Morgunblaðið - 21.07.1993, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 21.07.1993, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 21. JÚLÍ 1993 23 Morgunblaðið/Kjartan P. Sigurðson Keppendur KEPPENDUR í mótinu, talið frá hægri: Ámi Gunnarsson, íslandsmeistari, Sveinn Ásgeirsson, Ágúst Kristjánsson, Einar Eiriksson, 2. sæti, Ingólfur Bruun, Haukur Sigurðsson og Krisiján Richter. fljúga upp í Hrauneyjafossvirkjun; Ámi Gunnarsson, Einar Eiríksson og Jón Rósmann Mýrdal, þeir vom í 1.500 m. hæð yfir Hrauneyjafossi í skýjabotnum og hefðu þess vegna getað haldið áfram inn á háiendið. Nokkuð margir ákváðu að fljúga frekar inn í sundlaug og náðu fimm menn á áfangastað. Fimmti dagur: Menn mættu von- góðir á fjall, í suðurátt lá skýjabraut niður að strönd, en illúðlegir svartir skýjabakkar hótuðu rigningu rétt norðan okkar. Verkefni dagsins var að fljúga niður að strönd neðan Þykkvabæjar. Áður en nokkur komst í loftið náðu rigningarbakkarnir okk- ur og dró þar með verulegu úr von- um okkar um nýtanlegt hitaupp- streymi. Nokkrir fóm í loftið og börðust við tættar bólur en urðu að iáta í minni pokann og var dagurinn ógildur. Kári tók mótið í sínar hendur Þegar hér var komið við sögu tók Kári mótið í sínar hendur og frest- aði áformum okkar eins og margra annarra þessa daga sem hugðu á útivist. Norðan rok hamlaði öllu flugi og pökkuðu menn saman á föstudeg- inum og héldu til síns heima. Sunnudaginn 11. júlí var kepp- endum hóað saman og haldið í Blá- fjöll. Ennþá var stíf norðvestan átt í lofti og ákveðið að hafa opið yfir- landsflug, þ.e. leyfilegt að fljúga hvert sem menn vildu, og er þá mæld vegalengdin frá flugtaksstað að lendingarstað og sá sem flýgur lengst vinnur. Menn flugu yfirleitt frá Bláfjöllum inn yfir Vífilfell við Sandskeið og þaðan reyndu menn ýmist að komast í austur með þjóð- veginum í átt að Selfossi eða í Heng- il og norður að Þingvallavatni. Sigur- vegari þennan dag var Ámi Gunn- arsson (34 km), sem flaug að Þing- vallavatni og lenti við Heiðarbæ, í öðru sæti var Bjami Þórðarson (16,5 km) og í þriðja sæti Sveinn Ásgeirs- son (15,8 km). Niðurstöður mótsins urðu því sem hér segir. stig _ 1. Árni Gunnarsson 671 2. Einar Eiríksson 564 3. Jón Rósmann Mýrdal 408 4. BjarniÞórðarson 372 5. Haukur Sigurðsson 355 6. Kjartan Pétur Sigurðsson 268 7. Lárus Halldórsson 256 8. Ágúst Kristjánsson 253 9. Ingólfur Bruun 244 10. Sveinn Ásgeirsson 231 Mikill tækjabúnaður í dag em svifdrekaflugmenn mjög vel tækjum búnir miðað við þann framstæða búnað sem notaður var hér áður fyrr. Venjulegur svifdreka- flugmaður hefur nú yfír að ráða svifdreka sem hefur mjög góða flu- geiginleika. Þar má nefna: Tvöfald- an væng með sömu eiginleika og bestu vængir flugvéla nútímans, sterka álröragrind, ýmis ný efni til að gera væng léttari (kevlar, car- bon), svifhom 1/12, þ.e. getur t.d. svifíð 12 km vegalengd úr eins km hæð. Flugvesti/poki sem hægt