Morgunblaðið - 21.07.1993, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 21.07.1993, Qupperneq 2
2 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 21. JÚLÍ 1993 Morgunblaðið/Jón Stefánsson Jeppi valt á Dalvegi JEPPI, sem dró fulla kerru af sandi, valt um fimm- manna til að hreinsa upp sand, sem helltist úr kerr- leytið í gær á Dalvegi í Kópavogi. Bifreiðin endaði unni. Engin slys urðu á fólki en bifreiðin er aftur á hliðinni á eyju milli akreina og kalla þurfti á lið á móti nokkuð skemmd. Félögum í SUS fjölgarum 73 FÉLAGAR á skrá hjá Sambandi ungra Sjálfstæðismanna eru nú 8.317 talsins samanborið við 6.095 í mars 1991, sem er yfir þriðjungs aukning á tveimur árum. Þing SUS verður haldið í ágúst nk. og tveir menn eru í framboði til formanns, núverandi formaður Guðlaugur Þór Þórðarson og Jónas Fr. Jónsson hdl. Aukning félaganna er mest í Reykjavík og á Reykjanesi að sögn Guðlaugs Þórs. Þórður Þórarinsson sem situr í nefnd sem m.a. fer yfir félagalista SUS segir að fjölgunin hafi verið mun meiri en menn hafi haldið. „Hjá flestum félögum er fjölgunin eðli- leg,“ sagði Þórður en bætti við að hjá nokkrum félögum hefði fjölgunin verið það mikil að ástæða hefði þótt til að skoða nánar hvemig hún væri tilkomin. Því hafi félagalistinn komið inn á borð nefndar sem ákveðið hafi að fjalla um málið. „Nefndin hefur komið með samhljóða tillögu um full- trúaflölda hvers félags en við báðum jafnframt um frest til að kanna málið nánar.“ Skýringar á aukningunni segir Guðlaugur Þór Þórðarson m.a. þær að 6 ný félög SUS á landsbyggðinni hafi verið stofnuð frá árinu 1991 og starf félaganna um land allt hafí ver- ið mjög öflugt. Hann sagði jafnframt að mikið af breytingunum á félaga- tölum væru leiðréttingar frá árinu 1991 eða jafnvel eldri. „Nú þegar menn hafa mikinn áhuga á að kom- ast á SUS-þingið, þá vill hvert félag að sjálfsögðu fá sem flesta fulltrúa og mikil áhersla er lögð á að leiðrétta skrámar. Ömgglega er einnig einhver bein aukning á fjölda félaga vegna formannskjörs og einhver félög vænt- anlega beinlínis beitt sér fyrir að bæta við félögum vegna þess.“ Verðbreytingar v. gengisiækkunarinnar A Egils Verðið Vérðíð hækkar appelsínu- varkr. ernúkr. um þykkni 1 lítri 290 ' 320 10,3% Appelsínuþykkni hækkar um 10,3% Sjávarútvegsráðuneytið lokar veiðisvæðum fyrir þorskveiðum Mikil óánægja er meðal sjómamia víða um landið Sjávarútvegsráðherra segir fullt samráð hafa verið haft við sjómenn MIKIL óánægja ríkir hjá sjómönnum víða um land vegna reglugerða sem Sjávarútvegsráðuneytið gaf út í gær um lok- un veiðisvæða, einkum fyrir Vestfjörðum og Norðurlandi. Lokanirnar beinast einkum að verndun smáþorsks og ganga í gildi næsta föstudag. Ráðuneytið segir að á þessu fiskveiði- ári hafi mikið borið á smáfiski í afla og vegna þess hafi 108 sinnum þurft að grípa til skyndilokana. Betra sé að loka veiði- svæðum, þar sem smáfisks sé helst að vænta, til lengri tíma. EGILS appelsínuþykkni í eins lítra brúsum hefur hækkað vegna geng- isfellingarinnar. Sem dæmi um þá hækkun má nefna að áður kostaði brúsinn 290 krónur en kostar nú 320 krónur. Þetta er um 10,3% hækkun. Skákmót í Slóveníu Bragi og Matthías eru efstir BRAGI Þorfinnsson og Matthías Kjeld unnu hvor um sig sína þriðju skák á heimsmeistaramóti barna og unglinga i Bratislava og eru efstir í sínum flokkum. Bragi vann andstæðing sinn Andrade frá Mexíkó í flokki skák- manna 12 ára og yngri. Matthías lagði Úkraínubúann Saidov á svart en þeir tefla í flokki 14 ára og yngri. Helgi Ass Grétarsson gerði jafn- tefli við Sirigos í flokki 16 ára og er í 5.