Morgunblaðið - 13.07.1993, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 13.07.1993, Blaðsíða 8
SKOTFIMI Gudrún Jóna Kristjánsdóttir KR-ingur reynir hér að leika fram hjá Halldóru Gylfadóttur í leiknum á laugardaginn. Morgunblaðið/Sverrir ÍÞfémR glfoyimgiMaftift Carl J. fékk gull fráDan- mörku Carl J. Eiríksson, skotmað- ur, hefur verið sæmdúr Gullnælu danska skotsam- bandsins, og fékk hann næluna senda í síðustu viku. Carl J. vann til nælunnar er hann varð sigurvegari á sterku skotmóti í Danmörku í fyrra — náði 594 stigum í riffilskotfimi, en Dan- inn Jesper Brodt varð í öðru sæti með 591 stig. 594 stig þarf til að tryggja sér næluna. Það var Poul H. Glesner, fyrrum formaður danska skotsam- bandsins, sem nú er starfsmað- ur sambandsins, sem sendi Carli J. næluna og í bréfi til hans óskaði hann Carli J. til hamingju með árangurinn og að vera kominn í þann hóp skot- manna sem bera gullnælu sam- bandsins. „Satt best að segja átti ég ekki von á að fá gullnælu danska skotsambandsins. Eg hélt að aðeins Danir gætu unn- ið til hennar,“ sagði Carl J., sem var að vonum ánægður með gullsendinguna frá Danmörku. KR missti sín fyrstu stig VESTURBÆINGAR urðu að sjá á eftir sínum fyrstu stigum í 1. deild kvenna á laugardaginn þegar Skagastúlkur náðu 2:2 jafntefli í Frostaskjólinu en sig- ur hefði auðveldlega getað fall- ið öðru hvoru liðinu í skaut. Skagastúlkur náðu þó einu stigi en hafa ekki fundið sig í sumar. Stefán Stefánsson skrífar Eins og venjulega byijuðu KR- ingar mjög vel og höfðu Hel- ená Ólafsdóttir og Ásthildur Helga- dóttir gert sitthvort markið innan sjö mínútna. En smám saman komust gest- imir inní leikinn og fMagnea Guðlaugsdóttir minnkaði muninn i 1:2 eftir góðan undirbún- ing Brynju Pétursdóttur. Skaga- stúlkur gerðu nokkrar tilraunir við mark KR fyrir hlé en tókst ekki að skora. Seinni hálfleikur byijaði eins og sá fyrri. KR-ingar sóttu af krafti, að vísu án þess' að skora, en fljót- lega jafnaðist leikurinn og liðin skiptust á færum, heimamenn áttu þó fleiri. Eftir 20 mínútur jafnaði IA eftir vamarmistök KR-inga, þegar Júlía Sigursteinsdóttir komst lein innfyrir vömina og renndi létti- lega í markhomið. Á síðustu mínút- unum gerðu bæði lið góðar tilraun- ir til að gera út um leikinn; Ásthild- ur undirbjó gott færi fyrir Guðrúnu Jónu Kristjánsdóttur sem skaut framhjá oggott skot Helenar strauk þverslána. Hinu meginn tókst KR- Kópavoginum á laugardaginn. Akureyringar nýttu svotil eina færi sitt í fyrri hálfleik og komust í 0:1 með marki Amdísar Olafsdótt- ur eftir 15 mínútna leik, en Katrín Jónsdóttir jafnaði 1:1 með þrumu- skoti tíu mínútum síðar. Strax eftir hlé kom Olga Færseth Blikum í 2:1 og í kjölfarið fylgdi mark frá Mar- gréti Ólafsdóttur og annað frá Olgu. En Blikastúlkur sofnuðu á verðinum svo Ellen Óskarsdóttir minnkaði muninn í 2:4. Þróttur Nes. lagði Val Þróttur lagði Val að velli, 2:1, á Neskaupstað. Eftir tíðindarlít- inn fyrri hálfleik fengu Valsstúlkur óskabyijun í seinni Áqúst hálfleik er Erla Sig- Blöndal urbjartsdóttir skor- skrífar aði eftir aðeins tvær mín. með föstu skoti — knötturinn hafnaði út við stöng. Þróttarstúlkur létu það ekki á sig fá heldur sóttu í sig veðrið og sóttu grimmt að marki Valsstúlkna. Sirrý Haraldsdóttir náði að jafna, 1:1, fyrir Þrótt og það var svo Gerð- ur Guðmundsdóttir sem skoraði sig- urmark heimamanna með þrumu- skoti. Undir lok leiksins fóru Vals- stúlkur að sækja, en það var of seint. Þróttarstúlkur áttu góðan dag og var sigur þeirra verðskuldaður. Gerður Guðmundsdóttir og Nanna Tómasdóttir léku vel, en best í liði Vals var Erla Sigurbjartsdóttir. Morgunblaðið/Sverrir Ásthildur Helgadóttir átti góðan leik með KR gegn ÍA á sunnudaginn. stúlkum að bjarga úr markteig sín- um eftir mikinn darraðadans og á lokamínútu leiksins bjargaði Berg- lind Þráinsdóttir naumlega af tám sóknarmanna KR. „Það hlaut að koma að því að við misstum stig og ég átti alveg eins von á því í þessum leik. Við byijum alltaf vel og eigum fullt af færum en inissum síðan niður bar- áttuna," sagði Arna Steinsen þjálf- ari og leikmaður KR eftir leikinn. Óhætt er að taka undir orð hennar því liðið var mjög sannfærandi í byijun. Ásthildur var þeirra best, mjög lagin með boltann og spilar honum vel. Skagastúlkur voru of hikandi í byijun en komust á gott skrið er leið á leikinn. Magnea var góð, Brynja spræk og ekki mátti líta af Jónínu Víglundsdóttur í framlín- unni. Vonandi aflíöandi núna Botnlið 1. deildar, íþróttabanda- lag Akureyrar, tapaði 2:4 gegn einu af toppliðum deildarinnar, UBK, í KNATTSPYRNA / 1. DEILD KVENNA FRJALSAR Kariamir í þriðja sæti Sunna og Þuríður í þriðja og fjórða sæti ÍSLENSKA karlaliðið ítugþraut varð í 3. sæti í C-riðli Evrópubik- arkeppninnar í fjölþraut sem fram fór i Hassle í Belgíu um helgina. íslenska liðið hlaut samtals 19.473 stig í keppninni, en Belgar sigruðu, fengu 20.063 stig, og Portúgalar urðu i öðru sæti með 20.017 stig. Islenska liðið var skipað þeim Ólafi Guðmundssyni HSK, Friðgeir Halldórssyni USAH og Auðunn Guð- jónssyni HSK. Ólafur náði bestum árangri þeirra félaganna og varð í þriðja sæti í einstaklingskeppninni með 6935 stig. Friðgeir varð í níunda sæti með 6362 stig og Auðunn varð í ellefta sæti með 6176 stig. Sunna setti nýtt stúlknamet Konurnar voru aðeins tvær í sjö- þrautarkeppninni, ein þeirra meidd- ist, Ingibjörg ívarsdóttir HSK, og gátu þær því ekki tekið þátt í heild- arstigakeppninni. Sunna Gestsdóttir USAH og Þuríður Ingvarsdóttir tóku þátt í einstaklingskeppninni og stóðu sig vel. Þuríður varð í þriðja sæti með 4759 stig. Sunna varð í fjórða sæti með 4756 stig, og setti þar með nýtt íslenskt stúlknamet.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.