Morgunblaðið - 21.07.1993, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 21.07.1993, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 21. JÚLÍ 1993 Meintar iðnaðarnjósnir framleiðslustjóra Volkswagen Spiegel heimilt að segja Lopez sekan Hamborg. Reuter. DÓMSTÓLL í Hamborg kvað upp þann úrskurð í gær að vikuritinu Der Spiegel væri heimilt að skrifa á ný um meintar iðnaðarpjósnir Jose Ignacio Lopez de Arriorta framleiðslustjóra Volkswagen-verk- smiðjanna (VW) og halda fram sekt hans. Blaðið hélt því fram að hann hefði stolið leynilegum skjölum um nýjar bílategundir sem General Motors-verksmiðjumar áformuðu að smiða á næstu árum áður en hann réði sig til Volkswagen í mars sl. Herráðið sátt við stefnu Clintons Samkynhneigðir segja engu breytt Washington. Reuter. ÞEIRRI stefnubreytingu Bandaríkjasljómar að heimila samkyn- hneigðum að ganga í bandaríska herinn, með því skilyrði að kyn- hneigð sé haldið leyndri, hefur verið andmælt harðlega af hálfu þeirra sem beijast fyrir rétti samkynhneigðra. Hins vegar hafa for- ystumenn í hemum lýst yfir stuðningi við þessa „málamiðlun" forset- Fann til með lækn- inum eftir uppskurð NORSKUR lífeyrisþegi, Othar Olsen, var lagður inn á sjúkra- hús í Kristiansand til aðgerðar á vinstra hné en. vaknaði með verki í báðufn hnjám því fyrir mistök hafði hægra hnéð verið skorið upp. Olsen sagðist í blaðaviðtali finna til með lækn- inum sem iðrast hefði og beðist afsökunar margsinnis áður en hann réðst til atlögu við veika hnéð. Skruggur drepa 111 naut SKRUGGUM laust niður í rúss- neskt samyrkjubú í Bashkort- ostan í ÚralQöllum á mánudag með þeim afleiðingum að 111 naut brunnu til bana, að sögn fréttastofunnar Itar-Tass. Hafði stjórnandi búgarðsins skirrst við áskorunum um að setja upp eldingavara. A árinu hafa 27 samyrkjubú eyðilagst í eldsvoða af völdum eldinga og hundruð nautgripa drepist. Umdeild úr- slit í Eistlandi RÚSSAR í Eistlandi sögðust hafa unnið sigur á stjómvöldum er 97% kjósenda í borginni Narva og 98,6% í Sillamae í austurhluta landsins studdu nær einróma tillögu um að landshlutinn fengi sjálfsforræði í atkvæðagreiðslu um helgina. Eistnesk yfirvöld lýstu at- kvæðagreiðsluna ólögmæta og sökuðu aðstandendur hennar um kosningasvik. Kjörsókn var aðeins 54%. Eðlumynd slær öll met KVIKMYNDIN Jurassic Park hefur slegið öll aðsóknarmet fyrr og síðar í Bretlandi og ír- landi því fyrstu sýningarhelg- ina keypti 1,75 milljón gesta sig inn á sýningar myndarinnar og námu telqur af aðgangseyri tæpum fimm milljónum punda eða 530 milljónum króna. Mannýg naut drepa bændur ÍRSKIR dýralæknar hvöttu bændur til þess í gær að af- homa griðunga á fengitíma þar sem naut hafa stangað þrjá bændur til bana í sumar. Dýra- læknar segja nautin fyllast af afbrýðisemi á þessum árstíma og þoli hvorki menn né skepnur nálægt kúnum. Svipta Brundtland verðlaunum VEGNA hvalveiða Noi-ðmanna hafa samtök 150 evrópskra umhverfísvemdarsamtaka svipt Gro Harlem Brundtland, forsætisráðherra Noregs, um- hverfisverðlaunum sem henni voru veitt árið 1988. Ákvörðun- inni var mótmælt í Noregi. Skuldjafna með þotum RÚSSAR hafa ákveðið að grynnka á skuldum sínum við Slóvaka með því að láta þeim í té fimm MIG-29 herþotur