Morgunblaðið - 21.07.1993, Síða 14

Morgunblaðið - 21.07.1993, Síða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 21. JÚLÍ 1993 Islandsmót í hesta- íþróttum að hefjast ÍSLANDSMÓT í hestaíþróttum hefst á morgun á Akureyri, á nýju, vallarsvæði hestamannafélagsins Léttis í Hlíðarholti. A svæðinu er mjög góð keppnisaðstaða auk aðstöðu fyrir keppnishross og ferða- hross, góðir hagar rétt við keppnissvæðið og gefinn kostur á að hrossa verði gætt um nætur. Þess er vænst að flestir bestu knapar landsins, hestamenn og áhugamenn um hestaíþróttir verði á þessu landsmóti. Á Hlíðarholtsvelli eru tveir hring- vellir, 250 og 300 m langir auk 400 m beinnar brautar og hlýðniæfinga- gerðis. Þar er og aðstaða góð fyrir keppendur og gesti. Unnið hefur verið að undirbúningi íslandsmóts- ins frá því í vetur undir forystu Jónsteins Aðalsteinssonar for- manns íþróttadeildar Léttis. Yfír- dómari á mótinu verður Pjetur Pjet- ursson en mótsítjóri Einar Orn Grant. Fjölbreytt fjögurra daga mót íslandsmótið hefst á morgun. Fyrsta keppnisgreinin verður fjór- gangur fullorðinna og hefst klukk- an 18. Á föstudag hefst keppni klukkan 8 að morgni og verður þá keppt í fjórgangi ungmenna, ungl- inga og barna. Eftir hádegi verður keppt í fímmgangi í öllum flokkum. Á laugardag verður hlýðnikeppni í öllum flokkum klukkan 8 að morgni og tölt unglinga og barna hefst klukkan 10.30. Eftir hádegi verður keppt í hindrunarstökki, en sú keppni fer fram á flötinni neðan við Samkomuhúsið á Akureyri. Klukkan 16 hefst svo keppni í tölti fullorðinna en um kvöldið verður slegið upp grillveislu við KA- húsið. Sunnudagurinn hefst með gæð- ingaskeiði klukkan 9 að morgni. Klukkan 11 verða úrslit í fjór- gangi, klukkan 13.30 úrslit í fimm- gangi og úrslit í tölti hefjast klukk- an 15. Verðlaunaafhending og mótsslit verða svo klukkan 16.30. Klippt íkllldatíð Morgunblaðið/Golli MENN spranga ekki léttklæddir um garða sína á er kappdúðaður að klippa grasið i kringum húsið sitt Akureyri í súldinni og kuldanum. Það er þrátt fyrir í Kringlumýrinni og notar við það gömlu ullarklippurn- allt stutt í brosið hjá Níels Halldórssyni þar sem hann ar en engin nútímaraftæki. Gítarhátíð Einar Kristján Einarsson leikur í kvöld GÍTARTÓNLEIKAR eru haldnir öll kvöld á meðan Gítarhátíð 1993 stendur á Akureyri. í gærkvöld lék Arnaldur Arnarson fjölbreytta spænska og íslenska gítartónlist á fyrstu tónleikunum. I kvöld mun Einar Kristján Einarsson leika á tónleikum Gítarhádðar 1993. Tón- leikarnir eru í Akureyrarkirkju og hefjast klukkan 20.00 Einar Kristján Einarsson er Akur- eyringur. Hann stundaði nám í gítar- leik á Akureyri og í Reykjavík og var síðan við nám á Englandi, þar sem hann lauk einleikaraprófí og kennaraprófí frá Guildhall School of Music árið 1987. Síðan hefur hann sótt námskeið víða, kennt gítarleik í Reykjavík og komið fram á tónleik- um víða hérlendis svo og á Spáni og Englandi. Áður hefur hann iðulega leikið á Akureyri, meðal annars með Kammerhljómsveit Akureyrar 1991. Hafnasamband sveitarfélaga vill lækka almenn hafnagjöld um 3% 10% lækkun á lýsi og mjöli __ _ .. Morgunblaðið/Golli Hafnamenn þmga STURLA Böðvarsson formaður Hafnasambands sveitarfélaga og Guðmundur Sigurbjörnson hafnarstjóri á Akureyri á fundi um gjald- skrár hafna á Akureyri í gær. FORSVARSMENN hafna á Norðurlandi hittust á fundi á Akureyrí í gær. Fjallað var um hugmyndir um breytingar á gjaldskrármálum hafna. Sambærilegur fundur var með forsvarsmönnum hafna á Austur- landi í fyrradag og hafði áður verið haldinn á Vesturlandi. Sturla Böðvarsson formaður Hafnasambands sveitarfélaga kom á fundinn og kynnti fyrir fundarmönn- um hugmyndir um breytingar á gjaldskrám. Hann sagði að gjald- skrárbreytingamar væru til komnar vegna beiðni hagsmunaaðila í sjáv- arútvegi um verulegar lækkanir. í framhaldi af því hefði hann farið og kynnt fyrir forsvarsmönnum hafn- anna hugmyndir stjómar Hafnasam- bandsins. Þær fælust í því að koma til móts við sjávarútveginn með því móti sem hér segir: í fyrsta lagi verði almenn gjöld lækkuð um 3%. í öðra lagi að ekki