Morgunblaðið - 21.07.1993, Síða 35

Morgunblaðið - 21.07.1993, Síða 35
MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR MIÐVIKUDAGUR 21. JÚLÍ 1993 35* FRJÁLSÍÞROTTIR KNATTSPYRNA / BIKARKEPPNIN Einvígi Lewis og Christie í 100mhlaupi Sagðirfá andvirði 10,7 milljóna króna hvor fyrir 10 sekúndna vinnu í Englandi CARL Lewis, heimsmethafi og Ólympíumeistarinn f rá því í Barcelona, Linford Christie, mætast í 100 m hlaupi á sér- stöku boðsmóti sem haldið verður í Gateshead í Norður Englandi 30. júlí næstkomandi. Mikið hefur verið rætt um hugs- anlegt einvígi þeirra en ekkert orðið af þvf fyrr en nú. Þeir hafa ekki mæst í 100 m hlaupi síðan á heimsmeistaramótinu í Tókýó fyrir tveimur árum, er Bandaríkjamaðurinn Lewis sigraði með því að setja heims- met, 9,86 sek., og Bretinn Christie varð þá annar á 9,92 sek. sem reyndist nýtt Evrópu- met. Breskt dagblað greindi frá því í að gær að hvor hlauparinn um sig fengi 100.000 pund fyrir hlaup- ið, andvirði 10,7 milljóna króna. Launin verða því ríflega ein milljón króna fyrir hvern hlaupinn metra. Lewis, sem er orðinn 32 ára, keppti ekki á Ólympíuleikunum í Barcelona. Hann var veikur meðan úrtökumótið fyrir leikana fór fram í Bandaríkjunum, keppti þó, en komst ekki í liðið. Hann sigraði hins vegar í greininni á Ólympíu- leikunum 1984 og 1988. Christie, sem er ári eldri, er taplaus í 100 m hlaupi á árinu — á sjö sigra að baki. Lewis hefur hins vegar ekki tekist að sigra í 100 m hlaupi á árinu í fjórum tilraunum, en hann hefur engu að síður stöðugt verið að bæta sig. Til stóð að Lewis og Christie mættust í 100 m hlaupi í Tókýó í september sl. en ekkert varð úr og ekkert varð heldur af fyrirhuguðu einvígi þeirra í Las Vegas í maí. Lewis hefur kallað Christie lævísan bragðaref; segir hann hafa komið sér undan því að mæta sér á hlaupa- brautinni, en Bretinn vísar því á bug. Segist aldrei hafa forðast að mæta neinum og Andy Norman, enskur mótshaldari, segir Lewis fjórum sinnum hafa neitað að taka þátt í móti í Bretlandi sem honum var boðið á. Christie hefur einungis einu sinni sigrað í þau tólf skipti sem hann hefur mætt Carl Lewis í 100 m hlaupi. Það var í Mónakó fyrir fjórum árum. Skagamenn 19sinnum komist í und- anúrslit ■ Skagamenn hafa oftast leikið f undanúrslitum bikar- keppninnar í knattspymu, alls 19 sinnum. 13 sinnum komust þeir áfram í úrslita- leikinn og hafa 5 sinnum orð- ið bikarmeistarar. ■ Valsmenn eiga 17 undan- úrslitaleiki að baki, hafa 11 sinnum leikið til úrslita og 8 sinnum fagnað bikar- meistaratitli. Þeir eru núver- andi bikarmeistarar sem kunnugt er og hafa sigrað í keppninni þrjú síðustu ár. ■ Kefivikingar hafa leikið 15 sinnum í undanúrslitum, 5 sinnum til úrslita en aðeins einu sinni fagnað sigri í keppninni; eftir úrslitaleik gegn ÍA 1975. ■ KR-ingar hafa 14 sinnum komist í undanúrslit bikar- keppninnar, 9 sinnum alla leið í úrslitin og hafa 7 sinn- um orðið meistarar. MIHAJLO Bibercic, serbneski framheqinn hjá ÍA, hefur staðið sig vel í sumar og verið iðinn við að skora. Hann skoraði einu sinni gegn HK í 16-liða úrslitum mjólkurbikarkeppninnar og síðan gerði hann þrennu í átta liða úrslitun- um gegn Víkingi í fyrrakvöld. « Carl Lewis, heimsmethafí og Ólympíumeistarinn frá því í Barcelona, Linford Christie, mætast 30. júlí í Englandi. Fimm úr 1. deild í bann Ánægður að sleppa við Skagamenn - sagði Sævar Jónsson, iyrirliði bikarmeistara Vals Fimm leikmenn í fyrstu deild voru úrskurðaðir í eins_ leiks bann á fundi Aganefndar KSÍ í gær. Ingi Sigurðsson ÍBV og Sævar Jónsson Val fara í bann vegna fjögurra gulra spjalda, en Magnús Sigurðsson IBV, bróðir Inga, Stefán Ómarsson Vík- ingi og Sveinbjörn Hákonarson Þór, vegna brottvísunar. Magnús og Stefán hafa þegar tekið út bannið, en Sveinbjöm verð- ur í banni gegn FH á morgun. Sæv- ar missir hins vegar af leiknum gegn Víkingi í tíundu umferð og Ingi miss- ir af leiknum gegn Fram. Fjórir leikmenn í þriðju deild voru einnig úrskurðaðir í bann. Einar Tómasson og Eiríkur Þorvarðarson HK fá eins leiks bann vegna brottvis- unar, sem og Örvar Eiríksson Dal- vík, en Gylfi Siguijónsson Selfossi vegna fjögurra gulra spjalda. BIKARMEISTARAR Vals fengu heimaleik í undanúrslitum mjólkurbikarkeppninnar er dregið var í gær; fá Keflvíkinga í heimsókn, og KR-ingar taka á móti Islandsmeisturum Akur- nesinga. Leikurinn á KR-velli verður miðvikudaginn 4. ágúst en viðureign Vals og