er að loka og heldur hita á flugmann- inum. Eitt mikilvægasta tæki við svifdrekaflug er fall- og klifurmælir sem segir hvort maður er á upp- eða niðurleið og hversu hratt. Notast er við talstöð svo hægt sé að koma boðum á milli einstakra flugmanna um aðstæður í lofti, tilkynningum til annarra flugfara og upplýsingum til flugtums. Talstöðin kemur sér einnig vel við að koma skilaboðum til þeirra sem sækja menn sem lenda á víð og dreif, oft yfir stór land- svæði. Annan búnað mætti nefna, svo sem seguláttavita, hæðarmæli og hraðamæli. í framtíðinni má jafn- vel eiga von á að GPS staðsetningar- búnaður teljist til almenns búnaðar í svifdrek. Öryggisbúnað mætti nefna: hjálm, gleraugu, varafallhlíf, vind- heldan hlífðarfatnað og hanska. Svifdrekaflugmaður þarf helst að hafa góðan íjorhjóladrifmn bíl til umráða, þ.e. mikið er um keyrslu á erfiðum fjallavegum. Félagið í Félagi SDFR era skráðir um 50 félagsmenn og þar af eru um 30 manns mjög virkir. Félagið hefur starfað í 15 ár. Markmið félagsins er að kynna svifdrekaflug á íslandi og sjá um kennslu og fræðslu á svif- drekaflugi almennt. Félagið sér um skipulagningu á ýmsum mótum og ferðum félagsmanna á keppriir bæði innanlands og erlendis. Félagar alls staðar að. Félagið hefur yfir að ráða aðstöðu í sumarbústáð rétt suðvestur undir Úlfarsfelli. Félagsmenn koma þar saman reglulega fyrsta fimmtudag í byrjun hvers mánaðar. Þar er að- staða öll -hin besta fyrir félagsmenn. Þar er hægt að vera með verklega og bóklega kennslu, fræðslufundi ýmiss konar og viðhald og prófun á búnaði. Félagið hefur komið sér upp aðstöðu fyrir vélflugdreka og til þessa hefur verið smíðað flugskýli og viðhaldsaðstaða. Einnig hafa ver- ið lagðar tvær flugbrautir. I kringum félagsheimilið er búið að gróðursetja mikið af tijám og gera aðstöðuna skemmtilega fyrir félagsmenn og fjölskyldur þeirra. Aðstaða er fyrir útigrill og hvers kyns samkomuhald í hálfrar aldar gömlum trjálundi bak við félagsheimilið. Helstu flugstaðir Hafrafell: Eitt vinsælasta flug- svæði svifdrekamanna, bæði fyrir byijendur og þá sem lengra era komnir. Þar era aðstæður allar hinar ákjósanlegustu, góður flugtaksstað- ur, góð staðsetning gagnvart haf- golu, stutt frá Reykjavík ög félags- heimili SDFR. Úlfarsfell: Svipaðar aðstæður og við Hafrafell. Búrfell: Fjall sem er hvað þægiíegast að skipuleggja Einnig mætti nefna staði sem flogið hefur verið á, s.s. Hvolsfjall við Hvolsvöll, Bláfjöll, Esjuna, Skálafelí, Ingólfsfjall, Kamba, Strút við Húsafell, Kerlingarfjöll, Reynis- flall við Vík. Ýmis fjöll á Vestfjörðum og fyrir norðan í Blöndudal, við Akureyri, Húsavík og austur á Hér- aði. Helstu flug: 93 km - Úlfarsfell - Holtavörðuheiði (1990 / 4 kl.st. / Árni Gunnarsson, íslandsmet; 80 km - Strútur - Mýrar (1992 / 3 kl.st. / Einar Eiríkssson); 63 km - Úlfars- fell - Reykjanesviti (1986 / 3 klst / Sveinbjörn Sveinbjörnsson, íslands- met. Félagar í SDFR