Morgunblaðið - 21.07.1993, Page 24

Morgunblaðið - 21.07.1993, Page 24
24 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 21. JÚLÍ 1993 * Sigurður Olafsson ^söngvari — Minning Fæddur 4. desember 1916 Dáinn 13. júlí 1993 Heill og gæfa hyggjum vér hamingjan þér rétti. Hestar og söngur sýnist mér saman eiga spretti. (Lilja Bjömsdóttir) Þessi vísa, sem ort var á góðri stundu fyrir margt löngu, segir meira en mörg orð um lífshlaup Sigurðar Jóns Olafssonar söngvara og hestamanns sem í dag er borinn til hinstu hvílu. Með Sigurði er ekki einasta horfínn af sjónarsviðinu einn fjölhæfasti söngvari okkar — heldur einnig maður sem markaði djúp spor í sögu kappreiða og hesta- mennsku hér á landi. Sigurður Ólafsson var yngstur þriggja bama þeirra Ólafs Jóna- tanssonar frá Kolbeinsstöðum í Hnappadalssýslu og Þuríðar Jóns- dóttur ffá Kálfavöllum í Staðar- sveit. Fyrsta heimili þeirra Þuríðar og Jónatans var að Laugavegi 49 þar sem Sigurður fæddist þann 4. desember árið 1916. Síðar lá leið fjölskyldunnar í Mávahlíð í vest- urbæ Reykjavíkur þar sem Sigurður sleit bamsskónum ásamt bræðram ''sínurn Jónatani, síðar tónskáldi og píanóleikara, og Erling söngvara, sem lést ungur að áram. Á þriðja' áratugnum var Mávahlíð bóndabýli og þar kynntist Sigurður fyrst hestamennskunni sem síðar átti eftir að skipa veigamikinn sess í lífí hans. Fimm ára gamall prílaði hann í fýrsta sinn upp á rauðan vagnhest og var það að sögn Sig- urðar fyrsta bernskuminning hans. Upp frá því má segja að hesta- mennskan hafí átt hug hans allan. "*■ Hann þótti að eigin sögn fremur sérlundaður krakki og undi sér jafn- an betur í návist hesta en manna. Eftir að fjölskyldan flutti í Akur- gerði, sem stóð skammt vestan við Elliheimilið Grand, notaði Sigurður hvert tækifæri sem bauðst til þess að bregða sér á bak þótt engan ætti hann klárinn. Meðal annars sóttist hann eftir að sækja hesta fyrir hina ýmsu hestakarla í ná- grenninu og það var einmitt í einni slíkri ferð sem hann kynntist skeið- inu sem síðar átti eftir að verða sérgrein hans á kappreiðavöllunum. Þá stalst hann á bak vökram, gráum hesti í eigu Kristjáns Hans- sonar og hleypti honum vestur Skothúsveg á flugskeiði. Þá sagðist Sigurður hafa lokað augunum og notið hverrar sekúndu. „Þarna fékk ég þá bakteríu sem líkja má við nautn og ég fæ aldrei nóg af. Skeið — flugskeið," er haft eftir honum sjálfum um þetta atvik. Sigurður eignaðist sinn fýrsta hest fermingarárið sitt 1929. Þá hafði hann unnið sér inn dálitla peninga við hin ýmsu störf en draumurinn varð að veraleika þegar hann keypti sér jarpskjóttan, fímm vetra fola fyrir fermingarpeningana sína. Teningunum var kastað. Upp frá því vora hestar snar þáttur í lífí Sigurðar Ólafssonar. Uppvaxtarár Sigurðar einkennd- ust öðra fremur af ódrepandi áhuga á hestum og hestamennsku. Það kom því ekki á óvart að hugur hans stæði til dýralækninga. En draumur Reykjavíkurdrengsins varð þó aldr- ei að yeruleika. Framhaldsnám á þessum áram þótti hinn mesti mun- aður og