Morgunblaðið - 21.07.1993, Side 33
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 21. JÚLÍ 1993
33~
Ennþá um hjólreiðar
Frá Margréti Sæmundsdóttur:
JÓRUNN Sörensen sendi mér
ádrepu í bréfí til blaðsins sunnudag-
inn 18. júlí. Jórunn hefur því misskil-
ið mig algjörlega þegar ég hvet hjól-
reiðamenn til þess að hjóla á réttum
vegarhelmingi, þ.e. hægra megin.
Ég var ekki að kvarta yfir hjólreiða-
mönnum sem hjóla samhliða mér
þegar ég ek á bíl heldur þeim sem
hjóla á móti umferðarstraumnum.
Ég gat nú ekki annað en hlegið að
fullyrðingu Jórunnar um reynslu-
leysi mitt sem hjólreiðakonu og að
ég viti ekkert um hvemig er að vera
á hjóli á höfuðborgarsvæðinu. Að
vísu hjóla ég ekki á milli bæjarfélaga
en sl. 10 ár hef ég hjólað í vinnuna
á sumrin flesta daga vikunnar. Ég
verð því að hryggja Jómnni með því
að hún hefur rangt fyrir sér um
reynsluleysi mitt sem hjólreiða-
manns. Hins vegar er ég innilega
sammála Jómnni að það er ekki allt-
af auðvelt að hjóla á íslandi og of
lítið gert til þess að gera fólki fært
að nota þennan ferðamáta. Það þarf
vissulega að stórbæta aðstöðu hjól-
reiðamanna. Mér er annt um líf
mitt, þess vegna hjóla ég ekki á
akbrautum ef ég get komist hjá
því, en læt mér nægja að hjóla á
gangstéttum, t.d. meðfram Miklu-
braut eða Kringlumýrarbraut sem
er á leið minni í vinnuna. Sumstaðar
er ástand gangstétta slæmt en á
löngum köflum bará nokkuð gott.
Hins vegar vandast málið þegar ég
þarf að fara yfír á gatnamótum en
það em þeir staðir sem em hættuleg-
astir fyrir hjólreiðafólk. Ökumenn
sem beygja á gatnamótum taka ekki
oft eftir gangandi og hjólandi fólki.
Ég reyni því að horfa framán í öku-
manninn og fer ekki fyrr en ég veit
að hann sér mig.
Sem fulltrúi í umferðarnefnd
Reykjavíkur hef ég m.a. barist fyrir
því að meira sé gert fyrir hjófreiða-
menn og gangandi vegfarendur.
Sem dæmi má nefna tillögu um
undirgöng á Miklubraut við Réttar-
holtsveg/Rauðagerði. Þetta eru
mjög hættuleg gatnamót en jafn-
framt fjölfarin af hjólreiðamönnum
og gangandi fólki sem er á leið í
Skeifuna. Ennfremur hef ég bent á
illa gerða fláa og fláaleysið á gang-
stéttunum og að gera verði við gang-
stéttar sem em brotnar. Því eins og
Jómnn hef ég marg oft verið næst-
um þvi floginn á hausinn þegar ég
kem allt í einu að stórri holu í gang-
stéttinni eða hellu sem er brotin.
Hjólreiðastígar em mjög fáir í borg-
inni og enda oft snögglega eins og
það hafi verið ákveðið að malbika
einhveija vissa lengd síðan hafi
þeirri lengd verið náð og þá er bara
stoppað og hjólreiðastígurinn endar
í einhveiju tilgangsleysi. Undirgöng
og góðir hjólreiðastígar em að mín-
um dómi það sem hjólreiðamenn og
gangandi vegfarendur vanhagar
mest um. Akbrautir með mikilli bí-
laumferð verða aldrei heppilegar
fyrir hjólreiðar, slysahættan er ein-
faldlega of mikil. Að mínum dómi
þarf að aðskilja umferð gang-
andi/hjólandi sem mest frá bílaum-
ferð. Það gemm við best með því
gera hjólreiðastíga og undirgöng
undir erfíðustu gatnamótin. Ég vona
að hin mikla baráttukona Jómnn
Sörensen beiti kröftum sínum til
þess að hjálpa mér og öðmm hjól-
reiðamönnum við að vinna að bættri
aðstöðu hjólreiðamanna. Því ef
margir hjálpast að er von um árang-
ur.
