aðrar kringum- stæður. Ahorfendur urðu fyrir mikl- um vonbrigðum er Hill hætti keppni," sagði Prost. Prost tekiö sem þjóöhetju En Prost var tekið sem þjóðhetju er hann kom heim til Frakklands í gær eftir sigurinn, og flest blöð voru uppfull af fréttum af honum. Hann kom fram í sjónvarpi og sagði að ekki væri tímabært að bera hann saman við Argentínumanninn og kappaksturshetjuna Juan-Manuel Fangio, sem á sínum tíma varð fímm sinnum heimsmeistari. „Ég hef orðið heimsmeistari "þrisvar sinnum, og stefni nú að fjórða titlin- um. Núna er ég með tuttugu stiga forskot í stigakeppninni um heims- meistaratitilinn, en það forskot get- ur horfið í tveimur keppnum og því þarf ég að fara variega." Alþjóða kappaksturssambandið mun funda nk. fimmtudag og föstu- dag, og þar verða teknar fyrir ásak- anir um að nokkrir kappakstursbíl- ar, þar á meðal frá Williams liðinu, hafi notað ólöglegt eldsneyti. Þá hefur orðrómur verið í gangi um að Prost verði sviptur sigrinum í Spánska kappakstrinum vegna málsins. Lítið sem ekkert var minnst á það í fjölmiðlum í Frakk- landi. HJOLREIÐAR / TOUR DE FRANCE KNATTSPYRNA / FRAKKLAND Þaö er ekki eins mlklll fögnuöur í herbúðum leikmanna Marseille þessa dagana eins og þegar þeir fögnuðu Evrópumeistaratitlinum í Múnchen á dögunum með því að leggja AC Milan að velli. Leikmaður Marseille viðurkenndi að hafa greitft mútufé Frakklands- og Evrópumeistarareiga á hættu að verða dæmdirtil að leika í 2. deild JEAN-JACQUES Eydelie, miö- vallarleikmaður hjá Frakk- lands- og Evrópumeisturum Marseille í Frakklandi, breytti framburöi sínum f gær og við- urkenndi að hafa haft milli- göngu um aö greiða þremur leikmönnum Valenciennes mútufé fyrir deildarleik félag- anna í maí sem leið. Rannsókn málsins er ekki lokið, en Mar- seille á á hættu að verða dæmt til að leika í 2. deild. Eydelie hafði haldið fram sak- leysi sínu í tvær vikur, en vegna ásakana þremenninganna hefur hann verið í varðhaldi, síðan hann var bendlaður við málið. Um helgina skrifaði hann rannsóknar- dómara málsins bréf, sem gaf fyrir- heit um játningu, og fimm tíma fundur þeirra í gær var árangurs- ríkur. De Montgolfier, saksóknari, sagði að sannað væri að grunur um meistar mútur hefði reynst á rökum reistur. Eydelie hefði ákveðið að segja sannleikann eftir að eiginkona hans, sem fór huldu höfði eftir handtöku hans og gaf sig ekki fram fyrr en um helgina, greindi lögregl- unni frá því að Eydelie hefði verið milligöngumaður í málinu að kröfu Jean-Pierre Bemes, framkvæmda- stjóra Marseille. Bernes er í varð- haldi og hefur neitað öllum ásökun- um. Eiginkona eins leikmanns Va- lenciennes hafði áður sagt að Eyd- elie hefði látið sig fá umslag með 250.000 frönskum frönkum (liðlega þijár millj. kr.), en leikmaðurinn viðurkenndi ekki sekt sína fyrr en eftir heimsókn eiginkonu sinnar í fangelsið um helgina. Eiginkonan óskaði þegar eftir lögregluvernd, en leikmaðurinn gerir ráð fyrir að sleppa úr varð- haldinu í dag. Fram kom hjá Eydelie að víða væri pottur brotinn í franskri knatt- spyrnu og komu ummæli hans á óvart. „Okkur brá við að heyra margt af því sem hann sagði,“ sagði De Montgolfier. Franska knattspyrnusambandið hefur sagt að verði sekt sönnuð verði tekið hart á málinu. Ekkert verður samt aðhafst fyrir 24. júlí, þegar deildin hefst á ný, og byijar Marseille því í 1. deild, en á á hættu að verða dæmt í 2. deild. í gær var einnig greint frá öðru ámóta máli. Tveir leikmenn Grenoble, sem leikur í 3. deild, sögðu að þeim hefðu verið boðnir 40.000 frankar (tæplega hálf millj. kr.) fyrir að leika illa gegn Lyon- Duchere. Leiknum lauk með marka- lausu jafntefli, sem nægði Lyon- Duchere til að flytjast upp um deild, en af því varð samt ekki, þar sem franska knattspyrnusambandið sagði að aðstæður félagsins og fjár- hagsleg staða