ekki á færi almúgafólks að kosta böm sín til mennta. Sig- urður lauk því aðeins gagnfræða- prófí og stundaði síðan ýmiss konar verkamannavinnu. Á sama tíma fór einnig fyrst að bera á sönghæfileik- um hans en hann söng fyrst á söng- skemmtun í Miðbæjarskólanum á unglingsáram sínum. Faðir hans, Ólafur Jónatansson, þótti alla tíð góður söngmaður auk þess sem eldri bræður hans voru báðir þekkt- ir músíkantar — Erling sem eitt mesta söngvaraefni landsins á sinni tíð og Jónatan sem tónskáld og píanisti. Sigurður söng fyrst opin- berlega við jarðarför árið 1931, en næstu fímmtíu árin var hann einn virtasti og fjölhæfasti söngvari þjóðarinnar. Og víst er að hann var enginn venjulegur söngvari — enda fékkst hann á söngferli sínum við nánast allar tegundir tónlistar — allt frá jarðarfararsálmum til léttrar tónlistar og allt þar á milli. Þekktir tónlistarmenn hafa fullyrt að lík- lega hafí Sigurður verið einn ijöl- hæfasti söngvari þjóðarinnar enda hafí honum látið jafn vel að syngja hvort sem um var að ræða sálma eða sönglög — dægurlög eða óperu- aríur. Sönghæfíleikamir vora hon- um meðfæddir — rétt eins og hæfí- leikar hans í hestamennskunni enda var hann sjálfmenntaður í hvora tveggja. Á söngferli sínum söng Sigurður við ótal jarðarfarir auk þess sem hann ferðaðist um landið og söng — lengst af við undirleik félaga síns og vinar, Skúla Hall- dórssonar. Þá tók Sigurður þátt í fyrstu uppfærslu Þjóðleikhússins á óperanni Rígólettó, Leðurblökunni, Guljna hliðinu, Sem yður þóknast og ímyndunarveikinni. Einnig söng hann og skemmti með ýmsum lista- mönnum á kabarett- og revíu- skemmtunum til margra ára. Þá söng hann inn á fjölda hljómplatna sem enn era reglulega spilaðar á öldum ljósvakans. Árið 1938 urðu merk tímamót í lífí Sigurðar Ólafssonar þegar hann kvæntist eftirlifandi eiginkonu sinni, Ingu Valfríði Einarsdóttur frá Miðdal sem meðal vina og samferð- armanna gengur jafnan undir nafn- inu Snúlla. Árið 1941 fluttust þau að Keldum þar sem Sigurði bauðst jafnframt starf sem meðal annars fólst í umhirðu tilraunadýranna sem þar vora notuð við rannsóknir. I byijun 5. áratugarins var lítið um góðhesta hér á landi. Þetta var á þeim áram sem bílar og dráttarvél- ar vora smám saman að taka við hlutverki þarfasta þjónsins og þar af leiddi að í hugum fólks hafði hesturinn fyrst og fremst notagildi sem vinnudýr fremur en tómstunda- gaman eins og nú er. Það var því ekki algengt að almenningur ætti sérstaka hesta til útreiða og kapp- reiða. Að vísu brugðu menn sér stundum á hestbak en þá var oft- ast um að ræða gamla vagnhesta eða aðra jálka sem hnakk var brugðið á til dæmis í smala- mennsku. Á þessum árum mun hestamennska einna helst hafa blómstrað meðal manna í Mosfells- sveit og á Kjalamesi. Þar ber hæst nöfn þeirra Sigurðar Ólafssonar, Jóns Guðmundssonar á Reykjum, Einars Bjömssonar í Laxnesi, Tiyggva Einarssonar í Miðdal og bræðranna Jóns í Varmadal og Þorgeirs í Gufunesi. Það fór ekki hjá því að leiðir þessara nafntoguðu manna lægju