MARGRÉT SÆMUNDSDÓTTIR,
fræðslufulltrúi Umferðarráðs.
Pennavinir
ísraelskur frímerkjasafnari sem
getur ekki um aldur:
Sam Baum,
P.O. Box 1316,
52113 Ramat-Gan,
Israel.
Fimmtán ára japönsk stúlka með
áhuga á lestri og matargerð:
Hiromi Ogasawara,
1-15-22 Yokota,
Matsumoto-shi,
Nagano,
390Japan.
Tvítug Ghanastúlka, háskóla-
nemi, með áhuga á ferðalögum:
Macellinda Andzie-Quainoo,
P.O. Box 0100,
University Post Office,
University of Cape Coast,
Cape Coast,
Ghana.
Átján ára ítölsk stúlka með bull- •
andi áhuga á íslandi. Vill skrifast
á við 18-20 ára íslensk ungmenni:
Teresa Giulianelli,
Borgo S. Groce 3,
62010 Appignano (MC),
Italy.
Franskur frímerkjasafnari sem
getur ekki um aldur vill stofna til
bréfasambands við íslenska safn-
ara:
Alain Bonnet,
18 Bd Davzac,
F. 13004 Marseille,
France.
Frá Ghana skrifar 25 ára karl-
maður, verkfræðingur, með áhuga
á borðtennis og útiveru:
Mark Andzie-Quainoo,
P.O. Box 08,
U.C.C. Post Offíce,
Cape Coast,
Ghana.
VELVAKANDI
TAPAÐ/FUNDIÐ
Goretex-jakki
FJÓLUBLAR Goretex-jakki
tapaðist af reiðhjóli í vestubæ
Kópavogs föstudaginn 16. þ.m.
í vasa á jakkanum voru slæða
og reiðhjólalás. Jakkinn er
merktur með nafni, heimilis-
fangi og símanúmeri. Heiðar-
legur finnandi vinsamlega
hringi í símann sem gefínn er
upp inni í jakkanum.
Týnd sólgleraugu
SOLGLERAUGU í gylltri um-
gjörð af gerðinni Laura Biagi-
otti töpuðust á Gull- og silfur-
mótinu á Kópavogsvelli, annað-
hvort á vellinum eða á göngu-
stíg milli vallanna, síðdegis sl.
föstudag. Finnandi vinsamlega
hringi í síma 656270. Fundar-
laun.
Týnt úr
GYLLT kvenúr með svartri
leðuról tapaðist í miðbæ
Reykjavíkur aðfaranótt Iaugar-
dagsins 17. júlí. Fundarlaun.
Upplýsingar í síma 658112.
Tjaldhiminn tapaðist
APPELSÍNUGULUR tjaldhim-
inn tapaðist úr bíl á leiðinni upp
í Þórsmörk, frá vegamótunum
við Stóru-Mörk, laugardaginn
16. júlí sl. Upplýsingar í vinnu-
síma 624250 og heimasíma
642855. Steinþór. Fundarlaun.
Myndavél tapaðist
LÍTIL Canon-myndavél, 35
mm, tapaðist á Bæjarættarmóti
á Drangsnesi 2.-4. júlí sl.
Finnandi vinsamlega hringi í
síma 95-13221.
Myndavél tapaðist
SJÁLFVIRK myndavél í gráum
poka með fílmu í tapaðist í
leigubíl frá Hótel Sögu að Perl-
unni skömmu eftir miðnætti
aðfaranótt sunnudags. Upplýs-
ingar í síma 643121.
Hjólkoppur tapaðist
HJÓLKOPPUR af Toyota-bif-
reið tapaðist við Glæsibæ rétt
fyrir kl. 14 sl. mánudag.
Finnandi vinsamlega hringi í
síma 656218. Dóra.
GÆLUDYR
Týndur páfagaukur
LITILL ljósblár páfagaukur
tapaðist frá Kársnesbraut I
Kópavogi sl. sunnudag. Hafí
einhver orðið hans var er hann
vinsamlega beðinn að hringja í
síma 41847.
Kettlingar
ÁTTA vikna kassavanir kettl-
ingar fást gefíns. Upplýsingar
í síma 41637 eða 40386.
Týndur köttur
UNGUR síamsköttur hvarf frá
Stórholti 39, Reykjavík, laugar-
daginn 10. júní. Hann var með
gula hálsól, nafnspjald með
nafninu Nick og auk þess er
hann eyrnamerktur. Hafí ein-
hver orðið hans var er hann
vinsamlega beðinn að hringja í
síma 29428. Fundarlaun.