verði breytt aflagjöldum. í þriðja lagi að sú breyting verði á vörugjaldi á lýsi og mjöli að það lækki um 10%. Hið síðasttalda sagði Sturla að væri nýmæli sem stjórn Hafnasambandsins myndi beita sér fyrir að fá samþykkt af samgöngu- ráðherra. Teflt á tæpasta vað Sturla sagði að með þessum sam- þykktum stjómar Hafnasambandsins væri komið eins og unnt væri til móts við sjávarútveginn og því væri ekki að leyna að hér væri teflt á tæpasta vað. Sumar hafnir kynnu því að þurfa að fara fram á frestun á einhveijum Iána sinna af þessum sökum. Framkvæmdastjóri Rekstrarfélags íslensks skinnaiðnaðar Rétt að kanna sameiningai skinnaiðnaðarfyrirtækjanna Á FUNDUM Eyjólfs Sveinssonar, aðstoðar- manns forsætisráðherrá, með hagsmunaaðil- um i skinnaiðnaði á Sauðárkróki og á Akur- eyri um helgina munu meðal annars hafa ver- ið viðraðar hugmyndir um sameiningu skinna- verksmiðjanna beggja. Ekki mun eining ríkja um hugmyndir af þessu tagi. Bæjaryfirvöld á Sauðárkróki eru andvíg sameiningu og hafa lýst yfir vilja til að tryggja að rekstur Loð- skinns þar á staðnum haldi áfram. Rekstrarfé- lag ÍSI á Akureyri er rekið af hálfu Landsbank- ans fram til hausts. Þar á bæ er ekki talið fráleitt að kanna möguleika á sameiningu ef það gæti orðið til þess að tryggja framtíð þessa iðnaðar hér á landi. Bjarni Jónasson, framkvæmdastjóri Rekstrarfé- lags ÍSI á Akureyri, sagði þá skoðun uppi í fyrir- tækinu að kanna beri allar leiðir sem gætu orðið til að bjarga skinnaiðnaði hér á landi og þá jafn- framt möguleika á sameiningu skinnaiðnaðarfyrir- tækjanna, þótt ekki virðist það auðsótt miðað við viðbrögð á Sauðárkróki. Hann sagðist telja að ekki væri óeðlilegt að skoða gaumgæfílega hvort æskilegt væri að stokka skinnaiðnaðinn upp og athuga hvort rétt sé að hafa hér á landi fleiri en eitt fyrirtæki í þessum iðnaði. Á það sé að líta að hráefni fari minnkandi og einnig þurfí vinnslan á báðum stöðum að fara í gegnum mikla endurfjár- mögnun. Ríkisbankamir og hálfopinberir sjóðir komi til með að þurfa að taka þátt í þeim aðgerð- um að einhveiju leyti og eins liggi fyrir að ríkis- valdið sé tilbúið að aðstoða þennan iðnað að ein- hveiju marki í sambandi við hráefnisöflun, þótt ekki liggi fyrir enn í hvaða formi það verður. Af þeim sökum væri eðlilegt að kanna þessa hlið málsins ofan í kjölinn ekki síður en aðrar. Verk- smiðjur Loðskinns á Sauðárkróki og ÍSI á Akur- eyri vinni úr sams konar hráefni og búi til sams konar vöru. Skammur timi tíl stefnu Bjami sagði að málefni skinnaiðnaðarins væru nú öll í höndum Iðnþróunarfélags Eyjafiarðar. Hins vegar héldi Rekstrarfélag ÍSI uppi starfsemi í verksmiðjunni sem stæði að óbreyttu til 30. sept- ember. Tilgangur með Rekstrarfélaginu sé fyrst og fremst sá að vinna úr því hréfni sem til er og áætlað sé að því verði lokið í septemberlok. Rekstr- arfélagið hafí ekki í hyggju að vera með neina vinnslu eftir þann tíma. Af þessum sökum sagði Bjami ljóst að ef menn hugsuðu sér að halda áfram starfsemi af þessu tagi hér í bæ yrðu þeir að gera upp hug sinn afar fljótt. Ekki megi það dragast á langinn því sláturleyfíshafar þurfí að fá að vita fyrr en seinna hvort þeir geta selt gærur sínar hérlendis eða þurfa að koma þeim í verð annars staðar. Að sögn Eyjólfs Sveinssonar, aðstoðarmanns forsætisráðherra, er stefnt að því í samvinnu stjómvalda og hagsmunaaðila í skinnaiðnaði að fínna leiðir til lausnar þessara mála á næstu tveim- ur vikum eða svo. ■Miðvikudagur 21. júlí. Gítarhátíð á Akureyri. Einar Kristján Einarsson leikur í Akureyrarkirkju klukkan 20. Dans- og tónlistarspuninn Höfuðverk í Deiglunni klukk- an 20.30. Fram koma Anna Richardsdóttir og Karl Ped- ersen ásamt höfuðskúlptúram eftir Brynhildi Kristinsdóttur ■Fimmtudagur 22. júlí. Gítarhátíð á Akureyri i Akureyrarkirkju klukkan 20. Símon H. ívarsson leikur á gítar og Hlíf Sigurjónsdóttir á fíðlu. Rokksirkus í Samkomuhús- inu klukkan 20.30. Fram koma hljómsveitimar Skrokkaband- ið, Limlest ég er limlest, Frú Roosevelt segir frá, Hún and- ar og Barningur.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.