Morgunblaðið - 21.07.1993, Síða 17
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 21. JÚLÍ 1993
17
Lester C. Thnrow hagfræðingur svartsýnn
Engin álvinnsla
á Vesturlöndum?
BANDARÍSKI hagfræðingur-
inn Lester C. Thurow spáir því
að álframleiðsla á Vesturlönd-
um heyri brátt sögunni til. Það
er reyndar fráleitt eina blikan
sem hann sér á lofti í efnahag
Vesturlanda; hann segir að bú-
ast megi við að á næstu tíu
árum muni hinn kapítalíski
heimur breytast, rétt eins og
sá kommúníski, sem nú er hrun-
inn.
Thurow er forseti stjórnunar-
deildar Massachusetts Institute
of Technology (MIT) og þekktur
fyrir skarpa greiningu á efna-
hagsmálum. Hann segir í viðtali
við Berlingske Tidende að eftir
þær stjórnarfarsbreytingar sem
orðið hafa á stórum svæðum í
heiminum standi Vesturlönd nú
frammi fyrir gífurlegum hag- og
landfræðilegum vanda. Sovétríkin
hafi lengi verið stærsti málmfram-
leiðandi í heiminum. A því muni
ekki verða breyting, og nú muni
erlent fjármagn koma þar til skjal-
anna. Þess vegna spáir Thurow
því að álframleiðsla muni leggjast
af á Vesturlöndum.
Eins og reiðhjól
Thurow segir að kapítalisminn'
sé eins og reiðhjól; gengur vel
þegar leiðin liggur fram á við, en
ekki til nokkurs gagns ef þarf að
bakka.
Um það hvers vegna GATT-við-
ræðurnar virðist hafa siglt í
strand er Thurow beinskeyttur:
„Vegna þess að kerfið er hrein-
lega ónýtt. Það vilja allir sitt eig-
ið. Þegar kalda stríðinu lauk
hættu menn að vinna saman. Það
er ekki lengur neitt til sem heitir
vinir eða fjandmenn. Japanar
Mafíuskelfir
tekur við FBI
BILL Clinton Bandaríkjaforseti
útnefndi í gær Louis Freeh 43 ára
alríkisdómara í New York sem yfir-
mann alríkislögregunnar FBI. Fre-
eh var um tíma starfsmaður FBI
en bæði þar og síðar sem saksókn-
ari og dómari í New York fékkst
hann við baráttuna gegn skipu-
lagðri glæpastarfsemi. Hefur hann
tekið hart á mafíósum og fengið
orð á sig sem mafíuskelfir. Á hann
m.a. heiðurinn af því að uppræta
umfangsmikla glæpastarfsemi
tengda höfninni í New York.
Lester C. Thurow.
þurfa ekki lengur á Bandaríkja-
mönnum að halda; því síður öfugt.
Gangverkið er horfið og það er
ekkert sem getur tekið við.“
Hugmyndir um viðbrögð
Thurow varar við því að Vest-
urlönd sofni á verðinum vegna
sjálfumgleði yfir unnum sigrum
í efnahagsmálum. Hann segir að
svo snúa megi við blaðinu vérði
Bandaríkjamenn að draga úr
neyslu og auka útflutning; Japan-
ar verði að auka neyslu; Þjóðveij-
ar þurfi að hækka skatta. En
Thurow segir að þessar lausnir
eigi ekki upp á pallborðið hjá
stjórnmálamönnum. Þá dreymi
um kapítalisma að japanskri
fyrirmynd.
Norma afhjúpar Major
STUÐNINGSMENN breska íhaldsflokksins í Huntingdon, kjördæmi Johns Majors forsætisráðherra, hafa látið
gera bijóstmynd af leiðtoga sínum. Var hún afhjúpuð í gær og var myndin tekin af forsætisráðherrafrúnni,
Normu, við það tækifæri.
Norski flotínn stöðv-
ar veiðar Zaandam
Stjórn Færeyja andvíg því að togararnir landi í Færeyjum
NORSKA strandgæsluskipið Senja skaut viðvörunarskoti
að togaranum Zaandam á fiskverndarsvæði Norðmanna
við Svalbarða í fyrrinótt. Brugðust skipverjar við með því
að draga inn vörpuna og sigla út af svæðinu.