Doppa er týnd
NÍU ára gömul, þrílit læða
tapaðist frá Sæviðarsundi 82
um hádegisbilið sl. laugardag.
Hún var með hvíta hálsól. Þeir
sem hafa orðið hennar varir
eftir þann tíma eru vinsamlega
beðnir að hringja í síma 36532
eða hafa samband við Katta-
vinafélagið. Einnig væri gott
ef íbúar í nágrenninu myndu
líta inn í bílskúra eða kjallara
sína og gæta að hvort hún hafi
lokast inni.
Týndur köttur
BRÖNDÓTTUR þriggja ára
högni hvarf frá heimili sínu,
Nökkvavogi, fyrir rúmri viku.
Hafí einhver orðið hans var er
hann vinsamlega beðinn að
hringja í síma 682964.
Týndur köttur á Selfossi
SVARTUR og hvítur högni tap-
aðist frá Sunnuvegi 14 á Sel-
fossi mánudaginn 12. júlí sl.
Hann var með fjólubláa ól og
gult merkispjald sem á stóð
Kolbeinn. Hafi einhver orðið
hans var er hann vinsamlega
beðinn að hringja í síma
98-22536. Selfyssingar eru vin-
samlega beðnir að athuga í
gleymslur og kjallara og athuga
hvort hann gæti hafa lokast
inni.
Kettlingur fannst
ÞRIGGJA til fjögurra mánaða
gamall fresskettlingur gerði sig
heimakominn á Suðurgötu í
Hafnarfírði sl. laugardag. Eig-
andi kettlingsins má hafa sam-
band í síma 50327.
Ég úndirritaöur þakka öllum þeim, er glöddu
mig á áttrœÖisafmœli mínu.
GuÖ blessi og varÖveiti ykkur öll.
Þorsteinn Á. Hraundal.
Til sölu
Cadillac Eldorado, órg. 1979, rauður, 8 cyl., 350 EFI, sjálfsk.,
vökvast., svínsleður á sætum og stýri, stáltoppur með topp-
lúgu, ekinn 79.000 km. frá upphafi. Verð kr. 1.470.000.
Skoðaður '94. Ath. Skipti, dýrari eða ódýrari.
-------(ajuiiqilak^)--------------
V mr OF NORWAY^
-----^
SUMARTILBOÐ
^ ÍJÚLÍ
Sæng Hollofil 4 140x200 cm jSr4ÖÖ 5.120
Sæng Hollofil 4 100x140 cm 3í6ÖÓ 2.880
Sæng Hollofil 4 80x100 cm 2í5Ö0 2.000
Sæng Hollofil 4 65x 80 cm JAIÖÖ 1.520
Koddi Hollofil 4 50x 70 cm ^300 1.840
Koddi Fiberfill 40x 60 cm Tr250 1.000
Koddi Fiberfill 35x 40 cm ^900 720
FALKINN
Síðumúla 22, Suöurlandsbr. 8, s. 814670 Skólavörðust. 21a,
sími 812244. Mjóddinni, sími 670100. sími 14050.
.......—---
vi\
Vi6 bjó&um ykkur.velkomin í 7 daga hvíldar- og
uiessiuyuiuvui i |uu
Þar verða kynntar lei&ir til a& bæta heilsuna og ö&last
meiri lífsgle&i og frið
•'9 St /I
■' ’ tji aðsóknor: 15322. ágöst
mm
• Heilsufæ&i (fullt fæSi’
m:
4
• Fræðsluerindi
• Rúmgóð 2ja manna herbergi * Uppskriftir
• Líkamsæfingar, jóga • Tónleika
•Gönguferðir • Nudd
• Hugkyrrð, slökun
Sérstakir fyrirlesarar og lónlistarmenn verða á hverju námskei&i.
Á sfoðnum er glæsileg sundlaug og nuddpottur.
Nánari upplýsingar veita Sigrún og Thor í síma 668489 á milli kl. 8.00
og 10.00 tyrir hódegi til 6 júlí. Eftir jxið á Reykhóium í síma 93-47805
SigrúnOlsen *“'**'»* Thor Barðdal
Þú svalar lestrarþörf dagsins
ásúíum Moggans!