saman á þeim áram sem hestamennska skipaði hvað hæstan sess í lífí Sigurðar. Og það var einmitt á Keldnaáran- um sem Sigurður Ólafsson eignað- ist þann hest sem átti eftir að marka djúp spor í sögu hestaíþróttarinnar hér á landi — Glettu. Gletta var grá, vökur hryssa sem ættuð var úr Dölunum; hryssa sem síðar varð ókrýnd drottning skeiðsins hér á landi. Til marks um það má geta þess að íslandsmet hennar í 250 metra skeiði stóð óhaggað í 28 ár. Þessi vakra hryssa átti alla tíð hug og hjarta söngvarans og hesta- mannsins Sigurðar Ólafssonar. Saman unnu þau hveijar kappreið- arnar af öðram, auk þess sem Sig- urður hlaut ýmsar viðurkenningar fyrir framlag sitt til skeiðíþróttar- innar. Um Glettu hafa verið ortar margar vísur og heilir ljóðabálkar. Meðal þess má nefna Glettu-minni eftir Gunnar Thorsteinsson frá Arn- arstöðum en þar má lesa eftirfar- andi ljóðlínur sem lýsa þessari „postulínshryssu“ betur en mörg orð: M lagðir í kaup sem lífí gefur ljúfast gildi manni þeim, og glaðari sjaldan gengið hefur af góðum meyjarfundi heim. Þrifí Gletta glæstan sprett golan þaut um kinnar. Tók hún vekringslagið létt á langspil jarðarinnar. Eins þá segja aðeins vildi að ört hún skriðið jók og hina alla eftir skildi, er íslandsmetið tók. Undan Glettu komu margir góðir gæðingar en þeirra frægastir voru Gula-Gletta, Litla-Gletta og Hrollur sem öll héldu nafni Sigurðar hátt á lofti í heimi hestamennskunnar. Árið 1948 fluttu þau Sigurður og Snúlla að Laugarnesi þar sem þau bjuggu samfellt í 34 ár. Marg- ir Reykvíkingar minnast þeirra hjóna þar sem þau bjuggu á „sveita- bænum í borginni" — hann þegar orðinn þekktur söngvari og hesta- maður — hún atorkusöm og aðsóps- mikil húsmóðir með stóra bamahóp- inn sinn. Á þessum áram bar marga gesti að garði þeirra hjóna — enda var bóndinn í Laugarnesi einkar bóngóður þegar hestamenn og aðr- ir leituðu til hans með ýmis konar viðvik. Það var því oft mannmargt og glatt á hjalla í reisulega bænum á Laugarnestanganum sem nú heyrir sögunni til. Sigurður Ólafsson var gæfumað- ur í einkalífí. Eiginkona hans, Inga Valfríður, var og hefur alla tíð ver- ið gædd einstökum mannkostum eins og hún á kyn til. Hún er yngst ellefu barna hjónanna Einars Guð- mundssonar og Valgerðar Jónsdótt- ur frá Miðdal í Mosfellssveit, en eins og marga rekur minni til var Miðdalsheimilið annálað menning- ar- og myndarheimili. Flestir kann- ast einnig við bræður Snúllu, Tryggva og Hauk, sem báðir voru landsþekktir íþrótta- og afreks- menn, og Guðmund, sem fjallagarp og listamann. í tæplega fimmtíu ár stóð Snúlla eins og klettur við hlið eiginmanns síns og tók virkan þátt í stærstu ástríðu hans — hesta- mennskunni. Saman ferðuðust þau á hvítu gæðingunum sínum um landið þvert og endilangt og víst er að eftir því var tekið þegar þau riðu um hérað — enda var Sigurður þekktur af því að eiga vel þjálfaða og snyrtilega gæðinga sem vöktu hvarvetna athygli. Þau hjón lögðu jafnfarmt metnað sinn í að vera vel og snyrtilega klædd í hestamennsk- unni — reyndar svo að haft er fyr- ir satt að Snúlla hafi burstað reið- stígvél þeirra þar til hægt var að spegla sig í þeim! í 34 ár bjuggu þau Snúlla og Sigurður í Laugarnesinu — lengst af við kolakyndingu og kalt vatn. Það má því nærri geta að oft hefur mætt á húsmóðurinni þegar bónd- inn var upptekinn við söng og hesta- mennsku. Því hlutverki brást Snúlla ekki fremur en öðram. Bömin þeirra sex bera þess glöggt vitni en þau eru: Valgerður, meinatækn- ir, fædd 1937, gift Hauki Sighvats- syni; Erling Ölafur, fæddur 1942, tamningamaður, í sambúð með Sig- ríði Gunnarsdóttur; Ævar, fæddur 1944, vaktmaður hjá Olís, kvæntur Hansínu Melsted; Þuríður Svala, fædd 1949, flugfreyja, gift Friðriki Friðrikssyni; Ólafur, fæddur 1950, búsettur í Bandaríkjunum, kvæntur Margaret Sigurðsson og Gunnþór, fæddur 1960. Þó að Sigurður Ólafsson sé þekktastur fyrir söng og hesta- mennsku eru þau ófá störfin sem hann fékkst við á sinni tíð. Á milli þess sem hann söng og hleypti á skeið á kappreiðavöllunum vann hann við umhirðu tilraunadýra, ók leigubíl og greip í ýmis konar verka- mannavinnu ef því var að skipta. Þá var hann einnig listamaður í höndunum og klauf meðal annars Maðurinn minn, t FINNUR JÓNSSON listmálari, er látinn. Guðný Elisdóttir. t - Eiginmaður minn og faðir okkar, fj'. ÞÓRHALLUR SIGJÓNSSON, Keldulandi 13, \ Reykjavík, ~ 1 andaðist þann 17. júlí á Vífilsstöðum. ■r • • vg&t i. . Ólöf Hannesdóttir, Edda Þórhallsdóttir Peachie, Birna Þórhallsdóttir, Sigjón Þórhallsson, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn. t Eiginkona mín og móðir okkar, HILDUR PÁLSDÓTTIR, Hjallaseli 31, andaðist í Borgarspítalanum aðfaranótt föstudagsins 9. júlí. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Einlægar þakkir fyrir hlýhug og samúð. Björn Jónsson, Jón Þ. Björnsson, Björn Björnsson, Garðar H. Björnsson, Erla Björnsdóttir, Eriendur Björnsson og fjölskyldur. t Ástkær eiginkona mín og móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, MAGNÚSÍNA GUÐMUNDSDÓTTIR, verður jarðsungin frá ísafjarðarkapellu fimmtudaginn 22. júlí kl. 2 e.h. Guðbjörn J. Jónsson, Jónas Guðbjörnsson, Arnheiður Sfmonardóttir, Gunnar Guðbjörnsson, Aðaiheiður Guðbjörnsdóttir, Sigurvin Jónsson, Viktor Guðbjörnsson, Guðríður Pálsdóttir, Guðbjörg Guðbjörnsdóttir, Valdimar Jónsson, barnabörn og barnabarnabörn. t Elskuleg móðir okkar, ÞORBJÖRG GUÐMUNDSDÓTTIR, Hjallabraut 33, (áður Austurgötu 24), Hafnarfirði, sem andaðist 9. júlí sl. á Benidorm, Spáni, verður jarðsungin frá Fríkirkjunni í Hafnarfirði fimmtudaginn 22. júlí kl. 15.00. Fyrir hönd aðstandenda, Erla Jónatansdóttir, Jóna Guðvarðardóttir, Einar Már Guðvarðarson. t Eiginmaður minn, BJARNI BJARNASON frá Þykkvabæ, lést á heimili sínu, Klausturhólum 1, aðfaranótt mánudagsins 19. júlí. Útförin fer fram frá Prestbakkakirkju laugardaginn 24. júlí kl. 14.00. Jarðsett verður í heimagrafreitnum í Þykkvabæ. Inga Þórarinsdóttir og aðstandendur hins látna.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.