Morgunblaðið - 21.07.1993, Qupperneq 32
32
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 21. JULI 1993
// ~TöLur Okkar Sd/nOL, O.Ó Þ^i StxrrL SCm
Lampannireru þd -er bg%mthni lHajr
d þ\/i a&þjófiar steLL þeim.»
Með
morgunkaffinu
Hættu þessu röfli, Hómgeir!
Hvað um allar þessar he-
statruntur sem ÞÚ kaupir?
Eins og þú sérð hefur orðið
mikil hagræðing í rekstrin-
um. Við erum búnir að
stækka skóflurnar til muna.
HÖGNI HREKKVÍSI
BRÉF TTL BLAÐSINS
Kringlan 1 103 Reykjavík - Sími 691100 - Símbréf 691329
Sorpgámar í Hveragerði
Frá Ingvari Sigurðssyni:
ÞAÐ VAR mikil hagræðing fyrir
Hvergerðinga þegar bærinn tók á
leigu sorpgáma og fólk þurfti ekki
að aka með rusl á haugana á Sel-
fossi. Gámunum var valinn staður
inni í miðju íbúðarhverfi við hliðina
á áhaldahúsi bæjarins, sem stend-
ur við Bláskógagötu. Af skiljan-
legum ástæðum dregur staðsetn-
ing áhaldahússins að sér mikla
umferð, en sú umferð er aðallega
á venjulegum fótaferðatíma. Með
tilkomu gámanna jókst umferð um
götuna til muna og er hún langt
fram á nætur, sérstaklega á vorin.
Gatan er ekki lögð bundnu slitlagi
og á góðviðrisdögum er ekki líft
utanhúss vegna rykmengunar.
Um helgar yfirfyllast gámarnir
gjarnan og standa þeir þá opnir.
Fólk raðar rusli umhverfis þá sem
síðan fýkur inn á nálægar lóðir
þegar vind hreyfir. Fáir gera sér
grein fyrir þeirri eldhættu sem
getur stafað af þessu samansafn-
aða rusli. Þess má geta að aðeins
20 metrar eru að næsta íbúðar-
húsi. Þessu ástandi una íbúar ekki.
Á síðasta ári mótmæltum við
íbúar við Bláskóga og nágrenni
staðsetningu gámanna og fórum
fram á að þeir yrðu fjarlægðir.
Við fengum jákvæðar undirtektir
og benti bæjarstjóri á að sam-
kvæmt ákvæðum heilbrigðisreglu-
gerðar væri staðsetning gámanna
ólögleg. En duglítil bæjarstjórn
hefur ekkert aðhafst í málinu enn-
þá.
Hluti af gámasvæðinu er inni á
hverasvæðinu og er það ekki til
fegrunar. Auk þess að hverasvæð-
ið sé notað til orkunýtingar er það
notað sem aðstaða fyrir gáma,
bílflök og malarhauga og að end-
ingu má geta þess að forseti bæj-
arstjórnar notar hluta af svæðinu
til blómaræktunar. Gárungarnir
eru farnir að kalla hverasvæðið
„Ingvelli“, Ingibjörgu forseta bæj-
arstjórnar til háðungar.
Það er von mín og annarra íbúa
í nágrenni við gámana að bæjar-
stjórn standi við gefin loforð.
Þó að ástandið sé óviðunandi
má ekki gleyma að geta þess að
yfirverkstjóri bæjarins hefur reynt
að halda svæðinu umhverfis gám-
ana eins hreinu og unnt hefur
verið.
INGVAR SIGURÐSSON,
Hveragerði.
Athugasemd frá
Ferðaskrifstofu BSÍ
Frá Gunnari Sveinssyni:
ÞJÓNUSTA og skipulagning
ferða um ísland fyrir erlenda
ferðamenn er oft og tíðum flók-
in og margbrotin athöfn þar
sem margir ólíkir aðilar með
mismunandi skoðanir koma að
málinu. En ferðaþjónustan er
sú atvinnugrein sem hvað mest-
an vaxtarbrodd hefur sýnt und-
anfarin ár enda skilar hún í
þjóðarbúið 12,5 milljörðum á
ári. Það er því ekki óeðlilegt að
þjónusta þessi sýni ákveðna
vaxtarverki í þróun sinni og
viðgangi þar sem ólíkar skoð-
anir og sjónarmið takast á. Einn
slíkur átakapunktur hefur verið
starfsemi erlendra fararstjóra
hér á landi fyrir erlendar ferða-
skrifstofur.
í blaðagrein í Morgunblaðinu
11. júlí síðastliðinn varðandi
erlenda fararstjóra er haft eftir
mér að formaður Félags leið-
sögumanna hafi „nálgast þýska
fararstjórann og gefið í skyn
að hann yrði handtekinn og
honum vísað úr landi“.
Ofangreindar upplýsingar
hafði ég frá hinni þýsku ferða-
skrifstofu en í samtali sem ég
hef átt við formann Félags leið-
sögumanna kom réttilega fram
að hinum erlenda fararstjóra
hafi einungis verið bent á, að
hann hefði eigi tilskilda pappíra
til fararstjórastarfa hér á landi
og hefði honum verið bent á að
stjórn félagsins myndi koma
upplýsingum um ferðir hans til
viðkomandi yfirvalda. Vil ég
góðfúslega óska eftir að Morg-
unblaðið leiðrétti þetta.