-17. sæti. Magnús Öm Úlfarsson í 18 ára flokknum gerði jafntefli við De Maetelaerte. „Þetta er alveg út í hött og til að gulltryggja að allt fari á haus- inn héma fyrir vestan. Þetta eru einu miðin sem stunduð eru á sumrin,“ sagði Marinó Amarson, skipstjóri á Fönix, sem var að veiðum á Vestfjarðamiðum í gær. Náið samráð við sjómenn Þorsteinn Pálsson, sjávarút- vegsráðherra, segir óveijandi að grípa ekki til aðgerða þegar svo mikið sé um smáfisk eins og nú. Ákvörðunin um lokunina sé byggð á niðurstöðum veiðieftirlitsmanna og náið samráð hafi verið haft við samtök sjómanna og útgerðar- menn. Guðjón A. Kristjánsson, for- maður Farmanna- og fiskimanna- sambands íslands, telur að hægt hefði verið að ná sátt um málið ef betur hefði verið unnið að því af hálfu ráðuneytisins. Kvótakerfið hefur brugðist Hann segir að lokanimar nái yfír of stórt svæði og telur að þær eigi eftir að koma sér einna verst fyrir Vestfirðinga og íbúa á Húna- flóasvæðinu og Norðausturlandi. „Þá tel ég þessar lokanir vera enn einn áfellisdóminn yfír kvótakerf- inu og sýna að það hafí bmgðist sem stjómunarkerfí í fískveiðum," segir Guðjón. Kristján Ragnarsson, formaður Landssambands íslenskra útvegs- manna, segist gera sér grein fyrir að lokun veiðisvæða komi sér illa fyrir margar útgerðir en langtíma- hagsmunir séu í þessu sambandi meiri en skammtímahagsmunir. Hann segist telja að lokanimar séu ekki nægilega miklar og áfram verði um einhverjar skyndilokanir að ræða. Sjá B2 og miðopnu. í dag Skák Aðildarumsókn og sjálfstæði Finna 16 Jóhann Hjartarson vann Hollend- inginn Ven Wely á skákmóti í Biel 15 EB Svifdrekaflug____________________ Árni Gunnarsson sigraði á íslands- móti FMÍ í svifdrekaflugi 22 Leiöari__________________________ Nýr greiðslumiðill 18 Úr verinu ► Velheppnað got norsk- íslenska síldarstofnsins - Greiðslutryggingar í fiskút- flutningi - Færeyingar fá minni afla Surnar- búðn- kvedja Myndasögur ► Drátthagi blýanturinn - Brandarar - Ljóð - Saga - Skemmtilegar þrautir - Leik- hornið - Myndir ungra lista- manna - Viðtal vikunnar Morgunblaðið/Þorkell Á fullri ferð BEYGJURNAR á brautinni eru nokkuð krappar og ekki heiglum hent að ná þeim á miklum hraða. Mikil aðsókn að bíla- brautinni í Laugardal Kostar 300 krónur að aka í 3 mínútur MIKIL OG jöfn aðsókn hefur verið að nýrri bílabraut í Laugar- dal en þar eru sex svonefndir go-kart-bílar leigðir út. Ökumenn- irnir eru allt frá 12 ára aldri, mest er aðsóknin af unglingum 14 til 18 ára en þeir sem eldri eru bregða einnig á leik, og eru sumir ökumennirnir á sextugsaldri. Það er Ulfar Hinriksson sem rekur fyrirtækið ásamt nokkrum félögum og hyggjast þeir halda starfseminni gangandi fram í september. Það kostar 300 krónur að aka í þijár mínútur á go-kart-bíl á bfla- brautinni í Laugardal, en á þeim tíma er hægt að fara 4 til 7 hringi, eftir því hve ökumaður er vel að sér. Að sögn Hlöðvers Gunnarsson- ar, sem sér um bílabrautina, er við- haldskostnaður töluverður og sér- staklega hafa dekk slitnað mikið sökum grófs efnis í brautinni. Vísað útaf — Hlöðver sagði að strangt væri tekið á því að ökumenn ækju skikkanlega í brautinni og rækist bíll utan í dekk eða á annan bfl væri ökumanni umsvifalaust vísað útaf. Sá ökumaður verður þá að kaupa nýjan miða til að komast á brautina aftur. Hlöðver sagði að sæmilega hefði gengið að halda bílunum gangandi og síðdegis í gær voru fíórir bílar af sex í gangi. Hann sagði að lítið hefði verið um óhöpp á brautinni og engin alvarleg óhöpp hefðu orð- ið. Hlöðver sagði að lang flestir unglingar hefðu lag á að aka bílun- um vandræðalaust og hefði starf- semin þama gengið vel. íþrótta- og tómstundaráð Reykjavíkur leigir brautina út fyrir þessa starfsemi.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.