Morgunblaðið - 21.07.1993, Síða 3

Morgunblaðið - 21.07.1993, Síða 3
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 21. JÚLÍ 1993 3 Mosabruni í Arnes- og Skaftafellssýslum Talið að þyrla hafi valdið eld- inum við Útlilíð „ÞAÐ er mikil mildi að hér varð ekki stórkostlegt umhverfisslys í Úthliðarlandi í Biskupstungum," sagði Björn Sigxirðsson bóndi í Úthlíð en mikill eldur gaus upp í landi hans um klukkan hálftvö í gær og eyðilagði mosagróður á hálfum hektara lands. Það voru athugulir göngumenn sem urðu eldsins varir en líklegt er talið að þyrla í lágflugi hafi kveikt í skraufþurrum mosanum. Mosagróður varð einnig eldi að bráð í Skaftáreldahrauni á svæði austan við Dyngjur. Bjarni Matthíasson oddviti Skaftárhrepps segir slökkvi- starf hafa gengið farsællega en telur að um einn hektari lands hafi eyðilagst í brunanum. „Ég tel það ótrúlega lukku að fólk hafi verið á göngu á því svæði þar sem eldurinn gaus upp en það er nokkuð langt frá bæjum um tíu kílómetra inn í landi,“ sagði Björn í Úthlíð, „Fólkið sá til þyrlu þar sem hún flaug lágt og varð vart mikils reyks rétt í þann mund er þyrlan hóf sig á loft og hvarf.“ Hann seg- ir fólkið hafa gert sér og lögreglu viðvart og að umsvifalaust hafi ver- ið gengið í slökkvistörf. Björn segir að menn hafi drifið að af nærliggjandi bæjum og að- stoðað við slökkvistörf. Vatni var Fjárframlög til atvinnumála Umsóknir skoðaðar áfram EKKI er komin niðurstaða um hvernig frekari fjárfram- lögum til atvinnuuppbygg- ingar á Suðurnesjum verður úthlutað. Undirbúningsnefnd íslenskra aðalverktaka, full- trúar frá Eignarhaldsfélagi Suðurnesja og frá Hitaveitu Suðurnesja funduðu um fjár- framlögin sl. mánudag en endanlegar ákvarðanir verða væntanlega teknar á þriðju- dag í næstu viku. A fundinum var farið yfir þær beiðnir sem lagðar hafa verið fram og óskir hafa verið um að allir þessir aðilar taki þátt í. „Við höfum notað tímann til að bera saman bækur okkar og leggja mat á þessi verkefni. Við ákváðum að skoða betur gögn sem við skiptum á milli okkar og á þriðjudag í næstu viku verða menn vonandi í stakk búnir að taka endanlegar ákvarðanir," sagði Jón Sveins- son sem situr í undirbúnings- nefnd íslenskra aðalverktaka. veitt úr Brúará og til þess var notað- ur átta tonna tankbíll. „Björgunar- störf gengu mjög vel og ég vil koma á framfæri sérstökum þökkum til ungra slökkviliðsmanna úr sveitinni og bænda í nágrenninu, sem stóðu sig allir með mikilli prýði,“ sagði Bjöm Sigurðsson bóndi að lokum. Slökkvistarf gekk vel í Eldhrauninu Bjarni Matthíasson oddviti í Skaftárhreppi sagði í samtali við Morgunblaðið að farsællega hefði tekist að slökkva mosabrunann í Skaftáreldahrauni en það hafi verið mikið happ að veður var mjög lygnt. Að sögn hans fréttist af brunanum um klukkan tólf á hádegi og eru líkur leiddar að því að kviknað hafi í út frá sígarettu sem kastað hafi verið í mosann við vegarkant þjóð- vegarins í nýja Eldhrauninu rétt austan við Dyngjur. „Það er rík ástæðá til þess að vara fólk við þeirri hættu að kasta logandi sígarettum eða eldspýtum frá sér og ekki síst í hinum langvar- andi þurrki sem ríkt hefur undan- farið,“ sagði Bjarni. Hann segir það hafa getað valdið óbætanlegu tjóni ef vindur hefði verið meiri. Hann segir að um fjögurleytið hafí slökkvistarfi að mestu verið lokið en tekur fram að svæðið verði vaktað eitthvað áfram og að sjálf- boðaliðar muni vinna við afmörkun þess svæðis sem brann. Ökumaður bílsins sem hafnaði í Hvítá í Borgarfirði Morgunblaðið/Magnús Kolbeinsson Bjargað úr ánni ÁSMUNDUR Ólafsson málarameistari frá Borgarnesi kom fyrstur fólkinu í bílnum til bjargar, en hann fór ásamt manni frá Kirkjubóli á dráttarvél að bílnum. Drengnum var bjargað út um skut bílsins. Missti sljórn á bíln- um í mikilli lausamöl SKÚLI Þór Kjartansson ökumaður bílsins sem lenti út í Hvítá í Borgarfirði á móts við bæinn Bjarnastaði í Hvítársiðu sl. sunnudagskvöld seg- ir að mikil lausamöl á veginum hafi valdið því að hann missti stjórn á bílnum. Skúli Þór var ásamt eiginkonu sinni, Hrefnu Guðbjörgu Há- konardóttur, og átta ára syni þeirra i bilnum, en þeim var bjargað eftir að hafa verið um klukkustund í ánni. Skúli Þór sagðist hafa verið á um 40 km hraða þegar hann missti skyndilega stjórn á bílnum sem kastaðist í fyrstu út í móa og snerist í hring áður en hann fór yfir háan árbakkann og þaðan út í ánna. „Ég var ekki á mikilli ferð vegna þess hve vegur- inn var harður