Morgunblaðið - 13.07.1993, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 13.07.1993, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR ÞRIÐJUDAGUR 13. JÚLÍ 1993 C 3 FRJALSIÞROTTIR Trine með kast ársins Norska stúlkan Trine Hattestad brást ekki löndum sín- um á laugardaginn, þegar hún náði besta kasti ársins í spjót- kasti, á Bislett leikun- um í Osló. Trine kast- aði spjótinu 72,12 metra í fyrsta kasti, og sigraði örugglega, en rúmenska stúlkan Fellcia Tilea varð önn- ur með 65,62 metra. Þriðja varð síðan Hví- trússinn Natalia Ziko- lenko sem kastaði 65,02 metra. KNATTSPYRNA Cason var ekki með Ekkert varð úr ein- vígi Bandaríkja- mannsins Andre Ca- son og Bretans Lin- fords Christie í 100 metra hlaupi í Osló, þar sem Cason fékk veirusýkingu og gat ekki verið með. Cason, sem hefur náð besta tímanum í 100 metra hlaupi á árinu, veiktist á stigamóti í Sviss fyr- ir skömmu, og hætti keppni eftir undanrás- ir vegna veikindanna. Christie sigraði því auðveldlega í Osló og Frankie Fredericks varð annar. Dunga til Stuttgart Eyjólfur skoraði þrennu ^rasilíumaðurinn Carlos Dunga, sem lék með ..................................... . Frá Jóni Halldóri Garðarssyni í Þýskalandi 1 Pescara á Italíu, hefur gengið til liðs við Stuttgart. Dunga er 29 ára miðvallarspilari og mjög leikinn. Christoph Daum, þjálfari Stuttgart, bindur miklar vonir við Dunga — að hann eigi eftir að_ breyta leik liðsins til hins betra. Áður hafði Stuttgart keypt Thomas Berthold frá Bayern Munchen. Hann á að fá það hlutverk að leika sem aftasti varnarleik- maður. Berthold lék ekkert með Bayern sl. keppnis- tímabil. Þá kom sóknarleikmaðurinn Axel Kruse frá Frankfurt — þegar Stuttgart lét Maurizio Gaud- ino fara til félagsins. Stuttgart ætlar að selja Ser- bann og varnarleikmanninn Slobodan Dubajic. Franska félagið Lyon hefur sýnt honum áhuga og þá hafa Schalke og Hertha Berlín augastað á Fritz Walter, markaskorara Stuttgart. Stuttgart hefur verið i æfingabúðum að undan- förnu og leikið gegn áhugamannafélögum. Eyjólf- ur Sverrisson hefur skorað í báðum leikjum Stuttgart og skoraði hann þijú mörk þegar Stuttg- art vann stórsigur, 16:1, á Weingarten. íi 44ára þróun heims- metsins í 10.000 m 29:28.2 Emil Zatopek, Tékkósl ..11. 6.49 29:27.2 Viljo Heino, Finnlandi 1. 9.49 29:21.2 22.10.49 29:02.6 4. 8.50 29:01.6 1.11.53 28:54.2 1. 6.54 28:42.8 S. Iharos, Ungveijal 15. 7.56 28:30.4 V. Kuts, Sovétríkjunum ..11. 9.56 28:18.8 P. Bolotnikov, Sovétr ..15.10.60 28:18.2 Bolotnikov 11. 8.62 28:15.6 Ron Clarke, Ástralíu 18.12.63 27:39.4 14. 7.65 27:38.4 Lasse Viren, Finnlandi 3. 9.72 27:30.8 D. Bedford, Englandi 13. 7.73 27:30.5 S. Kimobwa, Kenýa 30. 6.77 27:22.5 Henry Rono, Kenýa 11. 7.78 27:13.81 F. Mamede, Portúgal 2. 7.84 27:08.23 Arturo Barrios, Mexíkó .18. 8.89 27:07.91 Richard Chelimo, Kenýa 5. 7.93 26:58.38 Yobes Ondieki, Kenýa .10. 7.93 I' Himnasending fyrir skipu- leggjendur „gullmótanna Bislett leikamir nú eru fyrsta mótið af fjórum stórmótum í frálsum íþróttum, sem kynnt hafa verið sem gullmótin fjögur, „Golden four series“ á ensku, en hin mótin verða seinna i sumar í Zúrich, Berlín og Brussel. Heimsmet Ondiekis í 10 km hlaupi var hrein og klár himnasending fýrir skipuleggjendur mótanna, og frumkvöðull þeirra, hinn svissneski Res Bruegger, var hæstánægður með byijunina. Gullmótunum íjórum var komið á til að beina meiri athygli að fijáls- íþróttamótum, en það þekkist til að mynda í tennis, þar sem mýmörg mót eru haldin ár hvert, að umgjörðin í kringum nokkur mót er gerð viðameiri til að draga að athygli fréttamanna og áhorfenda. Meiri athygli, sérstaklega sjónvarps- stöðva, eykur veltuna á þessum mótum og tekjumöguleikar íþróttamannanna aukast að sama skapi. Veltan á Bislétt leikunum jókst úrtæplega 41 milljón króna í fyrra, í meira en 71 milljón nú, og var það samningur um sjónvarpsréttinn sem vóg þar’ þyngst. „Mér sýnist að í framtíðinni verði allt að tíu stórmót í Evrópu,“ sagði Brueg- ger. Hann sagði að samkeppnin við knattspyrnu og körfuknattleik væri það mik- il og hörð að ef þeir ættu að standast þá samkeppni þyrfti