Morgunblaðið - 21.07.1993, Qupperneq 4

Morgunblaðið - 21.07.1993, Qupperneq 4
4 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 21. JÚLÍ 1993 Brún eðla dvelur í góðu yfirlæti á Náttúrufræðistofnun Meinleysisgrey sem lifir á skordýrum NOKKUÐ stór brún eðla fannst við höfnina í Holtagörðum í Reykjavík fyrir skömmu og tók nokkurn tíma fyrir starfsmenn þar að ná henni. Eðlan er nú í góðu yfirlæti á Náttúrufræðistofn- un þar sem Erling Ólafsson dýrafræðingur hefur hana í fóstri. Óvist er hvort eðlan verður langlíf í nýju heimkynnunum. Erling sagði að hann hefði ekki séð svona stóra eðlu lifandi hér á landi. Hann sagði að eðlan væri um það bil 25 sm á lengd. Erling giskaði á að hún hefði borist frá Suður-Evrópu og taldi ólíklegt að svona stórar eðlur gætu lifað í Norður-Evrópu. Meinleysisgrey Vart varð við eðluna fyrir nokkrum dögum á athafnasvæði Samskipa við Holtagarða en ekki gekk vel að ná henni. Erling sagði að menn hefðu sýnt henni ótta- blandna virðingu og ekki tekið neina áhættu við að fanga hana. Hann sagði að eðlan væri mein- leysisgrey og lifði á flugum og litlum skordýrum. Eðlan hafði ekki enn fengist til að éta í gær og fúlsaði við skor- dýrunum sem henni voru færð á Náttúrufræðistofnun í gær. Erl- ing sagði að hún væri sjálfsagt langsoltin en þessi dýr þola að vera lengi án fæðu. Úthaldið á hafnarbakkanum hefur öruglega verið kuldalegt fyrir eðlu af suð- rænum slóðum en Erling sagði að eðlur þyldu kuldann nokkuð vel. Eðlur hafa misheitt blóð, í kulda hægist á líkamsstarfsem- inni og getur íslandsheimsóknin Morgunblaðið/Þorkell í tröllahöndum EÐLAN var hin sprækasta á Náttúrufræðistofnun í gær þótt hún hefði ekki enn fengist til að éta. því allt eins framlengt líf eðlunnar ef vel tekst til. Erling kvað óvíst hvort eðlan lifði eða dræpist, og færi það eftir ástæðum. En ef hún lifír skiptir hún sjálfsagt fljótlega um ham, kastar ellibelgnum og gengur í endurnýjun lífdaganna á Islandi. Húsbréf Avöxtun- arkrafan lækkar ört ÁVÖXTUNARKRAFA húsbréfa hélt áfram að lækka í gær og fór úr 7,25% í 7,19% hjá Landsbréfum, viðskiptavaka húsbréfa. Að sögn Sigurbjöms Gunnarssonar, deild- arstjóra, hefur verið ny'ög lítið framboð af húsbréfum að undan- förnu en eftirspurn á hinn bóginn mikil. Jafnframt er nú lítið fram- boð af öðmm bréfum. Sigurbjörn sagði að lítið hefði ver- ið gefíð út af húsbréfum í júlí og stefndi í að útgáfan yrði um 400 milljónum krónum minni en í júlí í fyrra. Á sama tíma hefði ráðstöfun- arfé lífeyrissjóða vaxið enda þótt það væri minna en spár gerðu ráð fyrir. Þá væri einnig töluverð eftirspum frá t.d. verðbréfasjóðum. Önnur verðbréfafyrirtæki hafa lækkað sína ávöxtunarkröfu og var hún sömuleið- is 7,19% hjá Kaupþingi og Verð- bréfamarkaði íslandsbanka í gær. VEÐUR VEÐURHORFUR I DAG, 21. JUU YFIRLIT: Skammt austur af Færeyjum er amálægð sem þokast austur, en lægðardrag fyrir Suðuriandi. Yfir Grænlandi er 1025 mb hæð. SPÁ: Hæg austan- og norðaustanátt. Lítilsháttar þokusúld á annesjum norðanlands og við au3turströndina, en bjartvíðri sunnan- og vestan- lands. VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA: HORFUR Á FIMMTUDAG, FÖSTUDAG OG LAUGARDAG: Fremur hæg norðlæg eða norðaustlæg átt. Dólítit súld eða rigning öðru hverju og 5-10 stiga hiti á Norður- og Austurlandi en yfirleitt þurrt og 12-17 stiga hiti að deginum sunnaniands og vestan. Nýir veðurfregnatímar: 1.30, 4.30, 7.30, 10.45, 12.45, 16.30, 10.30, 22.30. Svarsfmi Veðurstofu Islands — Veðurfregnir: 090600. O tik A Heiðskírt Léttskýjað Hálfskýjað Skýjað * * * • V r r r * r * * * * / / * / * * r r r r * / *** Rigning Slydda Snjókoma Skúrir Slydduél Sunnan, 4 vindstig. Vindðrin sýnir vindstefnu 09 fjaðrimar vindstyrk, Alskýjað heil fjöður er 2 vindstig. * 10° Hitastig V V Súld Él = Þoka FÆRÐÁ VEGUM: Greiðfært er um þjóðvegi landsins og flestir hálendisvegir orðnir færir fjallabflum. Nyrðri-Fjallabaksleið er fær en gert ráð fyrir að Syðri-Fjalla- baksleíð opnist í vikunni. Gæsavatnaleið og Sprengisandsleið