ásamt varahlutum. Sömu að- ferð beittu þeir til að grynnka á skuldum við Ungveijaland. Talsmenn samkynhneigðra segja þessa varfæmu stefnu vera brot á kosningaloforði Clintons um að banni við vem samkynhneigðra í hemum yrði skilyrðislaust aflétt, og að þeir muni reka málið fyrir dómstólum. „Þessari stefnu verður á endanum hafnað af dómstólum," segir Kevin Cathcart, formaður réttindahóps samkynhneigðra. „Stefnan felur í sér að samkyn- hneigðir verða að sveija eið um þagmælsku og varanlegt skírlifí ef þeir vilja þjóna í hemum.“ Annar talsmaður samkynhneigðra lýsti vonbrigðum sinum með stefnuna og sagði: „Hingað til hafa menn verið reknir úr hemum fyrir að ljúga. Nú verður maður rekinn ef maður segir satt. Ég sé ekki hveiju þetta breytir." Yfírmenn í land- sjó- og flugher sögðust sáttir við stefnuna og reiðu- búnir að fylgja henni. „Þetta er lausn sem allir geta sæst á og vemdar herinn, vemdar einkalíf allra þeirra sem þar þjóna, en er um leið skref í átt til meira fijáls- ræðis," sagði Colin Powell, herráðs- forseti. Stefnubreytingin kemur til framkvæmda 1. október, daginn eftir að Powell, sem hefur verið andvígur breytingunni, hyggst láta af embætti. Dómstóllinn tók til greina kröfu Der Spiegel um að lögbanni, sem VW hafði fengið sett í síðasta mán- uði á frekari skrif vikuritsins um meintar njósnir Lopez, yrði aflétt. Úrskurðaði rétturinn að blaðinu væri heimilt að endurtaka ásakanir um að Lopez hefði tekið leyniskýrsl- ur sem hann fékk afhentar á fundi Adam Opel, dótturfyrirtækis Gen- eral Motors í Þýskalandi, í mars. „Fulltrúar Lopez höfðu kerfisbundið safnað leyniskýrslum um margra mánaða skeið. Samkvæmt ásökun- um á hendur honum voru afrit tekin og varðveitt á tölvudiskum frá í nóvember 1992,“ skrifaði Der Spi- egel 24. maí sl. er það færði fyrstu fregnimar af ásökunum á hendur Lopez. Með lögbanni Volkswagen var Der Spiegel bannað að skrifa um málið þar til kveðinn hefði verið upp dómur um það hvort blaðið hefði brotið reglur um prentfrelsi með frá- sögn sinni af meintum iðnaðamjósn- um Lopez. Réttarhöld í því mála hafa ekki verið dagsett. Forsvarsmenn Der Spiegel hrós- uðu sigri í gær og sögðust myndu á næstunni birta ný gögn um meint- ar iðnaðarnjósnir Lopez og sam- verkamanna hans. Talsmenn Volkswagen viðurkenndu að tekið hefði verið tillit til allra sjónarmiða Der Spiegel í lögbannsmálinu en sögðu að úrskurðurinn í gær hefði ekkert með sekt eða sakleysi Lopez að gera. Hafin er opinber rannsókn á meintu glæpsamlegu athæfi hans bæði í Þýskalandi og Bandaríkjun- um. Þegar fréttin um úrskurðinn barst inn á verðbréfamarkaðinum í Frank- furt í gær lækkuðu hlutabréf í Volkswagen snarlega í verði. Reuter Grínisti með keiluhaus GRÍNLEIKARINN Dan Aykroyd mætti til frumsýningar nýjustu kvikmyndar sinnar, „Coneheads", í Hollywood í gær með heldur óvenju- legan höfuðbúnað. Má reyndar segja að höfuðbúnaðurinn hafi verið í stíl við titil myndarinnar sem í lauslegri þýðingu gæti þýtt keilu- haus. Einnig virðist slifsið vera í stíl við annað. EB-aðild Finna þáttur í sjálfstæðisbaráttunni Helsinki. Frá Lars Lundsten, fréttaritara Morfpinblaðsins. ÞAÐ hefur komið flestum ef ekki öllum á óvart hversu fljótt og snurðulaust