þeir að fá fullt af nýjum hugmyndum. Á Bislett leikunum voru í fyrsta skipti teknar blóðprufur af keppendum ásamt venjulegum þvagprufum, í því skyni að kanna notkun ólöglegra lyfja. „Ef fleiri lyfjahneyksli fylgja í kjölfar þeirra sem komið hafa á undanförnum árum rennur upp sá dagur að enginn hefur áhuga á að styrkja fijálsar íþróttir,“ sagði Brueg- ger og sagði að ef þeir sigruðu ekki í stríðinu við ólöglega lyfjanotkun myndi þeir tapa öllum styrktaraðilum. Yobes Ondleki fagnar heimsmeti sínu í Osló. Kenýumaðurinn Ondieki á spjöld sögunnar Fyrsti maðurinn til að hlaupa 10 kílómetra undir 27 mínútum YOBES Ondieki frá Kenýu setti heimsmet í 10 km hlaupi á Bi- slett leikunum í Osló á laugardaginn, þegar hann hljóp vegalengd- ina á 26 mínútum 58.38 sekúndum. Hann sló þar með tæplega vikugamalt heimsmet landa síns Richards Chelimo, sem hljóp á 27 mínútum 07.91 sek. á stigamóti í Stokkhólmi sl. mánudag. Ondieki komst með þessu hlaupi á spjöld frjálsíþróttasögunnar; sem fyrsti maðurinn til að hlaupa 10 km undir 27 mínútum. mr Eg vissi að ég gæti slegið heims- metið,“ sagði Ondieki eftir að hafa hlaupið sigurhring á fijáls- íþróttaleikvanginum í Osló. „Eg hef undirbúið mig síðustu sex mánuði. Það var mjög hvasst, en þetta var augljóslega minn dagur.“ Einvígi milli Sigei og Ondieki Ondieki var ekkert að auglýsa það fyrir hlaupið að hann ætlaði að reyna við heimsmetið, en landi hans William Sigei hafði lýst því yfir að hann ætlaði að reyna að slá það á mótinu. Athyglin var því öll á Sigei til að byija með. Tveir hlaup- arar héldu uppi hraðanum fyrri hluta hlaupsins, en seinni hlutinn var einvígi milli Ondieki og Sigei. Þeir hlupu hvern hringinn á fætur öðrum á 65 sekúndum, og Sigei náði tveimur niður í 63, þegar hann reyndi að hrista Ondieki af sér. Eftir átta km var Ondieki hins veg- ar einn eftir, og þó svo hann færi upp í 66 sek. á hring var augljóst að hann myndi slá metið, og jafn- vel hlaupa undir 27 mínútum. Maraþonið næst á dagskrá Ondieki, sem er 32 ára gamall, er heimsmeistarí í 5000 metra hlaupi, og varð heimsþekktur árið 1989, þegar hann varð fyrsti mað- urinn í tíu ár til að sjgra Marokkóm- anninn Said Aouita í 5000 metra hlaupi. Hann varð í fimmta sæti í 5000 metra hlaupinu á síðustu Ólympíuleikum, og segist ekki bú- ast við að veija heimsmeistaratitil sinn í greininni á mótinu í Stuttg- art í næsta mánuði. Hann sagðist ætla að leggja áherslu 10 km næstu mánuðina og á HM 1995 ætli hann að hlaupa maraþon. Morcelli mistókst að ná ' heimsmetinu Alsírbúanum Noureddine Morc- elli mistókst að setja heimsmet í míluhlaupi eins og hann hafði stefnt að, en náði engu að síður góðum tíma, 3 mínútum 47.78 sek. og sigr- aði. Tvær gamlar kempur urðu í öðru og þriðja sæti. Heimsmeistar- inn í 1500 m hlaupi frá því 1987, Sómalinn Abdi Bile, varð annar og heimsmethafinn Steve Cram frá Bretlandi varð þriðji. írska stúlkan Sonia O’Sullivan náði besta tíma ársins í 3000 metra hlaupi, sigraði Evrópumeistarann Yvonne Murray frá Bretlandi og hljóp á 8 mínútum 28.74 sekúndum. Martin Steele frá Bretlandi náði besta tíma ársins í 800 metra hlaupi, 1:43.84, og Michael Johnson sigraði heimsmethafann Butch Reynolds í 400 metra hlaupi. Urslit / C6 íÞtírnR FOI_K ■ ABEDI Pele, leikmaðurinn kunni hjá Marseille, hefur gengið til liðs við Lyon. Hann er þriðji leikmaður félagsins. sem fer til Lyon á stuttum tíma, en áður höfðu þeir Manuel Amoros og Pascal Olmeta, markvörður, farið þangað. Þjálfari Lyon er Jean Tigana, fyrrum leikmaður Mar- seille. ■ KENNET Andersson, lands- liðsmaður Svíþjóðar, sem hefur leikið með belgíska félaginu Mec- helen og IFK Norrköping í Sví- þjóð, skrifaði undir tveggja ára samning við franska félagið Lille um helgina. ■ BERND Schuster átti stórleik þegar Bayern Leverkusen vann Bröndby í æfingaleik um sl. helgi. Það var Brasilíumaðurinn Sergio sem skoraði sigurmarkið, 1:0. ■ DORTMUND er að reyna að fá Karl-Heinz Ridle frá Lazio á Ítalíu. ■ KÖLN gerir sér vonir um að Austurríkismaðurinn Tony Polster gerist leikmaður með fé- laginu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.