úr Skaga- firði og Eyjafirði eru enn ófærar. Víða er unnið við vegagerð, og eru vegfarendur af gefnu tiiefni beðnir að virða þær meridngar sem þar eru. Upplýsingar um færð eru veittar hjá Vegaeftirliti í síma 91-631500 og I grænni iínu 99-6316. Vegagerðín. VEÐUR VÍÐA OM HEIM kl. 12.00 í gær að ísl. tíma Akureyri Reykjavík hiti 11 14 voftur skýjeð léttskýjað Bergen 13 Helslnki 22 Kaupmannahöfn 16 Narssarsniáq Nuuk OskS Stokkhölmur Þórshöfn 11 10 17 23 10 skýjað léttakýjað rignirtg léttakýjað léttskýjað akýjeð úrk.igrennd Stild Algarve Amsterdam Barcelona Beriín Chicago Feneyjer Frankfurt GlflftflOW London LosAngelea Lúxemhorg Madrid Maiaga Mallorca Montreal NewYork Ortando Parfet Madelra Róm Vfct Waahington Winnipeg 29 18 23 20 19 19 17 18 17 17 28 27 34 20 21 26 17 24 17 26 12 heiðakírt skýfað akýjað skýfað 'SUöKyjOÖ skúrísíð. klst. skyjað þrumuveður •kýjað aMcýjað tóttskýjað heiðskirt mistur akúr slskýjað alskýjað skúrásíð.klst. akýjsð vantar rigning þokumóða skýjað Heimild: Vsðuratola Islands (Byggtá veSurapá kl. 16,151 g»r) ÍDAGkl. 12.00 Beiðni viðskiptaráðherra til stofnana Starfsmenn sem eru í fullu starfi annars staðar ekki ráðnir SIGHVATUR Björgvinsson, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, sendi í gær til allra þeirra stofnana sem undir hans ráðuneyti heyra umburð- arbréf með beiðni um að forstöðumenn þeirra ráði ekki fólk í störf, hvorki til tímabundinna verkefna né lengri tíma, sem þiggi full laun annars staðar. Hann beinir því til forstöðumannanna að þeir sem ekki hafi atvinnu, verði látnir sifja fyrir um þau störf sem ráða þurfi í. Sighvatur sagði í samtali við Morgunblaðið í gær að hann hefði að gefnu tilefni sent ofangreint umburðarbréf til allara stofnana sem heyri undir ráðuneyti hans, því brögð væru að því í opinbera geiranum, að menn þægju laun fyrir fullt starf hjá ákveðinni stofnun, en tækju svo að sér tímabundið eða til lengri tíma störf hjá annarri stofnun. Aðspurður hvort hann ætti von á því að fleiri ráðherrar ríkisstjórn- arinnar myndu beina sambærilegum tilmælum til þeirra stofnana sem undir þá heyra, sagði viðskiptaráð- herra: „Það er mjög óeðlilegt að opinberar stofnanir séu að ráða fólk í störf, sem er á launum hjá öðrum opinberum stofnunum, það er að segja ef um full laun er að ræða. Ég vona að aðrir ráðherrar beini svipuðum tilmælum til þeirra stofn- ana sem undir þá heyra. Ég held að það sé mjög æskilegt, ekki síst á tímum sem þessum, að menn reyni að stuðla að því að þau störf sem eru til, geti gengið til þeirra sem eru atvinnulausir." Menningarsjóður Bessí for- maður sljórnar Menntamálaráðherra hef- ur skipað Bessí Jóhanns- dóttur formann sljórnar Menningarsjóðs. Aðrir í stjórn eru Áslaug Brynjólfsdóttir fræðslustjóri og Hlín Daníelsdóttir fulltrúi. Varamenn eru Sigurður Björnsson óperusöngvari, Unnur Stefánsdóttir fóstra og Hildur Kjartansdóttir verslun- armaður. í stjóm sjóðsins er kosið á Alþingi. Lánskjaravísitala hækkar um 0,76% Hækkimin jafngild- ir 9,5% verðbólgn Lánskjaravísitalan hefur hækkað um 0,76% frá fyrra mánuði, sam- kvæmt útreikningum Seðlabankans. Þetta jafngildir 9,5 prósenta verðbólgu á ári. í frétt frá Seðlabankanum kemur fram að ef miðað sé við hækkun vísitölunnar síðustu þrjá mánuði jafngildi hún 3,6% ársverðbólgu en sé miðað við síðustu tólf mánuði jafngildi hún 2,3% verðbólgu. Láns- lqaravísitalan 3.307 stig gildir fyrir ágústmánuð. Launa- og byggingarvisitala Samkvæmt útreikningum Hag- stofunnar er launavísitala júlímán- aðar, sem miðuð er við meðallaun í júnímánuði síðastliðnum, 131,3 stig. Hún hefur hækkað um 0,1 prósent frá fyrra mánuði. Vísitala byggingarkostnaðar, sem Hagstofan hefur gefíð út fyrir ágústmánuð, hefur hækkað um 1,3 prósentustig frá fyrra mánuði. Vísi- talan, reiknuð eftir verðlagi um miðjanjúlí, reyndist vera 192,5 stig. Síðastliðna þijá mánuði hefur vísi- talan hækkað um 1,4 prósent en sú hækkun jafngildir 5,8 prósent hækkun á ári.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.