ÍBK daginn eftir, annað hvort að Hlíðarenda eða á aðalleikvanginum f Laug- ardal. Valsmenn vilja leika í Laugardalnum en þurfa að sækja sérstaklega um það. Nafn bikarmeistaranna kom fyrst upp úr mjólkurbrúsanum þeg- ar dregið var í gær og Theodór Hall- dórsson, formaður knattspymudeild- ar Vals, dró síðan miða með nafni ÍBK. KR dróst síðan á undan ÍA og liðin mætast því í Reykjavík. „Aðalatriðið var að fá heimaleik. Það vom allt sterk 1. deildarlið sem eftir vom í keppninni, þannig að ör- uggt var að leikurinn yrði erfiður og því er gott að leika heima,“ sagði Sævar Jónsson, fyrirliði Vals, við Morgunblaðið eftir dráttinn. Hann sagðist vissulega ánægður með að vera laus við að mæta Islandsmeist- umnum: „Skagamann em með lang sterkasta lið landsins í dag að mínu mati, og ég er því ánægður með að sleppa við þá, en mér var alveg sama hvort við fengjum KR eða Keflavík. Aðalatriðið var að fá heimaleik." Pressan á þeim „Ég átti mér draum; að fá Vals- menn á heimavelli," sagði Sigurður Björgvinsson Keflvíkingur. Sigurður og félagar mæta Valsmönnum en verða að fara til Reykjavíkur. „Lið virðist þurfa að vinna Val til að kom- ast eitthvað í bikarkeppninni," bætti Sigurður við og sagði tap gegn Val í deildinni fyrr í sumar jafnvel herða menn suður með sjó. „Bikarinn er allt annar handleggur og kannski verður það kostur fyrir okkur að hafa tapað fyrir þeim í deildinni. Pressan verður öll á þeim — þeir hafa unnið alla bikarleiki síðustu þijú árin og við höfum því engu að tapa. Við ætlum að skemmta okkur með því að vera áfram í bikarkeppn- inni,“ sagði Sigurður. Veröur erfið vika „Mér líst ljómandi vel á þetta. Það voru fjögur mjög sterk lið í pottinum og við þurftum að spila við eitt þeirra, þannig að vitað mál að þetta yrði erfítt. En aðalmálið var að fá heima- leik, ég er mjög ánægður með það,“ sagði fyrirliði KR, Rúnar Kristinsson. Hann sagðist telja, eins og fleiri, að Akurnesingar væru með besta lið landsins í dag; frammistaðan í deild- inni til þessa — sjö sigrar og aðeins eitt tap — sýndi það. „Það er engin spuming, en við sjáum hvað setur. Hvort við getum veitt þeim keppni, eða þeir okkur! Við erum ekki í góðri stöðu í deildinni einsog er, en ætlumr* að bæta úr því í næstu tveimur leikj- um.“ Rúnar sagði bikarkeppnina skipta KR-inga miklu máli vegna stöðunnar í deildinni, en þannig vill til að strax helgina eftir bikarleikinn mætast KR og ÍA í deildinni, aftur á KR-velli. „Þetta verður erfíð vika, en leikirnir tveir ættu að geta orðið skemmtilegir," sagði fyrirliði KR. Guðjón Þórðarson, þjálfari Skaga- manna, sagði að það skipti þá engu máli hver mótheijinn sé. „Við hefðum þó viljað fá heimaleik, en til að vinna bikarinn verðum við að leika í Reylqavík — þannig að það er ekk- ert verra leika þar í undanúrslitum, heldur en úrslitaleikinn. Við leikum tvo leiki gegn KR-ingum í Reykjavík - á fjórum dögum og munum sjá til þess að leikmenn KR eigi eftir að svitna," sagði Guðjón við Morgun- blaðið. Alltaf tapað Sigurður Björgvinsson, leikmaður og aðstoðarþjálfari ÍBK, hefur fimm sinnum leikið til úrslita í bikar- keppninni og alltaf tapað. „Ætli ég verði ekki settur út úr liðinu ef við komumst í úrslit núna,“ sagði hann í gríni eftir dráttinn í gær. Sigurður hefur fyívegis tapað í úrslitum gegn Val og á því harma að hefna. Hann tapaði fyrir Vals- mönnum með ÍBK 1988 og síðan 1990 með KR, eftir vítaspymu- keppni. Fari Keflvíkingar í úrslit von- ast Sigurður til að KR verði mótheij- inn. „Já, það yrði að gaman að mæta mínum mönnum," sagði hann, e.n Sigurður lék með KR í nokkur ár, þar til í fyrra. Þjátfari má koma fyrir- mælum til leikmanna Breytingar hafa verið gerðar á knattspymulögum þess efnis að þjálfari má, á meðan leik stend- ur, koma tæknilegum fyrirmælum til leikmanna sinna. Dómaranefnd KSÍ hefur ákveðið að ákvörðun Alþjóðanefndarinnar taki í gildi í meistaraflokki karla og kvenna 1. ágúst. Þjálfarar og aðrir fulltruar liðs á varamannabekknum verða þó að halda sig innan marka tæknisvæð- is, þar sem sem slíku svæði er ætlaður staður. Þeir verða að koma vel fram og af ábyrgðarkennd ailan tímann. Tæknisvæði er svæðið sem sam- svarar lengd varamannabekkjar að viðbættum einum metra við hvom enda. Það nær frá vara- mannabekknum aftanverðum og allt að einum metra samsíða hlið- arlínu. Svæðið verður ekki merkt sérstaklega.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.