Talsmaður norska flotaris sagði
í_ samtali við blaðið Aftenposten í
Ósló í gær, að komið yrði í veg
fyrir veiðar utanaðkomandi skipa
á fiskverndarsvæði Norðmanna
við Svalbarða með öllum ráðum.
Venjulegum reglum hefði verið
fylgt og þannig hefði ekki verið
skotið að Zaandam fyrr en skip-
veijar hefðu hundsað öll fyrri til-
mæli um að hætta veiðum. Skotið
hefði verið fyrir stefni togarans
en ekkert sprengiefni verið í kúl-
unni. Hefði hann tafarlaust hætt
veiðum og tekið stefnuna í suð-
vestur og fylgdi Senja honum út
fyrir verndarsvæðið.
Samkvæmt upplýsingum blaðs-
ins Dimmalætting í Færeyjum
hefur færeyska landsstjórnin kom-
ið til móts við óskir Norðmanna
um að hindra veiðar Zaandam og
Atlantic Margaret með því að
leggjast gegn því að þeir landi
afla í Færeyjum.
Tummas Arabo sjávarútvegs-
ráðherra Færeyja vísar því á bug
í samtali við Dimmalætting að
togararnir stundi veiðar við Sval-
barða með velþóknun færeysku
landsstjórnarinnar. Togararnir eru
í eigu Færeyinga en skráðir í Dóm-
iníkanska lýðveldinu, smáríki í
Karíbahafinu. Segir Árabo að af
þeim sökum skorti færeysk stjórn-
völd lagastoð til þess að geta bann-
að veiðar þeirra við Svalbarða.
Hefur landsstjórnin hins vegar
heitið á færeysk fiskvinnslufyrir-
tæki að taka ekki við afla frá skip-
unum.
21.670
i turavia Vikulegt flug 7. júlí - 25. ágúst. |
Aukagjöld: Flugvallarskattar og forfallagjöld kr. 3.090. '
HEIMSFERÐIR hf.
Austurstræti 17, 2. hæð • Sími 624600
air europa
NÝJA BÍL.AHÖLLIN FUNAHÖFÐA 1 S:672277
Toyota Landcruser turbo árg. 1987, brún-
sans, 35“ dekk. Toppbíll, skoöaöur ’94, ek.
148 þ. km. Verð kr. 1.990.000,- skipti.
MMC Galant 2000 GLSi árg. 1991, hvítur,
sjálfskiptur, rafm. í rúðum, skoðaður 1994.
Verð kr. 1.180.000,-. Góð kjör.
Jeep Willys CJ5 árg. 1982, gulur og svart-
ur, 38" dekk, 350 cub., Buick-spil, mikið
breyttur, skoðaður 1994. Verð kr. 950.000,-.
Daihatsu Feroza DX árg. 1991, rauður,
ekinn 44 þ. km., skoðaður 1994.
Verð kr. 1.000.000,-.
i/dmaibu unaraae iö
grænn, skofiaður 1994, ekinn 68 þ. km.
Verð kr. 360.000,-.
FRA KL.
Ford Econoline 150 4 x 4 árg. ’84, ek. 137
þ. km, blár, hár toppur, gas/rafm., miðstöð,
svefnaðstaða, sjónvarp, myndband, hljóm-
flutningstæki. Verð kr. 2.790.000,- stgr.
Ath. skipti. Sjón er sögu ríkari.
Renault Nevada 4WD árg. ’91, ek. 32 þ.
km., sægrænn. Verð kr. 1.350.000,- stgr.
Ath. skipti.
MMC Lancer GLX árg. ’89, ek. 49 þ. km.,
blár, sjálfsk. Verð kr. 780.000,- stgr. Ath.
dýrari bfll, station 4WD.
Hyundai Pony 1500 GLSi árg. ’92, ek. 5
þ. km., rauður. Verð kr. 850.000,- stgr.
Bein sala.
Subaru Legasy 1.8 árg. '91, ek. 56 þ. km.,
grár. Verð kr. 1.350.000,- stgr. Ath. skipti.
L