Morgunblaðið - 21.07.1993, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 21.07.1993, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 21. JÚLÍ 1993 Til sölu • Þjónustufyrirtæki (útleiga). • Útgáfufyrirtæki (bækur, blöð). • Fataverslun v/Laugaveg. Fyrirtækjasalan . Baldur Brjánsson Laugavegur 95, 101 Reykjavík Sfmi 62 62 78 Akurgerði Húsið er parhús, sem er kjallari og tvær hæðir eða um 129 fm og sérgarður. Húsið er í góðu ástandi og getur losnað fljót- lega. Staðsetning er mjög góð á friðsælum stað nálægt nýja miðbænum. Makaskipti möguleg. Bergstaðastræti Einbhús um 250 fm, ásamt 20 fm bílskúr. Húsið er tvær hæðir og kjallari. Mjög góð staðsetning í nágrenni Landspítal- ans. Gæti losnað fljótlega. Fagrabrekka - Kóp. Einbýlishús, íbúðarhæð um 133 fm og í kj. eru 90 fm. 24 fm bílsk. Upphituð innkeyrsla. Skipti möguleg. Keilugrandi Falleg 85 fm 3ja herbergja íbúð á 3. hæð. Svalir í norður og suður ásamt stæði í bílskýli. Húsið er nýuppgert að utan. Laus fljótlega. Lögmannsstofan Síðumúla 1, Reykjavík, simi 688444. Hafsteinn Hafsteinsson hrl., Hrund Hafsteinsdóttir hdl. Stórhöfði - atvinnuhúsnæði Til sölu mjög vel staðsett atvinnuhúsnæði í nýju húsi við Stórhöfða. Húsið er tvær hæðir og eru báðar hæð- irnar jarðhæðir. Neðri jarðhæð er sjö einingar, hver um 154 fm, lofthæð 4,5 metrar og stórar innkeyrsludyr. Skrifstofa og snyrting er í hverri einingu. Efri jarðhæð er jarðhæð frá Stórhöfða og er þar hægt að hafa 3-4 einingar. Lofthæð er um 4 metrar. Hæð þessi hentar vel fyrir verslun og þjónustu. Húsið selst fullfrágengið að utan, tilbúið að innan, lóð malbikuð og frágengin. Hagstæð áhv. langtímalán. Húsnæðið er til afh. strax. <f ÁSBYRGI if Su&urlandsbraut 54, 108 Reykjavik, sími: 682444, fax: 682446. INGILEIFUR EINARSSON, löggiltur fasteignasali. SÖLUMAÐUR: Þórður Ingvarsson. 011R0 01 07H LÁRUS Þ. VALDIMARSSON FRAMKVÆMDASTJORI Cm I I vU'L I 0 I W KRISTINNSIGURJ0NSS0N. HRL. loggilturfasteignasau Til sýnis og sölu - eignir sem vekja athygli: í gamla góða Vesturbænum Parhús við Ránargötu með 6 herb. íb. á tveimur hæðum. Nýtt eldhús. Nýtt bað o.fl. ( kjallara sér einsherbergis íbúð. Grunnflötur hússins er 60 fm auk forstofu og bakinngangs. Glæsilegur blóma- og trjágarður. Skipti möguleg á góðri 4ra herb. íb. á 1. hæð með bílskúr. Endaíbúð við Háaleitisbraut Mikið endurnýjuð 4ra herb. íb. á 4. hæð í suðurenda. Svalir. Góð innr. Sameign endurbætt. Góður bílskúr. Frábært útsýni. Verð aöeins kr. 8,7 millj. Hæð og ris í Hlíðunum Efri hæð'3ja herb. 86,5 fm. Svalir, sérhiti. Þríbýli. Bílskúr 28 fm. I risi fylgja 4 herb. undir súð. Gott verð. Skammt frá Hlemmtorgi Ódýr 3ja herb. neðri hæð í tvíbýlishúsi. Nýlegt eldhús. Geymsla o.fl. í kjallara. Laus strax. Nánari upplýsingar á skrifstofu. Eignaskipti - einstakt tækifæri í Smáíbúðahverfi óskast 2ja herb. íb. á 1. hæð í skiptum fyrir raðhús skammt frá Réttarholtsvegi. Teikning og nánari uppl. á skrifstofu. í Garðabæ - skipti möguleg Nýleg 4ra herb. íbúð á 2. hæð við Lyngmóa. 3 svherb. Góður bílskúr. Útsýni. Skipti möguleg á 2ja herb. íbúð í vesturborginni. • • • í Hliðum - vesturborginni óskast góð 3ja herb. íb. Opið á laugardaginn. AIMENNA FASTEIG WASAL AN LAUGAVEG118 SÍMAR 21150 - 21370 „Hvirfilvindar" eftir Evu Stephenson-Möller frá Svíþjóð Rjarvalsstaðir Sjötti norræni text- ílþríæringnrinn Sossa sýnir á Akranesi LISTAKONAN Sossa, Margrét Soffía Björnsdóttir, opnaði 15. júlí sl. myndlistarsýningu að Skólabraut 31, Akranesi, í Listahorni upplýsingamiðstöðv- ar fyrir ferðamenn, og stendur sýningin til 15. ágúst. Þar sýnir hún níu olíumyndir. Margrét Soffía, sem er fædd 1954 á Akranesi, býr nú á Sauðár- króki. Hún stundaði nám við Myndlista- og handíðaskóla ís- lands 1977 til 1979, 1979-1984 var hún við nám í grafískri list í Kaupmannahöfn og frá 1989 hef- ur hún nuimið við listaskóla í Bos- ton í Bandaríkjunum, þaðan sem hún lýkur prófi (Master of Fine Arts) nú í