vilja að lokum þakka öllum þeim sem veitt hafa félaginu stuðning í gegnum árin. Valt í lausamöl ólafsvík. UMFERÐARÓHAPP varð við Hnausahraun í Breiðuvíkurhreppi um hádegisbilið á sunnudag, er fólksbifreið fór út af veginum, valt og kastaðist nokkra metra og lenti utanvegar. Ökumaður bifreiðarinnar slapp með minniháttar meiðsl en að sögn lögreglunnar var mesta mildi að ekki fór verr. Talið er að ökumaður hafí misst vald á bifreiðinni í lausa- möl og vill lögreglan vara ökumenn sem leggja leið sína á Snæfellsnes- ið á lausamölinni. Talsverð umferð var á Nesið um helgina og varð þetta eina umferðaróhappið að sögn lögreglunnar í Ólafsvík. - Alfons. Engeyjarvitinn skoðaður Morgunblaðið/Alfons. Rauði kross- inn kennir skyndihjálp ^ EINS og mörg undanfarin ár gengst Reykjavíkurdeild RKÍ fyr- ir námskeiði í skyndilijálp fyrir verslunarmannahelgina. Nám- skeiðið hefst í dag, miðvikudaginn 21. júlí. Kennsludagar verða 21., 22., 26., og 27. júlí. Kennt verður frá kl. 20 til 23. Námskeiðið telst vera 16 klst. Námskeiðið verður haldið í Fákafeni 11, 2. hæð. Þátt- taka er heimil öllum 15 ára og eldri. Námskeiðsgjald er kr. 4.000. Skuldlausir félagar í RKÍ fá 50% afslátt. Hægt verður að ganga í fé- lagið á staðnum. Einnig fá nemenduí'- í framhaldsskólum 50% afslátt. Þetta gildir einnig um háskólanema gegn framvísun á skólaskírteini. Meðal þess sem kennt verður á námskeiðinu er blástursmeðferðin, endurlífgun með hjartahnoði, hjálp við brana, blæðingum úr sáram og mörgu öðra. Einnig verður fjallað um það hvernig koma megi í veg fyrir helstu slys. Að námskeiðinu loknu fá nemend- ur skírteini sem hægt er að fá metið í ýmsum skólum. Tekið skal fram að Reykjavíkur- deild RKI útvegar leiðbeinendur til að halda námskeið í fyrirtækjum og hjá öðram sem þess óska. (Fréttatilkynning) ju DEMPARAR Sendum í póstkröfu. Gott verð. Gæðaþjónusta. ísetning á staðnum. Verslið hjá fagmanninum. BíbvörubúÖin FJÖÐRIN Skeifunni_2, Sími 81 29 44 t í KVÖLD, miðvikudagskvöld, fer Ilafnargönguhópurinn kl. 21 frá Hafnarhúsinu í fjórðu ferðina til kynningar á sjóleiðum, vitum og sjómerkjum á höfuðborgarsvæðinu. Farið verður frá bryggju neðan við Hafnarbúðir og sigld gamla sjóleiðin úr Grófínni út í Engey. Lent verður við Austurvörina og gengnar traðimar upp að bæjarr- ústunum á háeynni og síðan að gamla vitasvæðinu þar norður af. Þaðan verður gengið með strönd- inni á Vestureyna og vitinn skoðað- ur. Áfram verður haldið með strönd eyjunnar að Austurvör. Ferðinni lýkur svo við Hafnarhús- ið. Öll ferðin tekur um tvo og hálf- an tíma. Allir eru velkomnir í ferð með Hafnargönguhópnum. Báts- ferðin kostar 800 kr. Eitt af fyrstu ljósmerkjum við Faxaflóa til leiðbeiningar skipum var sett upp í Engey. Viti var þar byggður 1902 og endurbyggður 1937 og stendur enn. ÚTSALAN hefst SKÓVERSLUNIN SKÆÐI ■ dag mÍlanÓ KRINGLUNNI 8-12 S. 689345

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.