fullnægðu ekki þeim kröfum, sem gerðar væru til at- vinnumannaliða. Félagið neitar ásökunum um mútur, en rannsókn heldur áfram. FOLX ■ BRIAN Deane gekk í gær til liðs við enska úrvalsdeildarliðið Le- eds United, og greiddi félagið fyrir hann 2,7 milijónir punda, eða tæpar 290 milljónir króna. Deane lék með Sheffild United, og sögðu tveir Stjórnar- menn hjá félaginu af sér í kjölfar sölunnar. ■ SHEFFIELD Vnited fékk þó betra tilboð í leikmanninn en Leeds bauð, en það kom frá aðalkeppinaut- ' unum í Sheffield Wednesday, sem bauð 3 milijónir punda í kappann. Brian Deane hafði þó meiri áhuga á að fara til Leeds, enda er það heimaborg hans. ■ SHEFFIELD Wednesday er hins vegar umhugað um að fá til sín nýjan leikmann, og fastlega er búist við að liðið kaupi Des Walker frá Sampdoria á Ítalíu, fyrir um 267 milljónir króna. Walker verður að sætta sig við kauplækkun ef hann fer aftur heim tii Englands, en hafði um tvær og hálfa milljón króna í laun á viku hjá Sampdoria. Wednesday getur aðeins boðið hon- um rúmar sexhundruð þúsund krón- ur í vikulaun. M GLENN Roeder hefur sagt upp stöðu sinni sem framkvæmdastjóri hjá 3. deildarliðinu Gillingham, og tekið við sama starfi hjá 1. deildarl- iðinu Watford. Hann tekur við starfi Steve Perrymans sem fór til Tottenham Hotspurs sem aðstoð- arframkvæmdastj óri. ■ MERVYN Day, sem verið hefur varamarkvörður Leeds United und- anfarin ár, hefur verið ráðinn fram- kvæmdastjóri hjá 3. deildar liðinu Carlisle United, og á hann jafn- framt að leika með félaginu. ■ ORÐRÓMUR hefur verið í gangi um að Steve Bould, varnar- maður hjá Arsenal, sé á leið til Wolverhampton Wanderers sem leikur 5 1. deild. ■ KEITH Burkinshaw hefur tek- ið við framkvæmdastjórastöðunni hjá WBA eftir að Ossie Ardiles yfírgaf félagið og fór til Totten- ham. Hann var aðstoðamaður Ar- diles hjá WBA, og maðurinn sem árið 1978 fékk Ardiles til að koma tii Englands frá Argentínu til að leika knattspyrnu þar. ■ ALAN Sugar stjórnarformaður Tottenham er enn að taka til í herbúðum félagsins eftir vandræðin - með Terry Venables. Nú hefur Jonathan Crystal, lögfræðingur og starfsmaður hjá félaginu, sagt starfi sínu lausu, en hann var vinur Vena- bles. ■ TOTTENHAM hefur lent í vandræðum með nýuppgerða stúku því þurrafúi hefur gert vart við sig í tréverki í austurhluta hennar. Framkvæmdir við stúkuna kostuðu um einn milljarð og nú bætast rúm- lega fimmtíu milljónir við, því rífa þarf upp 5000 sæti til að komast fyrir fúann. ■ FJÖGURRA liða mót er fyrir- hugað á White Hart Lane í byijun ágúst, þar sem auk Tottenham leika lið Chelsea, Lazio frá Ítalíu' og hollenska liðið Ajax. Ekki er búist við að viðgerð verði lokið á sætunum fimmþúsund fyrir þetta mót, en iðnaðarmennirnir hafa lofað að völiurinn verði að fullu tilbúinn þegar Tottenham leikur fyrsta leik sinn í úrvalsdeildinni næsta keppn- istímabil, gegn Arsenal 16. ágúst nk. Frá Bob Hennessy ÍEnglandi Maradona hótar að leysa frá skjóðunni Diego Maradona hefur í hyggju að gera heimildarkvikmynd um sjálfan sig. Hann segir að engu verði sleppt og hótar að nafngreina menn, sem neyttu kókaíns eða gera það enn og sölu- menn. „Ég ætla að segja frá öllu, sem ég veit um kókaínneytendur og sölumenn efnisins. Ef til vill kemur þetta mér í vandræði, en Argentínumenn fá að heyra sann- leikann." Maradona sagðist ætla til Kúbu á næstunni, þar sem hann yrði með í knattspymuleik, sem yrði leikinn til að mótmæla viðskipta- banni Bandaríkjanna. Hann sagð- ist þurfa ða gera eitthvað fyrir Kúbu eftir að hafa verið þar sem gestur Fidels Castros 1987. Við- skiptabannið kæmi sérlega illa niður á börnum, sem væru án æskilegar fæðu fyrir vikið „og enginn segir neitt. Við ætlum að segja umheiminum að Kúba er til,“ sagði Maradona.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.