aðildarviðræður Finna við Evrópubandalagið (EB) hafa þokast áfram. Þegar Svíar sóttu um aðild að EB fyrir tveim árum voru Finnar varla búnir að átta sig á því að Sovétríkin áskildu sér ekki lengur rétt til að leggjast gegn óskum Finna í utanríkismálum. Helsinki FINLANDIA-húsið í Helsinki, höfuðborg Finnlands, á blíðviðrisdegi. Nú telja margir að Finnar séu lengst komnir þeirra þjóða sem hyggjast ræða um EB-aðild. Svíar, Austurríkismenn og einkum Norð- menn virðast eiga erfíðari samn- ingslotur framundan. Hvernig á að veija sjálfstæðið? í Finnlandi hefur umræðan um EB-aðild verið dræm en helst hefur hún snúist um hvaða áhrif EB- aðild gæti haft á sjálfstæði þjóðar- innar. Fylgismenn Keijos Korhon- ens, eins af forsetaframbjóðendun- um á næsta ári, halda þeirri skoðun fram að nú sé verið að færa sjálf- stæðið í hendur embættismönnum í Brussel. EB-sinnar segjast hins vegar veija sjálfstæði þjóðarinnar með því að nálgast sterkasta efna- hags- og hemaðarbandalag í heimi. Skýringin er ef til vill fólgin í því að Finnar hafa vanist því að ræða ekki utanríkismál nema í heimahúsum. Sú stefna sem forset- inn og ríkisstjómin velur verður einnig stefna þjóðarinnar. Fram- kvæmd hennar er svo í höndum nokkurra toppembættismanna ut- anríkisráðuneytisins. Hugsanleg aðild Finna að EB var fyrst nefnd í áramótaávarpi Maunos Koivistos forseta 1992. Fram til þessa tíma var það álitið vægast samt vafasamt að ræða málið opinberlega vegna samskipt- anna við Rússa. Stefna Finna í aðildarviðræðum við EB hefur verið nokkuð ólík stefnu Svía, Austurríkismanna og Norðmanna. Finnar hafa gert lítið af því að setja alls konar fyrirvara við almennar reglur EB. Svíar og Austurríkismenn hafa lýst því yfir að þeir mættu hætta við inngöngu í EB ef sérskilyrði þeirra yrðu ekki samþykkt af hálfu bandalagsins. Nýlegar skoðanakannanir sýna að jafn margir Finnar séu með og á móti EB-aðild. Það sem ræður úrslitum á þessu stigi er að nærri því allir valdamenn, þ.e. stjóm- málamenn, verkalýðsleiðtogar, for- sprakkar efnahagslífsins og síðast en ekki síst núverandi formaður bændasamtakanna vilja EB-aðild. Þjóðin getur formlega ekki skor- ið úr um EB-aðildina. Samkvæmt finnskum lögum eru þjóðarat- kvæðagreiðslur aðeins ráðgefandi. Þingið og forsetinn skera úr um hvort samningur um EB-aðild verði samþykktur. Undraland í augum Rússa Finnland er nokkurs konar undraland í augum margra Rússa. Allmargir Rússar hafa áhuga á því. að flytjast vestur eða vinna sér inn fé í Finnlandi. Finnska landamæra- gæslan hefur þegar gert sínar ráð- stafanir. Áður sáu sovéskir iand- mæraverðir um að enginn kæmist vestur um, nú reyna finnskir verð- ir að halda gamla jámtjaldinu lok- uðu. Finnsk yfirvöld hafa einnig hafnað ósk Rússa um að afnema skylduna á vegabréfsáritun á landamærum ríkjanna. Nú þegar mörg ríki innan EB hafa tekið upp nokkurs konar ein- angrunarstefnu gagnvart þjóðum utan EB má telja eðlilegt að Finnar vilji tryggja sér sæti í þessari fri- múrarareglu ríkustu þjóða heims. Enda eru Finnar langtum líkari Vestur-Evrópuþjóðum hvað varðar stjómarfar og efnahag en til dæm- is fjarskyldir frændur þeirra, Ung- veijar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.