haust. Margrét Soffía hefur haldið sýningar á verkum sínum bæði erlendis, í Danmörku, Noregi og Bandaríkjunum, og víða innan- lands. Margrét Soffía hefur óskipt gefíð sig að iist sinni frá árinu 1986. LAUGARDAGINN 24. júlí nk. kl. 16 opnar á Kjarvalsstöðum sjötti norræni textílþríæringurinn, og stendur sýningin til sunnudagsins 15. ágúst. Að þessu sinni eru sýnd 52 verk eftir 36 listamenn frá fimm Norður- löndum. Fulltrúi íslands á sýning- unni er Guðrún Gunnarsdóttir og á hún þrjú verk. Guðrún er fyrir löngu orðinn viðurkennd textíl-listakona og hefur haldið einkasýningar á Is- landi og tekið þátt í fjölda samsýn- inga erlendis, m.a. þremur norræn- um textílþríæringum, Scandinavia Today í Japan o.fl. Hún á verk í opinberri eigu m.a. hjá Listasafni íslands, Reykjavíkurborg (Ráðhús Reykjavíkurborgar) og Savaria- safninu í Ungverjalandi. Norræni textílþríæringurinn á rætur sínar að rekja til ársins 1974 þegar norrænir textíllistamenn rufu einangrun landa sinna og settu sam- an sýningu sem átti eftir að verða fyrirmynd annarra textílsýninga á Norðurlöndum. Fyrstu fjórar sýning- arnar voru skipulagðar og reknar af litamönnum sjálfum, sem eins og gefur að skilja kostaði mikið erfíði. Það var því töluverður sigur fyrir textíl-listamenn þegar Norðurlanda- ráð mælti með því að norræna ráð- herranefndin úthlutaði styrkjum til að styðja við bakið samnorrænum sýningum á borð við norræna textíl- þríæringinn. Þetta komst í gagnið fyrir fimmta norræna textílþríæring- inn sem var einnig sá fyrsti sem skipulagður var af Norrænu lista- miðstöðinni og hefur hann nú unnið sér fastan sess meðal þeirra sýninga sem Norræna listamiðstöðin skipu- leggur. Fyrir löngu hefur hinn hefðbundni „vefnaður" vikið fyrir hugtakinu „textíl", sem spannar miklu fjöl- breyttara svið og er sýningin að Kjarvalsstöðum frá bæði vefhönnun og nytjalist og færist þannig nær „fagurlist". Textílþríæringurinn hef- ur ekki heldur farið varhluta^ af breytingum í landafræði og stjórn- málum í Evrópu á síðustu árum en til marks um það kemur sýningin til Reykjavíkur frá Vilnius, Riga og Tallinn en hin nýfrjálsu Eystrasalts- ríki eiga ef til vill jafnmikla kröfu á því að vera kölluð „norræn“ og t.d. Finnland. ------» ♦ '4-----■ Sýning á Mokkakaffi BJARNI H. Þórarinsson sjón- háttafræðingur opnar sýningu á Mokkakaffi sunnudaginn 18. júlí. í tilkynningu um sýningunar seg- ir um verk höfundar að þau séu „til- raunir til endurreisnar íslenzkrar handritagerðar í formi vísihandrila. Þeim fylgir og nýjung, svokölluð vísi- myndrit. Á Mokka gefur að líta nokkur sýnishorn hinna nýju hand- rita og myndrita. Verkin eru unnin í nýjum liststíl, vísíolistastíl, sem Bjarni er frumkvöðull að.“ TÆLENSKUR MATUR TÆLENSKT UMHVERFI Rétt við Háskólann Tjl sölu 2ja-3ja herb. íbúð á besta stað við Brávallagötu í góðu ásigkomulagi. Einstakur garður. Einstaklega skjólgott og friðsælt. Verð ca 6 millj. Upplýsingar í síma 623441. Bar á Spáni Til sölu er fallegur og nýinnréttaður vínbar og veitingastaður á einum vinsælasta ferða- mannastað íslendinga á Spáni, þar sem þeir koma saman, njóta veitinga og lesa blöðin. Öll leyfi til staðar. Gott verð. Upplýsingar aðeins á skrifstofunni. SUÐURVE R I SÍMAR 812040 OG 814755, REYNIR ÞORGRÍMSSON. Hæðargarður Glæsileg 3ja-4ra herb. neðri sérhæð (jarðhæð). Sér- inng. Suðurverönd út frá stofu. Sólpallur. Eignin er öll endurnýjuð. Falleg lóð. Laus fljótlega. Verð 7,5 millj. 4313. Opið virka daga frá kl. 9-18. S: 685009-685988 ÁRMÚLA21 DAN V. S. WIIUM, LÖGFRÆÐINGUR, ÓLAFUR GUÐMUNDSSON, SÖLUSTJ., DAVÍÐ SIGURÐSSON, SÖLUMAÐUR Hlíðarsmári - Kóp. 3. hæðin í þessu glæsilega húsi er til sölu. Hæðin er samtals 760 fm að grunnfleti. Möguleiki að selja í allt að þrennu lagi. Til afhendingar strax. Lóð og sameign fullfrágengin. Allar nánari upplýsingar veitir: Fasteignamarkaðurinn hf., Óðinsgötu 4, símar 11540 og 21700. ✓

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.