og á honum mikil lausamöl, en ég var áður búinn að fara þessa leið fyrr um daginn. Ég lenti í hálfgerðum skafli af lausamöl og hafði þá enga stjórn á bílnum sem tókst á loft og fór heilan hring. Þetta fór þó allt mikið betur en á horfð- ist,“ sagði hann í samtali við Morgunblaðið í gær. Skúli Þór var fluttur á Sjúkrahúsið á Akranesi og við rannsókn þar kom í ljós brot í hryggjarlið, Komin á land BILLINN var dreginn upp á eyri þar sem björg- unarsveitarmenn tóku við fólkinu. en að öðru leyti sagðist hann hafa sloppið ómeidd- ur. Hann sagðist eiga von á því að fá að fara heim af sjúkrahúsinu í dag. OECD spáir nýju atvinnuleysismeti í aðildarlöndum sínum 1994 Reiknað með að 8.000 ís- lendingar verði án vinnu OECD, Efnahags- og framfara- stofnunin í París, spáir því að í lok þessa árs verði 36 milljónir manna atvinnulausar í aðildar- löndunum, á móti innan við 25 milljóna árið 1990, og að á fyrri hluta ársins 1994 verði atvinnu- leysið meira en verið hefur frá lokum seinni heimsstyijaldarinn- ar. Stofnunin spáir 5,3% atvinnu- leysi hér á landi í ár og 6,2% á næsta ári og er það heldur meira atvinnuleysi en Þjóðhagsstofnun , 1 - , gerir ráð fyrir. Samsvarar þetta Kaup Hitaveitu Keyk]avíkur a eignarhluta Kopavogs t»ví að rúmU^a átta Þúsund Sammngur samþykktur BORGARRÁÐ og bæjarstjórn Kópavogs samþykktu í gær hvort fyr- ir sitt leyti samning um að Hitaveita Reykjavíkur kaupi eignarhluta Kópavogskaupstaðar í Hitaveitunni. Umsamið kaupverð er 300 millj- ónir en eignarhlutur Kópavogs nemur tæplega 2%. Á fundi bæjar- sljómar Kópavogs í gær kom fram að féð kæmi sér vel til að greiða niður skuldir bæjarins. Umsamið kaupverð eignarhluta Kópavogs er samtals 300 milljónir króna. Að frádregnum skuldum bæjarins við Reykjavík vegna kaupa á heitu vatni og lagningar sameig- inlegs frárennsliskerfis, samtals að upphæð 200 milljónir króna, er gert ráð fyrir að Hitaveitan greiði Kópavogi rúmlega 100 milljónir króna á sjö árum. Ánægja Sigurður Geirdal bæjarstjóri í Kópavogi sagðist fagna því að samningurinn væri í höfn. „Þetta er að gerast um allt land að hita- veita og rafmagnsveita kaupi hluti sveitafélaga. Það er í tilgangslaust fyrir sveitarfélög að liggja með pen- ing í þessu. Eftir sem áður munum við fá sömu þjónustu. Það eina sem við gerum er að losa það fé sem í þessu var og á móti kemur að Hita- veitan mun eiga þetta ein,“ sagði Sigurður í samtali við Morgunblað- ið. „Bæjarstjórnin var sammála um þessa sölu og því var almennt fagn- að að þetta var leyst á farsælan og friðsamlegan hátt,“ sagði hann. Samningurinn • var samþykktur án umræðu með 5 samhljóða at- kvæðum í borgarráði Reykjavíkur og með 11 samhljóða atkvæðum í bæjarstjórn Kópavogs. manns verði án atvinnu að meðal- tali árið 1994. OECD spáir því að atvinnuleysi í aðildarlöndunum verði að meðal- tali 8,5% í ár og 8,6% á næsta ári en atvinnuleysið var 7,9% á síðasta ári. Stofnunin telur að Evrópa verði verst úti í þessari þróun sem sögð er stafa af litlum hagvexti. í Evr- ópuríkjum innan OECD var 9,9% atvinnuleysi í fyrra en útlit er fýrir það verði 11,6% í ár og fari í 12,1% árið 1994. Sérstök athygli er vakin á vandamálum vegna fólks sem hefur verið án atvinnu meira en ár, en í Evrópu er það helmihgur allra atvinnulausra, og aðildarlöndin hvött til að grípa til sérstakra ráð- stafana vegna þessa fólks. Þjóðhagsstofnun bjartsýnni Þjóðhagsstofnun spáir því að at- vinnuleysið verði 5% í ár en það samsvarar því að um 6.500 manns séu atvinnulaus allt árið, en OECD segir útlit fyrir 5,3% atvinnuleysi sem samsvarar 6.900 ársstörfum. Sigurður Snævarr, hagfræðingur hjá Þjóðhagsstofnun, segir að reynslan það sem af er árinu, þar sem atvinnuleysið hefur verið að meðaltali um 4lh%, bendi til að spá Þjóðhagsstofnunar sé nálægt lagi. Varðandi árið 1994 er Þjóðhags- stofnun einnig bjartsýnni en O.ECD og spáir 5'/2 til 6% atvinnuleysi á móti 6,2% hjá OECD. Spá OECD samsvarar því að 8.100 manns verði án vinnu allt árið en samkvæmt spá Þjóðhagsstofnunar verða 7.100 til 7.800 atvinnulausir. Sigurður sagði að ýmsar ástæður væru fyrir þessum mismun í at- vinnuleysisspám. Hann vakti at- hygli á því að spá OECD væri gerð áður en gengisfellingin var ákveðin hér á landi. Þá sagði hann að erfitt væri að spá um atvinnuleysi hér á landi vegna þess hvað það hefði verið lítið þar til nú og erfitt að meta viðbrögð fólks og stjórnvalda.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.