í framhaldi af þessum at-
burði, sem hér um ræðir, hefur
verið ákveðinn fundur á næst-
unni milli Studiosus Reisen,
Félags leiðsögumanna, Ferða-
málaráðs og Ferðaskrifstofu
BSÍ til að ræða þessi mál og
finna viðunandi lausn á málum
sem slíkum.
Fulltrúi Studiosus mun gagn-
gert koma til íslands til þessara
viðræðna enda miklir hagsmun-
ir í húfi fyrir íslenska ferðaþjón-
ustu.
F.h. Ferðaskrifstofu BSÍ,
GUNNAR SVEINSSON.
Víkveiji skrifar
að er ekkert nýtt í því að þeg-
ar einhver nýjung er kynnt
hér á landi, þá rjúka margir upp
til handa og fóta og beinlínis verða
að prófa. Þetta hafa dæmin sýnt
og sannað í gegnum tíðina, og eng-
in breyting virðist í vændum á þjóð-
arsálinni í þessum efnum. Menn eru
ekki að velta fyrir sér kostnaði þeg-
ar þörfin grípur þá til þess að prófa
eitthvað nýtt. Teygjustökksæðið
sem greip um sig, og kostar að því
er Víkverja hefur skilist fleiri þús-
und krónur, er talandi dæmi um
æði það sem rennur á menn, er
nýjungar eru annars vegar. Annað
nýlegt dæmi er reynsluakstur í svo-
kölluðum „go kart“ bílum, sem ný-
lega var boðið upp á, á svæði því
í Laugardalnum, sem á veturna er
nýtt fyrir skautaíþróttina og átti
að því er Víkveija skildist að vera
fyrir línuskautaiðkendur á sumrin.
Nú hefur aðgangur línuskautaiðk-
enda verið takmarkaður að svæð-
inu, þar sem Reykvíkingar og gest-
ir þeirra þurfa nú í gríð og erg að
fullnægja nýjungagirni sinni með
hringakstri „go kart“ bílanna.
Hvorki meira né minna en fimm
hundruð manns urðu að prófa farar-
tækin þegar fyrsta daginn, sem
slíkur ökutúr stóð til boða, enda
varð að loka staðnum eftir það, þar
sem hjólbarðarnir beinlínis spænd-
ust upp samdægurs og bíða þurfti
annarrar hjólbarðasendingar er-
lendis frá.
x x x
Ekki sæi Víkveiji svo sem neitt
sérstaklega athugavert við
þessa eilífu nýjungagirni borgar-
anna, ef ekki væri sú stáðreynd,
að umhugsunarlaust og án nokkurr-
ar gagnrýni láta þeir þá sem fyrir
nýjungunum standa arðræna sig á
ótrúlegan hátt. Teygjustökkið, sú
manndrápsíþrótt sem það nú virðist
vera, er talandi dæmi um slíka rán-
starfsemi og nú síðast eru „go kart“
bílarnir annað dæmi. Það mun vera
Suzuki-umboðið sem stendur fyrir
þessu arðráni, sem beinist þá vænt-
anlega aðallega að börnum og for-
eldrum þeirra, sem borga jú brús-
ann fyrir börn sín. Suzuki-umboðið
leigir af Reykjavíkurborg þá að-
stöðu sem hún hefur byggt upp í
Laugardalnum fyrir skautaiðkend-
ur, frá kl. 14 daglega og selur síð-
an aðgang að „gó kart“ bílum sínum
og þar eru engir útsöluprísar í
gangi, því ferðin sem varir í þijár
mínútur kostar 300 krónur. Ein
mínúta undir stýri á tryllitækinu
kostar sem sagt 100 krónur. Miðað
við að aðsókn í þessa spennandi
nýjung haldist óbreytt, gæti umboð-
ið tekið inn rúmlega eina milljón
króna á viku, það sem eftir lifir
sumars.
xxx
Reykjavíkurborg tók þá ákvörð-
un þegar Fjölskyldugarðurinn
í Laugardal var opnaður 24. júní
að hafa aðgang að garðinum, Hús-
dýragarðinum og skautasvæðinu
ókeypis fyrsta mánuðinn sem garð-
urinn væri opinn, eða til næstkom-
andi laugardags. Víkveiji telur þá
ákvörðun hafa verið af hinu góða
og vel til þess fallna að kynna sem
flestum þá möguleika sem aðstaðan
í Laugardal býður upp á. Nú skýtur
hins vegar skökku við, að borgin
ákveði að leigja einkafyrirtæki að-
stöðu þá sem byggð hefur verið upp
með almannafé, til þess að sama
fyrirtæki geti okrað í stórum stíl á
barnafólki.
xxx
Prentvillupúkinn virðist hafa
verið í skrattans miklu stuði
þegar sunnudagsblað Morgunblaðs-
ins var unnið, því hann læddi sér
inn með ærið skondnum hætti í
auglýsingu frá skattstjóranum í
Vesturlandsumdæmi um skatt-
skrár. Skattskrárnar voru í auglýs-
ingunni nefndar „skrattskrár" sem
ugglaust mörgum finnst vera rétt-
nefni!